Morgunblaðið - 01.04.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992
35
Minning:
Runólfur Jónsson,
Litla-Sandfelli
Fæddur 4. nóvember 1902
Dáinn 1. febrúar 1992
Að morgni laugardags 1. febrúar
sl. lést Runólfur Jónsson á Hjúkrun-
arheimilinu Seli á Akureyri, eftir
nokkra mánaða dvöl þar, liðlega 89
ára. Útför hans fór fram frá Glerár-
kirkju föstudaginn 7. febrúar að við-
stöddum fjölda ættingja og vina.
Margir uðru þó að sitja heima, bæði
héðan að austan og eins að sunnan,
vegna ókyrrðar í lofti, svo að flug
féll að mestu niður jarðarfarardag-
inn. En margir héðan að austan
voru svo forsjálir að fara á bílum
norður yfir fjöllin og kváðu veginn
jafnvel betri en að sumarlagi, ekki
svo mikið sem skafl í vegarkanti.
Því miður leyfði ekki heilsa mín
að fylgja vini mínum og gömlum
sveitunga síðasta spölinn. En þess í
stað ætla ég að minnast hans með
nokkrum línum. Ég skrifði smá af-
mælisgrein um Runólf áttræðan sem
birt var í íslendingaþáttum Tímans
1982. Það verður ekki komist hjá
einhverri endurtekningu frá henni.
Runólfur var fæddur í Stóra-
Sandfelli 4. nóvember 1902. Foreldr-
ar hans voru hjónin Kristbjörg
Kristjánsdóttir og Jón Runólfsson,
bæði frá Grófargerði í Vallahreppi.
Árið 1904 fluttu þau Jón og Krist-
i
þjörg að Litla-Sandfelli og bjuggu
þar til 1925, en síðla sumars það
ár lést Jón. Banamein hans var
lungnabólga. Jón var lengi í hrepps-
nefnd Skriðdalshrepps og oddviti
hennar. Þau Jón og Kristbjörg áttu
þijú börn. Þau eru: Björg, fædd
1896, var ljósmóðir, maður hennar
Einar Markússon, bjuggu þau á
Keldhólum á Völlum. Fluttu síðar
til Neskaupstaðar. Næstur var Run-
ólfur sem hér er minnst og Gróa
yngst, fædd 1905. Hennar maður
Snæbjörn Jónsson bóndi í Geitdal,
þau áttu þijá syni: Jón ráðunaut,
búsettur í Fellabæ,- Bjarni og Einar
bændur í Geitdal. Snæbjörn er látinn
én Gróa dvelur á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum.
Runólfur ólst upp hjá foreldrum
sínum og systrum í Litla-Sandfelli.
Vandist öllum utanbæjarverkum
eins og þau voru unnin með hand-
verkfærum. Skólaganga ekki önnur
en barnafræðsla fyrir fermingu.
Hann var greindur og minnið traust.
Laugardag fyrir hvítasunnu 21.
maí 1926 kvæntist Runóflur heit-
konu sinni, Vilborgu Jónsdóttur frá
Vaði í Skriðdal. Mestu myndar- og
ágætiskonu. Þetta sama ár tóku
ungu hjónin við búi í Litla-Sandfelli.
Á þessum árum var erfitt að hefja
búskap með lítil efni og fallandi af-
urðaverð. Þá var eingöngu búið með
sauðfé og kýr aðeins fyrir heimilið.
Runólfur var íjárglöggur, hirti vel
sitt fé og hafði góðan arð af því.
Þó held ég að Runólfur hafi haft
mest dálæti á hestum sínum, koma
þeim á bak og finna fjörtök stinn.
Þegar þau Runólfur og Vilborg
hófu búskap í Litla-Sandfelli var þar
lítið tún og reytingssamar engjar.
Var því ekki komist hjá því að fá
engjaheyskap að láni á öðrum bæj-
um. Þessi engjaheyskapur var bæði
erfiður og tafsamur. Runólfur hóf
því að stækka túnið, fyrst með hesta-
verkfærum og síðar með vélknúnum
tækjum, fór svo að hann tók allan
sinn heyskap af ræktuðu landi. Sam-
hliða áðurnefndum ræktunarfram-
kvæmdum byggðu hjónin stórt og
vandað íbúðarhús úr steinsteypu og
öll gripahús og heygeymslur.
