Morgunblaðið - 20.03.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 20.03.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 21 Sænsk bókavika í Norræna húsinu SÆNSK bókavika verður í Norræna húsinu 21. til 29. mars. Dag- skrá vikunnar verður fjölbreytt; bókakynning- og fyrirlestrar um bókmenntir, kvikmyndasýningar og kvöldvaka með tónlist og upp- lestri. Vikan hefst kl. 15.30 á laugardag 21. mars og þegar sýning á barna- og unglingabókum í Svíþjóð í 401 ár verður opnuð í anddyri hússins. Sýningin er eins konar saga barnabókmennt- anna. Hún var gerð fyrir grunnskólanemendur í Svíþjóð og hefur verið sett upp í bókasöfnum og stofnunum víða þar í landi. Kl. 16.00 á laugardag verður bókakynning sem Gunnel Persson sendikennari annast. Hún segir frá bókaútgáfunni í Svíþjóð 1991 og sænski rithöfundurinn Inger Edel- feldt segir frá ritstörfum sínum og les upp. Inger Edelfeldt er rithöfundur, teiknari og myndskreytir bækur. Hún var aðeins 21 árs gömul er fyrsta skáldsagan „Duktig pojke“ kom út 1977. Bókin segir frá þroskasögu ungs manns og með- vitund hans um samkynhneigð sína. Inger Edelfeldt hefur skrifað fleiri bækur um ungt fólk sem er í tilvistarkreppu. Inger er einnig góður smásagnahöfundur og til vitnis um það er smásagnasafnið „I fiskens mage“ (1984) og „Rit“ sem kom út síðastliðið haust og fékk mikið lof gagnrýnenda. Inger Edelfeldt er einnig teiknari og um tíma birtist daglega teiknimynda- saga eftir hana um „Hondjuret" á teiknimyndasíðunni í Dagens Ny- heter. Sunnudaginn 22. mars kl. 14.00 verður sögustund fyrir börn með Elísabetu Brekkan og fer hún fram á sænsku. Klukkan 15 verður sýnd kvikmyndin „Astrid Lindgrens Smáland" um Astrid Lindgren og heimabyggð hennar. Klukkan 16 verður tveir fyrirlestrar á dagskrá: Jan Hanson frá sænsku barnabók- astofnuninni nefnir fyrirlestur sinn Dagskrá tengd þjóðsögum ÞRIÐJI bekkur Leiklistarskóla Islands hefur á undanförnum vikum unnið að dagskrá tengdri þjóðsögum, þulum, söngvum og sálmum og hefur verið leitast við að vekja upp tíðarandann sem ríkli á baðstofutímanum. Dag- skráin hefur hlotið nafnið „Að- fangadagur dauða míns“. Leiðbeinandi verkefnisins er Kári Halldór. Einnig aðstoðar Njáll Sig- urðsson, námsstjóri tónlistar- fræðslu, við leit og val á ýmsum þjóðlegum fróðleik. Um æfingar og val tónlistar sá Arni Harðarson tón- skáld. Dagskráin verður í Listasafni Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi föstudaginn 20. mars kl. 21.00, uppselt, sunnudaginn 22. mars kl. 21.00, fimmtudaginn 26. mars og föstudaginn 27. mars kl. 21.00. (Úr frcttatilkynningu.) -----»-♦ ♦---- A Ihugunar- stund í Laug- arneskirkju KYRRÐAR- og íhugunarstund með söngvum frá Taizé verður í Laugarneskirkju nk. föstudag 20'. mars og hefst kl. 21.00. Tónlist verður leikin frá kl. 20.30. Form kyrrðar- og íhugunarstund- anna í Laugarneskirkju er komið frá Taizé. Söngvarnir sem eru stuttir, einfaldir og auðlærðir, eru endur- teknir aftur og aftur og verða þann- ig að bæn og lofsöng til Guðs. Eftir stundina verður kaffí í safn- aðarheimilinu. Allir eru velkomnir. „Frán Jungfruspegel till omoral. Ett historiskt och pedagogiskt perspektiv“ og Christina Engblom kennari fiytur yfirlit um barnabók- menntir í Svíþjóð 1991. Dagskrá vikunnar heldur síðan áfram þriðjudaginn 24. mars að sýnd verður kvikmynd Ingmars Bergmans, Fanny og Alexander. Sýningin hefst kl. 19.30. Að- gangur er ókeypis. Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur 20 ára SAMÍKÓR Trésmiðafélag Reykjavíkur er 20 ára um þessar mundir og mun að því tilefni taka á móti velunnurum sínum í afmælisfangað 21. mars klukk- an 13,30 í Fóstbræðraheimilinu við Lángholtsveg. Kórinn hefur starfað samfellt frá árinu 1972 og haldið operin- bera tónleika frá árinu 1975. Hann er aðili að norrænu samstarfi á vegum verkalýðsfélaga, en þessi samtök halda mót til skiptis á Norðurlöndunum. í sumar verður slíkt mót haldið í Reykjavík, dag- ana 1. til 5. júlí. Kórstjóri Samkórs TR er Kjart- an Ólafsson og formaður kórsins Magnús Ólafsson. Hugleikur frumsýnir „Fermingarbarnamótið “ HUGLEIKUR frumsýnir á morg- un kl. 20.30 að Brautarholti 8, leikverkið Fermingarbarnamót- ið. Um er að ræða gleðileik með mörgum söngvum en alvarlegu ívafi og skarpri þjóðfélagsgagn- rýni. I verkinu er svipt hulunni af framtíð nágrannalandanna á þessum umbrotatimum. Sagan fær þó farsælan endi þar sem hinum verðugu hlotnast ómæld hamingja en hiiiir fá makleg málagjöld. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, Lára Stefánsdóttir hannaði dans: hreyfingar. Margrét Pálmadóttir stjórnaði söng, Ólafur Thoroddsen sér um lýsingu. Höfundar verksins eru Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggva- son, Sævar Siggeirsson, Sigrún Óskarsdóttir, Árni, Hjördís og Ingi- björg Hjartarbörn. Næstu sýningar verða 24., 26. og 28. mars. (Ur fréttatilkynningu) Hafdís Ólafs- dóttir sýnir HAFDÍS Ólafsdóttir opnar grafík- sýningu í Norræna húsinu á morg- un, laugardag, kl. 14.00. Hafdís er fædd í Reykjavík 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands frá 1975- 1981, lauk prófí úr kennaradeild 1979 og úr grafíkdeild 1981. Þetta er önnur einkasýning Haf- dísar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og er- lendis. Á sýningunni eru u.þ.b. 60 tréristur og er viðfangsefnið form og litir jökla, fjalla og eyja. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00-19.00 og lýkur 5. apríl. Caput-hópurinn á æfingu Morgunblaðið/Einar Falur Hádegistónleikar í Norræna húsinu CAPUT-nútímatónlistarhópurinn heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 21. marz klukkan 12,30. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við „Italíu“ vináttufélag Islands og ítaliu og verða þar leikin tónverk ýmissa þekktustu núlifandi tónskálda Ítalíu. Á efnisskrá eru verk eftir Borrad- mundsson, lágfiðla, Bryndís Halla Hafdís Ólafsdóttir ori, Donatoni, Scelsi, Beerio, Tadini, Anzaghi og Atla Ingólfsson, en verk hans verður frumflutt á tónleikunum hér á landi, en það var fyrst flutt í Milanó í desember síðastliðnum. Flytjendur á tónleikunum eru: Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Sean Bradley, fiðla, Guðmundur Krist- Gylfadóttir, selló, Valur Pálsson, kontrabassi, Elísabet Waage, harpa, Eggert Pálsson, slagverk, Örn Magnússon, píanó, Kolbeinn Bjarna- son, flauta, Guðni Franzson, klari- nett og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi. — MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða sím- kerfið á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1-32bæjar1ínur—Allt að 192símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX •íslenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. and»*u* s»m •Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliöun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfiö eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tima. • Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þartil númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. •Hægt er að tengja Telefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. • Hægt er að loka fyrir hringingar I tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfl er í Hybrex. Heimilistæki hf 55 Tæknideild,Sætum8SÍMI6915 00 WttM C SCMUUtUfMK' Hn •Langlinulæsing á hverjum og einum síma. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR Borgarieikhúsið Morgunblaðiö, augl. Gatnamálastjöri Samband islenskra Reykjavíkur sveilartélaga Gúmmivinnustofan Securilas islenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbrét hL ofl. otl. ofl. \s^fuZmbaw

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.