Morgunblaðið - 04.04.1992, Page 37

Morgunblaðið - 04.04.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 37 Minning: Jón Helgi Jónsson rennismíðameistari Fæddur 31. maí 1933 Dáinn 24. mars 1992 Hinn 24. mars sl. lést langt um aldur fram Jón Helgi Jónsson, renni- smíðameistari í Borgarnesi. Jón var fæddur í Vatnsholti í Staðarsveit 31. maí 1933, sonur Jóns Ó. Stefánsson- ar bónda þar og konu hans Jónínu Þorsteinsdóttur, en þau eru bæði lát- in. Jón var yngstur átta systkina sem voru: Konráð og Ingibjörg sem eru látin, Stefán, í sambúð með Guð- laugu Gísladóttur og búa þau í Reykjavík, Gunnar, kvæntur Auði Guðmundsdóttur og búa þau á Álfta- nesi, Margrét, húsmóðir í Ölkeldu, gift Þórði Gíslasyni, Rannveig, hús- móðir í Borgarnesi, gift Hirti Gísla- syni, og Þorsteinn, kvæntur Öldu Sófusdóttur og búa þau í Mosfellsbæ. Jón ólst upp í foreldrahúsum þar til hann hleypti heimdraganum og hélt til náms í Reykjavík. Hann lauk námi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði með náminu hjá Vélsmiðjunni Héðni hf., og fyrstu árin að námi loknu. Á námsárunum kynntist hann eiginkonu sinni, Guðnýju B. Sigvaldadóttur sem ætt- uð er frá Kollabúðum í Reykhóla- sveit, dóttir hjónanna þar, Sigvalda J. Dagssonar og Guðrúnar M. Krist- jánsdóttur, sem nú er látin. Jón og Guðný hófu búskap sinn árið 1960 og hefur sambúðin verið hin farsæl- asta. Þau eignuðust ekki börn, en systir Guðnýjar, Vigdís, ólst upp hjá þeim og gekk Jón henni í föðurstað. Vigdís er í sambúð með Guðmundi Hjalta Stefánssyni og eiga þau einn son og búa í Borgarnesi. Skömmu eftir að Jón lauk námi, hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur í iðn sinni, fyrst í Reykjavík, en árið 1968 fluttu þau hjónin til Borgarness og setti hann þar á stofn rennismíða- verkstæði sem hann rak til dauða- dags. Átti það vel við skapgerð Jóns að vera sinn eigin húsbóndi og var hann sístarfandi og áhlaupamaður til vinnu og verkhagur með afbrigð- um. Eins og allir vita hefur ekki verið neitt sældarbrauð að vera sjálf- stæður atvinnurekandi á lands- byggðinni síðustu áratugi og á ýmsu gengið og Jón fór ekki varhluta af þeim sveiflum frekar en aðrir, en síðustu árin gekk fyrirtæki hans mjög vel og þeim mun grátlegra að svo snöggt er höggvið á lífsþráðinn. Jón hafði mikinn pólitískan áhuga og skipaði sér ungur undir merki Sjálfstæðisflokksins. Hann hóf strax þátttöku í störfum flokksins hér í Borgarnesi og var alla tið einn af máttarstólpum hins fiokkslega starfs. Hann vat' einn þeirra sem alltaf mátti leita til þegar taka þurfti til hendi og er okkur sérstaklega minnisstæður dugnaður hans og ósérhlífni við uppbyggingu Sjálf- stæðishússins hér í Borgarnesi á sín- um tíma. Jón var í fulltrúaráði flokksins í Mýrasýslu árum saman og í allmörg ár formaður Sjálfstæðisféiags Mýra- sýslu og nú síðustu árin var hann í stjóm kjördæmisráðs sjálfstæðisfé- laganna á Vesturlandi. Ég vil fyrir hönd sjálfstæðisfélaganna í Mýra- sýslu þakka honum vel unnin störf og ánægjulega samvinnu á þeim vett- vangi og sendum við eftirlifandi eig- inkonu hans og öðrum ástvinum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur vegna hins ótímabæra fráfalls Jóns. F.h. sjálfstæðisfélaganna í Mýra- sýslu, Gísli Kjartansson. Jón Helgi Jónsson, rennismíða- meistari, Kveldúifsgötu 3, Borgar- nesi, lést á Akranesspítala 24. mars sl. eftir erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm. Jón var fæddur 31. maí 1933 að Vatnsholti á Snæfellsnesi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í hópi margra systkina. Rúmlega tvítugur að aldri lauk hann námi í rennismíði við Vélsmiðjuna Héðinn í Reykjavík, vann síðan við véla- og rennismíði [Reykjavík um nokkurra ára skeið. Árið 1968 fluttist Jón til Borgarness ásamt fjölskyldu sinni og byggðu þau hjón þat' fallegt íbúð- arhús á Kveldúlfsgötu 3 og um líkt leyti setti hann á stofn véla- og renni- smíðaverkstæði á satna stað, og gekk það vel. Jón var með afbrigðum vand- virkut' maður, það lék allt í höndun- um á honum eins og sagt var hér áður fyrr, hann var fljótur að átta sig á því sem gera þurfti við erfiðar viðgerðir, þegar komið var til hans með slík verkefni, sem vöfðust fyrir mörgum urðu þau enginn vandi í höndunum á Jóni enda hafði hann vanalega næg verkefni. 