Morgunblaðið - 20.03.1992, Qupperneq 48
LYKILUWM \l» GÓDL KVÖLOI
MOKGUNBLADID, ADALSTKÆTI 6, 101 KEYKJA VÍK
SÍMI 691100, StMBKÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUKEYRI: UAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Ályktun Alþingis:
Viðskiptaráðherra
undirbúi löggjöf
um yfirtökutilboð
ALÞINGI íslendinga samþykkti í gær með 36 samhljóða atkvæðum
þingsályktunartillögu um að viðskiptaráðherra hefji nú þegar undirbún-
ing að löggjöf um yfirtökutilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélög
til þess að vernda félagsmenn og aðra sem hagsmuna eigi að gæta.
Viðskiptaráðherra skal leggja fram frumvarp um þetta efni á næsta
haustþingi svo ný lög um þetta efni geti tekið gildi ekki síðar en 1.
janúar 1993.
Með yfirtökutilboði er vanalega
átt við tilboð sem er gert í þeim til-
gangi að ná virkum yfirráðum yfir
nlutafélagi og er tilboðið skilyrt
þannig að það gildir einungis ef
nægilega margir hlutafar samþykkja
að selja sinn hlut svo að tilboðsgjaf-
inn nái þeim völdum sem hann sæk-
ist eftir.
Alþingismennirnir Matthías
Bjarnsson og Eyjólfur Konráð Jóns-
son standa að þeirri tillögu sem var
. samþykkt í gær. I umræðum um
þessa tillögu bentu flutningsmenn á
það að hér á landi vantaði lög og
reglum um yfirtökutilboð og almenn
-^filboð í hlutafélög. Slíkar reglur
hefðu tvíþættan tilgang. Annars veg-
ar að vernda hagsmuni hluthafa
Reykjavík:
Tíu nýir á at-
vinnuleysis-
skrá daglega
ALLS er 931 karl á atvinnu-
leysisskrá í Reykjavík og 533
konur, eða samtals 1.464
manns. Um síðustu mánaða-
mót voru 1.327 manns á at-
vinnuleysisskrá í höfuðborg-
inni og hefur þeim því fjölgað
um 137 frá mánaðamótum,
eða að meðaltali um 10,5 á
hverjum virkum degi það sem
af er mánuðinum.
Gunnar Helgason hjá Ráðn-
ingarstofu Reykjavíkurborgar
sagði að ekkert hefði slegið á
atvinnuleysi í borginni og miðað
við spár og kannanir sjáist ekki
nein batamerki fyrst um sinn
þótt farið sé að nálgast vor.
þeirra hlutafélaga sem yfirtökutilboð
væri gert í. Hins vegar að hafa eftir-
lit á því að einokunaraðstaða og sam-
þjöppun valds á fárra hendur verði
ekki til skaða á kostnað einstaklinga
og þjóðfélagsins í héild.
Matthías Bjarnason sagði gleðilegt
að áhugi almennings á því að leggja
fé sitt í almenningshlutafélög hefði
á síðusfu árum farið vaxandi. Það
væri mjög óheppilegt að einstakir
aðilar gætu stjórnað slíkum félögum
nánast eins og þeir ættu fyrirtækið
allt, þótt þeir ættu ekki nema tiltölu-
lega takmarkaðan hlut. Það væri
orðið tímabært að setja reglur sem
tryggðu það að einstaklingar eða
lögaðilar gætu ekki náð völdum í.
slíkum fyrirtækjum með því að kaupa
nægjalegan hlut til yfirráða án þess
að þeim væri um leið gert skylt að
bjóða öðrum hluthöfum að kaupa
þeirra hluti. Væri þetta ekki gert
gæti sú staða hæglega komið upp
að margir hluthafar sætu uppi með
verðminni hlutabréf en þeir áttu fyr-
ir yfirtökuna.
Morgunblaðið/Einár Falur
Njarðvíkingar bikarmeistarar
NJARÐVÍKINGAR urðu bikarmeistarar karla og
Haukastúlkur fögnuðu sigri í kvennaflokki í gær-
kvöldi, en úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardals-
höll. Njarðvíkingar skoruðu 91 stig gegn 77 stigum
Hauka í karlaflokki, og Haukastúlkur sigruðu lið
Keflvíkinga óvænt en örugglega, 70:54. Á myndinhi
hampar Ástþór Ingason fyrirliði Njarðvíkinga bik-
arnum eftirsótta og félagar hans fagna. Kristján
Pálsson bæjarstjóri Njarðvíkur horfir kátur á.
Sjá íþróttir bls. 44-47.
Christian Roth forstjóri ÍSAL:
Verkalýðsfélög krafin um þau
kjör sem þau bjóða Atlantsáli
CHRISTIAN Roth, forstjóri ís-
lenska álfélagsins í Straumsvík,
segir það óljóst á þessari stundu
hvort ISAL verði reiðubúið til
þess að vera aðili að heildar-
kjarasamningi aðila vinnumark-
aðarins, takist slíkur samningur
á næstu dögum eða vikum. ISAL
hafi sett fram kröfur á hendur
starfsmönnum, um að stjórnun-
arréttur verði aukinn. Slíkt sé
höfuðnauðsyn til þess að reka
megi álbræðsluna í Straumsvík
á viðunandi hátt.
