Morgunblaðið - 01.04.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992
17
Norðurlönd á dálkum dagblaðanna - Noregur:
Það er eitthvað mikið að
eftir Per Kollstad
Þetta er hún Thea Vatle frá Hamar.
Hún er nemandi í öðrum bekk stiftisskól-
ans í Hamar. Varð 18 ára í desember og
er virkur þátttakandi í félagslífinu. Hún
hefur áhuga á þjóðfélagsmálum og sér-
staklega á umræðum um jafnréttismál.
Hún nýtur lífsins en hefur áhyggjur af
vandamálum í sambandi við atvinnuleysi
og menntamál sem koma verst niður á
unglingum í velferðarríkinu Noregi.
Það er mjög óréttlátt að þeir sem sitja
í valdastólum meti ekki menntunina meira,
segir Thea. Vel menntað fólk er ómetanleg
auðlind. Það hlýtur að vera hræðilegt að
komast að því að samfélagið hefur enga
þörf fyrir menntun sem einhver hefur ef
til vill varið sex árum ævi sinnar í að afla
sér. Þá er eitthvað mikið að.
Langar að mennta sig
Efasemdir varðandi menntamálin draga
ekki úr áhuganum á að afla sér framhalds-
menntunar. Á hvaða sviði veit hún hins-
vegar ekki.
Það veldur mér nokkrum áhyggjum,
játar menntaskólaneminn. Það er um svo'
margt að velja hjá Theu og öðrum jafnöld-
rum sem eru að ljúka 12 ára almennri
skólagöngu. Eins árs dvöl erlendis til að
þroskast og hugsa málin væri í raun ágæt-
is hugmynd. En hún þarf ekki að ákveða
sig strax. Enn er hálft annað ár þar til
hún þarf að taka ákvörðun. Hugsunin um
að taka ranga ákvörðun skelfir hana. Dýr
námslán valda því áð hún hefur ekki ráð
á að eyða einu til tveimur árum til einskis.
Annríki
Thea er upptekin allan daginn. Námið
og frístundaiðja taka allan tíma þessarar
ungu stúlku frá því snemma morguns til
seint á kvöldi. Þegar skóla lýkur 'keppa
heimanám, kórsöngur, félagsstörf í 4H og
stjórnmálin um athyglina hjá sístarfandi
stúlkunni. Það getur valdið vondri
samvizku. Góðir vinir toga úr öllum áttum.
Verðu meiri tíma í stjórnmálin, segja
samstarfsmenn hennar í stjórnmálasam-
tökum ungra hægrimanna í Hamar, en
þar er hún varaformaður. Hættu í kórnum.
fær hún að heyra frá vinum sínum í 4H.
„Thea er upptekin allan
daginn. Námið og frí-
stundaiðja taka allan tíma
þessarar ungu stúlku frá
því snemma morguns til
seint á kvöldi. Þegar skóla
lýkur keppa heimanám,
kórsöngur, félagsstörf í
4H og stjórnmálin um at-
hyglina hjá sístarfandi
stúlkunni.“
••MÍkMMÉitÉlÉMÉMMMk
Thea Vatle.
Þú kemur örugglega á kóræfinguna í
kvöld. Og svo segja foreldrarnir að hún
verði að fylgjast með í skólanum og ljúka
heimanáminu.
Aríðandi að fylgjast með
Það er synd hve margir unglingar fylgj-
ast ekki með því sem er að gerast kringum
þá, segir hún. Þeir eru vanir því að aðrir
hugsi um það. Hvað verður um þá þegar
þeir verða fullorðnir og eiga að ráða?
Thea telur nauðsynlegt að fylgjast vel
með. Bæði vegna stjórnmálastarfa og
félagsfræðinnar í skólanum. Hún hlustar
mikið á útvarp. Daglega les hún Aften-
posten og staðarblöðin í Hamar. Sjónvarp
situr á hakanum. Hún hefur ekki mikið
álit á æsifréttablöðum höfuðborgarinnar.
Þá er betra að halda sig við aukablöðin
hjá Aftenposten. Þótt efni blaðsins sé
gamanlaust, er sagt frá því sem er að
gerast.
Ef til vill ætti ég að hugleiða blaða-
mennskustarfið, hugsar hún upphátt.
Lífið skipulagt
Lífið er í raun mjög skipulagt. Við
menntum okkur, göngum í hjónabönd og
eignumst börn. Alltaf íþyngja skuldirnar
okkur. Stundum langar okkur til að breyta
til. Stökkva út úr hringekjunni. Ferðast
til einhverrrar Suðurhafseyjar og liggja í
letii'Eða setjast undir eplatré með strá í
munninum og leyfa heiminum að sigla
sinn sjó.
Thea sér ekki sjálfa sig í hlutverki
heimavinnandi ungbarnamóður.
Jafnrétti á að ríkja allsstaðar. Einnig á
heimilinu. Stúlkur eru jafn góðir smiðir
og strákar. Þeir sem draga sig í hlé af
þeim sökum eru ekki viðkynningar verðir,
segir Thea Vatle með glampa í augum.
Samtalið birtist upphaflega í Hamar
Dagblad, Hamar, 23. október 1991.
/i
* ■/////■/■///•
Y/fóVMW/
táyy'm/y
r# * ...
WM
mzmyw/m
V//S.'VjT s‘
///-.-.-.'.■-■'y//////SSSSAW.
skíðá
DAGAR
20-50°/«
afsláttur
/^ÖUUMSKÍÞWÖRUM
20. MARSjA^APRÍk
SKÍÐAGLERM^1______.
VÍrtíT»SSWTSítaaa8ana.
•staðgreitt
qNORRABRMJT 60 SiM112045