Morgunblaðið - 20.03.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 20.03.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 33 Kveðjuorð: Ásgeir R. Jónasson Fæddur 11. júní 1955 Dáinn 8. mars 1992 Kveðja: Pálmi Pálsson bóndi Besti vinur minn er dáinn. Hann var raunar vinur allra sem hann þekktu, þetta staka ljúfmenni sem öllum reyndi að gera til hæfis og kunni ekki að segja nei ef til hans var leitað. Það liti út sem oflof og skjall að telja upp allt það góða og ljúfa í fari hans, og því mun ég ekki reyna að setja það allt á blað í stuttri grein í minningu hans. Það var ótrúleg harmafregn þegar okkur var tilkynnt um lát hans sunnudagskvöldið 8. mars. Einungis rúmum sólarhring áður var hann við vinnu sína og sló ekki slöku við frek- ar en fyrri daginn, og kenndi sér hvergi meins, eða þá að hann lét ekki á því bera fyrr en í fulla hnef- ana. Hann var óvenjulega mikið hraustmenni og seigur með afbrigð- um og því kemur þetta ótímabæra fráfall hans öllum gjörsamlega í opna skjöldu. Hans áhugamál voru íjölmörg, allt frá ljóðum, tónlist og fleiri and- ans málum, en þó var áhugi hans á sjálfri náttúrunni, þ.e. ijöllunum, gróðrinum og dýrunum, öðrum mál- um yfirsterkari. Mér er það ákaflega minnisstætt þegar við Geiri, ásamt konum okkar og börnunum hans tveimur, ákváðum fyrir tveim árum að skreppa á fjöll eins og það er kallað, að þegar upp á hálendið var komið þá kom í ljós að hann hafði í sínum gríðarlega áhuga lært nán- ast öll fjallanöfn, örnefni pg ár sem urðu á leið okkar þessa þijá daga á fjöllum, áður en við lögðum af stað. Við hefðum ekki þurft neitt kort, hann var búinn að grandskoða það og læra það heima. Það lék flest í höndum hans og hann gerði flesta hluti sjálfur hvort sem var við heimilið sitt eða við vélar og annað þess háttar. Hann vann lengst af hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, en hafði þó unnið ýmis störf til sjávar og sveita áður. Frá áramótum síðustu starfaði hann hjá Bæjarverki, fékk frí hjá KEA sér til tilbreytingar um tíma. Sá er þetta ritar var svo lánsamur að fá að kynnast Geira vel, við vor- um svilar, og ég verð að segja að alltaf sat spaugilega hliðin í fyrir- rúmi hjá okkur félögum, það var svo auðvelt að vera í góðu skapi þegar hann var nálægur, því hann hafði ómælt skopskyn. Hann var ótrúlega þolinmóður og góður faðir, það var nánast ekki til það verkefni sem börnin fengu ekki að taka þátt í, og þá sér í lagi sonurinn ungi, sem hafði ómældan áhuga á öllu því sem pabbi hans tók sér fyrir hendur. Fjöl- skyldan var samhent og hamingju- söm. Eftirlifandi konu hans, Höllu Ániadóttur, og börnunum þeirra tveim, þeim Silleyju Hrönn, sem á að fara aj) fermast nú um páskana, og Fannari Geir á tólfta ári, verður fráfall hans gífurlegur missir, og það er höggvið stórt skarð í fjölskylduna í Steinahlíð 5i og ég vona að Guð gefi þeim kraft til að sigrast á mót- lætinu og vinna bug á sorginni. Manni finnst á svona stundum að T ekkert réttlæti sé til í þessum heimi eða hjá almættinu, en það er erfitt að skilja gang lífsins hérna megin móðunnar miklu, en ef til er fram- hald hinum megin er víst að Ásgeir starfar við hlið hinna bestu. Elsku Halla, Silley og Fannar, við samhryggjumst ykkur af heilum hug. Og fyrir þeirra hönd var ég beðinn að flytja öllu því fólki sem hefur verið þeim innan handar síðustu daga alúðarþakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar FSA og til læknanna Jóns Þórs, Girish, Friðriks og Péturs Péturssonar, sem gerðu allt sem mögulegt var að gera og til þeirra séra Birgis og Gunn- laugs Garðarssonar sem studdu þau ómetanlega í sorg þeirra. Megi Guð blessa ykkur fyrir gæsku ykkar allra. F.h. fjölskyldunnar í Eikarlundi 1, Krislján Gunnarsson. Hinn 19. febrúar sl. lést á heim- ili sínu elskulegur tengdafaðir minn, Pálmi Pálsson, bóndi á Hjálmsstöðum. Pálmi fæddist að Hjálmsstöðum 6. júní 1911, ólst þar upp og hefur alltaf átt þar heima. Hann giftist Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur 3. júlí 1942 og hefðu þau því átt 50 ára hjúskaparafmæli í sumar. Fjölskyldan er stór og sérstak- lega samhent, hvort sem er í leik eða starfi. Á heimili Pálma og Rönku var oft margt um manninn og mikil gestakoma enda heimilið vinamargt. Pálmi var skemmtilegur maður og laðaði að sér fólk, ekki hvað síst ungt fólk. Hann var glaðsinna, hafði gaman af að skreppa þangað sem svolítið líf var og hitta góð- vini, en staldra stutt við, því heima leið honum best. Hann hafði ánægju af fallegum söng, og átti gott með að setja saman vísur. Pálmi var glettinn og dálítið stríð- inn, hann gat stundum verið óþægilega hreinskilinn, en var líka réttsýnn maður og tilfinninga- næmur. Margar notalegar stundir hef ég átt við eldhúsborðið hjá Pálma og Rönku, að spjalla eða spila og oft stríddi hann okkur á því að við værum svo tapsárar. Nú röltir hann ekki oftar til mín með stríðnisglampa í augunum að færa mér „heimspekina", en það kallaði hann Morgunblaðið gjarn- an, spyija frétta eða kíkja í pott- ana og gá hvað ég væri að elda. Það er erfitt að sætta sig við að sjá hann ekki oftar á vappi á fjós- hlaðinu, við skúrinn sinn, að bóna bílinn eða að dytta að netunum sínum. Pálmi var vinnusamur maður og eru ekki ófá handtökin sem hann hefur rétt okkur bæði við húsbygg- inguna og búskapinn. Hugur hans og hönd hefur verið okkur mikið leiðarljós í upphafi búskapar á Hjálmsstöðum. Sá tími er ómetanlegur og má kalla það forréttindi, að börnin okkar hafi átt þess kost að alast upp í sveitinni í næsta húsi við afa og ömmu. Elstu barnabörnin hafa bytjað sína fyrstu vinnu hjá afa og lært af honum handtökin, hvort heldur var við heyskap, girðingar- vinnu, hirðingu á skepnunum eða legja net og vitja um svo eitthvað sé nefnt. Pálmi var ekki bara tengdafaðir minn, heldur einnig besti vinur sem nú er sárt saknað af heimilinu. Elskulegri tengdamóður minni votta ég mína dýpstu samúð og veit að við eigum eftir að eiga saman góðar stundir héðan í frá sem hingað til. Blessuð sé minning góðs vinar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Fanney Gestsdóttir. /■//////Stffo ■///■■■■\-///r//////////jWy.- S K I DÁGAR 20-50 afsiáttur skíðavorum 20. MARS - 5. APRÍt ISðTbÍndÍngÁrTskÍðÁskóR- SK'S.r,skíðafatnaður, cwíf>\GLERAVJGVJ. _ Vertu velkominn á skíðadagana. *staðgreitt SNORRABRAOT 60 SÍMH2045

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.