Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992 Aðkallandi úrbætur - Umönnunarbætur fyrir hjúkrunar- og umönnunarstörf á heimili eru tímabærar eftir Astu R. Jóhannesdóttur Mig langar til að hreyfa hér miklu réttlætis- og sanngirnismáli, sem er umönnunarbætur fyrir þá sem annast elli- eða örorkulífeyris- þega, sem dvelur heima. Samkvæmt þeim lögum sem gilda í dag er það aðeins maki lífeyr- isþega sem á rétt á greiðslu frá Tryggingastofnun, makabótum, leggi hann niður störf vegna hjúkr- unar hans. Greiðsla til maka fyrir þessi störf er nú, í mars 1992, 28 þúsund krónur, eða 17.500 krónur hafi makinn einhveija vinnu með umönnunarstarfinu. Þar er algengt að um sé að ræða skúringar eða önnur íhlaupastörf. Makabætur greiðast þó ekki til maka, sé hann einnig lífeyrisþegi. Dæmi: Kona sem hefur verið bund- in yfir eiginmanni sínum, sem er umönnunarþurfi eftir alvarlegan sjúkdóm eða slys, fær makabætur greiddar þar til hún verður 67 ára. Þá verður hún ellilífeyrisþegi og fær sinn eigin lífeyri og makabætur falla niður. Þessi störf eru þá ekki lengur metin við hana. Breyta þarf löguni í sanngirnisátt Þetta er mjög óréttlátt og hafa þeir, sem lent hafa í þessu, átt erf- itt með að sætta sig við það. Það getur verið bæði kostnaðarsamt og erfitt að vera með sjúkling á heimili. Þessi störf á að meta óháð aldri, þó svo að sá sem vinnur þau eldist og fái ellilífeyri, þá á að meta það hjúkrunarstarf sem únnið er á heimilinu, það er síðan hægt að taka tillit til lífeyrisgreiðslna við ákvörðun umönnunarbóta. Þær þyrftu því að vera heimildarbætur. Með því að breyta 13. grein al- mannatryggingalaganna og orða hana á eftirfarandi hátt fengju fleiri umönnunarstörf á heimili metin: Maki eða sá, sem heldur heimili með og annast elli- og örorkulífeyr- isþega og getur af þeim sökum ekki stundað nema takmarkaða vinnu utan heimilis, á rétt á umönn- unarbótum er nemi allt að 47.111 krónum á mánuði. Bæturnar eru heimildarbætur og því háðar öðrum tekjum bótaþega. Verði þessi breyting gerð á lög- unum, þá er það ekki aðeins maki elli- eða örorkulífeyrisþega sem getur fengið greiðslu fyrir umönnun á heimili hans. 3M SANDPAPPIR Viil ........ arvik ÁRMÚLI 1 -RfEYKJAVÍK - SÍMI 667222 -TELEFAX 667295 Hverjir annast sjúka og fatlaða heima? Mun fleiri en makar lífeyrisþega vinna umönnunarstörf á heimilum og geta vegna þess ekki stundað vinnu utan heimilis. Nú þegar legu- rúmum á sjúkrahúsum fækkar og erfiðara er að fá vistun fyrir þá sem þurfa á henni að halda, verða heim- ilismenn og aðrir aðstandendur sjúkra og fatlaðra að taka að sér þessi störf og því alsendis úrelt að miða aðeins við greiðslu til maka þess sem er umönnunarþurfi. Mæður annast uppkomin sjúk og fötluð börn sín, börn aldraðra for- eldra sína og aðrir tengdafólk eða aðra ættingja, en eiga ekki rétt á neinum greiðslum frá Trygginga- stofnun. Það samræmist varla anda almannatryggingalaganna að mönnum sé mismunað eftir tengsl- um við þann sem þeir annast. Umönnunarbætur til foreldra fatlaðra og sjúkra barna ekki eftir 