Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
STÚLKAN MÍN
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Stúlkan mín („My Girl“). Sýnd
í Stjörnubíói. Leikstjóri: How-
ard Zieff. Handrit: Laurice
Elehwany. Aðalhlutverk: Dan
Aykroyd, Jamie Lee Curtis,
Anna Chlumsky, Macaulay
Culkin, Richard Masur, Griffin
Dunne.
Stúlkan mín er ljúfsárt gaman-
drama um unga stúlku (Anna
Chlumsky) sem er gersamlega
gagntekin af dauðanum. Það er
reyndar ekkert skrítið því um-
hverfið sem hún býr í er heldur
drungalegt. Hún missti móður
sína þegar hún fæddist og býr
hjá föður sínum sem er útfarar-
stjóri og er með reksturinn heima
hjá sér. Kistur og lík um allt hús.
Hún leikur sig gjarna dauða og
telur sig dauðvona á hverjum degi
og hleypur til læknisins sem tekur
henni orðið af hæfilegum hátíð-
leik. Hún er með dauðann á hei-
lanum.
Myndin gerist sumarið 1972 og
stúlkan er sögumaður hennar,
sem lítur til baka orðin þroskaðri.
í miðpunkti.er vinskapur hennar
og stráks í hverfinu sem mætir
grimmum örlögum en það hjálpar
á endanum stúlkunni að ná sér
af dauðaóttanum og sætta sig við
dauðann sem part af lífinu.
Leikstjórinn, Howard Zieff,
færir þroskasögu stúlkunnar í
þekkilegan og einlægan búning
endurminninganna. Sögusviðið er
lok hippatímans í vinalegum
smábæ þar sem allir þekkja alla
og taka þátt í sorgum og gleði
samborgarans. Leikurinn er
ágætur. Jamie Lee Curtis leikur
blómabarn sem tekur að vinna á
útfararstofunni hjá pabbanum,
leikinn af Dan Aykroyd, og dreg-
ur hann á endanum úr einangrun-
inni sem fylgdi konumissinum.
Griffin Dunne leikur bókmennta-
kennara sem stúlkan litla er bál-
skotin í og síðast en ekki síst fer
litla stórstjarnan Macaulay Culkin
úr Aleinum heima með hlutverk
vinar stúlkunnar. Það er reyndar
aðeins aukahlutverk sem dýrasta
barnastjarna heimsins fer með hér
en hann er kómískur vel sem
örlagavaldurinn ungi í lífi stúlk-
unnar.
Stúlkan mín er ekta klútamynd
með vænum skammti af tilfinn-
ingasemi í lokaatriðunum, jafnvel
svo manni finnst nóg um. En hún
er lika gamansöm og það er létt
yfir henni miðað við að umijöllun-
arefnið er eitthvað sem er eins
drungalegt og dapurlegt og dauð-
inn og vinamissir. Þetta er ekki
mynd mikilla átaka heldur lág-
stemmdra lýsinga á leiðinni til
þroska í gegnum vináttu og missi.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast til starfa á vegum
Vopnafjarðarhrepps.
Nánari upplýsingar um starístilhögun veitir
sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps í síma
97-31113 á skrifstofutíma.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum eignum fer fram í skrif-
stofu embættisins, Hörðuvöllum 1,
þriðjudaginn 24. mars ’92 kl. 10.00:
Eyjarlandi, Laugardalshr., þingl. eigandi Laugarlax hf.
Uppboðsbeiðandi er Jón Kr. Sólnes, hrl.
Heildverslun
Lítil heildverslun á matvælasviðinu óskar að
ráða ungan mann til skrifstofu- og sölu-
starfa. Reynsla af verslunarstörfum og toll-
skýrslugerð æskileg.
Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl.,
fyrir 25. mars, merktar: „KP - 12945“.
Fræðslufundur í Kársnessókn:
Úr heimi framtíðarinnar
„Úr heimi framtíðarinnar" er yfirskrift erind-
is, sem dr. Sigmundur Guðbjarnason, próf-
essor, heldur á þriðja fræðslufundi fræðslu-
nefndar Kársnessóknar á þessum vetri.
Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimilinu
Borgum, Kastalagerði 7, miðvikudaginn
25. mars nk. og hefst hann kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Fræðslunefnd Kársnessóknar.
Stýrimannaskólinn íReykjavík
Kynningardagur 1992
laugardaginn 21. mars 1992
kl. 13.00-18.00
Fjölþætt kynning á starfsemi skólans.
Nemendur og kennarar sýna gestum tæki
skólans og kennslugögn. Stofnanir sjómanna
og fyrirtæki í þágu sjávarútvegs og siglinga
kynna starfsemi sína og þjónustu.
Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar lendir
við skólann kl. 13.30.
Sveitir Slysavarnafélagsins mæta á svæðið.
Kvenfélagið Hrönn verður með kaffisölu í
matsal Sjómannaskólans.
Siglingar og sjósókn er nauðsyn.
Allir velkomnir.
Klapparstígur
Til leigu 3 skrifstofuherbergi á 6. hæð í lyftu-
húsi við Klapparstíg.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„K - 7929".
Hjallabraut 5, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Hólmfríður Georgsdóttir.
Upboðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins.
Lambhaga 4, Selfossi, þingl. eigandi Trausti G. Traustason.
Uppboðsbeiðendur eru Ævar Guðmundsson, hrl., Jón Ólafsson, hrl.,
Ingólfur Friðjónsson, hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs.
Annað og síðara miðvikudaginn
25. mars '92 kl. 10.00:
Birkilundi, Laugarvatni, þingl. eigandi Laugalax hf.
Uppboðsbeiðandi er Jón Kr. Sólnes, hrl.
Gróðurmörk 5 v/Suðurlandsv., Hveragerði, þingl. eigandi Árni Rúnar
Baldursson.
Uppboðsbeiðendur eru Stofnlánadeild landbúnaðarins og Ævar Guð-
mundsson, hdl.
Heiðarbrún 68, Hveragerði, þingl. eigandi Ólafía G. Halldórsdóttir.
Uppboðsbeiðandi er Sigurður A. Þóroddsson, hdl.
Kambahrauni 29, Hveragerði, talinn eigandi Friðrik Karlsson.
Uppboðsbeiðendur eru Ævar Guðmundsson, hdl., Ólafur Björnsson,
hdl., Baldvin Jónsson, hrl. og Tómas H. Heiðar, lögfr.
Miðengi 9, Selfossi, þingl. eigandi Ingvar Benediktsson.
Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður rfkisins, Landsbanki (siands,
lögfræðingad., Jón Ólafsson, hrl., Guðjón Ármann Jónsson, hdl.,
Helgi V. Jónsson, hrl. og Ásgeir Magnússon, hdl.
Votmúla I, Sandvíkurhreppi, þingl. eigandi Albert Jónsson og Freyja
Hilmarsdóttir.
Uppboðsbeiðandi er Jnnheimtustofnun sveitarfélaga.
Votmúla II, Sandvíkurhreppi, þingl. eigandi Albert Jónsson og Freyja
Hilmarsd.
Uppboðsbeiðendur eru Innheimtustofnun sveitarfélaga og Jakob J.
Havsteen, hdl.
Sýslumaðurínn í Árnessýslu.
Bæjarfógetinn á Selfossi.
Námskeið í
félagsstörfum
Ungmennafélagar í Reykjavík og nágrenni
og þið, sem eruð við nám í Reykjavík:
Félagsmálafræðsla fer fram í Þjónustumið-
stöð UMFÍ, Öldugötu 14, Reykjavík.
Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 2. apríl
kl. 20.00 og verður tekið fyrir efnið:
Uppbygging foreldrastarfs f félögum.
Látið skrá ykkur sem fyrst í síma 12546, því
aðeins 12 komast að á hvert námskeið.
Félagsmálaskóli UMFÍ.
