Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992
29
Eyjafjarðarsveit;
Grunnskól-
arnir verða
sameinaðir
Ytri-Tjörnum.
HREPPSNEFND Eyjafjarðar-
sveitar ákvað á fundi í fyrra-
kvöld að leggja niður grunnskól-
ann á Laugalandi og flylja skóla-
hald alfarið að Hrafnagili, en
áfram verður svokallað skólasel
í Sólgarði fyrir yngstu nemend-
urnar úr fremsta hluta sveitar-
innar.
Sveitarstjórninni hafði fyrr um dag-
inn borist undirskriftalisti frá fjöl-
mörgum foreldrum af skólasvæði
Laugalandsskóla, sem óskuðu eftir
upplýsingafundi með sveitarstjóm
um þessi mál áður en endanleg
ákvörðun yrði tekin. Sveitarstjórn
taldi listana koma fram alltof seint
og gat ekki orðið við þessum óskum.
Nokkurrar óánægju gætti meðal
foreldra skólabarna með þessi mál-
alok þar sem aðstaða til kennslu
er talin mjög góð á Laugalandi, en
á Hrafnagili verður kennt á tveimur
stöðum og eiga skólabörn yfir stofn-
braut að fara þar sem er mikil og
hröð bílaumferð. Einnig hefur verið
bent á að búið sé að leggja umtals-
verða fjármuni í endurbætur á
Laugalandsskóla á undanfömum
árum.
Áætlað er að sveitarsjóður Eyja-
fjarðarsveitar muni spara um eina
milljón króna á ári með sameiningu
skólanna. Talsmenn sameiningar
grunnskólanna segja að fyrir hafi
legið er hrepparr.ir þrír framan
Akureyrar voru sameinaðir um ára-
mótin 1990-1991 að skólanir yrðu
einnig sameinaðir.
Benjamín
Það er vor í lofti og í gær þegar sólin
hellti geislum sínum yfir Eyfirðinga
reyndu allir sem vettlingi gátu valið að
fara út til að upplifa vorfiðringinn. Sif,
Þóra og Júlía gæddu sér á snúðum á
meðan þær sleiktu sólina og þá er þetta
líka rétti tíminn til að koma fleytunni á
flot og róa dálítið út á lygnan Pollinn.
Morgunbladid/Kúnar Þór
Vorfiðringur
<
C
'K '
Utgerðarfélag Akureyringa:
Kvennakvöld í
Glerárkirkju
í KVÖLD, miðvikudags-
kvöldið 1. april, er kvenna-
kvöld í Glerárkirkju frá kl.
21 til 22. Þema kvöldsins er
innri uppbygging.
Kynnt verður ýmislegt sem
stuðlar að andlegri uppbygg-
ingu og því sem er til hjálpar
á hinni andlegu vegferð. Kynnt
verður Taizé-bænatónlistin og
ýmsar andlegar æfingar og
bænir sem færa okkur nær
Guði. Boðið verður upp á söng,
tónlist, bæn og fyrirbæn. Kynn-
ing verður á kyrrðardögum
kvenna sem haldnir verða
28.-31. maí næstkomandi á
Hólum í Hjaltadal. Skráning á
þá hefst um kvöldið. Aðgangur
er ókeypis og allar konur hjart-
anlega velkomnar.
(Frcttatilkynning)
Um 87 milljóna kr. hagnaður
af rekstrinum á síðasta ári
Aflaheimildir nokkru minni en fyrir 4 árum þrátt fyrir 4.000
tonna kvótakaup og 500 tonna úthlutun úr Hagræðingarsjóði
HAGNAÐUR af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa nam 86,8 milljón-
um króna á síðasta ári, eða um 100 milljónum króna minna en árið
1990, þegar félagið skilaði 185,5 milljóna króna hagnaði. Heildarvelta
félagsins var 2.353 milljónir króna á liðnu ári, en 1.923 miiyónir á árinu
á undan. Eignir félagsins voru í árslok 3.307 milljónir króna, sem er
hækkun um 547 milljónir milli ára, eða úr 2.760 milljónum. Eigið fé
fyrirtækisins var um áramót 1.478 milljónir króna og er eigiðfjárhlut-
fallið tæp 45%. Félagið greiddi starfsfólki um milljarð króna í laun á
liðnu ári. Þetta kemur fram í reikningum félagsins sem lagðir verða
fram í dag, en aðalfundur ÚA verður haldinn 8. apríl næstkomandi.
Útgerðarfélag Akureyringa var
með sjö skip í rekstri á síðasta ári
og var afli þeirra tæp 23.700 tonn,
sem er um 11.000 tonnum meira en
á árinu á undan, en þá ber þess að
geta að félagið var með einu skipi
Hlutabréfasjóður Norðurlands;
Hlutabréf seld fyrir 25
milljónir kr. á síðasta ári
Hlutabréfasjóður Norðurlands seldi hlutabréf fyrir 25 miíljónir
króna á síðasta ári. Hluthafar eru 263 og hlutafé 28,5 milljónir
króna. Sjóðurinn var stofnaður í nóvember á síðasta ári og var
aðalfundur haldinn í gær, þriðjudag.
