Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
11
Burt með Menningarsjóðinn!
eftir Pál
Magnússon
Uppá síðkastið hafa nokkrir
kvikmyndagerðarmenn risið upp til
varnar fyrir óbermið Menningarsjóð
útvarpsstöðva.
Þetta ágæta fólk virðist ekki
hafa komið auga á þá grundvallar-
staðreynd, sem gerir þenna sjóð
jafn afleitan og raun ber vitni:
Sjóðnum er ætlað að auka og
bæta íslenska dagskrárgerð út-
varpsstöðvanna, en vinnur í raun
þvert gegn þessu meginmarkmiði
sínu, því framleiðsla á innlendu
dagskrárefni er bæði minni og verri
en raunin væri ef þessi sjóðsómynd
væri ekki til.
Þannig tapa allir á tilvist sjóðs-
ins; — bæði útvarpsstöðvar og kvik-
myndagerðarmenn, — en þó einkum
og sér í lagi sjónvarpsáhorfendur
og hljóðvarpshlustendur.
Til að rökstyðja þessa fullyrðingu
nægir að skoða rekstraráætlun
sjóðsins fyrir 1992.
Þar kemur fram, að tekjur sjóðs-
ins eru áætlaðar 85 milijónir króna.
Af þessum tekjum er áætlað að ein-
ungis 33 milljónir króna nýtist í
styrki til dagskrárgerðar, eða 39%.
Hins vegar fara 52 milljónir
króna, eða 61% í eitthvað allt ann-
að, langmest, eða_48 milljónir, í
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Eftir stendur að á þessu ári verð-
ur varið 52 milljónum minna fé til
innlendrar dagskrárgerðar, en gert
yrði, ef sjóðurinn væri ekki til.
Aðrar lausnir betri
Nú geta kvikmyndagerðarmenn
og aðrir ef til vill sagt sem svo: Það
er engin trygging fyrir því að út-
varpsstöðvarnar noti þetta fé til
dagskrárgerðar þótt sjóðurinn yrði
lagður niður.
Því er þá til að svara, að það
þarf enginn að efast um metnað
og vilja stöðvanna á þessu sviði —
þetta er aðeins spurning um fjár-
hagslega getu.
Ef menn hins vegar treysta
stöðvunum alls ekki til að sjá um
þetta sjálfar, má hugsa sér einfalt
laga- eða reglugerðarákvæði, sem
skyldar þær til að veija þessari
upphæð, 9,1% af auglýsingatekjum,
til íslenskrar dagskrárgerðar, fyrir
utan fasta þætti á borð við fréttir
o.þ.h.
Og ef menn vildu ganga enn
lengra, t.d. til að tryggja hagsmuni
kvikmyndagerðarmanna, mætti
þessu til viðbótar kveða á um að
stöðvarnar skuli veija ákveðnum
hluta þessara tekna til dagskrár-
gerðar í samvinnu við þá.
Ég, fyrir mitt leyti, er á móti
slíku reglugerðarfargani og forsjár-
hyggju, en það er allt betra en sá
vanskapnaður sem Menningarsjóð-
urinn er í núverandi mynd; sjúg-
andi blóð úr íslenskri dagskrárgerð
útvarpsstöðvanna.
Útvarpsstöðvar blæða
Það eru ýmsir, þeirra á meðal
þeir kvikmyndagerðarmenn sem
hafa látið í sér heyra, slegnir þeirri
blindu að það séu auglýsendur sem
fjármagni Menningarsjóðinn, en
ekki útvarpsstöðvarnar.
Þetta er alrangt.
Stöðvarnar geta ekki hækkað
auglýsingaverð sem gjaldinu nem-
ur, því auglýsendur snúa sér þá
einfaldlega í auknum mæli til þeirra
miðla, sem ekki bera þetta gjald,
svo sem dagblaða og tímarita. Ut-
varpsstöðvarnar verða að bera þetta
gjald sjálfar til að missa ekki við-
skiptavini til annarra auglýsinga-
miðla — svo einfalt er það.
Ef talið er rétt, að ríkið inn-
heimti skatt til þess að styrkja kvik-
myndagerðamenn, hvers vegna
eiga þá eingöngu útvarpsstöðvar
að greiða þennan skatt?
Raunár má telja fullvíst að reglu-
gerðin, sem veitti kvikmyndagerð-
armönnum aðgang að Menningar-
sjóðnum, stangist á við sjálf út-
varpslögin. Umboðsmaður Alþingis
hefur það mál nú til meðferðar, að
beiðni íslenska útvarpsfélagsins.
Afleiðingarnar fyrir Stöð 2
og Bylgjuna
Ur því að ég er farinn að skrifa
um þetta endemis fyrirkomulag, get
ég ekki látið hjá líða, að benda á
hvernig það snýr að íslenska út-
varpsfélaginu hf.