Þegar ég lít nú yfir 32ja ára bú-
skaparannál þeirra Litlu-Sandfells-
hjóna, sem ég hef hér að framan
drepið á, má segja með réttu að þau
hafi breytt koti í stórbýli.
Þau Runólfur og Vilborg eignuð-
ust níu börn. Þrjú dóu ung, þegar
veikindi hetjuðu á fjölskylduna. Þau
sém upp komust eru: Kristbjörg
húsfreyja, Akureyri, Björgvin bóndi
á Dvergasteini, Eyjafirði, Ingibjörg
húsfreyja, Vökulandi, Eyjafírði,
Sigurður smiður á Akureyri, Kjartan
bóndi á Þorvaldsstöðum, Skriðdal,
og Árný húsfreyja, Akureyri. Öll eru
systkinin mikið manndómsfólk, vel
gefið, góðir þjóðfélagsþegnar og
eiga marga afkomendur.
Þegar að því kom að þau Runólf-
ur og Vilborg voru orðin ein eftir í
Litla-Sandfelli 1958, hættu þau bú-
skap og fluttu til Akureyrar. Þau
komu sér vel fyrir í snoturri íbúð
sem er á neðri hæð í húsi Sigurðar
sonar þeirra og hans konu, í Lang-
holti 17. Þangað var gott að koma
til Vilborgar og Runólfs, sama gest-
risnin og glaða vimótið sem fyrr.
Barst þá talið að Skriðdalnum og
mannlífi þar.
Fyrstu árin eftir að Runólfur og
Vilborg fluttu til Akureyrar unnu
þau bæði úti við ýmis störf. Meðal
annars má geta þess að Runólfut-
vann um tíma lvjá Sambandsverk-
smiðjunum. Seinna tók hann að
starfa við blaðið Dag, sem gefið var
út á Akureyri. Við blaðið vann hann
í 15 ár. Öll störf sem Runólfur tók
að sér, leysti hann af hendi af mik-
illi trúmennsku og skyldurækni. Á
yngri árum tók Runólfur mikinn
þátt í félagsmálum, hann var góður
ræðumaður og átti létt með að gera
grein fyrir sínum skoðunum. Þau
hjónin notuðu sinn frítíma vel, heim-
sóttu börn sín og þeirra Qölskyldur,
svo og vini og kunningja á Austur-
landi, þá einkum í Skriðdal.
Það var mikið áfall fyrir Runólf
að missa konu sína eftir 64 ára sam-
búð, en hún lést 5. febrúar 1990.
Ég hygg að Runólfur hafi ekki bor-
ið sitt barr eftir það, þó börn hans
og afkomendur væru honum til að-
stoðar, þar sem hann hélt til í sinni
íbúð lengst af. Ég átti leið urfi Akur-
eyri síðastliðið sumar, leit að vanda
inn til Runólfs og sat hjá honum um
stund. Var hann furðu hress og barst
talið fljótlega að gömlu átthögunum.
Áður en ég kvaddi sagði hann, Stef-
án minn, þessu er nú bráðum að
verða lokið fyrir mér. Stuttu seinna
frétti ég að hann hefði veikst og
verið fluttur á Hjúkrunarheimilið
Sel, þar sem hann dvaldist uns yfir
lauk.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum Runólfs, barnabörnum og
öðrum vandamönnum innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi minn-
ingu Runólfs frá Litla-Sandfelli.
Stefán Bjarnason, Flögu.
Runólfur afi lést aðfaranótt 1.
febrúar sl. á hjúkrunarheimilinu Seli
en þar dvaldi hann síðustu mánuð-
ina. Við köiluðum hann oft „afa
niðri“, en hann og amma áttu heima
í sama húsi og við, á neðri hæðinni
í Langholti 17.
Ófá sporin áttum við systkinin
niður til þeirra, til dæmis að biðja
afa að hita kalda putta, spiia löngu-
vitleysu, líta í Tímann eða spjalla
um heima og geima og alltaf var
tekið á móti okkur með ást og hlýju.
