Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 Mjólkurduft í samkeppni Vinnslu- og dreifingarkostnaður á nýmjólk og verð á mjólk til bænda 1980-1990 80 Verð á mjólkfrá bœndum —i-----1-----1-----1---- 80 1980 1982 1984 1986 1988 1990 Heildsöluverð á nýmjólkurdufti 1991 Heimsm.verð Bretland Þýskaland ísland Danmörk EB-Hæsta verð Fraki^land Italía Noregur Svíþjóð Austurríki Sviss Finnland Óniðurgrain héjldsöluvórð 0 T100 Verð á nýmjólkurdufti í innfl. súkkulaði \arti flöti rinn gefkr til \nna niði rgreiðslúr hiendis \ 200 300 krónur á kg 400 500 600 eftir Yngva Harðarson í febrúar sl. skilaði ráðgjafar- nefnd um verðjöfnunarkerfi iðnað- arráðherra skýrslu um Verðjöfnun- arkerfi í súkkulaðiframleiðslu. I nefndinni, sem skipuð var af iðnað- arráðherra í lok maí 1991, sitja fulltrúar iðnaðar, bænda og stjórn- valda. Tilefnið var að ráðuneytið hafði ákveðið að samræma í eitt kerfí, þ.e. verðjöfnunarkerfi, þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að jafna mun á samkeppnisStöðu innlends og erlends iðnvarnings sem stafar af mismunandi verði land- búnaðarhráefna hérlendis og á heimsmarkaði. Ásakanir fimmmannanefndar Skýrsla þessi hefur hlotið tals- verða umfjöllun í fjölmiðlum og at- laga formanns fimmmannanefndar að niðurstöðum hennar hefur vakið nokkra athygli. Hér má nefna frétt- atilkynningu frá fimmmannanefnd dags. 12. mars sl. þar sem fram komu ásakanir um verulegar skekkjur í útreikningum, rangtúlk- anir og aðdróttanir. I Ríkissjónvarp- inu þá um kvöldið fullyrðir formað- ur fimmmannanefndar (verðlags- stjóri) síðan að í skýrslunni séu meðal annars rangar upplýsingar um vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkur, hann hafi ekki hækkað um 30% heldur um rúm 18%. Þó eru upplýsingar nefndarinnar um vinnslu- og dreifingarkostnað fengnar beint frá stofnun innan landbúnaðarins. Um reiknings- skekkju af hálfu nefndarinnar er því ekki að ræða. Til fróðleiks fylg- ir hin umdeilda mynd. Engar athug- ■ LIONSKL ÚBBUR Garðabæj- ar verður 20 ára í maí nk. en klúbb- urinn var stofnaður að Garðaholti 4. maí 1972. Fyrsti formaður klúbbsins var Þórður H. Jónsson. Á þessu 20 ára tímabili hefur klúbb- urinn gefið margar stórgjafir til líknarmála. Má þar nefna meðal annars tvo heita potta við sundlaug Garðabæjar, eitt vistrými á Hrafn- asemdir hafa verið gerðar við upp- lýsingar um þróun á verði til bænda. Rétt er að benda á að jafnvel þótt athugasemdir formanns fimm- mannanefndar (verðlagsstjóra) við upplýsingar um þróun vjnnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur ættu við rök að styðjast hefði það engin istu, dvalarheimili aldraðra sjó- manna, svo og að standa að upp- byggingu tækjabúnaðar í Heilsu- gæslustöð Garðabæjar. Nýlega af- henti Lionsklúbbur Garðabæjar í tilefni 20 ára afmæiis klúbbsins 500.000 kr. til kaupa á sjúkrabaði í „Lionshúsið" fyrir fjölfatlaða á Reykjalundi. Núverandi formaður klúbbsins er Sighvatur Sveinsson. áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Eftir sem áður er mikill munur á þróun vinnslu- og dreifingarkostn- aðar mjólkur og á verði til bænda á tímabilinu. Tilgangur formanns- ins virðist því fyrst og fremst vera að veija eigin gerðir sem odda- manns í fimmmannanefnd. Ekkert er hæft í þeirri fullyrð- ingu að í skýrslunni sé gerður ágreiningur um hve mikla mjólk þurfi til framleiðslu nýmjólkur- eða undanrennudufts. Hvað segir skýrslan? Ein helsta niðurstaða skýrslunn- ar er að vegna þess mikla verðmun- ar sem er á nýmjólkurdufti hérlend- is og erlendis sé erfitt að jafna sam- keppnisstöðuna með því að taka upp verðjöfnunargjald á innflutt súkku- laði án hliðarráðstafana. Afnám niðurgreiðslna á mjólkurdufti sam- hliða álagningu verðjöfnunargjalds ein og sér þýðir að innlend súkku- laðiframleiðsla er látin bera verð á nýmjólkurdufti sem er tífalt heims- markaðsverð. Verði það gert má vænta verðhækkunar á súkkulaði um 36% að meðaltali. Hlutverk verðjöfnunarkerfis er að jafna þann verðmun á innlendum og erlendum iðnvarningi sem stafar af mismun- andi verði landbúnaðarhráefna hér- lendis og á heimsmarkaði. Ástæðan er sú að iðnaði er almennt ekki heimilt að flytja inn þau landbúnað- arhráefni sem framleidd eru hér- lendis. Útflutningsiðnaður sem fell- Yngvi Harðarson „Afnám niðurgreiðslna á mjólkurdufti sam- hliða álagningu verð- jöfnunargjalds ein og sér þýðir að innlend súkkulaðiframleiðsla er látin bera verð á ný- mjólkurdufti sem er tí- falt heimsmarkaðsverð. Verði það gert má vænta verðhækkunar á súkkulaði um 36% að meðaltali.