Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR Sjálfstraustið hvarf vegna óvissu í undirbúningnum - segir Valdimar Grímsson en segir ísland hafa verið með besta liðið ÞAÐ eru allir sammála, sem sáu íslenska landsliðið leika í B-keppninni f Austurríki, að sóknarleikur liðsins var í mol- um og leikmenn liðsins voru ekki eins vel undirbúnir fyrir átökin og vonast var til. Þetta hefur komið fram í viðtölum við þjálfara landsliðsins Þorberg Aðalsteinsson, landsliðsmenn- ina sjálfa og forráðamenn HSÍ sem hafa staðið í ströngu hér í Austurríki. ristján Arason sagði að því væri um að kenna hvað sókn- arleikurinn var ráðleysilegur, að undirbúningurinn var ekki nógu góður og ekki nægilega langur. Hvað hefur Valdimar Grímsson, einn leikreyndasti landsliðsmaður íslands að segja um keppnina. „Við höfum staðið okkur að mörgu leiti mjög vel. Við vorum óheppnir gegn Noregi og einnig gegn Dönum. Við getum heimfært það upp á að við höfum verið að ieika lélegan sóknarleik. Þegar maður velltir þessi fyrir sér þá erum við ekki nema einu marki frá því að leika til úrslita. Það hlýtur að segja að við erum með gott og sterkt lið. Ég tel að við séum með langbesta liðið hér í Austurríki. Hættulegast í svona keppni að gefast of fljótt upp Það er hættulegast við svona keppni hvað menn gefast fljótt upp — sama hvort það er leikmaður, þjálfari, áhorfandi eða fréttamaður. Það er marg sannað mál þegar á reynir að þetta ekki nema eitt stangarskot, eða annað smávægi- legt, sem ræður því hvort að við erum A- eða B-þjóð, sigurvegari eða miðlungsleikmaður. - Það var viss hræðsla fyrir leik- inn gegn Noregi. Heldur þú að menn hafi hugsað of mikið um þann leik? „Nei, ég held ekki. Undanfarin ár höfum við unnið Norðmenn og þegar að er gáð erum við með betra lið er Norðmenn." Hringlandaháttur í undirbún- ingi og vali landsliðsins - Hér hafa menn sagt að ekki sé hægt að bera landsliðið saman við það lið sem vann B-keppnina 1989, sem var búið að vera meira og minna saman í sjö ár. Hvað seg- ir þú um það? „Ég held að hringlandahátturinn í undirbúningi og vali á landsliðinu — og vangaveltur um að það vanti þennan og það vanti hinn, þessir séu ekki nógu góðir og vantraust á hina og þessa, hafi skilað sér í óánægju hjá leikmönnum, sem voru ekki hressir með framgang mála undir niðri.“ •— Þetta hefur verið hættuleg þróun, sem angraði leikmenn í und- irbúninginum? „Já, það er engin spurning. Það er grunnt á þessari óvissu og þar af leiðandi hafa leikmenn ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Það gerð- ist ekki fyrr -en í síðasta leiknum gegn Sviss — á lokasprettinum þeg- ar menn náðu að rífa sig upp og sýna hvers megnugir við erum. Við getum þetta.“ Ungu strákarnir misstu trúna á sjálfa sig - Það hefur þá myndast viss spenna hjá leikmönnum í undirbún- ingnum, leikmenn fóru að hugsa um hvort þeir væru í liðinu, eða ekki? „Já, og ég held að mesta óánægj- an sé, með fullri virðingu fyrir eldri leikmönnunum — ég segi að þeir áttu hundrað prósent rétt á að vera hérna og voru kannski bestu leik- menn okkar í mótinu — að við þurft- um sífellt að spila undirbúningsleiki undir tali um að það vanti hina og þessa. Þetta var gert allan tímann, allan undirbúningstímann, allt haustið. Það fyllti ungu strákana óöryggi og sjálfstraustið hvarf. Þeir hættu í rauninni að trúa á sjálfa sig — biðu í rauninni eftir því að gefið væri grænt ljós á að þeir gömlu kæmu inn. Og þegar þeir komu inn biðu ungu leikmennirnir eftir því að þeir kláruðu allt. Þeir gleymdu því að þeir þurfa einnig að leika sinn handknattleik og skila sínu. Því miður