Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 10
11
10
S6<?t N’HAM ,0£ jrUDACIUTBO'-í GKlA.IffM'JOíIOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Hvers eiga aldraðir
Reykvíkingar að gjalda?
eftirSvölu Jónsdótt-
ur, Aslaugu Björns-
dóttur og Onnu Stef-
ánsdóttur
Nú er verið að taka heilbrigðis-
kerfið til endurskoðunar á nokkrum
mánuðum. Við endurskoðun á svo
flóknu og dýru kerfi er nauðsynlegt
að skoða innviði þess vel. Tillögur
um breytingar þar á ber að leggja
fyrir heilbrigðisstéttir og hagsmuna-
aðila sjúklinga áður en ákvarðanir
eru teknar. Vanhugsaðar tillögur
hefur aftur og aftur orðið að taka
til endurskoðunar á undanfömum
mánuðum. Þannig framkvæmdir
hljóta að kosta peninga og rýra til-
trú á þeim.
Skilningur á mikilvægi öldrunar-
lækninga og hjúkrun aldraðra virðist
ekki mikill hjá þeim sem ákvarðanir
taka í heilbrigðismálum í dag. Heistu
ráð á niðurskurðartímum virðast
vera að loka öldrunardeildum, s.s.
B-álmu Borgarspítalans og Hvíta-
bandinu, og líkur eru á samdrætti
hjá öðrum öldrunarstofnunum vegna
niðurskurðar á fjármagni.
Með því er vandanum velt yfír á
aðstandendur, heimahjúkrun og
heimaþjónustu svo og yfírfullar
deildir bráðasjúkrahúsanna. Vita-
hringur skapast, sem í raun eykur
kostnað. Tökum dæmi: Aidraður las-
burða einstaklingur veikist heima
og er lagður inn á vakthafandi
sjúkrahús, fær viðeigandi meðferð
og fer aftur heim. Veikist aftur að
einhveijum tíma liðnum og lendir
þá á öðru sjúkrahúsi vegna vakta-
skipulagsins. Sú staða gæti komið
upp að hinn aldraði leggist inn á öll
þtjú bráðasjúkrahúsin jafnvel oftar
en einu sinni á sama árinu. Þetta
er mikið álag og öryggisleysi fyrir
hinn aldraða, sem í raun er of las-
burða til að vera í heimahúsi, en
kemst ekki inn á hjúkrunarheimili.
Nú bíða 423 aldraðir eftir hjúkr-
unarplássi á hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík, þar af eru 100
einstaklingar með vistunarmat upp
á brýna innlögn. Það þýðir að þeir
eru ósjálfbjarga í heimahúsum eða
liggja í dýrum plássum á sjúkrahús-
unum. Álagið sem hlýst af því að
vera með ósjálfbjarga einstakling í
TÖLVUK
I dag og á moplin veröur
kynning í versfun okkar á
ATARI1040 STE
Einkatölvu sem gefur fjölbreytta
möguleika í námi, leik, tónlist, grafík og
fleira. Tölvan er einföld í notkun því
henni fylgir - íslenskt stýrikerfi - íslensk
ritvinnsla - íslensk handbók - íslenskt
kennsluforrit - mús og sjónvarpstengi.
Fermingartilboö
49.900 st.gr.
Ýmis skemmtileg pakkatilboö í gangi.
VERIÐ VELKOMIN
A
ATARI
MEÐ ATARIINN í FRAMTÍÐINA
IbLVULAND
Borgarkringlunni Sími (91) 688819
heimahúsi í lengri tíma getur leitt
til uppgjafar hjá fjölskyldum og lagt
heimilin í rúst.
Meðalaldur sjúklinganna á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli er 86-87 ár og
þriðjungur þeirra yfír 90 ára. Því
má fullyrða að þar er ekki um mis-
notkun á plássum að ræða.
í dag er þörfín í heilbrigðisþjón-
ustunni mest á hjúkrunarrými fyrir
aldraða því má alls ekki loka lang-
legudeildum eða öldrunarlækninga-
deildum né fækka hjúkrunarplássum
á nokkurn hátt.
í tillögunum um sameiningu
Borgarspítala og Landakots var lagt
til að gera Landakot að hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða Reykvíkinga og
húsnæði í B-álmu yrði tekin fyrir
bráðasjúkrahús. í B-álmu Borgar-
spítala er rými fyrir allt að 150-160
sjúklinga, sem ætlað er til öidrunar-
lækninga og hjúkrunar aldraðra. Á
Landakoti var ætlað íými fyrir ein-
ungis 111 hjúkrunarsjúklinga. Þann-
ig hefði orðið fækkun sem nemur
50 rúmum.