Afi var að austan, hann var bóndi
á Litla-Sandfelli í Skriðdal, þar til
þau amma fluttu til Akureyrar. Afi
sagði okkur oft skemmtilegar sögur
úr sveitinni sinni, frá því þegar pabbi
okkar var drengur eða sögur af
smalahundinum sínum. Við systkin-
in erum þakklát fyrir þá gæfu að
hafa alist upp með afa og ömmu við
hlið okkar. Barnabarnabörnin fengu
líka að kynnast þeim vel og sakna
nú langafa, en vita að honum líður
vel hjá Guði. Við vottum pabba og
systkinum hans okkar einlægu sam-
úð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Elín Kristbjörg, Baldur,
Jón Reynir og Árni Viðar.
Minning:
Ólafía (Lóa)
Guðm undsdóttir
Fædd 16. september 1921
Dáin 16. mars 1992
Við viljum með nokkrum fátæk-
legum orðum minnast hennar
ömmu. Lengstan hluta ævi sinnar
bjó hún ásamt afa á Tjarnargötu
10D í Reykjavík. Þaðan koma allar
okkar bestu æskuminningar, því
varla leið sú helgi sem ekki var
gist hjá ömmu og afa í Reykjavík.
Amma var ein af þessum ekta
ömmum, með bústnar kinnar og
fullan skáp af nammi. Á veturna
þegar við vorum búnar að skauta
allan daginn á Tjörninni, biðu okkar
heitar pönnukökur og heitt kakó
þegar við komum inn aftur, og ef
tærnar voru of kaldar nuddaði hún
í þær hita aftur. Síðan var sest nið-
ur og horft á Húsið á Sléttunni, og
var hún þá vön að setjast hjá okkur
og lesa allan textann upphátt, þó
að við kynnum að lesa. Á sumrin
fór hún með okkur í gönguferðir
um miðbæinn og keypti handa okk-
ur ís, og yfirleitt enduðu þessar
gönguferðir við Tjörnina þar sem
við gáfum öndunum brauð.
Alltaf máttum við leika okkur í
eldhúsinu við að þykjast búa til
mat. Var farið í alla skápa og ein-
hveiju sullað saman í skál. Síðan
voru þessir svokölluðu réttir bornir
á borð fyrir ömmu og afa og sögðu
þau alltaf að þetta væri það besta
sem þau höfðu smakkað.
Amma var alltaf mjög gjafmild.
T.d. þegar önnur okkar ■ fór til
Flórída og gisti hjá íslenskri fjöl-
skyldu, sendi amma hana með fullt
af íslenskum mat til að gefa þeim
þó að hún þekkti þau ekki neitt.
Árið eftir fórum við báðar og sama
sagan endurtók sig. Það var alveg
sama hvað okkur langaði í, við feng-
um það. Hún lét allt eftir okkur,
en við tvær vorum einu barnabörn-
in sem hún átti í átta ár og þá
fæddist Óskar bróðir. Eftir það gaf
Pétur henni þrjú barnabörn, Gummi
eitt og pabbi eitt í viðbót. Einnig
átti hún fimm stjúpbarnabörn, sem
hún leit á eins og sín eigin. Einnig
átti hún eitt bamabarnabarn.
Aldrei aftur verður farið til ömmu
í Reykjavík, en við munum geyma
minninguna um hana allt okkar líf.
Nú hafa allir okkar látnu ástvin-
ir sameinast á himnum til að taka
á móti elsku ömmu, alveg eins og
hún mun gera þegar okkar tími
kemur.
Elsku pabbi, Gummi og Pétur,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð, svo og öllum öðrum að-
standendum og biðjum góðan Guð
að hugsa vel um hana ömmu okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Lóa, Helga, Oskar
og Katrín Alexandra.
OLYMPUS
Þegar hvert orð
skiptir máli!
Borgartúni 22 S 61 04 50
SCHOLTES OFNAR - ALDREI GLÆSILEGRI!
Með fullkominni hitastjórn
og nákvæmu loftstreymi
nærðu þeim árangri við
baksturinn sem þig hefur
alltaf dreymt um.
w
í í TJ 1
HS
B
■
mSSSmmm
Með innrauðum hita og
margátta loftstreymi færðu
steikina safaríka og fallega
brúnaða.
Með innrauðum hita og
loftstreymi, sem líkir eftir
aðstæðum undir beru lofti,
nærðu útigrillsáhrifum allan
ársins hring.