16 ára aldur í vetur, nánar tiltekið 23. desem- ber 1991, tóku gildi lög, þar sem kveðið er á um að foreldrar fatlaðra og alvarlega sjúkra barna geti feng- ið umönnunarbætur þar til bömin verða 16 ára. Þessi lög eru reyndar ekki komin til framkvæmda, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, en við þessi lög bættist staða foreldra alvarlega sjúkra barna til muna. En hvað tekur við þegar fatlaða eða sjúka barnið nær 16 ára aldri? Við 16 ára aldur getur barnið sjálft fengið örorkubætur, en umönnunarstarfið greiðist ekki lengur, þó svo að foreldrarnir eða það foreldrið sem annast þann fatl- aða eða sjúka, geti ekki stundað almenna vinnu vegna umönnunar- starfans. Sérstaklega er staða einstæðra foreldra sem eru í þessari stöðu slæm. Þar er oft ekki um annað að ræða en bætur öryrkjans, sjúk- lingsins, til framfærslu. Uppbót til sjúklings Sjúklingur, sem er ummönnunar- þurfi, getur fengið uppbót á lífeyri vegna sérstaks kostnaðar, en það er óveruleg upphæð og ekki bein greiðsla til þess sem umönnunar- störfin vinnur. Þessi greiðsla er í dag frá rúmum 4.000 krónum og er- mest rúmar 16 þúsund krónur á mánuði. Upphæðin, 47.111 krónur, sem nefnd er í breytingartillögunni, er sama upphæð og ætluð er sem greiðsla vegna umönnunar fatlaðs eða sjúks barns, sbr. breytingu á almannatiyggingalögunum, sem gekk í gildi í desember sl. Umönnun barns og fullorðinna er hvoru tveggja erfið og getur verið mjög lýjandi og lágmark að hún sé metin að verðleikum. Ég þekki það úr starfi mínu, að margir sem vinna þessi störf launa- laust á heimilum sínum og spara samfélaginu mikið fé, eru orðnir útslitnir. Ekki er óalgengt að þetta fólk endi sem öryrkjar með greiðsl- ur frá Tryggingastofnun, því þeir ofgera sér með íhlaupavinnu á kvöldin og um helgar til að láta enda ná saman. Þess vegna tel ég mikilvægt að bæturnar séu heimildarbætur, þá er hægt að meta þörfína fyrir bæt- umar í hveiju tilviki. Greiðsla umönnunarbóta er sparnaður Greiðsla umönnunargbóta er sparnaðúr, bæði þegar til skamms tíma og langtíma er litið. Norrænt gigtarár 1992: IKTSÝKI eftirlngvar Teitsson Iktsýki (rheumatoid arthritis) er langvinn liðagigt sem hijáir allt að 3% fullorðinna og getur stundum valdið slæmri fötlun. Sjúkdómurinn getur lagst á nær hvaða lið líkam- ans sem er en byijar oft í smáliðum handa, úlnliðum, hnjám eða tá- bergsliðum. Algengt er að sjúkdóm- urinn leggist á sömu liði beggja lík- amshliða. Orsök í iktsýki bólgnar slímhúðin sem klæðir liðpokana. Orsök bólgunnar er óþekkt en e.t.v. byijar sjúkdóm- urinn með veirusýkingu og brot úr veirum setjast í liðslímhúðina. Þá fer ónæmiskerfi líkamans í gang og leitast við að fjarlægja veiruna og brotin úr henni. E.t.v. hafa sjúkl- ingar sem fá iktsýki arfbundinn galla í ónæmiskerfinu þannig að þótt sýkingarvaldinum sé útrýmt þá heldur ónæmisviðbragðið og bólgan áfram og þróast yfir í sjálf- sónæmi, þ.e. líkaminn fer að ráðast gegn eigin vefjum eins og um utan- aðkomandi pöddu væri að ræða. Einkenni Helstu einkenni sjúklinga með iktsýki eru