Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 29 \ Norræna upplýsingaskrifstofan: Flyst frá Akur- eyri til Isafjarðar Morgunblaðið/Rúnar Þór „Hádegissyndarar“ sleikja sólina „Hádegissyndarar“ sleiktu sólina í Sundlaug Akureyrar og létu fara vel um sig á sólpöllum, nýkomnir úr heitu pottunum. Veðrið lék við þá í gær og ekki laust við að menn freistuðust til að segja vorið á næsta leiti. NORRÆNA upplýsingaskríf- stofan á Islandi flytur á næst- unni frá Akureyri til ísafjarðar, en þar hefur hún verið í fjögur ár eða frá árinii 1988. Að sögn Sigurðar R. Símonarsonar, framkvæmdastjóra Norræna félagsins, verður skrifstofan á Isafirði næstu fjögur árin en verður þá aftur flutt á annan stað. Auk þess hefur Norræna Skandia opn- ar skrifstofu ARNAR Birgisson hefur verið ráðinn markaðsfulltrúi Skandia Island á Norðurlandi. Hann tók til starfa í gær, en skrifstofa félagsins er á Ráðshústorgi 7 á Akureyri. „Viðbrögð fólks hér á Norðurlandi hafa verið góð, fjölmargir hafa verið að spyrjast fyrir um trygging- ar hjá félaginu og við höfum sent til- boð, en fólk hefur |HL j|L M verið að bíða eftir |Hk JS að því hvaða þjón- Hffll ni-iiffl ustu fyrirtækið Arnar Birífisson ætlaði að bjóða og hvort hér yrði starfsmaður á vegum þess,“ sagði Arnar. Höldur hf. á Akureyri mun sjá um tjónaskoðun fyrir Skandia á Norðurlandi. Skrifstofan við Ráð- hústorg 7 verður opin alla virka daga frá 9 til 17, en svarað verður í síma fram til kl. 10 á kvöldin fyrst um sinn. félagið ákveðið að reka svæðis- skrifstofu áfram á Akureyri með stuðningi Akureyrarbæjar. „Upplýsingaskrifstofur eru starfandi á öllum Norðurlöndunum fyrir Norðurlandaráð og Norrænu félögin og samkvæmt ákveðnum reglum verða skrifstofurnar að vera staðsettar einhvers staðar í landinu fjarri höfuðborg. Þar sem við höfum aðeins eina skrifstofu miðað við tvær í hinum löndunum var ákveðið að hún færðist á milli staða,“ segir Sigurður. Hann segir að hér á landi sé Norræna félagið ábyrgðaraðili fyr- ir rekstri upplýsingaskrifstofunnar en hins vegar séu skrifstofumar á hinum Norðurlöndunum reknar sjálfstætt. Hlutverk upplýsinga- skrifstofunnar er að veita upplýs- ingar og kynna starfsemi Norður- landaráðs og Norræna félagsins. Eyjafiarðarsveit: Ríkissjóður sparar milljón á ári við sameininaru skóla Ytri-Tiörnum. ^ J *i-Tjörnum. Á FUNDI hreppsnefndar Eyja- fjarðarsveitar í gær var frestað ákvörðunartöku varðandi skóla- mál, en nú eru reknir fjórir skólar í sveitarfélaginu. Lögð var fram á fundinum skýrsla vinnuhóps sem verið hefur að skoða þessi mál að undanföru. Niðurstaða nefndar- innar var, að leggja niður skóla- starf á Laugalandi og færa allt grunnskólastarf að Hrafnagili. Afram yrði þó starfrækt skólasel í Sólgarði fyrir yngstu bekkina úr fremsta hluta sveitarinnar. Vinnuhópurinn taldi vænlegan kost að kjallari núverandi íþróttahúss Margar fyrirspurnir um Stefaníu ENGIN formlega tilboð höfðu í gærdag borist í Hótei Stefaníu, sem Ferðamálasjóður og Byggðastofnun auglýstu til sölu fyrir nokkru. Frestur til að skila inn tilboðum í hótelið rennur út í dag, föstudag. Snorri Tómasson framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs sagði að 13-14 fyrirspumir hefðu borist vegna sölu á hótelinu og þar af hefðu 2-3 aðil- ar rætt af alvöru um kaup á hótel- inu. Ferðamálasjóður og Byggða- stofnun keyptu Hótel Stefaníu á uppboði á um 52 milljónir króna og sagði Snorri að hugmyndin væri að reyna að selja það fyrir á bilinu 55 til 60 milljónir króna, vegna kostnaðar sem eignaraðilar yrðu að bera á meðan þeir ættu eignina. Ferðamálasjóður á 65% hlut í hótel- inu og Byggðastofnun 35%. Á hótelinu eru 24 herbergi og sagði Snorri að húsnæðið væri í góðu ásigkomulagi, fyrri eigendur hefðu skilið mjög vel við eignina. yrði innréttaður og þar fengist nægi- legt kennslurými að viðbættum gamla grunnskólanum Hrafnagili. Olafur Vagnsson talsmaður vinnu- hópsins og sveitarstjómarmaður taldi að þessi breyting myndi leiða til um eins milljón króna spamaðar fyrir ríkissjóð á ári og einnig mundi sveitarfélagið sþara fjármuni við rekstur mötuneyta, sem yrði eitt í stað tveggja nú. Ólafur taldi það miður að ef starf- semi Laugalandsskóla yrði lögð af lægi ekki fyrir á hvern hátt húsið yrði nýtt, en þar kæmi margt til greina. Sveitarstjórnarmenn voru flestir á einu máli um það að fýrir hafí legið að um leið og hrepparnir þrír voru sameinaðir kæmi samþjöpp- un kennslu í kjölfarið og vildu jafn- vel samþykkja þessar breytingar strax, en oddvitinn, Birgir Þórðarson vildi fara vægar í hlutina og sagði að hér væri um mjög róttækar breyt- ingar að ræða og kom fram í máli hans á fundinum að 25 milljónir króna hefðu verið lagðar í Lauga- landsskóla á undanförnum árum og þar væri nú mjög gott kennsluhús- næði. Taldi hann eftirsjá að þeim skóla, spuming væri hversu hratt ætti að fara í þessu máli auk þess1- sem ljóst væri að leggja þyrfti fram fjármuni vegna breytinga á Hrafna- gilsskóla. Mikil umræða var um þetta mál á fundi hreppsnefndar í gær og greini- legt að margir hafa á því mikinn áhuga, því áheyrendur fylltu fundar- salinn og kennarar áberandi I þeim hópi. Beniamín NÝR OG STÆRRI FJÖL SKYLDUBÍLL AD Þessi bill er 20 cm lengri en hin hefðbundna SAMARA og rúmbetri. Bíllinn hentarþví vel fjölskyldufólki. LADA SAMARA stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). BIFREIBAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármlila 13, 108 Reykjavik, simar 68 12 0013 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.