Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
31
Minning:
Sigurður Bergsson
Fæddur 16. nóvember 1943
Dáinn 12. mars 1992
Sigurður Bergsson er látinn.
Þegar þessi fregn barst um bank-
ann í síðustu viku setti marga
hljóða um stund. Við vorum enn
minnt á hvað lífið sjálft er hverf-
ult. Engan grunaði að Sigurður,
karlmannlegur, kvikur og hreystin
uppmáluð myndi falla svo sviplega
fyrir sláttumanninum slynga.
Sigurður fór víða í bankanum
starfa sinna vegna. Hann var fé-
lagsvera, vildi kynnast fólki og því
sem það var að fást við. Hann
gerði sér í daglegum störfum far
um að kasta stuttri kveðju á sam-
starfsmenn, koma með lauflétta
athugasemd um atburði líðandi
stundar eða litla gamansögu. Dag-
urinn varð svolítið bjartari fyrir
vikið.
Þótt Sigurður leitaðist við að slá
á létta strengi við þá var hann í
raun mjög alvörugefinn. Lífsbar-
áttan var hörð, fjölskyldan stór og
áhyggjuefnin áreiðanlega oft mörg
þótt hann bæri þau ekki á torg.
Hann var með afbrigðum ósérhlíf-
inn til vinnu, gekk að öllum störf-
um af samviskusemi og dugnaði,
bæði innan bankans sem utan hans
og þá ástundum í aukavinnu með
eiginkonu sinni. Hann var glað-
sinna en þó engan veginn gefinn
fyrir það sem við köllum gleðskap.
Pjölskyldan var honum ákaflega
mikils virði, hún var hans gleði-
gjafi, hún var honum áreiðanlega
lífsakkerið sjálft. Að vita sína nán-
ustu örugga og heilsuhrausta,
hugsunin ein gladdi hjarta hans.
Nú þegar við kveðjum Sigurð rifj-
ast upp andartaksleiftur úr spjalli
okkar á förnum vegi, sem draga
skýrt fram hve vel hann kunni að
meta það sem mestu skiptir í lífi
okkar allra en flest okkar meta
seint að verðleikum.
Ég þakka Sigurði samfylgdina
og votta eiginkonu hans og börnum
einlæga samúð mína.
Björn Björasson.
Sigurður Bergsson lést sviplega
eftir heilablóðfall fimmtudaginn
12. mars síðastliðinn. Það er áfall
að sjá á bak sterkum manni með
ómælt lífsþrek, manni sem heilsaði
hverjum degi með ný áfonn,
ánægður með starf og fjölskyldu.
Sigurður var fæddur þann 16.
nóvember 1943 og ólst upp hjá
fósturforeldrum, hjónunum Bergi
Hallgrímssyni, Arnarbæli í Blesu-
gróf, og Fanneyju Ingjaldsdóttur,
móðursystur sinni. Bergur er látinn
en Fanneyju sendi ég samúðar-
kveðjur.
Spnur Sigurðar fyrir hjónaband
er Ágúst Þór, fæddur 1963, lög-
fræðingur hjá Tryggingastofnun.
Honum samhryggist ég sömuleiðis
sem vinur föður hans og mágur.
Ég kynntist Sigga fyrst sem
eiginmanni systur minnar, Grétu
Maríu Garðarsdóttur. Og þau hafa
saman eignast stærsta barnahóp-
inn í ijölskyldunni: Bergdísi, nema
í stjórnmálafræði, fædd 1968,
Garðar Héðin, bakaranema, fædd-
ur 1970, Fanneyju, verslunar-
mann, fædd 1972, og tvíburasyst-
urnar Brynju og Drífu, fæddar
1980.
Siggi var framan af starfsævi
sjómaður en eftir að hann staðfest-
ist í sambúð og síðan hjónabandi
stundaði hann verkamannavinnu í
landi, lengst af hjá Áburðarverk-
smiðju ríkisins. Það er ekkert
áhlaupsverk fyrir almennan verka-
mann að ala upp stóran barnahóp
en með þrautséigju, sem efldist
með hverju barni, tókst þeim Grétu
Maríu það sem þau ætluðu sér.
Þau áttu barnaláni að fagna og
lagði Siggi metnað sinn í að koma
börnunum vel til manns og skapa
þeim gott heimili. Börnin og
heimilið voru honum lífið sjálft og
ekki ætlun hans að deyja fyrir ald-
ur fram, síst frá systrunum ungu
án þess að sjá þær vaxa úr grasi.