Hvers eiga aldraðir að gjalda að
fram skuli koma hugmyndir um að
taka það húsnæði sem þeim er ætlað
fyrir aðra þjónustu?
Húsnæðið á Landakoti má heita
óha:ft til hjúkrunar aldraðra, stofur
og gangar þröngir og sameiginlegt
rými takmarkað. Öll hreinlætis- og
salernisaðstaða er ófullnægjandi,
t.d. eru einungis þijú salerni sem
hjólastólar komast inn á.
Á hjúkrunarheimilum fyrir aldr-
aða þarf mikið rými, enda margir í
hjólastólum og aðrir þannig á sig
komnir að hjálpartæki þarf við
hjúkrunina. Einnig þarf borðstofur
og góða félagsaðstöðu. Hjúkrunar-
forstjóri Landakots hefur varað við
í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. að
reynst geti erfitt að manna hjúkrun-
ardeildir með faglærðu starfsfólki í
ófullnægjandi húsnæði.
í B-álmu Borgarspítalans, sem er
að stærstum hluta byggð fyrir fé
úr Framkvæmdasjóði aldraðra, eru
deildir sérstraklega hannaðar með
þarfir aldraðra í huga. Á meðan
þessar deildir eru annaðhvort hálf-
Hlúð að öldruðum sjúklingi.
„Við skorum á borgar-
fulltrúa og þingmenn
Reykvíkinga að taka af
alvöru á málefnum
sjúkra aldraðra. Látið
ekki aftur og aftur taka
það húsnæði sem þeim
var ætlað fyrir önnur
verkefni í heilbrigðis-
þjónustunni."
tómar eða ókláraðar liggja sjúkir
aldraðir Reykvíkingar í heimahúsum
eða á bráðadeildum sjúkrahúsanna,
oft langtímum saman þar sem ekki
er hægt að finna hjúkrunarrými
nokkurs staðar. Öll aðstaða á þess-
um deildum er óvinveitt öldruðum
enda mikill hraði og erill.
Því horfir verr en áður í málefnum
aldraðra Reykvíkinga. Hvað er þá
til ráða?
Hvers vegna er ekki lokið við að
fullgera B-álmu Borgarspítalans?
Sennilega er það ódýrasti kosturinn
í málefnum aldraðra hjúkrunarsjúkl-
inga í Reykjavík. Hugsanlega mætti
án mikils tilkostnaðar flytja Grens-
ásdeild Borgarspítalans i hluta af
húsnæði B-álmu og nota húsnæði
Grensásdeildar sem hjúkrunarheim-
ili. Það húsnæði var upphaflega
ætlað öldruðum Reykvíkingum.
Þetta hjúkrunarheimili má síðan
reka sem sjálfstæða stofnun.
Öldrunarlækningadeildir Borgar-
spítalans mætti einnig gera að sjálf-
stæðri rekstrareiningu. Þær má nýta
betur til að mæta þörfum bráðveikra
aldraðra einstaklinga, t.d. með því
að sérgreinaskipta þeim. Aldraðir
einstaklingar eru lengur að ná sér
eftir veikindi og iiggja því lengur í
rými á bráðadeildum en yngra fólk.
Með því að efla endurhæfíngar- og
öldrunarlækningadeild B-álmu
Borgarspítalans rýmkuðust plássin
á bráðadeildunum.
Til að draga úr kostnaði á að fela
hjúkrunarfræðingum að reka hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða eins og t.d
Skjól, Hvítabandið og Heilsuvemd-
arstöðina. í Noregi hafa hjúkrunar-
fræðingar séð um rekstur slíkra
heimila til margra ára. Þegar heil-
brigðisþjónustan var endurskipulögð
á tímum Thatcher í Bretlandi var
hjúkrunarfræðingum gefinn kostur
á að taka að sér rekstur minni hjúkr-
unarheimila og hefur reynslan þar
verið góð.
Áður hefur verið bent á að með
því að sameina heimahjúkrun og
heimilishjálp undir eina yfírstjórn
má minnka kostnað og bæta skipu-
lag í þjónustu aldraðra í Reykjavík.
Við skorum á borgarfulltrúa og
þingmenn Reykvíkinga að taka af
alvöru á málefnum sjúkra aldraðra.
Látið ekki aftur og aftur taka það
húsnæði sem þeim var ætlað fyrir
önnur verkefni í heilbrigðisþjón-
ustunni.
