Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Tifandi tíina- sprengjur Hótunin um gagnkvæma gjöreyðingu í hugsanleg- um kjarnorkuátökum austurs og vesturs, heyrir nú að flestra mati sögunni til. Ekki er lengur talin þörf á fælingarmætti ger- eyðingarvopna til að tryggja jafnvægi og stöðugleika og liðin er sú tíð er öll samskipti austurs og vesturs fóru fram í skugga kjarnorkuógnarinnar. A undan- förnum árum hafa augu manna á Vesturlöndum hins vegar verið að opnast fyrir nýrri ógn, sem lengi hefur stefnt lífi og heilsu manna í Austur-Evrópu í voða og kann að hafa skélfilegar af- leiðingar víða um heim. Kjarn- orkuver á fyrrum áhrifasvæði kommúnista í Austur-Evrópu eru „tifandi tímasprengjur“. A þennan hátt lýsti yfirmaður almannavarna í Rússlandi ástandinu í ríkjum þeim sern áður heyrðu Sovétríkjunum til er hann gerði grein fyrir þeim mikla vanda sem við stjórnvöld- um blasti. Öll kjarnorkuver í Rússlandi væru stórhættuleg og hið sama gilti um kjarnorku- rannsóknarstöðvar. Skortur væri á sérhæfðu starfsfólki þar sem margir hefðu hætt störfum við kjarnorkuverin á undanförn- um mánuðum. Viðhald allt væri hættulega lítið því varahluti skorti. Slysið í Tsjernobyl-kjarnorku- verinu í aprílmánuði 1986 varð til þess að draga athygli almenn- ings að því ófremdarástandi er ríkti á þessu sviði í Sovétríkjun- um og víðar í Austur-Evrópu. Eftir slysið mæidist aukin geisla- virkni jafnt í Skandinavíu sem í Mið-Evrópu en mest urðu áhrifin vitanlega í Sovétríkjunum. Ef marka má orð yfirmanns al- mannavarna í Rússlandi hefur hættan á kjarnorkuslysi síst minnkað eftir hrun Sovétríkj- anna og raunar er eðlilegt að álykta sem svo. Yfirstjórn öil og birgðaflutningar hafa gengið úr skorðum, starfsfólkið hefur fyllst örvæntingu og lifir í sí- felldri óvissu og ótta. Á land- svæði því sem áður nefndist Sovétríkin eru 15 kjarnorkuver og kjarnakljúfarnir eru ails 44. Af þeim eru 15 sömu tegundar og sá sem sprakk í Tsjernob- yl-verinu. Á fyrrum yfirráða- svæði sovéskra kommúnista í Austur-Evrópu eru alls starf- ræktir 63 kjarnakljúfar. Auk kjarnorkuveranna í Sovétríkjun- um sálugu er vitað að nokkrurn kjarnakljúfum, einkum í Búlgar- íu og Tékkóslóvakíu, má með réttu líkja við tifandi vítisvélar. I^öngu áður en valdakerfi 'kommúnismans hrundi til grunna í Austur-Evrópu var mönnum fullkunnugt að tækni- þekking þar eystra væri ekki sambærileg við vestræna tækni- þekkingu. Það blasti við. Á hinn bóginn var almennt talið að þetta gilti síður á hernaðarsviðinu og á vettvangi kjarnorkumála. Ann- að kom á daginn er eldurinn kviknaði í Tsjernobyl, skyndilega rann það upp fyrir mönnum að kjarnorkuverin í Austur-Evrópu gætu orsakað óbætanleg um- hverfisslys. Nú hefur komið í ljós að kjarnorkuver þessi eru ekki einungis úrelt í tæknilegu tilliti. Um mörg þeirra gildir að lítteða ekkert var hirt um að koma nauðsynlegum öryggisbúnaði fyrir, hafi reglur um mengunar- varnir og öryggisráðstafanir á annað borð verið til, voru þær hundsaðar. Af einhveijum sök- um varð ástandið eystra ekki áberandi í málflutningi kjarn- orkuandstæðinga á Vesturlönd- um. Nú liggur fyrir að kommún- isminn var ekki