vill það vera svo að þegar leikmenn, sem eru ekki með nægilega reynslu - fá svona SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Vín Vil helst fá fyrsta leik gegn íslandi - sagði Jakob Jónsson, sem fær senn tækifæri með norska landsliðinu JAKOB Jónsson, leikmaður með norska liðinu Víkingi, fær senn tækifæri með norska landsliðinu, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Jakob von- aði reyndar innst inni að hann fengi tækifæri með því í B- keppninni, þó Gunnar Pett- ersen, landsliðsþjálfari Nor- egs, hefði sagt honum að sennilega yrði hann ekki með fyrr en eftir keppnina. Jakob, sem var áður leikmaður KR og KA, hefur spilað sam- tals í fimm ár í Noregi. Hann lék með Stavanger I tvö ár, var síðan heima á íslandi næstu tvö árin, en hefur leikið með Víkingi í Sta- vanger undanfarin þijú ár og varð norskur ríkisborgari s.I. haust. Hann sagðist hafa sótt um ríkis- borgararéttinn til að Víkingur gæti fengið tvo erlenda leikmenn til liðs við sig. Hugsaði aðeins um félagið „Ég var bara að hugsa um fé- lagið, því það skiptir mig engu hvorí ég er íslenskur eða norskur ríkisborgari. Hins vegar lét ég mig ekki dreyma um norska landsliðið á þeirri stundu, því hóp- urinn hefur verið lengi saman og hafði þegar sannað sig í haust. Landsliðsþjálfarinn sagðist reynd- ar vilja gefa mér tækifæri, en sennilega ekki fyrr en eftir B- keppnina." Pettersen staðið sig vel Jakob sagði að málið hefði fyi'st komið opinberlega til tats, þegar Víkingur og Sandefjord mættust í norsku deildinni fyrr í vetur, en Pettersen þjálfar einnig Sande- fjord. „Blöðin hérna slógu því þá upp að ég og tveir aðrir í Víkings- liðinu ættu heima í landsliðinu, en enginn okkar var valinn. Marg- ir voru ekki sammála vali Petter- sens eins og gengur, en hann vissi hvað hann var að gera og getur borið höfuðið hátt, enda staðið sig mjög vel.“ Þorbergur gerði rétt En hvemig er tilhugsunin fyrir íslendinginn að fara að leika með norska landsliðinu? „Menn hafa ekki verið sóttir til Noregs í íslenska landsliðið og ég fékk aldrei tækifæri með liðinu, en Þorbergur [Aðalsteinsson] hef- ui' örugglega staðið rétt að málum og getur verið ánægður með ár- angurinn í Austurríki. Ég hef reyndar ekki enn verið valinn í norska liðið, en auðvitað verður gaman að fá tækifæri og ég geri ráð fyrir að fá að reyna mig í vinstra hominu. Ég hefði viljað leika í Austurríki, en það væri gaman að fá fyrsta leik gegn ís- landi!" Jökull Jörgensen varð í öðru sæti í karlaflokki. SKVASS Amarog Ragnheid- urunnu Islandsmótið í skvassi lauk um helgina í Veggsporti við Gullin- brú. Islandsmeistari í karlaflokki varð Arnar Arinbjarnar, en hann vann Jökul Jörgensen, 3:0, í úrslita- leik. Kim Magnús sigraði Valdimar Óskarsson 3:2 í leik um þriðja sætið. í kvennaflokki varð Ragnheiður Víkingsdóttir íslandsmeistari. Hún vann Elínu Blöndal 3:0 í úrslita- leiknum. Kristín Briem sigraði Ástu Ólafsdóttur 3:1 í leik um þriðja sætið. Valdimar í kunnugri stellingu. Hann inn fyrir B-keppnina. í andlitið, hætta þeir að trúa því hvað þeir kunna og geta. Þetta hefur verið stóra vandamálið hér.“ - Nú er HM-keppnin í Svíþjóð framundan á næsta ári. Þú verður að sjálfsögðu áfram með? „Það veit maður aldrei. Ég ætla ekki að segja eitt eða neitt — það verður að koma í ljós.