Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 23 Anna Þóra Benediktsdóttir Tónlistarskól- inn í Reykjavík: Burtfarar- • • próf Onnu Þóru Bene- diktsdóttur TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Islensku óperunni mánudag- inn 6. apríl kl. 20.30. Tónleik- arnir eru burtfararpróf Önnu Þóru Benediktsdóttur píanóleikara frá skólanum. Á efnisskránni eru ítalski konsertinn eftir J.S. Bach, Imp- romptu í B-dúr op. 142 nr. 3 eftir Schubert, Sónata í Fís-dúr op. 78 eftir Beethoven, Þrír þættir eftir Poulenc, Tvær etýð- ur eftir Debussy og Ballaða í As-dúr op. 47 eftir Chopin. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hæstiréttur í máli fyrrum starfsmanna Orkustofnunar: Til biðlauna reiknist um- samin óunnin yfirvinna HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ríkissjóð til að greiða fyrrum starfsmanni Orkustofnunar, sem sagt var upp störfum frá áramótum 1988, umsamda óunna yfirvinnu sem hluta af föstum launum ásamt dagvinnulaunum í þann tíma sem hann naut biðlauna og að auki orlofsfé á dag- og yfirvinnu á biðlauna- tíma. Einnig var ríkissjóður dæmdur til að greiða ótekið orlof með yfirvinnukaupi enda stóð svo á í málinu að talið var sann- að að yfirmenn stofnunarinnar hafi mælst til þess að orlof væri tekið utan hefðbundins sumarleyfistíma. Hins vegar var ríkissjóður sýknaður af kröfu um að greiða með launum fyrir ótekinn orlofstíma hinar umsömdu óunnu yfirvinnustundir, þar sem af jafnan hafi verið greitt orlofsfé af fastri yfirvinnu. Fallist var á það með ríkissjóði að þar með yrði um tví- greiðslu að ræða. í héraðsdómi höfðu allar kröfur mannsins verið teknar til greina, að efni til. Maður þessi var eðlisfræðingur að ræða tvo jarðfræðinga, sem sem sagt var upp vegna sparnað- ai’ráðstafana hjá stofnuninni haustið 1987 eftir 12 ára starf. Hann átti þá ótekna 27 orlofsdaga fyrir það ár, auk 1 dags frá fyrra ári. Niðurstaða Hæstaréttar var að greiða ætti honum rúmlega 201 þúsund krónur auk vaxta, en í bæjarþingi Reykjavíkur hafði verið fallist á kröfu sem nam um 225 þúsund krónum auk vaxta. Síðustu 10 starfsár sín hjá Orkustofnun hafði maður þessi unnið samkvæmt ótímabundnum ráðningasamningi og var réttur hans til biðlauna viðurkenndur en ágreiningurinn snerist um _ hvað skyldi telja til fastra launa. í mál- um tveggja annarra fyrrum starfs- manna Orkustofnana, sem Hæsti- réttur dæmdi í sama dag, var um áttu að baki um 12 ára störf hjá Orkustofnun er þeim var sagt upp haustið 1987. Þeir höfðu ávallt starfað samkvæmt ráðningar- samningi til árs í senn eða þar um bil. Öðrum var tilkynnt að ráðning- arsamningur hans yrði ekki end- urnýjaður en hinum var sagt uþp tveimur mánuðum áður en samn- ingurinn rann út. Ríkissjóður við- urkenndi ekki að þeir ættu rétt til biðlauna og var sú nðurstaða stað- fest í héraði og Hæstarétti. í héraði voru þeim, sem tilkynnt var að samningurinn yrði ekki endurnýjaður, dæmdar bætur vegna yfirvinnu í óteknu orlofi og yfirvinna í stað dagvinnu í óteknu orlofi, þar sem lögð hefði verið áhersla á að starfsmenn færu í