Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 45

Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 45 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN ff Flugeldasýning" í Unz SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Linz ÍSLENDINGAR voru með hálf- gerða flugeldasýningu í Linz, þar sem þeir skoruðu mörk í öllum regnbogans litum gegn slökum Hollendingum og unnu öruggan sigur, 30:20. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri. íslendingar voru seinir í gang og, náðu síðan mest 12 marka forskoti, 17:15, en slök- uðu síðan á undir lokin. Bergsveinn Bergsveinsson varði vel í markinu og þá var Geir Sveinsson mjög sterkur í vöm og sókn, en það var skemmtilegt að sjá samvinnu hans og Sigurðar Sveinsson- ar í sókninni, þegar Sigurður átti ótrúlegar sendingar inn á línuna til Geirs, sem greip örugglega og skoraði. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig og kunnu þeir svo sannarlega að meta það að hafa náð góðum tökum á Hollend- ingunum. Strákarnir þurftu stund- um að hafa lítið fyrir hlutunum og skiluðu allir hlutverkum sínum vel. Mörkin skiptust þannig að 8 mörk voru skoruð með langskotum, sex eftir gegnumbrot, sex eftir hraðaupphlaup, fímm af línu, þrjú úr vítaköstum og tvo úr hornum. Fjögur vítaköst Islendinga nýttust ekki í leiknum. Sóknarnýtingin var 46,1% í fyrri hálfleik — tólf mörk vora skoruð úr 26 sóknarlotum, en 18 mörk voru skoruð úr 29 sóknarlotum í seinni hálfleik, sem er 62% nýting og þrátt fyrir nokkurt kæraleysi á köflum. Alls var sóknamýtingin 54,54% í leiknum — þijátíu mörk voru skoruð úr 55 sóknarlotum. Auglýsingar mátlu ekki vera á ermum Þórður Sigurðsson, ritari HSÍ, var ekki ánægður á fundi forráðamanna landsliðanna sem leika hér í Linz með mönnum frá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF. Þórð- ur barði í borðið og mótmælti þegar honum var tilkynnt að íslenska liðið mætti ekki leika með auglýsingu frá Lands- bankanum á ermum keppnistreyjanna. „Þeir hjá IHF eru sv^kktir eftir að þeir gátu ekki sjálfir selt auglýsingar á ermar liðanna og á bak búninganna. Þeir hafa látið það bitna á þeim þjóðum sem leika hér,“ sagði Þórður. Auglýsingarnar voru teknar af emiunum í gær og færðar á hliðar keppnisbuxnanna. Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, lék mjög vel gegn Hollendingum. Var sterkur í vörn og samvinna hans og Sigurðar Sveinssonar í sókninni var góð. Spörum mörg leikkerfi þar til gegn IMorðmönnum - sagði GeirSveinsson, íyrirliði íslenska liðsins Island-Holland30:20 íþróttahöllin í Linz. B-keppnin i handknattleik í Austurríki, fimmtu- dagur 19. mars 1992. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:6, 6:6, 7:7, 9:7, 12:8, 12:9. 13:9, 16:11, 21:11, 23:15, 27:15, 27:16, 28:18, 30:20. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 6/2, Sigurður Sveinsson, 5/1, Jonráð Olavson 4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Gunnar Gunnarsson 3, Sigurður Bjarnason 2, Kristján Ara- son 1, Bjarki Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson. Varin skot: Bergsveinn Bergsveins- son 17, Guðmundur Hrafnkelsson. Utan vallar: 2 mín. Mörk Hollands: Veerman 7/1, Schuurs 4, Fiege 3/2, Jaccbs 2, Gro- ener 1, Nijdam 1, Hagreize 1. Varin skot: Mastenbreck 7/2. Utan vallar: 4 min. Áhorfendur: Um 500. Dómarar: Vorderleitner og Wille Helmut frá Austurríki. „Eg var mjög ánægður með þannan leik — að við náðum að leggja Hollendinga með tíu mörkum. Það er Ijómandi góður