Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 f • Vandaöar útihuröir úr furu, oregon pine og mahóní tilbúnar til uppsetningar. Þeim fylgir karmur, lamir, skrá, húnar og þéttilistar. • Viö sérsmíðum einnig hurðir og glugga eftir þínum óskum. Gerum föst tilboð í alla smíði. • Góðir greiðsluskilmálar. Áratuga reynsla í hurða- og gluggasmíði. við Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444 FRAMTÍÐ húsgagna- og innréttingaidnadar Ráðstefna á Holiday Inn 24. mars 1992 Kl. 13.15 Setning: Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaóarmanna. Kl. 13.40 Ávarp: Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. Kl. 13.50 Markaður og afkoma: Rafn B. Rafnsson, formaður Félags húsg. og innréttingaframl. Kl. 14.05 Samkeppnisstaða iðnaðar: Baldur Pétursson, deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu. Kl. 14.20 Iðnaður í nýju umhverfi: Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Iðju, félags verksmiðjufólks. Kl. 14.35 Stefnumótun - til hvers? Reynir Kristinsson, rekstrarráðgjofi og framkvæmdastjóri Hagvangs. Kl. 14.50 Samstarf hönnuða og fyrirtækja: Leó Jóhannsson, húsgognaarkitekt. Kl. 15.05 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.30 Færni og þekking: Kristbjörn Árnason, formaður Félags starfsfólks i húsgagnaiðnaði. Kl. 15.45 Reynsla af vöruþróun: Karl Friðriksson, verkefnisstjóri Iðntæknistofnunar íslands. Kl. 16.00 Gæðamál: Gunnar H. Guðmundsson, rekstrarráðgjafi hjá Ráðgorði. Kl. 16.15 Samstarf fyrirtækja: Kristján Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Kl. 16.30 Stefnumótunarverkefni í húsgagna- og innréttingaiðnaði: Smári Sigurðsson, rekstrarráðgjafi. Kl. 17.00 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 17.10 Samantekt og ráðstefnuslit: hórleifur Jónsson, framkvstj. Landssambands iðnaðormanna. Að ráðstefnunni standa eftirtaldir aðilar: Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag húsgagna- og inn- réttingaframleiðenda, Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði, Iðja, Iðnaðarráðuneytið, Landssamband iðnaðarmanna og Meistarafélag húsgagnabólstrara. Þátttaka tilkynnist til Landssambands iðnaðarmanna fyrir 23. mars. Brotalamir í sjúkra- húsþj ónustunni 3. grein eftir Skúla G. Johnsen Til að átta sig á stöðu sjúkrahús- mála er nauðsynlegt að vita hvern- ig þeim málum var áður hagað. Sjúkrahúsrekstur, eins og rekstur flestra annarra heilbrigðisstofnana, var hér áður fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaganna. En þó svo væri hafði ríkisvaldið á ýmsan hátt mikil áhrif á sjúkrahúsmál m.a. vegna þess, að sveitarfélögin nutu bæði rekstrarstyrkja og byggingar- styrkja úr ríkissjóði. Fyrstu sjúkrahúslög voru sett á árið 1933. Þar segir í greinargerð, að lögin séu sett þar sem nauðsyn- legt þyki að koma skipulagi á starf- rækslu sjúkrahúsa landsins. Af þessum sökum var lögfest, að eng- inn mætti setja á stofn eða starf- rækja sjúkrahús nema með leyfi ráðherra. Leyfisskyldan tók einnig til breytinga á rekstri og húsakynn- um. Svo sem vænta mátti voru sveita- eða sýslufélög mjög háð byggingar- styrknum. Fram til ársins 1953 nam hann allt að tveim fimmtu kostnað- ar. Það ár varð sú breyting, þegar í hlut áttu sjúkrahús, sem ráðherra viðurkenndi sem ijórðungssjúkra- hús, á Vestfjörðum, á Norðurlandi, á Austurlandi og á Suðurlandi að heimilt var að greiða allt að þijá fimmtu byggingarkostnaðar úr rík- issjóði. Með þessum hætti var ætl- unin að hvetja til byggingar fárra en vel búinna sjúkrahúsa í hverjum landsfjórðungi. Þetta kemur greini- lega fram í Þingtíðindum frá þess- um_ tíma. Arið 