í fyrstu verkir og morg- unstirðleiki í liðum. Oft skánar hin- um sjúka þegar á daginn líður en svo kemur stirðleikinn aftur þegar hinn sjúki sest niður fyrir framan sjónvarpið að kvöldi. Þegar fram í sækir bætist hreyfihömlun oft ofan á verkina og stirðleikann, þó mism- ikið eftir atvikum. Auk liðeinkenna fá iktsjúkir oft önnur einkenni enda getur iktsýki lagst á nær hvaða líf- færakerfi sem er. Slappleiki og þreyta sjást oft og er þá stundum tengt blóðleysi. Þá má nefna mæði vegna breytinga í lungum og bijóst- holi, augnþurrk vegna bólgu í tára- kiitlum og útbrot vegna bólgu í smáæðum húðar. Liðbólga sú sem fram kemur í iktsýki varir mjög mismunandi lengi. Sumir fá bara eitt kast sem stendur í 6 til 8 vikur og síðan hverfur bólgan að fullu. Algengara er þó að bólgan haldi áfram, e.t.v. með hléum, og valdi varanlegum skemmdum á iiðum líkamans þegar fram í sækir. Koma þá fyrst skemmdir, svonefndar úrátur, í bijósk og bein við bólgnu liðina og að lokum hrynur liðurinn oft með tilheyrandi hreyfihömlun. Meðferð Þar sem orsök iktsýki er enn sem komið er óþekkt er ekki hægt að fyrirbyggja hana. Meðferð iktsýki beinist því fyrst og fremst að því að draga úr einkennum hennar. Uppfræðsla hins sjúka er mikilvæg ekki síst til að eyða fordómum og til að minna á að meirihluti ikt- sjúkra fær aldrei slæma fötlun. Bólgueyðandi gigtarlyf eru und- irstaða lyfjameðferðar við iktsýki. Ef þessi lyf eru tekin í viðeigandi skömmtum þá stilla þau verk, draga úr morgunstirðleika og eyða Iið- bólgum. Þótt þessi lyf séu í grund- vallaratriðum svipuð þá henta þau hinum ýmsu einstaklingum misvel. Þarf því oft að prófa nokkur gigtar- lyf áður en það lyf finnst sem hjálp- ar hveijum og einum best með sem minnstum aukaverkunum. Meðal kosta bólgueyðandi gigt- Ásta R. Jóhannesdóttir „Umönnunarstörf á heimili verður að meta sem vinnuframlag, vinnu í þágu samfélagsins, og greiða fyrir þau eins og aðra vinnu. Það er líka sanngirnis- mál að sjúkum eða fötl- uðum sé gert kleift að dvelja heima, óski þeir þess.“ Þær geta sparað dýra sjúkrahús- vist eða dýra vistun á stofnun, og geta verið fyrirbyggjandi, komið í veg fyrir að þeir sem vinna hjúkrun- arstörfin slíti sér út og endi sem Ingvar Teitsson „Iktsýki er langvinn liðagigt sem hrjáir allt að 3% fullorðinna og getur stundum valdið slæmri fötlun. Sjúk- dómurinn getur lagst á nær hvaða lið líkamans sem er en byrjar oft í smáliðum handa og fóta.“ arlyfja má nefna að líkaminn mynd- ar ekki þol gegn þeim og þau valda hvorki ávana né fíkn. Hins vegar geta þessi lyf valdið magaertingi og jafnvel magasári og meðal ann- arra aukaverkana sem stundum koma fram má nefna útbrot og bjúgsöfnun. Þótt bólgueyðandi gigtarlyf dugi iktsjúkum oft vel má reikna með öryrkjar á bótum hjá Trygginga- stofnun. Geiðsla umönnunarbóta er sparn- aður í mörgu tilliti. Elli- og örorku- lífeyrisþegi sem dvelur á sjúkra- stofnun, t.d. á Skjóli, þar sem marg- ir aldraðir umönnunai'sjúklingar eru, kostar heilbrigðiskerfið 7.200 krónur á dag miðað við daggjöld um áramót, eða 