Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 43

Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 43 GRÝL UKERTI Grýlukertin verða stór og mikil í frosti eins og verið hefur að undanförnu. Krossinn við Kúagerði Frá Einari Ingva Magnússyni: Á Keflavíkurveginum við Kúagerði hafa orðið mörg dauðaslys á undan- förnum árum. Þarna er beygja á veginum og auk þess myndast hálka þarna, sem gerir það að verkum að bílstjórar missa farartæki sín útaf með fyrrgreindum afleiðingum, því miður allt of oft. Þarna væri því ekki úr vegi að lækka hámarkshraða með tilheyrandi umferðarskiltum rétt á meðan verið er að keyra þarna um, því svo var mér kennt í meira- prófí að ökuhraðinn væri oftast or- sök slysa á vegum úti. Við Kúagerði var settur upp lítill kross til minningar um þá sem dáið hafa á þessum stað en einnig til að minna ökumenn á hættuna og þá ábyrgð sem þeir hafa er þeir fara þennan fjölfama þjóðveg. Leið mín hefur legið um þennan veg undan- farið, og þá oftar í myrkri en dags- ljósi enda dagurinn búinn að vera stuttur í skammdegismyrkri. Þá hef ég litið eftir krossi þessum sem hvergi er að sjá. Nú vil ég beina orðum mínum til þeirra, sem settu upp þetta umhugsunarverða tákn, hvort ekki sé hægt að setja á kross- inn endurskinsplötur svo vegfarend- ur komi frekar auga á hann. Það væri ef til vill hollt heilsu þeirra að fá að sjá krossmerkið lýsa til sín í myrkrinu. EINAR INGVI MAGNÚSSON Heiðargerði 35 Reykjavík VELVAKANDI KERRA EMMALJUNGA kerra gleymd- ist til móts við Kolaportið, föstu- daginn 6. mars. Vinsamlegast hringið í síma 687059 ef hún hefur fundist. PÁFAGAUKUR BLÁR og hvítur páfagaukur tapaðist 4. mars. Vinsamlegast hringið í síma 78338 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. ÁBYRGÐAR- LEYSI? Jón Pálsson HVAÐ eru þessir menn að hugsa sem alltaf er verið að leita að upp um fjöll og firnindi? Er þetta ekki ábyrgðarleysi? Er nokkur þörf á því að vera á ferð um hálendið um hávetur þegar allra veðra er von? Það eru sendar út flugvélar og þyrla til að leita að þeim og fjölmennar björgun- arsveitir eru einnig kallaðar út. Kostnaðurinn er auðvitað mjög mikill og björgunarmenn hætta lífinu eins og flugmaður og áhöfn þyrlunnar sem bjargaði manninum á Langjökli. Ér ekki mál að þessu linni? KÖRFUBOLTA- SKÓR HINN 10. mars voru nýlegir Reebok körfuboltaskór nr. 38 teknir en skildir eftir slitnir skór af sömu tegund nr. 36.5 í karla- klefa Sundlaugar Kópavogs. Sá sem í hlut á er vinsamlegast beðinn að skila skónum í af- greiðslu Sundlaugar Kópavogs. VESKI SEÐLAVESKI með skilríkjum tapaðist í Bláfjöllum, sunnudag- inn 1. mars. Finnandi er vinsam- legast beðinn að skila því heim til eiganda (heimilisfang á skil- ríkjum) eða skila því á skrifstof- una í Bláfjallaskála. ÚR- BINDISNÆLA SEIKO úr og silfurnæla með gullrönd tapaðist laugardaginn 14. mars. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Þor- kel í síma 685633. Fundarlaun. Kynnið dagskrá Alþingis Frá Erlu Kristjánsdóttur: Það er talið sjálfsagt að fjölmiðlar, sjónvarp útvarp og dagblöð upplýsi þjóðina um hvað eina sem á döf- inni er hverju sinni, enda eru þeir kostaðir og styrktir með almanna- fé: En hvernig er staðið að þessari upplýsingaskyldu í reynd? Fjölmiðlar færa okkur fréttir af liðnum atburðum, bæði innlendum og erlendum. Þeir færa okkur ýmislegt afþreyingarefni, misjafn- lega gott eins og gengur, að ógleymdum auglýsingunum sem eingöngu þjóna markaðinum. Svo eru það veðurfregnirnar sem eru auðvitað nauðsynlegar og kynn- ingar á dagskrárliðum fjölmiðl- anna, útvarps og sjónvarps. Er upplýsingaskyldunni fullnægt með þessu? Ég tel ekki svo vera meðan almenningur fær ekki kynningu á dagskrárliðum Alþingis. 