Morgunblaðið - 04.04.1992, Side 13

Morgunblaðið - 04.04.1992, Side 13
MORGUNBLAÐH) LAUGARÐAGUR 4. APRIL 1992 13 kenndi fyrir alþjóð í útvarpi, að fjár- hagsáætlun A-flokkanna hefði verið ofspennt og að heildarskuldir bæj- arfélagsins hefðu verið í raun um 1840 milijónir, þ.e. 2000 milljónir á núvirði. Skuldirnar nú segir Guð- mundur Oddsson að séu 2650 millj- ónir án þess að búið sé að ljúka reikningum bæjarins. Hvaða tala sem nákvæmlega kemur út úr endanlegu uppgjöri, þá mega menn ekki gleyma því, hvað eignir og framtíð bæjarins standa á móti skuldatölunni. Fólk streymir nú til bæjarins að byggja sér heimili. Nægar lóðir eru nú fyrir hendi í fyrsta sinn í sögu bæjarins. íbúafjöldinn mun vaxa mikið á næstu árum án mikillar útgjaldaaukningar. Fjárhagur mun því fara batnandi á næstu árum vegna framsýni núverandi meiri- hluta. Kópavogur er kominn í sókn eftir afturhalds- og stöðnunar- stefnu fyrri meirihluta. Vinnubrögð fyrri meirihluta Nokkur megineinkenni stjórnar- fars fyrri meirihluta má draga hér saman til glöggvunar. Hið fyrsta er, hversu gersamlega öll stjórnun og kostnaðareftirlit fór úr böndunum. Þetta sést best á yfirlitinu um áætlanir þeirra og veruleikann hér að framan. Til viðbótar þessu veltu þeir á undan sér ógreiddum og óbókfærð- um reikningum við hver áramót, sannkallað skókassabókhald. Þeir notuðu skattfé borgaranna til þess að gefa út kosningabækl- inga fyrir sjálfa sig, sem best sést á bæklingnum um íþróttahöllina, sem kostaði milljónir eftir vinnslu auglýsingastofunnar alþekktu, Hvíta hússins. Þeir notuðu skattfé borgaranna til þess að halda veislur sjálfum sér helst til heiðurs. Þeir notuðu skattfé borgaranna til þess að greiða sjálf- um sér aukalaun í gegnum misþarf- ar sérnefndir á vegum bæjarins. Síðasta hugmynd Guðmundar Oddssonar í bæjarstjórn var að hækka útsvarið um 110 milljónir á þessu ári. Þó vissulega sé einfald- ara að stjórna með því að senda skattgreiðendum sífellt reikninginn, þá hafnaði núverandi meirihluti þessari leið Guðmundar. Þess má geta að Kópavogur er nú með þriðju lægstu heildarálögur á íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur er eina bæjarfélagið, sem býður upp á 10% staðgreiðslu- afslátt á fasteignagjöldum. Meðan Guðmundur Oddsson stjórnaði Kópavogi, þá ásakaði hann hvern þann sem gagnrýndi störf hans um „að sverta og rægja sitt eigið bæjarfélag“. Nú, þegar hann er í stjórnarandstöðu, þá reyn- ir hann að gera alla hluti tortryggi- lega sem núverandi meirihluti stendur að. Eftir því sem hlutirnir virðast ætla að ganga betur, þeim mun verr virðist Guðmundi líða. Núverandi meirihluti mun ekki láta deigan síga, heldur halda ótrauður áfram á markaðri braut. Árangurinn verður lagður í dóm kjósenda árið 1994. Það er „ofur eðlilegt að A-flokkarnir kvíði þeim dómi í ljósi framansagðs. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fornmóur hæjarráös. werzalitr SÓLBEKKIR^ fyrirliggjandi. Þola vatn Mk SENDUM f PÓSTKRÖFU p. ÞORGRÍMSSON &CQ Ármúla 29 • Reykjavík • sími 38640 Hjartsláttur - taktur lífsins eftir Sigurð Helgason Alþjóðaheilbrigðisdagur er 7. apríl 1992 og af því tilefni hafa verið valin einkunnaroðin: Hjart- sláttur - taktur lífsins. Dagurinn er helgaður baráttunni við krans- æðasjúkdóma, sem í dag eru taldir skæðasti óvinur heilsunnar. Komið hefur í ljós að um fjórða hvert dauðsfall má rekja til þessa sjúk- dóms. Fagna ber að þessi sjúkdóm- ur er í mikilli rénun hér á landi og um