1957, áður en fjórðungs- sjúkrahúshugmyndin hafði komist í framkvæmd, tóku þingmenn þá sérkennilegu ákvörðun, að bæjarfé- lög með færri en 3.000 íbúa ættu kost á hæsta byggingarstyrk til sjúkrahúsa, sem veittur var eða allt að tveim þriðju kostnaðar. Nú tóku að rísa sjúkrahús í smærri kaupstöðum, sem varð til þess, að hugmyndin um fá en sérhæfð sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi var eyðilögð. Það sem mestu veldur hve sjúkra- húskerfmu er ábótavant eru þau slæmu skilyrði, seirl þarna myndað- ist í uppbyggingu sjúkrahúsa úti á landi og samkeppni ríkis og borgar í sjúkrahúsrekstri sem hefur staðið yfir í 20 ár. Sú samkeppni hefur leitt til þess, að sjúkrahúsþjónusta hér í Reykja- vík hefur ekki verið skipulögð sem skyldi og hún hefur einnig verið dýrari en vera þyrfti. Þegar fyrsta heila reikningsárið, fyrir rekstur Borgarspítalans lá fyr- ir í byijun 1968 kom í ljós, að rekst- ur spítalans myndi með óbreyttum daggjöldum afar þungur baggi fyr- ir borgarsjóð. Þá náði Geir Hall- grímsson, þáverandi borgarstjóri, samkomulagi við þáverandi heil- brigðisráðherra, Jóhann Hafstein, um að sett yrði daggjaldareglugerð þar sem ábyrgðin á rekstri sjúkra- húsa sveitarfélaganna væri í raun flutt frá sveitarfélögunum yfir til ríkisins. Eftir þetta minnkaði mjög allt aðhald að rekstri sjúkrahúsa í landinu og sjúkrahús sveitarfélaga voru nú í stöðugri veislu ef svo má að orði komast. Samkvæmt dag- gjaldareglugerðinni áttu sjúk- rasamlög að standa undir „eðlileg- um“ rekstrarkostnaði sjúkrahúsa. Væri halli á rekstrinum voru ákveð- in halladaggjöld og ef það dugði ekki voru ákveðin auka-halladag- gjöld. Eftir að iðgjöld samlags- manna voru lögð niður hjá sjúkra- húslögunum árið 1972 var hlutur ríkissjóðs í útgjöldum þeirra 80% en sveitarsjóðir greiddu aðeins 20%. Umframeyðslunni á sjúkrahúsum Skúli G. Johnsen „Vegna hinnar dreifðu uppbyggingar sjúkra- húsa úti á landi, sem áður er getið um, náðist ekki að byggja upp sér- hæfða sjúkrahúsþjón- ustu utan Reykjavíkur- svæðisins í þeim mæli sem nauðsynlegt hefði verið. Þess vegna hafa sjúkrahúsin í Reykjavík ekki aðeins þurft að mæta hinni miklu fjölg- un aldraðra hér á svæð- inu, heldur hafa þau einnig þurft að taka á móti svo til allri fjölgun í innlögnum á sjúkra- hús, sem átt hefur sér stað í landinu frá árinu 1973.“ sveitarfélaganna lauk ekki fyrr en tekið var að færa þau inn á fjárlög en eftir það var stjórnun stofnan- anna gert að reka þær eftir árlegri fjárhagsáætlun. Það gekk þó illa lengst framan af að standa við áætlanir en með auknum aðhalds- aðgerðum hafa flest sjúkrahús þ. á m. þau stærstu verið rekin nokkurn veginn innan ijárhagsá- ætlunar sl. 3 ár. Árið 1973 voru sett lög um heil- brigðisþjónustu, sem ollu því, að frumkvæðið um byggingu sjúkra- húsa færðist frá sveitarfélögunum yfir til ríkisins enda hafi byggingar- styrkur ríkisins nú verið hækkaður í 85%. Árin 1941 og 1951 höfðu komið fram tillögur á þingi um að hækka byggingarstyrk ríkisins til sjúkrahúsa í allt að 85% en í bæði skiptin var málunum vísað frá vegna þess að landlæknir, Vilmund- ur Jónsson, taldi að ef sú leið væri farin byggðu sveitarfélögin stærra, tapreksturinn myndi aukast og þá kæmu þau til ríkisins með beiðnir um hækkaða rekstrarstyrki. Þessi spásögn Vilmundar um sambandið milli hárra byggingarstyrkja ríkis- ins og aukins rekstrarkostnaðar hefur sannast rækilega á árabilinu frá 1974. Fjárveitingar til stofn- kostnaðar, sem hafa að mestu leyti verið í höndum þingmanna, hafa alla tíð síðan verið á valdi byggða- pólitískra sjónarmiða. Á árabilinu 1973-1987 voru