216 þúsund krónur á mánuði. Dveldi hann heima og fengi umönnun þar væri umönnunar- kostnaður, skv. breytingartillög- unni í mesta lagi 47.111 krónur. Þetta er 169 þúsund króna sparnað- ur á hvern sjúkling. Lægi hann aftur á móti á Borgarspítalanum er kostnaðurinn 17.825 krónur á dag eða tæpar 544 þúsund krónur á mánuði. Er það ekki sanngirni að ein- staklingur, sem sparar ríkinu rúma hálfa milljón á mánuði með því að annast lífeyrisþega heima, fái þau störf metin? Sparnaðurinn er eins og í þessu tilviki enn um hálf millj- ón á sjúkling ef upphæðin úr frum- varpinu er tekin til viðmiðunar. Umönnunarstörf á heimili verður að meta sem vinnuframlag, vinnu í þágu samfélagsins, og greiða fyr- ir þau eins og aðra vinnu. Það er líka sanngirnismál að sjúkum eða fötluðum sé gert kleift að dvelja heima, óski þeir þess. Umönnunarfrumvarp á Alþingi Ákvæði um umönnunarbætur í þessa veru var í frumvarpi sem Guðmundur Bjarnason lagði fram á Alþingi í fyrra, í kjölfar heildar- endurskoðunar laga um almanna- tryggingar, undir stjórn Finns Ing- ólfssonar. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um þessa brfeyt- ingu á almannatryggingalögunum, sem undirrituð er flutningsmaður að. Bið ég þá sem málið varðar að fylgjast með því hvaða afgreiðslu þetta réttlætismál fær í þinginu. Höfundur er varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. að 20 til 25% þeirra þurfi á enn kröftugri lyfjameðferð að halda, svonefndum sérhæfðum bólgueyð- andi eða ónæmisbælandi lyfjum. Þau þarf að gefa í nokkra mánuði áðui' en þau fara að slá á gigtarein- kennin og geta haft slæmar auka- verkanir. Þegar vel tekst til draga þau hins vegar úr sjúkdómsvirkn- inni og hægja sennilega á eyðilegg- ingu liðanna. Auk lyfjameðferðar skipa sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun og bæklunar- skurðaðgerðir mikilvægan sess í meðferð á iktsýki. Rannsóknir á sjúkdómshorfum Sjúkdómshorfur fólks með ikt- sýki eru þrátt fyrir allt ekki eins slæmar og margir halda. Tíu árum eftir að sjúkdómurinn byijar má reikna með að 25% sjúklinga séu í afturbata, án bæklunar, 40% séu Íítillega fatlaðir, 25% búi við veru- lega fötlun og 10% hópsins séu al- varlega fatlaðir, e.t.v. bundnir við hjólastól. Víða um heim er unnið ötullega að rannsóknum á orsökum iktsýki, m.a. á Rannsóknarstofu Háskóla íslands í ónæmisfræði, enda verður þá fyrst hægt að fyrirbyggja sjúk- dóminn þegar orsökin finnst. Skiln- ingur okkar á eðli iktsýki hefur batnað mjög síðustu 10 til 15 árin og því getum við t.d. beitt ónæmis- bælandi lyfjum á markvissari hátt en áður gegn sjúkdómnum. Þá fleygir gerviliðaaðgerðum stöðugt fram og nú er mögulegt að skipta um marga helstu liði líkamans. Rannsóknir á iktsýki kosta að sjálfsögðu verulegt fé en þegar haft er í huga hve miklum þjáning- um og vinnutapi hún veldur eru slíkar rannsóknir mjög arðbær fjár- festing þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er sérfræðingur / lyf- oggigtiækningum og stnrfar l\já lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.