Tilgangurinn með stofnun sjóðs-
ins var að skapa farveg fyrir sam-
vinnu einstaklinga og lögaðila til
fjárfestinga í hlutabréfun og
skuldabréfum atvinnufyrirtækja. Á
síðasta ári seldi hlutabréfasjóðurinn
hlutabréf fyrir 25 milljónir króna
og var ávöxtun sjóðsins þessa fjóra
mánuði sem hann hefur starfað
nokkuð góð, eða sem svarar til
12,1% raunávöxtunar á ári. Góða
ávöxtun má annars vegar rekja til
góðrar ávöxtunar á bankavíxlum
og hins vegar að húsbréf sem félag-
ið keypti í byrjun janúar hafa hækk-
að í verði.
Stærstu hluthafar í Hlutabréfa-
sjóði Norðurlands eru Akureyrar-
bær, lífeyrissjóðurinn Björg, Húsa-
vík, og lífeyrissjóðurinn Sameining
sem eiga eina milljón króna að nafn-
verði hver, eða 3,51%, þá kemur
lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skaga-
firði, sem á 3,44%, Lífeyrissjóður
lðju og Lífeyrissjóður trésmiða eiga
1,75% og Kaupmannafélág Akur-
eyrar 1,05%, en aðrir hluthafar eiga
minna en 1% hlut í sjóðnum.
Stjórn félagsins var endurkjörin
á aðalfundinum, en hana skipa
Róbert B. Agnarsson, Halldór Jóns-
son og Ingi Björnsson.
færra í rekstri. Einnig má nefna að
Kaldbakur EA, eitt skipa félagsins,
var frá veiðum í rúma þtjá mánuði
á síðasta ári þegar hann var tekinn
til gagngerra endurbóta.
Félagið fékk til vinnslu í landi um
17.000 tonn af hráefni, en um 7.400
tonn voru fryst um borð í tveimur
frystitogurun félagins, sem er rúm-
um 2.000 tonnum meira en á árinu
1990. Framleiðsla ÚA skiptist þann-
ig að 6.050 tonn af freðfiski voru
unnin í fiystihúsinu, um 570 tonn
voru verkuð í salt og hertir þorsk-
hausar voru tæp 300 tonn, þá voru
sjófrystar afurðir 4.081 tonn. Sam-
tals voru unnar frystar sjávarafurðir
hjá fyrirtækinu 10.167 tonn, sem er
rúmum þúsund tonnum meira en á
árinu á undan og er þetta mesta
framleiðsla freðfisks í sögu félagsins.
Gunnar Ragnars, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa,
sagði að flutt hefði verið út á hefð-
bundna markaði, en þó hefði sú
breyting orðið að útflutningur til
Bandaríkjanna hefði dregist saman,
úr 32% árið 1990 í 23% á síðasta
ári. Aftur á móti jókst útflutningur
til Frakklands, þangað sem 35,4%
framleiðslunnar fóru á liðnu ári, en
var á árinu á undan um 26%. Þessar
breytingar stafa fyrst og fremst af
því að meira var unnið af karfa hjá
félaginu í fyn-a, en minna af þorski.
„Það er orðið miklu dýrara en
áður að sækja hvert kíló. Til að halda
vinnslunni gangandi allt árið hefur
þurft að kaupa kvóta, menn hafa
þurft að bæta sér upp þær skerðing-
ar sem orðið hafa með kvótakaup-
um,“ sagði Gunnar. ÚA var nýlega
úthlutað 500 þorskígildistonnum úr t
Hagræðingarsjóði, þá hefur félagið
á síðustu fjórum árum keypt um
4.000 tonn af kvóta, en þrátt fyrir
það eru aflaheimildir þess um 300
þorskígildistonnum minni en félagið
hafði árið 1988. „Ég held að þetta
sýni í hnotskurn þá þröngu og erfíðu
stöðu sem sjávarútvegurinn er í,“
sagði Gunnar.
Undirbúning1-
ur Andrésar-
leika stend-
ur sem hæst
„VIÐ látum engan bilbug á
okkur finna, þó veturinn hafi
verið snjóléttur þannig að
undirbúningur Andrésar And-
ar-Ieikanna stendur nú sem
hæst,“ sagði Gísli Kristiim
Lórenzson formaður nefndar
er annast undirbúning leik-
anna.
Andrésar Andar-leikarnir
verða settir í íþróttahöllinni á
Akureyri 22. apríl næstkomandi,
en leikarnir standa yfír dagana
22. til 25. apríl. Skráning þátt-
takenda stendur nú yfir, en
henni lýkur í næstu viku. Búist
er við að þátttakendur verði á
bilinu 7-800 talsins, en þeir eru
á aldrinum 7-12 ára.
„Við erum staðráðin í að halda
leikana og þeir verða haldnir.
Þó svo að fremur snjólétt hafí
verið í Hlíðarfjalli í vetur sjáum
við fram á að geta haldið þetta
sívinsæla skíðamót," sagði Gísli.