árangur og ef maður lítur til baka þá hefði sigurinn getað orðið stærri, en við náðum ekki að nýta fjögur vítaköst og annað eins ef ekki meira af dauðafærum," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Morgunblaðið bað hann að lýsa leiknum frá sjónarhorni leikmanns. |ér fannst leikurinn þróast ágætlega. Það var góður stígandi hjá okkur fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins. Eftir fimmtán mínútna hikst fór vörnin að vinna betur saman og við náðum góðum hraðaupphlaupum. Annars bar leik- urinn þess merki að þetta var fyrsti leikur okkar, en það hefur lengi háð okkur hvað við höfum verið lengi að fara á ferðina og verið lélegir í fyrstu leikjum okkar á mótum sem þessu. Sem betur fer fór þetta vel og tíu marka sigur er nokkuð sem ekki margir áttu von á. Sigurinn er mjög gott vegamesti ef Hollend- ingar fara með okkur í milliriðil." Lékum ekki mikið af leikkerfum Við lékum ekki mikið af leikkerfum í leiknum. Sóknarleikur okkar var frjáls og það leiddi til þess að Sig- urður Sveinsson fékk að njóta sín. Það var ekki nóg að hann gerði mörg falleg mörk, heldur átti hann margar frábærar línusendingar sem gáfu mörk og vítaköst. Gunnar Gunnarsson stjórnaði sóknarleikn- um mjög vel. Þá stjórnaði Kristján Arason vörninni sem hershöfðingi og var þar sem klettur. Þá skilaði Héðinn Gilsson hlutverki sínu ljóm- andi vel og Sigurður Bjarnason kom sterkur inn þær tíu mínútur sem hann lék undir lokin. Birgir Sigurðs- son og homamennirnir Konráð Olavson, Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson áttu einnig góðan dag, svo ekki sé minnst á Berg- svein Bergsveinsson sem stóð sig eins og hetja í markinu. í heildina var þetta góður sigur liðsheildarinn- ar — þar sem allir nutu sín og keppt- ust við að hafa gaman af því sem þeir voru að gera. Það kom í ljós að það markmið sem við höfum verið að tala um þessa daga í Linz — að hafa gaman af þessu — hafi gengið upp.“ — Áttu þá von á því að þið sparið einnig leikkerfin í leiknum gegn Belgíumönnum? — „Já, ég reikna fastlega með því. Við eigum eftir að skoða leik Belg- íu gegn Danmörku nánar á mynd- bandi og sjá þá út nákvæmlega hvernig Belgar leika. Við munum ekki leika kerfin eins stíft gegn þeim eins og við þurfum til dæmis að gera gegn Norðmönnum. Við eigum margt gott, sem við sýndum ekki gegn Hollendingum og sýnum ekki gegn Belgíumönnum. Norð- menn fá að glíma við leynivopn okkar,“ sagði Geir. ■ BJARKI Sigvrðsson skoraði fallegt mark úr horni, 29:19, gegn Hollendingum. Þulur hjá Euro- sport, sem lýsti leiknum, sagði að þessi leikmaður minnti sig á Jochen Fraatz hjá Essen. ■ EKKERT verður leikið í dag í B-keppninni, en Islendingar leika gegn Belgíumönnum á morgun, og Norðmönnum á sunnudaginn.^ ■ „EG gat ekki annað en skorað þegar ég var kominn í hraðaupp- hlaup,“ sagði Kristján Arason, en Þorbergur landsliðsþjálfari kallaði á hann og sagði honum að koma strax útaf, áður en hann skoraði. Vinstri öxl Kristjáns var kæld nið- ur eftir leikinn. Hann sagði að hann ætti enn nokkuð í land til að geta skotið almennilega. „Ég get ekki skotið fast þessa dagana og því ekki hægt að kalla mig stórskyttu." U BERGSVEINN markvörður var fljótur í sturtu og að klæða sig eftir leikinn. Hann mætti tímalega fyrir leik Noregs og Belgíu til að kortleggja skot leikmanna liðanna. B-keppnin í Austurríki A-riðill: ísland - Holland.....................30:20 Norgur - Belgía.....................24:19 B-riðill: Danmörk - Egyptaland................22:17 