Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 Ungur maður stunginn í brjóstið: Kunningi manns- ins hefur játað á sig verknaðinn Morgunblaðið/KLiA Nýjar götur lagðar í Grafarvogi Um þessar mundir er verið að vinna að gatnagerð í nýju hverfi í Grafarvogi, Rimahverfí og er áætlað að hverfíð verði bygginarhæft um mitt sumar. Verktakafyrirtækið Völur vinnur verkið en það var boðið út á vegum gatnamálastjóra. Hér má sjá starfsmenn verktakafyrirtækisins við vinnu sína. UNGUR maður var stunginn í brjósthol með hnífi á heimili sínu við Smyrlahraun í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gærmorgun. Lagið gekk í lunga mannsins, sem var fluttur á sjúkrahús til aðgerðar og var talinn úr bráðri lífshættu síðdegis I gær, að sögn rannsóknarlögreglu. Tveir menn, kunningjar þess sem stung- inn var, voru handteknir vegna málsins í gær og hefur annar þeirra játað á sig verknaðinn. Lögð var fram krafa um gæsluvarð- hald yfir honum í sakadómi í gærkvöldi. Mennirnir hittust á vín- veitingastað í fyrrakvöld, fóru þaðan saman í teiti og síðan heim til þess sem stunginn var. Ýmislegt var óljóst um aðdraganda árásarinnar í gærkvöldi en þá voru yfirheyrslur nýlega hafnar. Lögreglan í Hafnarfírði var köll- uð að húsi við Smyrlahraun skömmu fyrir klukkan sex í gær- morgun. Þar fundu lögreglumenn húsráðandann blóðugan og hafði verið lagt til hans’ með 20 senti- metra löngum búrhníf. Sá sem hefur játað á sig verknaðinn var þá farinn af staðnum en var hand- tekinn síðar um daginn. Þriðji maðurinn, sem talið er að hafi orð- ið vitni að atburðinum, var að hlúa að hinum slasaða þegar lögregla kom að. Sá var yfirheyrður sem vitni í málinu í gærkvöldi og látinn laus að því loknu. Lagið hafði gengið inn í hægra Loðnuvertíð lunga mannsins. Hann var talinn í bráðri lífshættu og var fluttur til aðgerðar á sjúkrahúsi. Þar lá hann á gjörgæsludeild í gær en var tal- inn úr bráðri hættu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Samningar við EB heyrðu undir utanríkisráðuneytið JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra segir að samningagerð við erlend ríki heyri undir utanríkisráðuneytið og þar af leiðandi heyrði umsókn um aðild að EB undir utanríkisráðuneytið, ef af yrði. Utanríkisráðherra sagði þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á þeim ummæium Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og Björns Bjarnasonar alþingismanns að álitamál sé hvort líta beri á hugsanlega aðildarumsókn að EB sem utanríkismál eða innanríkismál, á meðan málið sé til umræðu hér á landi. „Samkvæmt íslensku stjórnkerfí er það svo að mál sem ekki heyra undir sérstakan fagráðherra éru sameiginleg verkefni ríkisstjórnar og heyra þá undir forystu forsætis- ráðuneytisins. A hinn bóginn er það svo að samningagerð við erlend ríki heyrir undir utanríkisráðuneytið. Þannig hefur ekki hvarflað að nein- um annað en að utanríkisráðuneyt- ið fari með samninga við erlend ríki eins og við til dæmis höfum gert varðandi þetta risavaxna verk- efni, sem er samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið. Verkstjóm í því efni hefur verið á hendi utan- ríkisráðherra," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að EES-samn- ingurinn spannaði geysivítt svið. Þar hefði verið samið um málefni sem heyrðu undir hin ýmsu ráðu- neyti, svo sem fjármálaráðuneyti', iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og félags- málaráðuneyti. í þeim skilningi væri þetta auðvitað ríkisstjórnar- mál, því stjórnkerfið allt og því sem næst öll ráðuneytin hefðu komið að því máli. „Sama máli gegnir auðvitað um umsókn um aðild að Evrópubanda- laginu. Hún er nánast hliðstæð Frumvarp um verndun barna og ungmenna: Y fii’stj óni barnavemdarmála til félagsmálaráðuneytisins Barnaverndarráð fari með fullnaðarúrskurðarvald í bamaverndarmálum í FRUMVARPI til laga um vernd barna og unglinga er gert ráð fyrir því að yfirstjóm barnavemdarmála fari frá menntamálaráðu- neyti til félagsmálaráðuneytis. Eftirlit með störfum bamaveradar- nefnda og leiðbeiningarskylda verður og í félagsmálaráðuneytinu. Barnaveradarráð á að hafa með höndum fullnaðarúrskurðarvald í barnaveradarmálum. Stefnt er að stækkun barnaverndarumdæma. lýkur í dag' VÍKINGUR AK var eina loðnu- skipið á miðunum við Snæfells- nes í gærkvöldi og var komið með 150 tonn um kvöldmatar- Ieytið. „Það er ekkert að hafa, aðrir eru hættir loðnuveiðum á þessari vertíð og við hættum á morgun,“ sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. í gær var búið að veiða rúm 631 þúsund tonn af 751 þúsund tonna loðnukvóta okkar og því voru tæp 120 þúsund tonn óveidd af kvótan- um, að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Hjálmar