orlof utan orlofstíma, en synjað um rétt til biðlauna. Sú niðurstaða var staðfest í Hæstarétti að öðru leyti en því að manninum var ekki dæmd yfirvinna í orlofi, heldur aðeins sama fjárhæð, rúmar 30 þúsund krónur, og í héraði vegna yfirvinnu í stað dagvinnu í óteknu orlofi, sem frestast hafði að frum- kvæði yfirmanna hans. Staðfest var synjun á rétti til biðlauna. í máli hins mannsins, sem var gert að láta af störfum tveimur mánuðum áður en ráðningarsamn- ingur hans rann út, var niðurstaða Hæstaréttar hin sama að því leyti að synjað var um biðlaun og yfir- vinnu í óteknu orlofi en dæmd fjár- hæð, tæpar 78 þúsund krónur, vegna yfirvinnu í stað dagvinnu í óteknu orlofi. Einnig voru honum tildæmdar bætur vegna ólögmætr- ar uppsagnar sem svöruðu til fastrar yfirvinnu þá mánuði sem eftir voru af ráðningarsamningn- um, rúmlega 41 þúsund krónur, auk orlofs á þá ijárhæð. Mál þessi dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Hemysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein, sem skilaði sérat- kvæði í síðargreindu málunum tveimur og vildi þar sýkna ríkið, þ.e. iðnaðarráðherra fyrir hönd Orkustofnunar og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs, af öll- um kröfum mannanna tveggja. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 ^ „Enginn verdmúr“ Saab 900i 4 dyra ’87, grásans, sjálfsk., ek. 76 þ. Gott eintak. V. 940 þús., sk. á ód. Ath. Vantar á staðinn nýl. bíla árg. ’88-'92. Einnig vantar ódýra bíla sem eru skoðaðir *93. Peugout 205 junior ’90, ek. 16 þ. V. 550 þús. Honda Accord EX-2.0Í ’88, hvítur, 5 g., ek. 60 þ., m/öllu. V. 990 þús. stgr. Ford Bronco II XL ’88, rauður, 5 g., ek. 37 þ., krómfelgur, o.fl. Gott eintak. V. 1290 þús. stgr., skipti á ód. BMW 518i ’87, toppeintak, ek. 44 þ. V. 950 þús. Chervolet Astro EXT 4x4 ’91, sjálfsk., ek 7 þ., ABS, rafm. í öllu, o.fl. Sem nýr. V. 3150 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade Sedan GS ’90, ek. 18 þ. V. 750 þús. Daihatsu Rocky 4x4 '85, gott eintak. V. 590 þús., stgr. Honda Civic DX ’91, ek. 7 þ. V. 920 þús., sk. á ód. Mazda 323 LX 1.3 ’90, ek. 29 þ. V. 820 þús. MMC Colt GL '91, (VSK bíll), ek. 11 þ. (aftur- sæti fylgja). V. 830 þús. MMC Lancer hlaðbakur GLXi '91, ek. 21 þ. V. 1030 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Liftback ’88, rauður, ek. 46 þ., samlitir stuðarar, o.fl. V. 790 þús. Toyota Corolla XL 1.3 station '91, ek. 11 þ., 5 g., vökvast. o.fl. V. 940 þús. Toyota Corolla XL 5 dyra, ’88, 5 g., ek. 40 þ. V. 590 þús., stgr. Toyota Tercel 4x4 station '87, ek. 88 þ V. 520 þús. stgr. Volvo 245 GL station '86, blár, 5 g.f ek. 108 þ. V. 690 þús. Renault Clio RN ’91 3ja dyra , 5 g., ek. 11 þ. V. 670 þús. stgr. Ath. 15-30% staðgreiðsluafsláttur ikligarður við Sund helur nú tekið miklum Sm3 hefur lækkað stórlega! ,r nú pökkuð í neytendaumbuðir. Öiisérvaraifatnaðurfvrirbörn'.g fuilorðna, sportvara snvrtl”r . v'erði. húsáhöld o. fl- Urvals vara a frab 3% staðgreiðsluafsláttur af öllum voru 5*^ SUnnudaQinn AIIKIIG4RÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.