í ársbyijun 1990 söðlaði Siggi
um, „á miðjum aldri“ eins og við
mágarnir kölluðum það, og réðst
sem húsvörður hjá Alþýðubankan-
um og síðan sem starfsmaður hjá
rekstrardeild íslandsbanka. Þar
var hann ánægður. Þar fann hann
starf sem hann ætlaði sér til fram-
búðar.
Sigurður var hreinskiptinn mað-
ur og traustur í viðkynningu. Hann
var hjálpsamur og raungóður í
hveiju sem á gekk en glettnin var
aldrei langt undan þegar við átti.
Hann heiðraði okkur íjölskyiduna
með nærveru sinni öll sín full-
orðinsár. Fyrir það viljum við
þakka. Við kveðjum Sigga með
Virðingu okkar og sárum söknuði.
Sigurður Bergsson lifði of
skammt. Við það fær enginn ráðið.
En hann skilaði sínu dagsverki.
Við vottum Grétu Maríu og börn-
um hennar dýpstu samúð okkar.
Við þekkjum samstöðu þeirra og
vitum að þau styrkja hvert annað
í sameiginlegri sorg eftir góðan
föður og eiginmann.
Brynjar Víborg.
Hvert ferðinni er heitið er lýðnum ei ljóst
því enginn veit áttir né tíð
og lífið er gáta sem lokkar en aldrei ræðst.
Orð Jóhannesar úr Kötlum komu
upp í huga okkar er við fréttum
að Siggi væri látinn. Margs er að
minnast eftir margra ára kynni. Það
sem efst er í huga eru fundir okkar
í sumar. Þá komum við ferðalang-
arnir úr útlöndum heim, heim til
fjölskyldu okkar. Siggi, Gréta Mæja
og tvíburarnir komu í Sólheimana
til að hitta „útlendingana". Það var
auðsætt að lífið lék við þau. Með
glettni í augum og sól í sinni gaf
Siggi af sér og tók á móti. Þannig
munum við Sigga.
Við kveðjum kæran mág og svila
með sorg í hjarta og þökkum sam-
fylgdina hér á jörðu.
Elsku Gréta Mæja, Dísa, Garðar,
Fanney, Brynja og Drífa, við send-
um ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur við fráfall ástkærs eigin-
manns og föður. Hugur okkar er
með ykkur.
Garðar, Fanny, Njörður,
Tómas og Margrét.
Sigurði kynntist ég fyrir 12
árum síðan þegar við urðum ná-
grannar og við ásamt næstu ná-
grönnum ákváðum að standa sam-
an við að girða kringum húsið
okkar. Þessi fyrstu kynni mín af
Sigurði urðu mjög eftirminnileg.
Hann var rammur að afli ákaflega
stilltur og geðgóður og með mikla
kímnigáfu. Girðingarvinnan sóttist
því mjög vel með mann eins og
Sigurð innanborðs. Kynni okkar
héldu áfram og urðu það margar
samverustundirnar með Sigurði og
öðrum nágrönnum úti á bílaplani
að skeggræða og gera að gamni
sínu. Sigurður var þannig nágranni
að maður gekk ekki fram hjá hon-
um öðruvísi en að láta hann vita
hvernig maður hefði það eða að
skrafa við hann að öðru leyti og
láta einhvern léttan fjúka. Dætur
Sigurðar urðu góðar vinkonur
dætra minna og því tengdust fjöl-
skyldur okkar góðum böndum.
Sigurður var heilsugóður og
stundaði reglulega íþróttir og því
kom fregnin um fráfall hans eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Ég
hitti hann tveimur dögum áður og
spurði hann hvenær ég ætti að
taka tvíburðadætur hans með mér
í sveitina. Hann þáði boðið hið
snarasta og Sagði að við skildum
ræða nánar um það á sumri kom-
anda.
Nú þegar Sigurður er genginn
finnum við nágrannar hans.hversu
mikils við höfum misst. Við hjónin
vottum eiginkonu hans, Grétu
Garðarsdóttur, Fanneyju, Bergdísi,
Garðari og tvíburunum Brynju og
Drífu okkar dýpstu samúð.
Leyf mér
að gista
í garði þínum
því ég
næ ekki háttum
hjá sumarnóttinni
þegar þú vaknar
verð ég á braut
en skil eftir
lága rodd
í tijánum. (Höf.: Sigvaldi Hjálmarsson).
