Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Þetta eru einmitt skórnir sem
mig hefur dreymt um. Attu
með lágum hæl, í rauðum lit,
með slaufu ... og gylltri
spennu?
Nei, þú færð ekki bílinn. Þú
mátt gjarnan mála gólfið í
bílskúrnum ...
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Borgaraleg útför
Frá Ragnari Þorsteinssyni:
Fyrir rúmlega tveimur árum var
félagið Siðmennt stofnað, sem
m.a. hefur á stefnuskrá sinni að
stuðla að borgaralegum athöfnum,
sem hafa að mestu farið fram á
vegum þjóðkirkjunnar og ýmissa
annarra trúarlegra safnaða. Þar
má nefna skímir, fermingar,
hjónavígslur og útfarir. Hjóna-
vígslur hafa um langt skeið verið
borgaralegar, þótt algengara sé
að prestur framkvæmi þá athöfn.
Nokkuð hefur verið um borgara-
legar nafngiftir, og síðastliðin tvö
ár hafa um 60 unglingar fengið
borgaralega fermingu á vegum
Siðmenntar.
Ef til vill er erfiðara að breyta
gömlum siðum við útfarir en aðrar
athafnir, sem hafa verið eingöngu
kirkjulegar. Við útför eru ættingj-
ar og vinir að kveðja látinn ein-
stakling og láta í ljós þakklæti
sitt og virðingu.
Það kemur fyrir að sá látni
hefur sjálfur látið í ljós vissar ósk-
ir um útförina, t.d. hvaða prestur
eigi að jarðsyngja, hvaða sálma
eigi að syngja og hvar hann vill
hvíla. Ef slíkar óskir eru gerðar
skriflega og undirritaðar er laga-
leg skylda að fara eftir þeim, ef
þær bijóta ekki í bága við gild-
andi lög. Ef sá látni hefur ekki
gert neinar ráðstafanir eru það
nánustu ættingjar, sem ákveða
hvemig athöfninni skal hagað.
Borgaraleg útför þarf ekki að
vera frábrugðin venjulegri útför í
öðru en því að þar kemur enginn
prestur við sögu. Oftast mun ætl-
ast til að viðeigandi söngvar séu
sungnir eða leikið á hljóðfærij og
trúlega reyna aðstandendur að
fara þar eftir því sem ætla mætti
að hinn látni hefði óskað. Persónu-
lega vil ég óska þess að M.A.
kvartettinn syngi yfír moldum
mínum: „Kom vornótt og syng
þitt bam í blund ...“ eftir Jón frá
Ljárskógum. Ég tel að líka væri
vel við hæfí að einhver talaði yfir
hinum látna og þá helst einhver
vinur eða ættingi. Athöfnin gæti
farið fram í kirkju eða samkomu-
sal og gildir þá einu hvort um
greftmn eða bálför er að ræða.
Ekki má jarða neinn utan viður-
kenndra grafreita og í Fossvogs
kirkjugarði er sérstakur reitur fyr-
ir þá sem hafa verið brenndir.
Nokkur fyrirtæki annast útf-
ararþjónustu á Reykjavíkursvæð-
inu og úti á landi er nokkur þjón-
usta á vegum kirkjugarða. Sú
þjónusta er veitt hvort sem um
borgaralega eða kirkjulega útför
er að ræða.
Siðmennt rekur ekki skrifstofu,
en stjómarmenn félagsins eru
reiðubúnir að veita frekari upplýs-
ingar milli kl. 18.00 og 22.00 flest
kvöld. Heimasímar stjómarmanna
em þessir: Ingibjörg Garðarsdóttir
675142, Hope Knútsson 73734 og
Helgi Sigurðsson 641613.
RAGNAR ÞORSTEINSSON
Vogatungu 31A Kópavogi
Undarleg skrif
Frá Þorleifí Kr. Guðlaugssyni:
Ég hef dálítið gaman af grein
Richardts Ryels er hann hyggst
svara grein minni fyrir skömmu,
sem hann að nokkm leyti mis-
skilur, og gefur sjálfur tilefni til
þess álits að hann sjálfur sé fylgj-
andi tilgátum Darwins.
Málið er það að hann skrifar
varla í alvöru, þegar hann virðist
ekki taka það alvarlega þegar
kona skrifar og lætur álit sitt í
ljósi um að menn séu ekki af
öpum komnir, sem er einnig mín
sannfæring. Þess vegna er ekki
full ljóst hvað hann meinar þegar
hann fer út frá þessum forsend-
um að þylja upp gerðir og
ályktanir Darwins. En hann er
eitthvað viðkvæmur fyrir þessu
og arviðhorf Darwins, að mínum
dómi til áréttingar við skrif kon-
unnar. En ekki kemur það fram
hjá R. Ryel að það muni vera
verk skaparans sem stjómar
þessari stórkostlegu festingu.
