Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 31
, ^ mvMiwn mmtkmXA'é &<íaa ammoM MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 c Við vígslu skauta- svellsins í Skátaheim- ilinu við Snorrabraut, frá vinstri: Oswald Knudsen, Jón Sig- urðsson skólastjóri, dr. Helgi Tómasson skátahöfðingi og Katrín Viðar. Það var oft glatt á hjalla á kvöldvökum í Skátaheimilinu. Á sviðinu er Helgi S. Jónsson, félagsforingi Heiðabúa í Keflavík, og fast við sviðið má sjá Hans Jörgensen, úr skátafélaginu á Akranesi. Fyrir miðju er Björgvin Magnús- son úr skátafélaginu Völsungum í Reykja- vík, en hann var stjórnandi þessarar kvöldvöku. SÍMTALID... ER VIÐ SIGRÍÐIHAFSTAÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA Fréttir úr dalnum 96-61555 Halló. - Er þetta á Tjörn í Svarfaðar- dal? Jú. - Góðan daginn, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Maija heiti ég, er Sigríður Hafstað við? Það er hún. - Jú blessuð, ég var að heyra að þú hefðir gefið út fréttablað í firnmtán ár? Eg hef nú ekki gert það, en ég er að vísu framkvæmdastjóri blaðsins. - Er það fjölskyldan sem gefur það út? Nei, þetta er sjálfseignarfyrir- tæki, maðurinn minn, Hjörtur E. Þórarinsson, hefur lengst af verið ritstjóri, en hann stofnaði blaðið sem er óháð og ópólitískt árið 1977 ásamt tveimur öðrum. Seinna urðu þeir bara tveir ritstjórarnir, Hjört- ur og Jóhann Antonsson á Dalvík. Um síðustu áramót breyttist þetta, Hjörtur gekk út úr ritstjórninni og tveir nýir komu í staðinn. Ég hef séð um auglýsingar, rukkanir og dreifingu blaðsins. Var dreifingar- stjóri, en hef nú hækkað mig í tign og er framkvæmdastjóri! En þetta er dreifbýlisblað og heitir Norður- slóð — svarfdælsk byggð og bær. - Hversu oft kemur blaðið út? Það kemur út einu sinni í mánuði, að vísu tökum við okkur tveggja mán- aða sumarfrí. Þetta varð strax dálítið vinsælt blað, því það var bundið dalnum og Dalvík. Heimamenn kaupa það en margir kaupendur eru brottfluttir Svarf- dælingar. - í hve mörgum eintökum kemur það út? Það er prentað í þúsund' eintökum og áskrifendur eru um 900. Það er prentað á Akureyri í Dagsprent og er í sama broti og Dagur. - Hvað er blaðið stórt? Yfirleitt er það sex síður, nema jólablaðið er 24 til 28 síður. -Já ég heyrði að jólablaðið hefði verið myndarlegt. Já við erum með fallegt jóla- blað. Það er prentað á betri papp- ír en venjuleg dagblöð og við viljum halda því áfram því það eru marg- ir sem safna blaðinu. - En segðu mér, hvert er nú efni blaðsins? Það er jú heimafengið. Við erum með vissa dálka i blaðinu eins og „Fréttahorn", „Má ég kynna“, en í þeim dálki eru viðtöl við nýja menn sem setjast hér að, kannski bónda eða kennara. Líka er þáttur sem heitir „Mér er spurn“, þá leit- ar blaðið svara við ýmsum spurn- ingum. Við fjöllum um fyrirtæki á Dalvík, menningarviðburði og ýmsa fréttatengda atburði, og einnig um skírnir, afmæli og andl- át sem ég veit að brottfluttir fylgj- ast grannt með. Síðasta blað var einkum helgað sameiningu sveit- arfélaga. Síðan erum við með ýmsa menningarþætti eins og til dæmis „Dagbók Jóhanns á Hvarfi“, en það er dagbók gamals bónda sem uppi var um aldamótin. I þessum þáttum eru fróðlegar upp- lýsingar um at- burði sem gerðust á þessum tíma. - Það er auð- vitað fjársjóður fyrir þá sem safna blaðinu. En það væri nú gaman að sjá eitt eintak? Jú ég skal bara senda þér eitt. - Þakka þér fyrir og vertu sæl. Vertu blessuð. Sigríður Hafstað. Felix í gerfi jungkærans í íslandskiukkunni á sviði