einungis heim- speki mannhaturs og -fyrirlitn- ingar. Náttúran sjálf var fyrirlit- ið fórnarlamb kenningarinnar afdráttarlausu um framþróun sósíalismans. „Umhverfishryðju- verk“ voru unnin þó svo að við öllum blasti að afleiðingarnar yrðu óskaplegar. Vígbúnaðar- hyggjan, miðstýringin og áætl- anabijálsemin kallaði ólýsanleg- ar hörmungar yfir milljónir manna. Mengunin, sjúkdómarn- ir, hörmungarnar og fórnirnar skiptu engu, kjarnorkuverin og verksmiðjurnar urðu að rísa til merkis um yfirburði hins sósíal- íska hagkerfis. Heilu landsvæðin voru lögð í auðn í nafni fram- fara. Kjarnorkutilraunir ýmsar voru víða gerðar gjörsamlega án tillits til þess að lífi og heilsu íbúa á slíkum tilraunasvæðum væri stefnt í voða. Nú þegar Austur-Evrópubúar hafa varpað kommúnismanum á öskuhaug sögunnar blasir þessi hryllingur við. Ástæða er til að ætla að á Vesturlöndum verði brugðist skjótt við og kannað verði hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að tryggja öryggi í austur-evrópskum kjarnorkuver- um. Trúiega mun þessi um- hverfisógn hins vegar vofa yfir höfðum manna um ókomin ár þar sem víðast er ekki völ á öðrum orkugjöfum. Og reynslan sýnir að hörmungum verður tæpast afstýrt, takist ekki að stöðva gangverkið í tímasprengj- um þeim sem nú tifa í Áustur- Evrópu. Súpa seyðið af ofveiðinni við Nýfundnaland Þurfum að fá umhe tíl að skilja aðstöðu John Crosbie, sjávarútvegsráðherra Kanada, vill ekki valdbeitingu gegn rányrkju útlendinga VANDI sjávarútvegs í Kanada, einkum á Nýfundnalandi, er ekki ein- skorðaður við rányrkju útlendinga. Þar hefur hagsmunabarátta ýmissa hópa og pólitískar deilur dregið úr möguleikunum til sein beztrar nýtingar fiskimiðanna og þess afla, sem á land berst. Hver höndin hefur verið uppi á móti annarri og fylkisstjórnin á Nýfundna- landi ásakar alríkisstjórnina í Ottawa um dugleysi. Sjómenn á Ný- fundnalandi eru nú úti á hinum umdeildu hafsvæðum til að mótmæla veiði útlendinga og forsætisráðherra Nýfundnalands, Clyde Wells, krefst þess að Kanada færi lögsögu sína einhliða útfyrir umdeildu veiðisvæðin 1. júlí næstkomandi, hafi lausn á málinu ekki fundizt áður. Morgunblaðið ræddi þessi mál við John Crosbie í St. John’s á dögunum og spurði hann fyrst um ásakanir um dugleysi ríkisstjórnarinnar í mál- inu. „Þannig er líf stjórnmála- rnanna," sagði Crosbie. „Þú ert ýmist gagnrýndur fyrir að gera of lítið eða of mikið. Mest af gagnrýninni kemur ýmist frá venjulegu fólki, sem er fullt öivæntingar vegna atvinnuleys- is, eða frá þeim fáu, sem stýrast af pólitískum eiginhagsmunum og hafa oft hæst. Innan sjávarútvegsins er svo því miður hver höndin upp á móti annarri, þegar illa gengur. Þeir, sem stunda heimaslóðina, og hinir, sem iengra sækja ásaka hveijir aðra, menn skipast í flokka eftir því hvort þeir stunda veiðar í gildrur, net, troll eða nót. Innan sjávarútvegsins er því erfitt að forðast deilur eða gagn- rýni, sérstaklega þegar að sverfur. Okkar eigin sjómenn eru einnig sökudólgar Rányrkja útlendinga er ekki okkar eini vandi, það er einnig eitthvað að gerast úti í náttúrunni, sem við kunn- um lítil skil á. Þar koma áhrif vax- andi selastofna