4^ v'su er hægt að fara í Alþingishúsið og fá afrit af dagskránni hveiju sinni en hitt væri ólíkt þægilegra að geta fylgst með hanni daglega í íjölmiðlum. Ég beini eindregnum tilmælum til allra fjölmiðlana að kynna með nægum fyrirvara dag- skrá þingsins á auðskiljanlegu máli svo við, þegnar þessa lands, getum á auðveldan hátt farið að fylgjast betur með störfum Alþing- is og fáum tækifæri til að láta skoðanir okkar í ljós áður en kjörn- ir fulltrúar okkar taka miklvægar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Ef fjölmiðlarnir taka fljótt við sér í þessu efni þurfum við varla að bíða lengi eftir að fólk almennt meti það, finni til ábyrgðar og geri sér grein fyrir mismuninum á forræði og lýðræði. ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR Hjallalandi 22 Reykjavík Aðalfundur var hald- inn 1991 Frá Dagbjarti Sigurðssyni: Vegna greinar sem ég skrifaði í Morgunblaðið 25. febrúar sl., vil ég, að gefnu tilefni, biðja blaðið að birta eftirfarandi útskýringar til að koma í veg fyrir misskilning. I grein minni stendur m.a.: „Stjórn Veiðifélags Mývatns hefur brugðist. Hún hefur aldrei boðað til fundar í félaginu um þessi mál og reyndar e_kki haldið aðalfund í ein tvö ár. Út á við gefur hún í skyn að starfsemi Kísiliðjunnar muni vera hættuleg og lætur sem hún geri það í umboði félagsins. Það er alveg fráleitt, þar sem mik- ill meirihluti félagsmanna hefur undirritað álit sem er gagnstætt stjórn félagsins. Hvort er marktæk- ara, 2/a hlutar félagsmanna eða umboðslaus stjórn sem ekki boðar félagsfundi." Hægt er að misskilja þessa máls- grein og því rétt að fram komi, að aðalfundur var haldinn í veiðifélag- inu í marsmánuði árið 1991, en tvö næstu ár þar á undan var ekki haldinn aðalfundur í félaginu. Sú stjóm er nú situr er því réttilega kjörin á þessum síðasta aðalfundi félagsins. Þegar ég tala um umboðslausa stjóm í lok málsgreinarinnar er ég að draga í efa að eðlilegt geti talist að stjóm félags hafi umboð til að túlka stefnu félagsins út á við þeg- ar 2A hlutar félagsmanna hafa und- irritað yfirlýsigu um að þeir séu stefnu stjórnarinnar andvígir. DAGBJARTUR SIGURÐSSON, Álftagerði 2, Skútustaðahreppi. Þessar dömur héldu hlutavetu fyrlr allöngu og söfnuðu 2628 krónum sem þær gáfu hjálparsjóði Rauka krossins. Þær heita Ester Anna Pálsdóttir, Lilja Björk Sigurdórsdóttir, Nína Þórunn Sigurdórsdótt- ir, Birna Pálsdóltir og Sigríður Kolbrún Jóhannesdóttir. STÆRSTA BIOIÐ, ÞAR SEM BEST FER UM ÞIG, BREYTIR UMÁSÝND! HÁSKOLABÍO Nýtt fyrirtækismerki - minnir þig á gæðabíóið Góð stund verður betri! Nýtt kaffihús - staðurinn fyrir stefnumót Fyrir auga og eyra! • Hljóökerfi í hæsta gæðaflokki! ® Stærstu bíótjöld landsins! ® Hvergi þægilegri og rýmri sæti! • Næg bílastæði! PAÐ ER SAMA í HVAÐA SAL PÚ SITUR - SÆTI, TJALD OG HLJÓÐ ER ALLS STAÐAR FYRSTA FLOKKS, OG EYKUR PANNIGÁ GÓÐA UPPLIFUN! HASKÓLABIÖ SÍMI22140

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.