Leikfélags Akureyrar. Mín fyrstu spor sem atvinnuleikari FLESTIR muna eftir Felix Bergssyni sem söngvara í hljómsveit- inni Greifunum á árunum ’86-’88. Síðan hvarf hann úr sviðsljós- inu. En nú er hann að koma fram aftur og þá hjá Leikfélagi Akur- eyrar. - Ertu búinn að leggja sönginn á hilluna, Felix? Felix með hljómsveitinni Greifunum. Eg ætlaði mér aldrei að gera sönginn að ævistarfi," segir Felix, „ég stefndi alltaf á leiklist- ina. Og ég var að taka lokapróf frá leiklistarskólanum í Edinborg í vor eftir þriggja ára nám. Nú er ég að stíga mín fyrstu skref sem at- vinnuleikari.“ - Var ekki erfitt að hætta að syngja? „Nei, alls ekki. Mér fannst prýði- legt að fara úr sviðsljósinu hér, komast í burtu og reyna eitthvað nýtt. Það er líka mikilvægt fyrir íslenska menningu að íslendingar sæki nýjar hugmyndir til annarra landa. En það var vissulega sérstök reynsla að taka þátt í poppleikn- um„Rocky Horror" sem var settur upp á nemendamóti Verslunarskól- ans ’84 og varð til þess að ég fór HVAR ERU ÞAU WÚ? FELIX BERGSSON, ÁÐUR SÖNGVARIHJÁ GREIFUNUM að syngja heilmikið á nemendamót- um. Og mér var boðið að gerast söngvari hjá hljómsveitinni Greif- unum í framhaldi af því. Ég var alltaf að syngja sem krakki, var einsöngvari í kórum og fleira. En ég var orðinn slæmur í röddinni og þreyttur þegar ég hætti. Þetta var svo mikil keyrsla í hljómsveit- inni.“ - Hvernig voru Skotarnir? „Yndislegir á allan hátt. Og ég ætla að halda tengslum við þá fyrst að ég er með breska leikhúsmennt- un. Ég er félagi í skoskum leik- hópi, en flestir í honum eru skóla- félagar mínir og vinir í gegnum námið. Fyrir rúmu ári komum við til íslands með leikritið „Saga úr dýragarðinum" sem sýnt var víða í menntaskólum. Og við stefnum á að koma með leikritið „The White Whore and the Bit Player", stór- skemmtilegt, • nýlegt átakaverk, amerískt að uppruna." - Komstu aðeins heim með leik- sýningar þessi þijú námsár? „Nei, sumarfríin fóru í vinnu á fijálsu útvarpsstöðvunum. Ég held að ég sé búinn að koma fram í þeim öllum," segir Felix hlæj- andi.„En leikhópurinn okkar tók þátt í síðustu Edinborgarhátíð. Það sumar var ég aðallega úti í Skot- landi.“ - Og hver eru fyrstu sporin á leiksviðinu? „Núna er ég leika í Tjútti og trega. Ég kem þar fram sem mjólk- urbílstjóri og vonbiðill aðalsögu- hetjunnar, en leikritið á að gerast á 5. áratugnum. Framundan er skemmtilegt hlutverk í íslands- klukkunni sem verður frumsýnd 27. mars. Þá geng ég fram á svið- ið sem jungkærinn Magnús í Bræðratungu. Leikritið er tvöföld afmælissýn- ing. Leikfélag Akureyrar verður 75 ára og skáldið Halldór Laxness 90 ára. Mikið einvalalið stendur að sýningunni: -Sumrar Borg ieik-- stýrir. Elva Ósk er Snæfríður og Þráinn Karlsson leikur Jón Hregg- viðsson. Jón Hlöðver Áskelsson er með frumsamda tónlist í stíl við verkið og Siguijón Jóhannsson er að vinna stórvirki í leikniynd. Það er meira en að segja það að nýta lítið svið undir póla Islandsklukkunnar — bækurnar, Almannagjá og Kaup- mannahöfn — en mér sýnist sem það muni koma vel út í þessu fal- lega, litla leikhúsi." - Ertu ánægður á Akureyri? „Mér hefur aldrei liðið eins vel í vinnunni. En ég ætla að starfa sem leikari. Vil þar af leiðandi festa mig í sessi á öllum stöðum og það er meira að gera fyrir sunnan.“ - Ertu fjölskyldumaður? „Já, ég er giftur með eitt barn. Konan mín heitir Ásdís Ingþórs- dóttir og er að ljúka námi í arkitekt- úr úti í Skotlandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.