“ ui' undir verðjöfnunarkerfi nýtur almennt niðurgreiðslna niður á heimsmarkaðsverð. Þannig er mjólkurduft í innfluttu súkkulaði á heimsmarkaðsverði. Verðjöfnunar- gjald sem endurspeglar verðmun mjólkurdufts innanlands og á heimsmarkaði er síðan lagt á inn- flutt súkkulaði. Verðmyndun mjólkurdufts Til að fá úi' því skorið hvaða hlið- arráðstafanir væru mögulegar reyndist nauðsynlegt að bera saman verðmyndun á mjólkurdufti hér- lendis og erlendis. Meginniðurstöð- ur þessa samanburðar voru: * Niðurgreiðslur hérlendis fara í gegnum mjólkuivinnsluna en eru ekki greiddar beint til bænda eins og gert er víðast hvar erlendis. Lík- ur eru á að þetta fyrirkomulag valdi sjálfvirkum kostnaðarhækkunum milliliða og óhagkvæmni á margan hátt. Hér má minna á ummæli for- manns fimmmannanefndar (verðlagsstjóra) í Morgunblaðinu 10. ágúst sl. í tengslum við verðlagningu mjólkurdufts: ..það hafi verið ríkjandi sjónarmið innan fimmmannanefndar að henni beri ekki að miða ákvarðanir sínar við það hvort fyrii'komulag framleiðslu tiltekinnar afurðar sé óhagkvæmt, og tilteknar breytíngar á því geti skilað lægra verði, heldur einungis að heildsöluverð nægi fyrir kostnaði eins og framleiðslu sé háttað og að byggja skuli á kostnaðartölum framleiðenda. Á meðfylgjandi mynd má sjá verð á mjólkui'dufti hérlend- is og erlendis. * Ólíkt því sem gerist erlendis byggir verðlagskerfi mjólkuriðnað- arins á miðstýringu. og skorti á samkeppni þar sem framleiðendur eru verulega ráðandi um verðlagn- ingu. Erlendis er bein samkeppni milli bæði innlendra og erlendra framleiðenda þar sem umfangsmik- il milliríkjaviðskipti eiga sér stað með viðkomandi afurðir. * Samkvæmt upplýsingum nefnd- arinnar er nær einvörðungu tekið mið af hráefniskostnaði við verð- lagningu mjólkurdufts erlendis. Hérlendis er ýmis annar kostnaður heimfærður á mjólkurduftsfram- leiðslu. Nefna má að reiknaður sölu- kostnaður vegna nýmjólkurdufts nam á síðasta ári um 70% af heims- markaðsverði þess! Niðurgreiðslur verði takmarkaðar Niðurstaða skýrslunnar um nauðsynlegar hliðarráðstafanir var sú að á meðan ekki væri komið á beinum greiðslum til bænda í mjólk- urframleiðslu væri nauðsynlegt að halda áfram einhvetjum niður- greiðslum á vinnslustigi nýmjólkur- og undanrennudufts. Niðurgreiðsl- ur vegna mjólkurdufts yrðu þó tak- markaðar við það sem gerist í Nor- egi. Við útflutning fengju súkkulað- iframleiðendur hins vegar niður- greiðslu niður á heimsmarkaðsverð á sama hátt og erlendir keppinaut- ar. Jafnframt var bent á að sam- ræma þyrfti verðmyndun við það sem gerist erlendis. Breyta ásakanir niðurstöðum? Af því sem að ofan er sagt ætti að vera ljóst að ásakanir formanns fimmmannanefndai' (verðlags- stjóra) breyta engu um niðurstöður skýrslunnar. Reyndar hefur nefndin nánast ekkert reiknað enda slíkt að mestu óþarft. Fyrirliggjandi staðreyndir tala sínu máli og ásak- anir formanns fimmmannanefndar einungis gerðar til að drepa málinu á dreif í því skyni að veija eigin gerðir sem oddamanns. Höfundur er hagfræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda. Inga Elín sýnir gler- listaverk í London Formaður klúbbsins, Sighvatur Sveinsson, ásamt nokkrum félögum afhendir Birni Ásmundssyni forstjóra á Reykjalundi ávísun að upp- hæð 500.000 kr. RAFKNÚNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri útfærslur. Úrvalsvara á ótrúlega lágu verði. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 INGA ELIN opnaði laugardaginn 21. mars sýningu á gler- listaverkum í Oriel Gallery í London. Þetta er þriðja einka- sýning Ingu Elínar, en hún lauk námi í gler- og keramík- hönnun fra Skolen for brugskunst í Kaup- mannahöfn árið 1988. Auk einkasýninganna hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlend- is. Á sýningunni í Lond- on verða einkum gler- myndir sem Inga Elín hefur unnið á undan- förnum tveimur árum á vinnustofu sinni í gömlu Álafoss- húsunum í Mosfellsbæ. Við mynd- gerðina hefur hún beitt tækni sem hún hefur sjálf þróað. Sýningin í London er haldin að tilstuðlan Jakobs Magnússonar Eitt verka Ingu Elínar. menningarfulltrúa í sendiráði Is- lands þar og verður hún opin til 30. apríl. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson fluttu tónlist við opnun sýningarinnar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.