Pólland - ísrael.....................26:19 C-riðill: Argentína - Kína................... 21:24 Sviss - Búlgaría.....................21:16 D-riðill: Austurríki - Japan...................29:12 Finnland - Bandaríkin...............26:14 Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari: „Ótrúlega auðweK &í Þetta var ótrúlega auðvelt. Ég hafði reiknað með erfiðum leik þar sem Hollendingar myndu veita okkur harða keppni í heilar sextíu mínútur. Það var ótrúlegt hvað þeir voru fljótir að gefa eftir — sérstak- lega eftir við þéttum varnarleik okk- ar og klipptum á skyttur þeirra,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, sem stjórnaði íslenska liðinu í þréttanda leiknum í röð án taps. „Við förum nú að hugsa um næsta leik — gegn Belgíumönnum, því að hann getur einnig haft mikla þýð- ingu þar sem Belgíumenn geta unn- ið Hollendinga og komist þannig áfram í milliriðil. Þá færum við ekki með tíu marka muninn með okkur gegn Hollandi. - Nú var Valdimar Grímsson lengi að átta sig á hlutunum. Hvers vegna settir þú ekki Bjarka Sigurðs- son inná fyrr? „Ég var ákveðinn að örvænta ekki þó að leikmenn væru lengi í gang. Ég vissi að Valdimar myndi jafna sig og hann fór heldur betur á ferðina í seinni hálfleik. Þegar Valdimar var búinn að finna sig taldi ég rétt að láta Bjarka fá að spreyta sig. - Það tók Sigurð Sveinsson einnig góðan tíma að komast í gang. „Já, en það er eðlilegt. Hann hef- ur aðeins æft með okkur fjórai' til fimm æfingar eftir að hann kom á nýju inn í hópinn. Þegar hann kom inn í sóknarleikinn var hann of bráð- ur. Þegar hinir leikmennirnir vildu aðeins ná andanum eftir langar sóknarlotur Hollendinga, þá vildi Sigurður fara á ferðina. Éftir að við vorum búnir að lagfæra þetta gekk Sigurði miklu betur í seinni hálfleik. Það var einnig erfitt fyrir Héðinn að koma inn, en hann hefur lítið leikið með okkur undanfarið ár. Ég ákvað að gefa honum eins mikinn tíma og ég taldi nauðsynlegt. Þegar Héðinn var orðinn vel heitur setti ég Sigurð Bjarnason í stöðu hans og hann gerði góða hluti. Ég var mjög ánægður með margt sem strákarnir gerðu,“ sagði Þor- bergur. - Nú er ljóst að Júlíus leikur með. Er það ekki léttir fyrir þig? „Jú, því er ekki hægt að neita. Ég er mjög ánægður um að umræð- unni um hvort Júlíus eða Alfreð Gíslason komi sé lokið. Nú snúum við okkur að alvörunni.“ Var búinn að kort- leggja skot þeirra - sagði Bergsveinn Bergsveinsson sem sá við Hollendingum og varði 17 skot „ÞAÐ var gaman hve vel gekk. Ég var búinn að horfa oft á myndband með leikjum Hollendinga og var búinn að kort- leggja skot þeirra,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson, mark- vörður, sem varði vel í gærkvöldi. Eg var svo öraggur með hvar leikmenn Hollands skutu fyrir utan,' að stundum var ég kominn á staðinn þar sem þeir ætluðu að skjóta, en áður fór knötturinn í varnarvegg okkar og breytti stefnu og hafnaði í netinu. Ég var þá of fljótur á mér,“ sagði Bergsveinn. „Bergsveinn varði vel og stóð vel undir þeirri pressu sem var á honum. Við vorum búnir að fara vel yfir hvernig Hollendingar léku og hvaðan skot þeirra komu. Bergsveinn var vel með á nótunum — hélt fullum dampi út leikinn. Hann hefur varið vel að undanförnu og var búinn að vinna fyrir því að leika í markinu. Við treystum honum fullkomlega," sagði Einar Þoi-varðarson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrram markvörður Islands númer eitt. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.