Jón Egill Unndórsson og
Ólöf Elfa Sigvaldadóttir.
Það er ekki ósjaldan að maður
er minntur harkalega á að ekkert
skal tekið sem gefið í lífinu. Þegar
kvaðst er að kvöldi er ekkert sem
segir að við munum hittast að
morgni. Enginn veit hver annan
lifir, þar ræður ekki aldur, þar
ræður annar för. Þessi hugsun
sækir að okkur vinnufélögum
Sigurðar, nú þegar hann er kvadd-
ur. Hann gerði sér ætíð far um
að skilja við samskipti dagsins
með bros á vör og var sérlega
glaður að kvöldi síðasta vinnu-
dags.
Það gætir ætíð spennu þegar
maður hefur störf á nýjum vinnu-
stað. Hvernig verður mér tekið,
fell ég inn í hópinn? Allir starfs-
menn þeirra fjögurra banka er
sameinuðust í Islandsbanka upp-
lifðu þetta hver á sinn hátt. Við
starfsmenn rekstrardeildar bank-
ans komum úr öllum bönkunum
íjórum. Spenna var í mönnum.
Vitað var að mikið starf væri
framundan. Hvernig myndi það
ganga? Hvernig eru væntanlegir
vinnufélagar? Myndi hópurinn ná
saman? Þessar spurningar og
margar fleiri vöknuðu. Nú tæpum
þrem árum seinna vitum við að
allt gekk mjög vel. Mikil samstaða
skapaðist. Énginn var að velta sér
upp úr fortíðinni, allir sameinuðust
við að leysa verkefni líðandi stund-
ar._
Á stundu sem þessari, við frá-
fall eins úr þessum samhenta hópi,
minnumst við þess hve þáttur Sig-
urðar var stór í að skapa það góða
andrúmsloft er ríkir hjá okkur í
rekstrardeildinni. Aldrei féll
styggðaryrði af hans vörum, alltaf
leitað að því jákvæða eða vanda-
málum slegið upp í grín. Ef ekki
vildi betur var kastað fram góðri
stöku. Sigurður hafði sinn „stíl“
og verður okkur eftirminnilegur
fyrir það. Jafnvel í hinum mestu
önnum gaf hann sér tíma til að
spjalla og velta fyrir sér lífinu og
því sem hæst bar hverju sinni.
Hversu alvarlegt sem málefnið var
lauk samræðum ætíð með því að
Sigurði tókst að fá viðmælanda
sinn til að brosa. Við minnumst
þessa og vonum að jákvætt lífsvið-
horf Sigurðar veiti aðstandendum
hans stuðning, nú þegar sorgin
sækir að, því minningin um þann
sem kveður er okkur dýrmæt.
Starfsfélagar í rekstrardeild
íslandsbanka.
*
! DAG ' Reykt laxagjöf með spergilkálmús (fyrir 8-10 manns)
Reyktur lax i sneiðum, 1 kg, 1/2 lítri af spergilkálsmauki ásamt soði
5 matarlímsblöð, bætt útí meðan maukið er heitt, 3dl rjómi, þeyttur
MaukiíS sett í kæli og látið kólna, sí5an er stífþeyttum rjómanum bætt útí.
Reykti laxinn er settur í form sem búi5 er a5 þekja a5 innan me5 álpappír.
Laxasneiðarnar þurfa a5 ná vel yfir brúnina á forminu til a5 þekja vel yfir 1 1 J
spergilkálsmaukið þegar það er komið í formið. Álpappírnum er vafið yfir og formið \
sett í kæli til að músin nái að stífna. Eftir að músin er orðin stíf er laxinn tekinn úr
forminu og skorinn í sneiðar, skorið er á ská. Borið fram með salati, vinaigrette sósu
og blönduðum kavíar.
Geymið uppskriftina og hlustið á meislurakokkana í þæltinum "Rokk og
rólegheit" efTtir hádegi í dag. Hringið með spurningar og spjall um rétt dagsins
við kokkana. Shniim er 67 11 11.
Heppnum hlustendum er boðið í mat á Setrinu, Holiday Iim.
^YVKV
RETTUR DAGSINS
FRA MEISTARAKOKKUM
HOLIDAY INN
✓
A þriðjudögum og föstudögum í mars verða meistarakokkar
Holiday Inn hjá Sigurði Ragnarssyni á Bylgjunni kl. 12:30 og leiða
hlustendur í gegnum uppskrift dagsins. Fylgist með á Bylgjunni.