„Ég hef rætt við forsvarsmenn
_Vei'ðmæti kvóta Hagræðing-
arsjóðs rúmar 500 milljónir
HEILDARVERÐMÆTI þess 11.400 tonna kvóta sem úthlutað verður
úr Hagræðingarsjóði á næstunni nemur rúmlega 500 milljónum króna
miðað við verð á kvótamarkaði í dag. Þessum kvóta verður úthlutað
endurgjaldslaust þar sem ákvæði nýrra laga um Hagræðingarsjóð,
sem kveða á um sölu á þessum kvóta, taka ekki gildi fyrr en 1.
september nk. eða við upphaf næsta fiskveiðiárs. Um er að ræða
botnfiskkvóta eingöngu og er honum úthlutað í samræmi við botn-
fiskheimildir fiskiskipa. Stærstu útgerðirnar fá þannig rúmlega 4%
ti sinn hlut eða um 20 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kristjáni Skarphéðinssyni deildar-
stjóra í sjávarútvegráðuneytinu
voru gömlu lögin um Hagræðingar-
sjóð þannig að kvóti sem safnaðist
í hann vegna sölu á óunnum fiski
erlendis fór að jöfnu til úreldingar
fiskiskipa og sem veiðiheimildir til
þeirra sveitarfélga sem stóðu höil-
um fæti vegna sölu .skipa úr
byggðalaginu. Með nýlegri laga-
breytingu er hinsvegar kvótinn
fastsettur við 12.000 tonn og tekjur
af sölu þeirra heimilda eiga að
renna til rekstrar Hafrannsóknar-
stofnunar frá og með 1. september.
Salan á 12.000 tonna kvóta Hag-
ræðingarsjóðs eftir 1. september fer
fram með tvennum hætti. I fyrsta
lagi verðu sent út tilboð til allra
kvótahafa þar sem þeim er boðinn
kvóti í hlutfalli við aflaheimildir
hvers skips á verði sem sjávarút-
vegsráðherra ákveður. Ber ráðherra
að taka tillit til almenns markaðs-
verð á hvetjum tíma við ákvörðun
sína. í öðru lagi verður svo um að
ræða að ef allur kvótinn gengur
ekki út á þennan hátt verða eftir-
stöðvarnar boðnar út á almennum
markaði og er reiknað með að það
verði gert um þremur vikum eftir
að frestur til forkaupsréttar rennur
út.
Sem fyrr segir fá útgerðarfyrir-
tæki úthlutað af kvóta Hagræðing-
arsjóðs í samræmi við botnfisk-
heimildir sínar. Þannig fær Útgerð-
arfélag Akureyringa 4,27% af kvót-
anum eða 486 tonn að jafngildi
rúmlega 20 milljóna króna miðað
við almennt verð á þorskígildiskíló-
inu á kvótamarkaði en það er nú
46 krónur. Hér verður að gera þann
fyrirvara að miðað er við þorsk-
ígildi en tegundasamsetning á
kvóta Hagræðingarsjóðs getur ver-
ið örlítið önnur en á botnfiskkvóta
ÚA og öðrum fyrirtækjum sem hér
verða talin upp. Samherji hf. hefur
3,26% af heildarbotnfiskkvótanum
og fær því 371 tonn að verðmæti
17 milljónir króna. Grandi hf. hefur
3,18% af botnfiskkvótanum og fær
því úthlutað 362 tonnum að verð-
mæti 16,6 milljónir króna og ísfélag
Vestmannaeyja hf. hefur 2,8% af
botnfiskkvótanum og fær úthlutað
319 tonnum að verðmæti 14,6 millj-
ónir króna.
Vinnuveitendasambands íslands
og greint þeim frá því að ef já-
kvæð niðurstaða fæst í kjarasamn-
ingum munuin við eiga fund með
VSÍ, en hver afstaða okkar verð-
ur, liggur ekki fyrir nú, enda fer
hún auðvitað mjög eftir niðurstöð-
unni,“ sagði Christian í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi.
Christian sagði jafnframt:
„Við höfum sett fram ákveðnar
kröfur á hendur viðsemjenda
okkar í þá veru að við kreíj-
umst aukins stjórnunarréttar
hér í fyrirtækinu. Það er aug-
ljóst að aukinn stjórnunarréttur
er höfuðnauðsyn þess að reka
megi þessa verksmiðju á þann
veg að viðunandi sé. Við höfum
greint viðsemjendum okkar al-
veg ákveðið frá því að við ger-
um kröfu um að eiga kost á
samskonar kjarasamningum og
verkalýðsfélögin hafa þegar
boðið Atlantsálhópnum upp á
og það er alveg ljóst að við
munum hvergi hopa frá þeirri
kröfu okkar. Hvaða áhrif þessi
krafa hefur á viðræður við við-
semjendur okkar er ekki gott
að segja til um á þessu stigi.“
Sjá einnig viðtal við Edward
A. Notter framkvæmdastjóra
hráefnis- og málmsviðs Alu-
suisse á bls. 2.