Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 Má selja mannréttindi? eftirKristin Pétursson Mikil vinna var lögð í löggjöfina um stjórnun fiskveiða. Nú er unnið að endurskoðun þessara laga. Enn skortir nákvæma skilgreiningu á grundvallaratriðum sem varða stjórnarskrá lýðveldisins og snerta atvinnufrelsi og atvinnuréttindi (eignarréttindi), þ.e. almenn mann- réttindi. Þegar núverandi lögum um stjóm fiskveiða var böðlað gegnum deildir Alþingis með hrossakaupum og hroðvirkni við þinglok 1990 höfðu 9 nefndarmenn úr sjávarútvegs- nefndum efri og neðri deilda Alþing- is beðið Lagastofnun Háskóla Is- lands um svör við 5 tilteknum spurn- ingum. Svar barst Alþingi þremur dögum fyrir afgreiðslu laganna og enginn tími vannst til samanburðar á álitsgerð þessari upp á 23 bls. og lagafrumvarpinu. Efnisleg umfjöll- un hefur því aldrei farið fram um þessa mikilvægu álitsgerð og þeim spumingum sem vöknuðu í kjölfar- ið, eftir lestur hennar. Ótrúlega lítill áhugi virðist fyrir atriðum er varða grundvallarmann- réttindi, svo og skyldum ráðhema, alþingismanna og embættismanna, þegar um er að ræða löggjöf sem takmarkar atvinnufrelsi. Ekki bara skyldum þessara aðila heldur einnig þá ábyrgð sem þessir aðilar bera þegar hroðvirkni er viðhöfð við lög- gjöf sem skerðir grundvallarmann- réttindi. Hvaða grundvallar- mannréttindi? Þau mannréttindi sem löggjöfin um stjómun fiskveiða snerta eru: 69. grein stjómarskrár íslenska lýð- veldisins sem hljóðar svo: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema almannaheill krefji, enda þarf lagaboð til.“ Atvinnufrelsi eru þannig stjórn- arskrárvarin grundvallarmannrétt- indi. Stjórnvöldum er bannað að skerða atvinnufrelsi nema í þágu almannaheilla. Hafrannsóknastofn- un hefur (vegna misskilnings) talið stjómvöldum trú um að flestír nytja- stofnar okkar væru að „hrynja" væri ekki beitt öflugum veiðitak- mörkunum. Höfundur hefur rakið í blaðagreinum með rökstuddum hætti að kenningarnar hans um að „byggja þurfi upp“ nytjastofna okk- ar til að ná auknum afrakstri séu á misskilningi byggðar og að allt of langt hafi verið gengið í friðunarað- gerðum til stórtjóns fyrir þá sem við sjávarútveg starfa svo og fyrir þjóðina alla. Sannanlega verður almannaheill að vera forsenda veiðitakmarkana, annars eru veiðitakmarkanir óheim- ilar skv. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Stjómun fiskveiða ætti þannig að miðast t.d. við þá forsendu að tilteknir fiskistofnar færu ekki niður fyrir lágmarksstærð. Lágmarks- stærð fiskistofna ætti að miðast við reynslu sl. 20 ára, og veiðanlegt aflahámark ætti að miðast við stað- reyndir en ekki ofsatrú um að „byggja upp“ fiskistofna eins og gert hefir verið öllum til stórtjóns. Eðlilegir stjómunarhættir fiskveiða væm einfalt sóknarmark, með ofan- greindum forsendum. Veiðigjald af arðsömustu veiðun- um (5—7% gegn nánast fijálsri sókn) er vel hugsanlegt til að nýta þá fjármuni sem þannig fengjust, til að styrkja útgerðir tímabundið til aukinna veiða á vannýttum fisk- tegundum. Hægt er að gera veiðar á vannýttum fisktegundum arðsam- ar á 2—3 ámm, með því að hefja þær veiðar í ríkari mæli og ná þann- ig tökum á nýrri veiðitækni, vinnslu- tækni, svo og nýrri inarkaðssókn — til aukinnar arðsemi þessara nýju veiða. Svona einfalt gæti þetta verið, í staðinn fyrir allt þetta stórskaðlega, ólöglega brask með mannréttindi. Jafnréttisregla og eignarréttur Næst komum við að 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar atvinnu- frelsi er takmarkað með víðtækum hætti, er mikilvægt að lagt sé af stað með gmndvallaratriði á hreinu. Svo var alls ekki þegar núverandi lög um fiskveiðistjórnun voru samin. 