við sögu, en ofveiðin er staðreynd, bæði hjá okkur sjálfum og útlendingum utan 200 mílna markanna. Okkar eigin sjómenn eru alveg jafnsekir um rányrku og aðrir. Þeir hafa ekki gefið upp réttar upp- lýsingar um afla og hveiju hent er í sjóinn við veiðarnar. Við höfum því komið á fót virku eftirlitskerfi, það er eftirlitsmaður um borð í hveijum togara, sem veiðir innan landhelg- innar og eftirlit við löndun er einnig orðið gott. Við höfum því náð góðri stjórn á okkur sjálfum og fáum rétt- ar og fullnægjandi upplýsingar um það, sem hjá okkur er að gerast. Að auki er svo rányrkja útlendinga umtalsvert vandamál. Teljum okkur hafa stuðning íslendinga Það mál getum -við aðeins búizt við að leysa með því a.ð fá umheim- inn, eða meirihluta heimsbyggðar- innar, til að átta sig á þessum vanda og styðja. okkur við Iausn hans með tilliti ti! þeirrar staðreyndar að þarna er um kanadíska fískistofna að ræða, sem aðeins í skamman tíma leita út fyrir 200 mílna mörkin. Þeir eru þá veiddir takmarkalítið og án tillits til þess hvaða áhrif það hefur á vöxt og viðgang fiskistofnanna. Við telj- um okkur hafa stuðning íslendinga og fleiri þjóða í þessari afstöðu okk- ar og verður ályktun þess efnis lögð fram á umhverfisráðstefnunni í Rio í sumar. Umheimurinn lætur það ekki viðgangast að við flytjum lög- sögu okkur einhliða út til að ná stjórn á nefinu og halanum. Bandaríkin munu ekki samþykkja slíkar aðgerð- ir. Rússar munu ekki gera það og slík mun afstaða helztu stórþjóðanna verða. Þær gætu á hinn bóginn sam- þykkt að strandríki skuli hafa stjórn á veiðum eigin fiskistofna, sem John Crosbie, sjávarútvegsráð- herra Kanada. ganga í einhveijum mæli út fyrir 200 mílna lögsöguna. Því verðum við að standa saman til að afla þessum hugmyndum fylgis, sérstaklega í Evrópu. Hvað er að gerast í hafinu? Ofveiði okkar heyrir nú sögunni til vegna virks eftirlits og minnkandi kvóta, en auk rányrkju útlending- anna snúast áhyggjur okkar um það, sem er að gerast í hafinu í kring- um okkur. Sjávarhiti fer lækkandi, meira er um ís en áður og þettá virð- ist hafa farið illa með loðnustofninn. Loðnan er þorskinum afarmikilvæg fæða, og hverfi hún, verður lítið úr þorskinum. Sjómenn af heimaslóð- inni, sem jafnframt stunda selveiðar, hafa tjáð mér, að selurinn, sem þeir veiða, sé orðinn horaður. Fitulagið, sem venjulega sé allt að þriggja þumlunga þykkt, sé nú aðeins um þumlungur. Selurinn virðist því ekki lengur finna það æti, sem hann gerði áðui’ og þessi staða bendir ótvírætt til umtalsverðra breytinga á skilyrð- um í norðvestanverðu Atlantshafinu. Hvort þarna er um varanlegar breyt- ingar að ræða eða ekki vitum við lítið um, en verðum auðvitað að vona hiðbezta. Árið 1977 til 1980 var ástand þorskstofnsins á norðurslóðinni talið jafnslæmt og það er nú. Stofninn náði sér mjög vel á strik er leið á síðasta áratug og því er ekki ástæða til að ætla annað, en hann nái sér enn á strik, svo fremi sem fiskveiði- stjórnunin sé í lagi. Við höfum ekki stjórn á gangi mála vegna þess, sem gengur á á nefinu og halanum. Engin hreyfing hefur verið í fryslili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.