Vilhjálmsson fískifræðingur segist reikna með að Hafrannsóknastofn- un fari á næstunni yfir þessa loðnuvertíð með hagsmunaaðilum. Fram hefur verið lagt stjómar- frumvarp, í níu köflum og 71 grein, um vernd barna og ungmenna. Helztu nýmæli frumvarpsins eru þessi: Frumvarpið felur í sér að yfír- stjóm barnaverndarmála verði í höndum félagsmálaráðneytis í stað menntamálaráðuneytis eins og nú er. í greinargerð segir að barna- vemdarstörf tengist félagslegri þjónustu, sem unnin er á vegum sveitarfélaga, en yfirstjóm sveitar- stjómarmála sé í félagsmálaráðu- neytinu. Yfirstjóm barnavemdar- mála er sögð í félagsmálaráðuneyt- um hjá öðmm Norðurlandaþjóðum. Bamaverndarráð fer einungis með fullnaðarúrskurðarvald í bamavemdarmálum, samkvæmt fmmvarpinu, en ráðgjöf til bama- verndarnefnda flyzt í félagsmála- ráðuneytið sem og eftirlit með störfum nefndanna. í greinargerð segir að brýnt þyki að stækka barnavemdarum- dæmin, en þau eru nú yfir tvö hundruð talsins, þar eð smæstu umdæmin hafi ekki bolmagn til að sinna raunhæfu barnaverndar- starfí eða ráða starfsfólk með sér- þekkingu við úrlausn bamavemd- armála. í fmmvarpinu er leitast við setja skýrari ákvæði um skyldur bama- vemdaryfírvalda gagnvart bömum og ungmennum. Kveðið er á um skyldur yfírvalda gagnvart börnum sem lenda í eða verða fyrir afbrot- um. Nauðsynlegt er, segir í greinargerð, að gera breytingar á lögræðislögum um innlögn ung- EES-samningunum að öllu leyti. Þetta væm samningar við erlend ríki, sem heyra undir utanríkis- ráðuneytið, en samningssviðið er svo vítt að það spannar allt stjórn- kerfíð og er þess vegna ríkisstjórn- armál,“ sagði utanríkisráðherra. Sú skoðun hefur komið fram hjá Birni Bjarnasyni alþingismanni að forsætisráðuneytið fremur en utan- ríkisráðuneytið eigi að fara með EB-málið. Jón Baldvin var spurður hvort hann liti þannig á að þessi skoðun kæmi í kjölfar þess að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra ákvað síðastliðið haust að ráða til sín sér- stakan sérfræðing í alþjóðamálum: „Sú ákvörðun á sínum tíma var tekin án samráðs við utanríkis- ráðuneytið. Ég gef mér ekki fyrir- fram að það séu einhver tengsl á milli þessa tvenns, og hef ekkert tilefni til að álykta sem svo.“ Utanríkisráðherra var spurður hvort ákvörðun forsætisráðherra menna á stofnun, sem stefna eigin heilsu og þroska í hættu með vímu- efnaneyzlu. í fmmvarpinu em og ítarlegri ákvæði um ráðstöfun barna í fóst- ur, svo og um réttarstöðu bama í fóstri, fósturforeldra og kynfor- eldra. Þá em ákvæði um starfs- hætti barnaverndamefnda og málsmeðferð sett í sérstakan kafla. Leitast er við að skilgreina betur réttarstöðu bama og ungmenna í barnaverndarmálum. Böm eiga að jafnaði rétt á að tjá sig um mál og er það skylt þegar bam er 12 ára. Felld em á brott ákvæði um skoðun kvikmynda, en eðlilegt þykir að þau verði í lögum um bann við ofbeldiskvikmyndum. frá í haust og sú skoðun úr þing- flokki Sjálfstæðisflokksins að for- sætisráðuneytið ætti að fara með EB-mál væri ekki vísbending um átök á milli stjórnarflokkanna um verkaskiptingu milli ráðuneytanna: „Ef það væri, þá hefði það verið tekið upp til umræðu innan ríkis- stjórnarinnar. Það hefur ekki verið gert. Málið er órætt með öllu og ég sé ekkert tilefni til slíkrar um- ræðu, vegna þess að þær reglur sem um þetta gilda í stjómkerfínu em skýrar og þær hefðir sem skapast hafa sömuleiðis," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. -----» ♦ ♦---- Mjólkurfræðingadeilan: Viðræður í biðstöðu fram yfir helgina RÍKISSÁTTASEMJARI ætlar að hafa samband við viðræðuað- ila í deilu mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra á mánudags- morgun um hvort hægt verður að halda samningafundum áfram, en vinnuveitendur slitu viðræðum eftir miðnætti á fimmtudagskvöld þegar fyrir lá að mjólkurfræðingar hefðu boð- að verkfall frá og með föstudeg- inum 10. apríl. Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson- ar ríkissáttasemjara vilja vinnu- veitendur að viðræðurnar verði látnar ganga inn í heildarsamninga aðila vinnumarkaðarins en mjólk- urfræðingar vilja að sérviðræðum verði haldið áfram. í þeirra kröfum vegur þungt ótti um atvinnuöryggi í stéttinni vegna samdráttar í mjólkurbúum þar sem búist er við að nokkur smærri fnjólkurbú verði lögð niður. Að sögn Guðlaugs fara þessa dagana fram fundir í félögum launþegasamtakanna vegna stöðu kjaraviðræðnanna og er boðaður fundur í framkvæmda- stjórn Verkamannasambandsins á þriðjudag. „Ég held að ef dregur til tíðinda í næstu viku verði það ekki fyrr en á þriðjudag eða mið- vikudag," sagði hann. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.