“ Aldrei átt jafn mikinn efnivið - Telur þú að það náist að þjappa landsliðinu saman á einu ári? „Ég verð að segja eins og er að það ætti að vera hægt. Það er búið að þjálfa þetta lið í tvö ár — end- umýjun er nánast engin. Þetta er aðeins spurning um hæfileika að klára þetta mál og byggja þetta lið upp saman. Það er ekki neitt ann- að. Efniviðurinn er til staðar - það er engin spurning. Ég tel að við eigum að sýna að við erum ein af sjö eða átta bestu þjóðum heims. Éf það tekst ekki getum við kennt sjálfum okkur um. Við höfum aldr- ei átt eins mikinn efnivið og við eigum í dag. Aldrei! Við erum með Morgunblaðið/Bjarni er ekki fyllilega sáttur við undirbúning- þijá fjóra heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, ef ekki fleiri. Handknattleikur hentar ís- lendingum mjög vel - Það er þá orðið vandamál hvað við eigum marga góða leikmenn? „Já, það er engin spurning. Sem betur fer er breiddin alltaf að auk- ast og ef svona heldur áfram verð- um við ein frægasta handknatt- leiksþjóð í heimi - fyrir það hvers megnugir við erum. Mín skoðun er sú að handknattleikur sé íþrótt númer eitt á Islandi. Þetta er íþrótt sem hentar Islendingum fram í fingurgóma. Við erum fæddir góðir handknattleiksmenn - það er því aðeins spurninginn hvort við viljum vera góðir handknattleiksmenn. Sumar íþróttir henta ekki _öllum, en handknattleikur hentar íslend- ingum númer eitt, tvö og þijú. Þannig erum við góðir og við verð- um alltaf góðir,“ sagði Valdimar Grímsson eftir að B-keppninni lauk í Vín. Kóreumenn koma óvænt LANDSLIÐ Suður-Kóremanna kemur til landsins í dag öllum á óvart. Forráðamenn Hand: knattleikssambandsins (HSÍ) höfðu verið í sambandi við Kóreumenn fyrir rúmum mán- uði en engin svör fengið frá þeim, þar til í fyrradag að skeyti barst þess efnis að þeir kæmu til landsins í dag. unnar K. Gunnarsson, varafor- maður HSÍ, sagði í gærkvöldi að þetta væri hið furðulegasta mál. „Kóreumenn höfðu samband við okkur fyrir rúmum mánuði og ósk- uðu eftir leikjum hér. Þeir eru í æfingaferð í Evrópu til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana. Við send- um svar um hæl þar sem sagði að landslið okkar gæti ekki leikið við þá þar sem það væri nýkomið úr B-keppninni og þá tæki við tími þar sem félagsliðin hefðu sína leikmenn vegna úrslitakeppninnar," sagði Gunnar. „Við könnuðum vilja nokkurra félaga fyrir „opinberum æfinga- leikjum" við Kóreumenn og undir- tektir voru þokkalegar þannig að við sögðum þeim að þeir gætu feng- ið leiki við sterk félagslið. Svo líður og bíður og við heyrum ekkert frá þeim þannig að við sendum þeim ítrekun en ekkert svar barst við henni heldur þannig að við flautuð- um þetta af. Svo var það í dag [í gær] þegai' við komum heim frá Austurríki að okkur er sagt að skeyti hafi komið um helgina sem segi að þeir komi til landsins mið- vikudaginn 1. apríl. Við getum auðvitað ekkert annað gert en að vera þeim innan handar um æfingar og æfingaleiki, en þetta er ákaflega óvenjuleg staða sem við erum komnir í og kom raunar eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég vona bara að félögin séu tilbúin til að leika einhveija leiki við þá,“ sagði Gunnar. STYRKIR Fimm félög fá styrk Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Reykjavíkur, sem skipuð er fulltrúum _frá íþrótta- og tómstund- aráði og íþróttabandalagi Reykja- víkur, hefur ákveðið að styrkja fimm íþróttafélög í Reykjavík um samtals 2,3 milljónir króna. Styrkirnir eru veittir fyrir árang- ur viðkomandi félaga á síðasta ári. f I I I I - J • : 11 i,I. .1 /I I I l:r;4 , I; • Styrkirnir skiptast þannig: kr. Víkingur, knattspyrnudeild ...400.000 Valur, handknattleiksdeild ....400.000 Valur, knattspyrnudeild......300.000 Víkingur, blakdeild...........300.000 ÍS, körfuknattleiksdeild.....300.000 KR, körfuknattleiksdeild.....300.000 Fram, handknattleiksdeild....300.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.