Stöð 2 er stundum legið á hálsi
fyrir að framleiða ekki nógu mikið
af eigin dagskrárefni. Þetta er rétt-
mæt gagnrýni — svo langt sem hún
nær. Það hefur hins vegar reynst
nauðsynlegt að draga tímabundið
saman seglin á þessu sviði á meðan
verið er að koma rekstrinum í viðun-
andi horf.
Það skal enginn velkjast í vafa
um að vilji okkar og metnaður
stendur til að gera miklu meira og
betur þegar okkur vex fiskur um
hrygg.
En lítum á hlut Menningarsjóðs-
ins í þessum samdrætti:
Árið 1990 greiddi Stöð 2/Bylgjan
23,6 milljónir króna inn í sjóðinn
og fékk til baka í styrkjum til dag-
skrárgerðar 18,7 millj. króna, eða
79,2% af framlaginu.
Árið 1991 greiddi Stöð 2 28,2
milljónir og fékk til baka 8,0 millj-
ónir króna, eða 28,4%.
Á þessu ári má ætla að Stöð
2/Bylgjan greiði um 32,0 milljónir
króna, en fái 3,5 milljónir til baka,
miðað við síðustu úthlutun, eða
11%.
Bara breytingin á hlutfalli inn-
og útgreiðslna úr sjóðnum þýðir að
Stöð 2/Bylgjan hefur á þessu ári
25,4 milljónum króna minna til ís-
lenskrar dagskrárgerðar en á árinu
1990.
Ég get fullyrt hér, að ef Menn-
ingarsjóðurinn væri ekki til (með
eða án fyrrnefndra laga- eða reglu-
gerðarákvæða, sem kæmu í stað-
inn) myndi Stöð2/Bylgjan veija yfir
30 miiljónum króna meira í íslenska
dagskrárgerð á þessu ári, en unnt
er að gera að óbreyttu.
Hagsmunaárekstrar
Að lokum til að bíta höfuðið af
skömminni og fullkomna farsann í
kringum þennan sjóð, er dagskrár-
stjóri Ríkissjónvarpsins gerður að
formanni sjóðsstjórnar!
Stöð 2 er sem sagt gert að kynna
dagskrárstjóra keppinautarins allar
hugmyndir og áætlanir um dag-
skrárgerð heilt á? fram í tímann!
Og árangurinn af stjórnarfor-
mennsku dagskrárstjórans lét ekki
á sér standa:
Við síðustu úthlutun úr sjóðnum
fékk Ríkisútvarpið 17,2 milljónir
króna i sinn hlut, en Islenska út-
varpsfélagið hf. 3,5 milljónir króna.
Var einhver að tala um hagsmun-
árekstra?
Það er sama hvernig á málið er
litið — allt ber að sama brunni:
Það er ekki hægt að bíða eftir
heildarendurskoðun útvarpslaga.
Það verður að leggja þennan hörm-
Páll Magnússon
„Það er ekki liægt að
bíða eftir heildarendur-
skoðun útvarpslaga.
Það verður að leggja
þennan hörmungarsjóð
niður strax, áður en
hann vinnur enn frek-
ari skemmdarverk á ís-
lensku sjónvarpi og
hljóðvarpi.“
ungarsjóð niður strax, áður en hann
vinnur enn frekari skemmdarverk
á íslensku sjónvarpi og hljóðvarpi.
Höfundur er útvarpsstjóri
Islenska útvarpsfélagsins hf.
. *:
fmitíSs.
SÝNING UM HELGINA. OPIÐ LAUGARDAG KL. 11-16 OG SUNNUDAG KL. 13-17
nn
—J' i-- —rr f-rrsssjat ^
Peugeot 106 ber höfundum sínum fagurt vitni,
listasmiðunum sem lögðu alla hæfileika sína,
metnað og hugvit í að gera þennan glæsilega
bíl sem fullkomnastan.
Hnitmiðuð hönnun gerir Peugeot 106
lipran, lifandi og rúmgóðan borgarbíl.
íslendingar gera þá kröfu til bíla að þeir standist
erfiða prófraun á misjöfnum vegum. Meistara-
smiðir Peugeot höfðu að leiðarljósi að finna
sem næst fullkomið samræmi milli stærðar
hans og þyngdar og þess hversu kraftmikill
bíllinn er. Niðurstaðan er sú að Peugeot 106
hefur reynst afbragðs vel úti á vegum og með
eindæmum sparneytinn. Peugeot 106 er ekki
stór bíll, en hann hefur marga stóra kosti.
Verð frá 672.500 kr.
JÖFUR
NÝBVLAVEGI 2 • SÍMI 42600