Útgerðaraðilar athugið
Vantar einhvern að láta veiða fyrir sig þorsk?
Getum tekið að okkur að veiða fyrir aðra.
Erum á netum á 76 tonna bát frá Grindavík.
Upplýsingar í símum 985-21078 og
92-68325.
SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
Borgar- og vara-
borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
verða í vetur með
fasta viðtalstíma í
Valhöll á laugardög-
um milli kl. 10.00 og
12.00.
Á morgun, laugar-
daginn 21. mars,
verða þessir til við-
tals:
Varaborgarfulltrúarnir:
Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilsugæslumdæmis austurbæjar nyrðra,
heilbrigðisnefnd og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar.
I.O.O.F. 1 = 1733208'/z =
I.O.O.F. 12s1733208'/z = 9.0
St.St.59923214 VIII Sth. kl.
16.00
I.O.O.F. 1 = 1733208’/z =
x,
I
>
íU
Aðalsafnaðarfundur
Nessóknar í Reykjavík
verður haldinn sunnudaginn
22. mars kl. 15 í safnaðarheimil-
inu. Dagskrá: Venjuleg aðalfund-
arstörf.
Sóknarnefnd.
'fcfttfpdt
H ÚTIVIST
Hallveigarstíg 1, sími 14606
Dagsferðir sunnudag-
inn 22. mars kl. 13.00:
Afmælisganga Útivistar á Keili.
Kirkjugangan 6. áfangi.
Skíðaganga og skíðakennsla á
Hellisheiði.
Sjáumst!
Útivist.
s
Samvera fyrir fólk á öllum aldri
í kvöld í Suöurhólum 35. Bæna-
stund kl. 20.00. Samveran hefst
kl. 20.30. Stuðningur við vini
okkar. Er sálusorgun eingöngu
hlutverk prestsins? Séra Sig-
finnur Þorleifsson. Tónlistar-
at riöi. Ungt fólk á öllum aldri
velkomið.
Frá Guöspeki-
fólaginu
Ingólfsstrnti 22.
Áskriftarslml
Ganglera sr
39673.
[ kvöld kl. 21.00 ræðir Einar
Aðalsteinsson um fræðslu
kínverska Zen-meistarans Hu-
ang Po í húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22.
Áður auglýst spjall Marinós Ól-
afssonar fellur niður af óviðráð-
anlegum orsökum.
Á laugardag er opið hús frá kl.
15.00 til kl. 17.00. Kristín Krist-
insdóttir fjallar um áhrif lita.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
OLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Sunnudagsferðir
22. mars
Kl. 10.30 Kjalarnesgangan, loka-
á fangi: Kollafjörður - Sjálfkvíar -
Brimnes - Kjalarnestangar.
Mjög skemmtileg ganga með
undirhliðum Esju og ströndinni
út á Kjalarnestanga. Sérkennileg-
ar bergmyndanir. Verð 1000,- kr.
Kl. 13.00 Fjölskylduganga:
Hofsvík - Kjalarnestangar.
Kynnist hollri útiveru með Ferða-
félaginu. Ganga fyrir unga sem
aldna. Það er margt forvitnilegt
að skoða á þessari strandlengju.
Heimkoma er kl. 16.00 úr báðum
ferðunum. Kynningarverð kr.
800,- frítt f. börn m . fullorðnum.
Atburðir Kjalnesingasögu tengj-
ast þessu svæði, en einstakt
tækifæri til að kynnast sögusviði
hennar er á kvöldvöku Ferðafé-
lagsins í Sóknarsalnum næst-
komandi miðvikudagskvöld.
Kl. 13 Skíðaganga.
Við förum á skíðaslóðir í Bláfjöll-
um eða annars staöar, þar sem
hægt er að komast i góðan
skíðasnjó.
Verð 1.100,- kr.
Brottför í ferðirnar er frá BSÍ,
austanmegin (stansað við Mörk-
ina 6 á leiðinni). Verið með!
Ferðafélag íslands.