67. gr. hefur ávallt verið talin fela í sér svokallaða jafnréttisreglu, þ.e. að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og ekki megi skerða rétt sumra og hygia öðrum. Einnig er þessi grein stjórnar- skrárinnar mikilvægt hvað varðar eignarrétt á þeim atvinnuréttindum sem þeir er við sjávarútveg starfa hafa helgað sér (áunnin réttindi), 67. gr. hljóðar svo: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsþörf krefji, þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Auðlindin, þ.e. fiskistofnarnir, er almenningseign. Um það er ekki deilt. Útgerðarmenn hafa áunnið sér eignarréttindi í formi atvinnu- réttinda skv. áliti Lagastofnunar. Um eignarréttindi annarra er við sjávarútveg starfa s.s. sjómanna, eigenda fiskvinnslu og fiskverka- fólks hefur ekki verið fjallað(H!) Tæplega eru deildar meiningar um að þessir síðast töldu teljast til ís- lenskra ríkisborgara og því (skv. jafnréttisreglunni) verður að skil- greina áunnin atvinnuréttindi þess- ara aðila, jafnframt því sem skil- greina verður með hvaða hætti stjórnvöld geti látið atvinnuréttindi þeirra ganga kaupum og sölum án bóta til þeirra. 69. gr. og 67. gr. stjórnarskrár- innar munu því verða þungamiðjan í því uppgjöri og þeim stórfelldu málaferlum sem framundan eru, ef klíka sú sem öllu þessu stjórnar, slær ekki undan nú þegar. Því verð- ur auðvitað aldrei unað að sumir útvaldir geti selt atvinnuréttindi annarra þvers og kruss um landið og að mannréttindi gangi þannig kaupum og sölum.(!!I) Ýmislegt fleira er hreint ótrúlegt að skuli viðgangast, eins og starf- semi svokallaðrar „Aflamiðlunar“ (miðlar atvinnuréttindum til EB án lagaheimildar!) svo og gengdarlaus flutningur á fiskvinnslustöðvum (at- vinnuréttindum fiskvinnslu og fisk- verkafólks) út á sjó með tiiheyrandi nýfjárfestingu í sjávarútvegi upp á marga milljarða og því samfara verri nýtingu sjávarfangs. Nóg er af fiskvinnslustöðvum í landi, þ. á m. mörgum verkefnalausum eða illa nýttum svo ekki sé nú minnst á atvinnulaust verkafólk. Kristinn Pétursson „69. gr. og 67. gr. stj órnarskrárinnar munu því verða þunga- miðjan í því uppgjöri og þeim stórfelldu mál- aferlum sem framund- an eru, ef klíka sú sem öllu þessu stjórnar, slær ekki undan nú þegar.“ Atvinnuréttindi eru eign í nefndu áliti Lagastofnunar Há- skóla Islands er fjallað um atvinnu- réttindi (þeirra sem fiskveiðar stunda?) sem eignarréttindi. (Svar við spurningu nr. 5.) Niðurstaða er á þessa leið: 5. „Atvinnuréttindi teljast eign og njóta verndar 67. gr. stjórnar- skrárinnar. Sú vernd er þó takmark- aðri en vernd hefðbundinna eignar- réttinda. Atvinnuréttindi þau sem menn hafa helgað sér á sviði fisk- veiða eru eignarréttindi. Ákvæði frumvarpsins stofna ekki til ein- staklngsbundins stjórnarskrárvar- ins eignarréttar yfir veiðiheimildum. Á hinn bóginn afmarka þau og skil- greina nánar þau eignarréttindi í formi atvinnuréttinda sem við telj- um að kunni að vera fyrir hendi. Mörg álitsefni rísa um það hvernig að vernd þessara eignarréttinda kann að reyna. Löggjafanum er heimilt að setja þeim almenn tak- mörk, enda sé jafnræðis gætt. At- vinnuréttindi þessi fela ekki í sér neinn einkarétt ef takmarkanir á fiskveiðum yrðu felldar niður að ein- hveiju eða öllu leyti.