í grein R. Ryels 3. janúar
gengur hann svo langt að segja:
„Ég hef sjálfur reynt að bjarga
guði frá þeim dapurlegu örlögum
sem bíða hans.“ Og enn segir
hann: „Stjamfræðingar segja
okkur að heimurinn sé sífellt að
stækka, þenjist út eins og vind-
belgur með hraða Ijóssins og
springi eftir 12-15 milljarða
ára.“ Trúir þú þessu Richardt
Ryel? Ég er satt að segja í nokkr-
um vafa hveiju þú trúir, hef
gmn um að þú fýlgir einhveijum
sértrúarflokki. Ég ber nokkra
virðingu fyrir því góða, þó um
sértrúarflokk sé rætt, en ég vil
segja það, að sú eina sanna trú
er sú sem Kristur Jesús boðaði
okkur.
Enn segir Richardt Ryel „Guð
skapaði heiminn sem var lands-
kiki við austanvert Miðjarðarhaf
og síðar fékk nafnið hið asser-
íska heimsveldi." Þegar talað er
um heiminn er ekki hægt að
tala um smáskika. Og enn:
„hvergi í sköpunarsögu Biblíunn-
ar er getið landa utan hins assi-
ríska heimsveldis eins og ís-
lands, Evrópu, Ameríku, né hi-
mintungla". Þessu er nú slegið
fram í fljótheitum, ísland hefur
ekki verið til á þeim tíma.
Ég hef lesið yfír margt af því
sem R. Ryel hefur skrifað og
fínnst mér stundum að hann
grípi hlutina af fljótfæmi og
ákafa í skrifum sínum.
Um apagreyin fínnst mér litlu
máli skipta nema þau eru til, og
auka fjölbreytni í dýraríkinu og
margir hafa gaman af þeim og
einnig er illa farið með þá.
Maðurinn mætti vera mjög þakk-
látur þeim fyrir það sem þeir
hafa mátt þola hans vegna, skap-
ferli þeirra er undarlegt og þeir
eru falskir og bera sjúkdóma sem
þeir auðvitað bera ekki skyn-
bragð á, rétt eins og önnur dýr.
ÞORLEIFUR KR.
GUÐLAUGSSON
Nökkvavogi 33 Reykjavík
Víkverji skrifar
Víkveija hefur borist eftirfar-
andi bréf frá Þórði Sverris-
syni, forstöðumanni markaðsdeild-
ar íslandsbanka:
„í Morgunblaðinu föstudaginn
6. mars síðastliðinn fjallar Víkveiji
um Unglingaklúbb ístandsbanka og
varpar þar meðal annars fram
spumingu, sem hér með er veitt
svar við. Spurningin var svohljóð-
andi: „Og hvers vegna geta bömin
sjálf stofnað þennan reikning, þeg-
ar samþykki forráðamanna þarf til
að þau eignist bankabók í sama
banka?“
Þessu er til að svara að óijárráða
einstaklingur, án tillits til sjálfræð-
is, hefur fullan ráðstöfunarrétt á
sjálfsafla fé sínu. Einstaklingurinn
ræður einnig sjálfur gjafafé sínu
nema gefandi hafi mælt fyrir á
annan veg eða lög kveði sérstaklega
öðruvísi á. Engar reglur hafa, svo
vitað sé, verið gefnar út varðandi
aldurstakmörk stofnenda spari-
reikninga og er því í sjálfsvaldi
hvers banka og sparisjóðs að
ákveða slíkt. Hjá Islandsbanka geta
unglingar sem verða 13 ára á árinu
stofnað hvaða sparireikning sem er
og þurfa ekki samþykki forráða-
rnanna."
xxx
Víkveiji þakkar Þórði Sverris-
syni skrifín, en vill taka fram,
að áður en pistillinn birtist hringdi
Víkveiji í Islandsbanka við Lækjar-
götu, bað um upplýsingar um Ungl-
ingaklúbbinn og fékk þau svör
starfsstúlku þar að börn þyrftu
samþykki forráðamanna til að opna
sparisjóðsreikning hjá bankanum.
Unglingaklúbburinn byggði hins
vegar á algjöru sjálfstæði barn-
anna. Á þessum upplýsingum var
byggt við Víkveijaskrifin, en þó
fyrst og fremst á viðbrögðum kunn-
ingjafólks Víkveija, þegar sonur
þess vildi ólmur ganga í umræddan
klúbb.
XXX
Víkveija er tjáð að hann hafí
að vissu leyti verið að hengja
bakara fyrir smið í Víkveijapilstli
síðastliðinn laugardag, er hann
snupraði Sorpu fyrir að standa slæ-
lega að því að hirða jólatrén frá
heimilum borgarbúa. Sökudólgur-
inn í málinu sé ekki Sorpa heldur
hreinsunardeild Reykjavíkurborgar,
sem með tilkomu Sorpu og þar með
flokkunar á sorpi hafí hætt að hirða
jólatrén. Hafa skal það, sem sann-
ara reynist, og þar með skorar Vík-
veiji á hreinsunardeildina að sjá að
sér og hreinsa borgina af þessum
leifum jólanna. Hreinsunardeildin á
sem sé allar þær vammir og
skammir, sem Víkveiji hefur áður
ausið yfir Sorpu saklausa.