Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ ini ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ <c8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Endtirklcebutn húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. FJAÐRAGORMAR í ÝMSA BÍLA VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fclk f fréttum KNATTSPYRNA (H)eldrimenn í Hólminum Myndin sýnir þingmennina samankomna tilbúna í slaginn. Morgunblaðið/Árni Helgason Snæfell hélt sl. laugardag 21. mars (H)eldrimannamót í knatt- spymu og þar voru mætt lið frá Val, KR., Snæfelli, íþróttafélagi Akraness og alþingismönnum frá Ólafsvík og Grundarfirði. Mót þetta stóð lengi dags og lauk með sigri Vals en alþingismenn og þeirra lið varð nr. 5. Meðal þeirra mættu Ingi Bjöm, Finnur Ingólfsson, Sturla Böðvarsson og Kristinn Gunn- arsson. Maður mótsins var valinn Sig- mundur Harðarson úr KR, en feg- ursta markið skoraði Hörður Hilm- arsson úr Val. Þetta var góð ný- breytni íþróttanna og skemmtu áhorfendur sér konunglega. - Arni AST Edward Kennedy trúlofar sig Nú hefur það gerst í Vestur- heimi, að Edward Kennedy, hinn þekkti öldungardeildarþing- maður, hefur opinberað trúlofun slna við Victoriu Reggie. Dagsetn- ing brúðkaups hefur enn ekki verið látin uppi, en þess mun skammt að COSPER — Varst það þú, sem kvartaðir yfir matnum? Á myndinni eru þau Edward Kennedy og unnusta hans Victor- ia Reggie. bíða samkvæmt fregnum að vestan. Kennedy er ekki síst þekktur fyrir kvensemi sína í gegn um árin og hefur stundum jaðrað við að fara yfir velsæmismörk þau sem banda- rísk alþýða dregur í þeim efnum. Þau mörk eru raunar mun ákveðn- ari heldur en gengur og gerist í Evrópu, en allt um það, nú þykir mönnum sem það hylli undir enda- lok hneykslismála vegna kvensemi Edwards Kennedy. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Gudni A. Einarsson þeytir hér burt snjónumn úr heim- keyrslunni með handstýrðum snjóblásara. FANNFERGI Að deyja ekki ráðalaus Það hefur löngum loðað við landann að láta veturinn, með tilheyrandi fannfergi, hafa slæm áhrif á sálartetrið. Ekki hafa þó allir fallið í þessa gryfju og hafa sumir ráð undir hveiju rifi til þess að gera sér lífíð léttara í svartasta skammdeg- inu. Morgun einn I marsmánuði vaknaði undirritaður fréttarit- ari við skeljina í sláttuvél ná- grannans. Ég hugsaði sitthvað sem ekki verður fest hér á prenti þegar ég sá nágranna minn Guðna A. Einarsson rölta um garðinn með sláttuvél á undan sér. En eftir að hafa þurrkað stírurnar úr augunum sá ég að ekki var það gras- græna sem þeyttist frá vélinni heidur stóðu snjógusurnar út úr henni. Við nánari eftir- grennslan kom I ljós að hér var á ferðinni handstýrður snjó- blásari sem Guðni hafði fest kaup á frá Bandaríkjunum. Guðni sagði þetta hið merkileg- asta tæki sem kæmi að góðum notum þar sem snjóþungt væri og erfítt að koma stærri tækj- um að. Hvort túlípanar Guðna munu koma fyrr upp I vor held- ur en hjá fréttaritara verður ekki hægt að svara fyrr en í sumar. - Sturla Páll. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Ársal Hótels Sögu, kl. 16.00, föstudaginn 3. apríl 1992. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1991. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1991. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning skoðunarmanna. 5. Tillaga um ársarð og ráðstöfun tekjuafgangs. 6. Tillaga um þóknun stjórnar og skoðunarmanna. 7. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Áríðandi er að sem flestir stofnfjáreigendur mæti á aðalfundinn, svo hann verði sem fjölmennastur. Sparisjóðsstjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.