“ Undir þetta álit skrifuðu Sigurður Líndal, lagaprófessor, og Tryggvi Gunnarsson, hæstaréttarlögmaður, 1. maí 1990, Vantar svör Spurningar vöknuðu strax við lestur álitsgerðar þessarar. Þessar spurningar eru mikilvægar. Þessi hlið löggjafarinnar um stjórnun fisk- veiða, þ.e. mannréttindahliðin verð- ur að fá meiri umfjöllun og faglega málsmeðferð. Álitsgerð sú sem hér er vitnað til um áunnin atvinnu- réttindi, hlýtur einnig að eiga við um aðra íslenska ríkisborgara sem starfað hafa við sjávarútveg. Dæmi um mikilvægar spurningar sem þarf að afla faglegra svara við sem fyrst eru: Spurning 1: Hver eru áunnin at- vinnuréttindi sjómanna, eigenda fiskvinnslufyrirtækja og fiskverka- fólks? Spurning 2: Má selja áunnin at- vinnuréttindi, (mannréttindi) og þá að hvaða skilyrðum uppfylltum? Spurning 3: Eru íslensk stjórn- völd skaðabótaskyld gagnvart þeim þolendum sem hafa orðið fyrir tjóni vegna meintrar sölu á atvinnurétt- indum þeirra, t.d. sjómenn, eigendur fiskvinnslu og fiskverkafólk? Allir þeir sem taka þátt í því að hvetja til lagfæringar á núverandi löggjöf um stjórnun fiskveiða mættu minnast þess að við erum í reynd skyldug til þess að koma lagfæring- um á. Islenska þjóðin má ekki verða fórnarlamb meiri mistaka en þegar eru orðin við svokallaða „fiskveiði- stjórnun". Forsendan um að „byggja þurfi upp“ fiskistofnana stenst ekki (þeir gefa mesta nýliðun þegar þeir eru minni skv. gögnum Hafró). Sal- an á mannréttindum stenst heldur ekki. Það er skylda allra þeirra sem vilja hafa ábyrga skoðun á málefn- um fiskveiðistjórnunar, að kynna sér þetta tvennt öðru fremur, forsend- unum („byggja upp“) og síðan og ekki síst mannréttindahlið málsins. Má selja mannréttindi? Ég segi nei(!) Höfundur starfar við atvinnurekstur og var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn Austurlandi 1988-1991. MEÐAL ANNARA ORÐA: HVAR ER FRELSIÐ? eftir Njörð P. Njarðvík „Frelsið er falið þar sem fólkið berst,“ segir Snorri Hjartarson í ljóði sínu í Eyvindarkofaveri. Þessi orð komu mér í hug um daginn, þegar svo vildi til að ég var beðinn um að hlaupa í skarð fyrir annan mann við undirbúning og fram- kvæmd baltneskra menning- ardaga sem mennningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar efndi til á Kjarvalsstöðum. Það var vel til fundið, því að við vitum næsta lít- ið um líf þessara þjóða á suður- strönd Eystrasalts, þótt við höfum haft ríka samúð með sjálfstæðis- baráttu þeirra og rétt þeim vinar- hönd. Ég var að vísu enginn burðarás í framkvæmd þessarar kynningar, en það féll í minn hlut að annast samskipti við skáldin tvö sem hingað komu, Jaan Kaplinski frá Eistlandi og Uldis Berzins frá Lettlandi. Þriðji rithöfundurinn sem koma átti, Petras Dirgéla frá Litháen, birtist aldrei, og engin skýring hefur fengist á því. Við vonum aðeins að ekkert illt hafi komið fyrir hann. Það segir kannski sína sögu um erfiðleika í samskiptum við þessar þjóðir, að upplýsingaskrifstofa Norðurlanda í Riga í Lettlandi skuli notast við farsíma sem skráð- ur er í Noregi. Þegar við vorum að reyna að fylla í skörð höfunda sem forfölluðust vegna veikinda, þá fannst okkur stundum eins og við værum að reyna að ná sam- bandi við tunglið. Við erum orðin svo vön hröðu og beinu sambandi með síma og símbréfum, að við erum búin að gleyma því, að eitt sinn var konungur okkar í Dan- mörku búinn að vera látinn í eitt- hvað um hálft ár, án þess að við vissum af því. Við héldum áfram að biðja fyrir honum í kirkjunni, og vonandi hefur það orðið honum til góðs. Sjálfstæði ekki sama og frelsi En þetta var útúrdúr. Efni þessa pistils er í raun að segja frá því að mér þótti talsverð lífs- reynsla að umgangast þessi tvö skáld frá Eistlandi og Lettlandi í nokkra daga og heyra þá segja frá högum sínum og lífssýn. Kald- hæðni hinnar öru Ijölmiðlunar samtímans er nefnilega slík, að fréttir af atvikum þjóta hjá án þess að tóm gefist að íhuga þau, vegna þess að önnur atvik enn nýrri ýta þeim burt úr vitund okk- ar. Á máli hennar heitir þetta eitt- hvað þessu líkt: Nú eru Eystra- saltsríkin orðin sjálfstæð, og það er gott, og kominn tími til að snúa sér að öðru. En skáldin knúðu okkur til að staldra við. Það liggur í eðli bókmenntanna, það er þess vegna sem þær eru svo nauðsyn- legar öllu hugsandi fólki. Það