fjár- festingar í sjúkrastofnunum á land- inu öllu alls rúmlega 3,8 milljarðar kr. á verðlagi ársins 1990. Það skiptist þannig milli höfuðborgar- svæðisins annars vegar og annarra landshluta hins vegar, að um 2 milljarðar kr. komu á höfuðborgar- svæðið; þar af 1.500 milljónir til ríkisspítala einna. Ríkisspítalarnir eru háskólastofnun með fjölda rannsóknastofa. Þessar fjárveiting- ar hafa farið til að byggja geðdeild, og stækka kvennadeild, byggja rannsóknarstofur, og til að koma upp K-byggingu með nútíma krabb- ameinsmeðferð svo og til að koma upp nýrri hátækni sem aðeins fáir þurfa með. Afgangurinn af fjárveitingunum til höfuðborgarsvæðisins sem voru tæplega hálfur milljarður kr. fór að mestu til að byggja nýja slysa- deild og B-álmu við Borgarspítal- ann. Þar var ætlun borgarstjórnar að byggja 200 rúma hjúkrunar- stofnun. Nú þegar 19 ár eru liðin frá því að borgarstjórn tók ákvörð- un um að byggja B-álmu þá eru aðeins helmingur rúmanna í notkun og tvær hæðir eru óinnréttaðar. Það gefur auga leið að þær rúmu 100 milljónir, sem þá voru afgangs til stofnana á höfuðborgarsvæðinu, auk framlags úr framkvæmdasjóði. aldraðra hafa ekki dugað langt til að mæta þörfum aldraðra fyrir hjúkrunarheimili, enda hefur ríkt hálfgert neyðarástand á því sviði um langt skeið. Til annarra landshluta þ.e. utan höfuðborgarsvæðis fóru rúmlega 1800 milljónir kr. á ofangreindu tímabili, enda fjölgaði sjúkrahúsum þar á tímabilinu um tæplega 70%. Hins vegar fjölgaði sjúkrarúmum á höfuðborgarsvæðinu ekki nema um 20% á meðan íbúaíjölgunin utan þess var 10%. Árið 1973 voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu orðnir 133.941 en utan þess 109.418. Þeir sem mest þurfa á sjúkrahús- þjónustu að halda eru aldraðir. Á meðan hver íbúi 64 ára og yngri notar einn legudag á ári á sjúkra- stofnun þá dvelur hver íbúi, sem er 65 ára og eldri, 14 daga. Þess vegna er það mismunandi íjölgun aldraðra á höfuðborgarsvæði ann- ars vegar og utan þess hins vegar sem mestu ræður um sjúkrarúma- þörfína. Nú hefur íjölgun ellilífeyr- isþega á árabilinu 1973-1990 hér á höfuðborgarsvæðinu verið 60% en á sama tímabili hefur fjölgun í sama aldursflokki utan höfuðborgar- svæðisins aðeins verið 15%. Það er hvort tveggja, að höfuðborgarsvæð- ið hefur ekki mætt skilningi hjá ijárveitingarvaldinu og þörfin fyrir hjúkrunarheimili hefur aukist mun meira þar en í öðrum landshlutum. Vegna hinnar dreifðu uppbygg- ingar sjúkrahúsa úti á landi, sem áður er getið um, náðist ekki að byggja upp sérhæfða sjúkrahús- þjónustu utan Reykjavíkursvæðis- ins í þeim mæli sem nauðsynlegt hefði verið. Þess vegna hafa sjúkra- húsin í Reykjavík ekki aðeins þurft að mæta hinni miklu fjölgun aldr- aðra hér á svæðinu, heldur hafa þau einnig þurft að taka á móti svo til allri fjölgun í innlögnum á sjúkra- hús, sem átt hefur sér stað í land- inu frá árinu 1973. Á því tímabili Ijölgaði innlögnunum um 60% éða 24.000. Af þeirri fjölgun komu ein- ungis 2.300 innlagnir í hlut sjúkra- húsa utan Reykjavíkursvæðisins en sjúkrahúsin hér tóku við aukning- unni að öðru leyti. Ofangreindar staðreyndir tala sínu máli um að margt má betur gera í skipulagi sjúkrahúsmála hér á landi. Fyrirkomulagið veldur því m.a. að samdráttur í rekstrarfjár- munum hefur meiri áhrif í einum landshluta en öðrum. Nú er reynt að taka tillit til þess, að hinn flati niðurskurður á öllum útgjöldum rík- isins, sem ákveðinn var í desember og nam um 6%, kemur verr niður á stofnunum hér í Reykjavík en annars staðar. Ilöfundur er hérnðslæknir í Rcykjavík og formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.