heim allan. Með markvissu for- varnastarfi má ná miklum árangri og framfarir hafa orðið með bætt- um lækningum. Mikill árangur hef- ur einnig áunnist með breyttum lífs- stíl, réttu mataræði, líkamsrækt og banni við reykingum, svo nokkuð sé nefnt. En allt foi'varnastarf byggist á því að almenningur og ríkisvaldið styðji §árhagslega alla þá sem vinna gegn þessum sjúk- dómi, en baráttan er kostnaðarsöm og fjölda mannslífa má bjarga með réttum varnarráðstöfunum. Ég mun hér í stuttri grein rekja störf tveggja landssamtaka, sem lagt hafa mikið af mörkum í þess- ari baráttu og hafa notið til þess mikils velvilja allrar þjóðarinnar. Hjartavernd Stofnfundur Hjartaverndar, sam- taka hjarta- og æðasjúkdómavarna- félaga á íslandi, var haldinn 25. október 1964. Tilgangur samtak- anna er barátta við hjarta- og æða- sjúkdóma, utrbeiðslu þeirra og af- leiðingat'. í þeirri baráttu skyldi beita ýmsum ráðum og var það nánar skilgreint í sjö meginatriðum. Hjartavernd hefur þó frá upphafi aðallega beint kröftum sínum að tveimur megin verkefnum: rann- sóknum og fræðslu. Rannsóknar- stöð Hjartaverndar tók til starfa 1967 og hafa í stórri hóprannsókn verið gerðar um 90 þúsund einstakl- ingsskoðanir. Mjög mikið af upplýs- ingum liggja fyrir, sem ekki hefur enn unnist tími að rannsaka til hlít- ar, enda mjög fjárfrekt og framlög af skornum skammti. Farnar voru ferðir um allt land og á þann hátt reynt að gera almenning virkan í foi'vörnum. Var lögð höfuðáhersla á baráttu gegn mestu áhrifavöldun- um, þ.e. reykingum, háum blóð- þrýstingi og hækkaðri blóðfitu. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hef- ur sérstaklega gert könnun á þess- um áhættuþáttum og lagt mikið af mörkum í margvíslegum rannsókn- um á þeim og fjöldi ritgerða hefur verið saminn um þessi efni. Blaðið Hjartavernd hefur komið út í 27 ár og birt fjölda stórmerkra greina um ýmiss efni á þessu sviði. Á aðalfundi Hjartaverndar komu fram ýmsar merkar upplýsingar í skýrslu Magnúsar Karls Pétursson- ar formanns og í skýrslu yfirlæknis Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, dr. Nikulásar Sigfússonar. Nú er stóru hóprannsókninni nær lokið og er nú unnið að því að gera öldrunar- rannsókn, jafnframt er hafin undir- búningur að næsta stóra rannsókn- arverkefni Hjartaverndar. Rann- sakað verður heilsufar yngra fólks á íslandi og þær fléttaðar við fyrri hóprannsóknir Hjartaverndar með því að athuga afkomendur þeirra sem tóku þátt í upphaflegu hóp- rannsókninni og eru þá hafðir í huga erfðafræðilegir þættir. Hefur þegar farið fram forkönnun í sam- ráði við erfðafræðinefnd, sem lofar góðu. MONICA-rannsóknin er ijölþjóð- arannsókn á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar og er til- gangur hennar að kanna breytingar á tíðni kransæðastíflu meðal þátt- tökuþjóða á 10 ára tímabili. Þá eru kannaðar helstu breytingar á áhættuþáttum þessa hóps og á grundvelli þeirra verður hafist handa um varnaraðgerðir. Rann- sóknin sýnir að kransæðatilfellum fer stórlega fækkandi og við stönd- um framarlega miðað við aðrat' þjóðir heims. Rannsóknir þessar hafa hlotið mikið lof frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni. Hugmyndin er að Hjartavernd gefi út matreiðslubók í samvinnu við Krabbameinsfélag íslands og Manneldisráð. Fyrst og fremst verð- ur tekið mið af almennu hollustu- fæði en íslenskt hráefni og matar- venjurn haft til hliðsjónat'. Landssamtök hjartasjúklinga Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983 og var höfuðtilgangurinn að vinna að margvíslegum hagsmunamálum hjartasjúklinga. Opnuð var skrif- stofa í Hafnarhúsinu 1985, sem annaðist margvíslega fyrirgreiðslu Sigurður Helgason „Ég mun hér í stuttri grein rekja störf tveggja landssamtaka, sem lagt hafa mikið af mörkum í þessari bar- áttu og hafa notið til þess mikils velvilja allr- ar þjóðarinnar.