rann fljótlega upp fyrir mér í timgengni við þessi tvö skáld, að við höfum í raun mjög takmark- aðar forsendur til að skilja aðstæð- ur í þessum löndum. Mig minnir að það væri Jaan Kaplinski sem nefndi sérstaklega að mönnum hætti til að rugla saman frelsi þjóða og sjálfstæði, því að til væru sjálfstæðar þjóðir sem ekki væru fijálsar. Sjálfur kvaðst hann hafa takmarkaðan áhuga á evrópskri hugsun nú um stundir (og kemur kannski undarlega þvert á alla umræðu um samruna Evrópu- ríkja), því að hún væri tengd hug- myndum á borð við rannsóknar- rétt, alræðishyggju og yfirdrottn- un. Hann sagði að hugur sinn stæði miklu fremur til taóisma og austrænnar lífssýnar, þar sem ekki væri gerð eins skörp skil á milli ytri og innri veruleika. Kaplinski hefur notið þess að vera þekkt skáld, ekki bara í hei- malandi sínu, heldur víða um heim, en þó fékk hann ekki að ferðast fyrr en eftir að Gorbatsjov komst til valda. Leið hans út í hinn stóra heim hefur legið um Finnland (eins og gildir um flesta Eistlendinga), en þar er hann í miklum metum sem skáld. í Eistlandi er um ein milljón manna sem talar eistnesku, og ljóð Kaplinskis hafa til skamms tíma verið gefin út í 7.000-8.000 ein- tökum. En það stafar af því, segir hann, að bókmenntir voru eini vettvangur vitrænnar umræðu. Nú eru bókmenntirnar farnar að gegna eðlilegra og hversdagslegra hlutverki, sagði hann, þegar önnur afþreying er orðin aðgengileg og stjórnmálaumræða getur farið fram í blöðum og tímaritum. Frelsi hið innra Lettneska skáldið Uldis Berzins hefur einnig tengst stjórnmálum, því að hann er formaður Jafnaðar- mannaflokksins í Lettlandi. Reyndar segir hann það einungis um stundar sakir, því að hann hyggi ekki á stjórnmálaferil. Þegar ég spurði hann um upp- runa hans, tjáði hann mér að í fæðingarvottorði sínu stæði að hann væri fæddur við götu sem héti Adolf Hitler Strasse. Með því sagði hann langa sögu í fáum orð- um um þá hugmyndafræðilegu brotsjói sem riðið hafa yfir land hans. Ekki veit ég hvort þessi gata var síðar heitin eftir Stalín. En maður sem er fæddur undir stjörnu Hitlers og alinn upp undir augnaráði Stalíns er kominn til frelsis um langa leið og krókótta. Ekki síst þess vegna voru hug- leiðingarnar Berzins um frelsið eftirminnilegar. Hann sagði blátt afram að lettnesk skáld hefðu allt- af verið fijáls, líka þau er gistu þrælkunarbúðir stalínismans, því að frelsið býr innra með mönnum, og verður aldrei frá þeim tekið. í þessum skilningi er frelsi ekki að geta valið sams konar afþreyingu í ótal útvarps- og sjónvarps- stöðvum. í skilningi Berzins er frelsið tengt sjálfsvitundinni, tengt því að bera höfuðið hátt í þreng- ingum og láta ekki traðka á sér, heldur standast hveija raun. Og slíkt er okkur hollt að hugleiða. Uldis Berzins sagði hins vegar að afstaðan til tjáningar á frelsi hefði nú gerbreyst í landi hans. Nú gæti hann til dæmis gagnrýnt ýmislegt í lífsháttum og lífssýn Vesturlanda. Fyrr á tið hefði hann t.d. ekki getað gagnrýnt Banda- ríkin, af þvl að slík gagnrýni hefði veríð þóknanleg kúgurum hans. Sömuleiðis var fróðlegt að heyra hann lýsa baráttunni við ritskoðunina. Okkur sem nutum álits sem skáld, sagði hann, leyfð- ist stundum örlítið meira en öðr- um. Og ef okkur tókst að komast upp með eitthvað nýtt, þá gátu aðrir siglt í það kjölfar. Honum tókst til dæmis einu sinni að fá orðið Guð prentað með stórum staf í Ijóði, og það vakti athygli um allt land. Þetta er okkur tor- velt að skilja. Það var af þessum sökum sem í huga mér vöknuðu þessi orð Snorra: „Frelsið er falið þar sem fólkið berst.“ En það er þar samt, og verður aldrei drepið. Höfundur er rithöfundur og dóscnt í íslcnskum bóknwnntuni við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.