Höfundar eru
hjúkrunwfræðingar og starfa í
nefnd um hagræðingu í
heilbrigðisþjónustunni á vegum
Hjúkrunarfélags íslands.
Háskólakórinn 20 ára
Tónlist
Jón Asgeirsson
Þessa dagana heldur Háskóla-
kórinn upp á 20 ára starfsafmæli
og af því tilefni er efnt til tónleika
þar sem eldri og yngri félagar
koma fram. Á tónleikum kórsins
sl. miðvikudag var tónlist Hjálm-
ars H. Ragnarssonar viðfangsefn-
ið og kynnti tónskáldið og sagði
lítillega frá tilurð þeirra verka sem
flutt voru. Tónleikamir hófust á
þvi að Háskólakórinn, undir stjóm
Ferenc Utassy, söng fjórar
skemmtilegar þjóðlagaraddsetn-
ingar. Það sem sérstaklega ein-
kennir þessar raddsetningar, er
að íslensku þjóðlögin eru aldrei
kæfð í flóknum umbúnaði en
miklu oftar sungin einrödduð og
þá lögð áhersla á að lífga upp á
hljóðfall þeirra. Kórinn söng lögin
ágætlega.
Þijú lög fyrir klarinett og píanó
vom leikin af Rúnari Óskarssyni,
nemanda í klamettuleik, og Þóm
Fríðu Sæmundsdóttur. Þetta verk
er frá þeim tíma er Hjálmar var
í námi og þá að glíma við framúr-
stefnur þess tíma. Verkið er vel
samið og var flutt af þokka. Öll
tónlistin var flutt af félögum í
Háskólakórnum, utan það sem
Þóra Fríða hjálpaði til með, svo
og framlag Ámar Magnússonar,
Kolbeins Bjarnasonar og Páls
Eyjólfssonar, en Kolbeinn og Páll
fluttu fímm bagatellur fyrir flautu
og gítar.
Einkenni tónleikanna í heild var
sú togstreita sem flestir tónsmiðir
Hjálmar H. Ragnarsson
nú til dags þurfa að ganga í gegn-
um en það er að þora að viður-
kenna sjálfa frumþörf mannsins
til að skapa og upplifa þann list-
leik í einfaldleika sínum og svo
aftur á móti, að þóknast kunn-
áttukröfum og stefnumarkandi
viðhorfum hinna „skriftlærðu".
Hjálmar hefur bæði svarað kalli
hinna „skriftlærðu" og svo þeim
innri tóni, sem upphaflega rekur
menn af stað, og um leit hans að
jafnvægi miili þessara þátta má
lesa í efnisskrá. Þar má sjá að
Hjálmar er bæði skáld og heim-
spekingur og í hjarta hans hefur
verið sáð efasemdum, þar sem
forskrift og markmiðssetning
kunnáttunnar ein nægir ekki sem
veganesti þeim sem ætlar sér að
ná fundi listagyðjanna.
í bagatellunum og nokkrum
söngvum, sem Gunnar Guðnason
og Hanna Dóra Sturludóttir fluttu
mjög fallega, gat að heyra berg-
mál upprunans og í tveimur
prelúdíum fyrir píanó, sem Öm
Magnússon flutti mjög vel, má
segja að Hjálmar svari bæði kröf-
um hinna „skriftlærðu“ og þess-
um innri tóni, sem ef til vill er
hin guðlega vitjun skáldsins,
mannsins sem enn kann að hlusta
á þögn eilífðarinnar. Alvörunni
fylgir gamansemin, eins og
skugginn ljósinu, svo sem heyra
mátti í Dofrakvartettinum úr Pétri
Gaut og í smá gríni um konsert
fáránleikans, sem ber heitið
Gjömingur á jökli og Arnar Jóns-
son leikari las upp.
Þessi galdur kunnáttunnar og
hin óskilgreinda listþörf kom fram
í síðasta viðfangsefni tónleikanna,
en það er samið við kvæði Hann-
esar Hafstein, Skarphéðinn í
brennunni. Þetta er áhrifamikið
verk og var ágætlega flutt af
Háskólakórnum undir stjóm Fer-
enc Utassy. Háskólakórinn er
ágæt stofnun og hefur ekki aðeins
haldið tónleika með góðum söng,
heldur og átt þátt í auðgun ís-
lenskrar tónlistarsögu og notið
þess, að nokkrir stjórnendur kórs-
ins hafa einnig verið tónskáld og
samið verk sem kórinn hefur
fmmflutt.