“ og upplýsingar fyrir félagsmenn. Eitt af fyrstu verkefnum samtak- anna var að kaupa fullkomin lækn- ingatæki fyrir ýmsar sjúkrastofn- anir og vinna að því að sem flestar kransæðaaðgerðir yrðu gerðar hér á landi. Félagið hefur starfað í 8 ár og gefið yfir 30 milljónir í tækj- um miðað við kaupverð tækjanna, en verðlag hefur stórhækkað á þessu tímabili. Árið 1991 voru keypt tæki fyrir yfir 7 milljónir og má þar nefna stóran hlut í ómsjá af fullkomnustu gerð og hjarta- og lungnavél, sem þegar hefur bjargað nokkrum mannslífum. Á síðastliðnu ári var gerð róttæk breyting á lögum samtakanna og þau gerð að landssamtökum. Stofn- uð voru 10 félög hjartasjúklinga á öllu landinu og myndu þau deildir og er aðalfundur LHS haldinn ann- að hvert ár. Komið hefur í ljós að allar deildirnar starfa ötullega og haldnir hafa verið félags- og fræðslufundir. Félagar eru yfir 2.000, en ekki hefur verið gert átak í söfnun nýrra félaga, en allir sem áhuga hafa á málefnum okkar geta orðið félagar. Hvetja þarf fjölmarga aðstandendur hjartasjúklinga að gerast félagar. Hafin var útgáfa blaðsins Velferðar árið 1989 og hafa þegar komið út 6 hefti og hefur því verið mjög vel tekið. Á síðasta aðalfundi var einróma samþykkt skipulagsskrá fyrir Styrktarsjóð hjartasjúklinga. Til- gangur hans er að styrkja efnalitla hjartasjúklinga með fjárframlögum og sérstaklega þá, sem fara í kostn- aðarsamar aðgerðir erlendis. Sjóð- urinn hefur þegar tekið til starfa og styrkt nokkra aðila. Á sl. ári var efnt til hjartagöngu 1991 og á 30 stöðum með um 4.000 þátttakend- um. Ákveðið hefur verið að 27. júní nk. fari hjartagangan 1992 fram. Alltaf er að koma í ljós aukin þýð- ing reglubundinna gönguferða fyrir heilsuna. Á þetta jafnt við okkur hjartasjúklinga og aðra, því hér er um góða fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða fyrir alla. Við eigum því að leggja höfuðkapp á að fá al- menna þátttöku í göngunni og reyna að auka áhuga allra lands- manna á gönguferðum. Þá skal nefnt samvinnuverkefni Landssamtaka hjartasjúklinga, Hjartaverndar og SÍBS í rekstri Endurhæfingarstöðvar hjarta- og lungnasjúklinga - HL-stöðinni - í íþróttahúsi lamaðra og fatlaðra í Hátúni 14 og annarrar stöðvar á Akureyri. Hér fer fram stórmerk viðhaldsþjálfun hjartasjúklinga og einnig er rekin endurhæfing fyrir lungnasjúklinga, svo og frumæfing- ar fyrir hjartasjúklinga eftir að- gerðir. Mikil almenn ánægja er með rekstur stöðvarinnar. Sömu aðilar standa nú sameigin- lega að alþjóðlegum heilsudegi þann 7. apríl, sem helgaður er hjartasjúk- dómum. Standa þeir fyrir dagskrám í ýmsum fjöimiðlum t.d. blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Höfundur erfélags- og útgáfustjóri Hjartaverndar og formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . . . . sæti í Bandaríkjunum sern söluhæsti fólksbtllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Útlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á Ssveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. M HONDA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.