'Ég kynntist Jóni fyrst eftir að hann fluttist í Borgarnes. Eins og ég sagði áður þá byggðu þau hjón íbúðarhús við Kveldúlfsgötu, ásamt fallegum garði og bjuggu þar við snyrtimennsku og myndarskap um árabil. Borgarnes er fallegur bær og er í þjóðbraut. Ég ætla ekki að segja að Jón og konan hans hafi byggt yfir þjóðbraut þvera, en það lágu leiðir rnargra ferð- alanga um hlaðið hjá þeim hjónum og var boðið í bæinn og ekki vantaði góðar veitingar og fallega búið borð. Þetta var eiginlega áningarstaður fyrir ferðafólk úr öllum áttum sem þekktu þau hjón. Venjulega var það svo að þegar sest var að borði birtist húsbóndinn, kom þá af kontórnum svo ég noti nú gamalt orðalag, eða þá beint úr smicíjunni og settist þá beint að borðum með gestum sínum og var þá hrókur alls fagnaðar. Ég held að hann hafi notið þess að fá gesti í heimsókn, ekki síst gamla sveitajálka sem mundu liðna tíð og gátu frá mörgu sagt. Fyrir þessar stundir sem ég átti með Jóni og fólki hans við kaffiborðið í Borgarnesi er ég honum og þeim ölium mjög þakk- látur þær stundir gleymast ekki. Eins og ég hef áður sagt átti Jón í höggi við hættulegan sjúkdóm um margra mánaða skeið, hann gekk þess ekki dulinn en hann bar það svo vel, hann sagði mér í vetur er hann dvaldi hjá mér í nokkra daga vegna meðferðar á sjúkdómi sínum að hann ætlaði að sigra þennan hættulega andstæðing og ég hélt og vonaði að honum myndi takast það, en það fór á annan veg. Árið 1960 gekk Jón að eiga eftirlif- andi konu sína Guðnýju Sigvalda- dóttur frá Kollabúðum, hinni ágæt- ustu konu, sem átti sinn stóra þátt í því að mynda þetta fallega heimili, og ég vil votta henni og þeirra fólki innilegustu samúð, ég vil svo að lok- um óska þessum góða vini mínum Jóni Helga góðrar ferðar inn í hina miklu móðu og með þessum ljóðlínum Jónasat' Hallgrímssonar vil ég kveðja hann að lokum. Flýt þér vinur í fegri heim, kijúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa Guðs um geim. Jóhannes Árason. Jón Helgi Jónsson, rennismíða- meistari í Borgarnesi, lést 24. mars sl. og verðut' hann jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. apríl. Jón Helgi var fæddur 31, maí 1933 í Vatnsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi og var hann sonur hjón- anna Jóns Ó. Stefánssonar bónda og konu hans Jónínu Þorsteinsdóttur. Var hann yngstur 8 systkina. Kynni mín af Jóni Helga hófust þá, er hann vann hjá föður mínum í Ólafsvík. Var hann jafnframt heim- ilismaður hjá foreldrum mínum, en góður vinskapur var milli föðurfólks míns og fjölskyldunnar í Vatnsholti. Eru ánægjulegar minningar tengdar fyrstu kynnum okkar Jóns. Síðar lágu leiðir okkar Jóns saman á vett- vangi flokksstarfs Sjálfstæðisflokks- ins á Vesturlandi eftir að hann sett- ist að í Borgarnesi. Jón Helgi lauk námi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði samhliða náminu hjá Vél- smiðjunni Héðni hf. Frá árinu 1968 bjó Jón og starfaði í Borgarnesi og rak hann sitt eigið rennismíðaverk- stæði til dauðadags. Var Jón þekktur fyrir vandvirkni sína og hversu ráða- góður iðnmeistari hann var. Hann lagði kapp á sjálfstæðan atvinnu- rekstur sinn oft við erfiðar aðstæður. Éftirlifandi eiginkona Jóns Helga er Guðný N. Sigvaldadóttir, ættuð frá Kollabúðum, Reykhólasveit. Þeim varð ekki barna auðið, en hjá þeim ólst upp systir Guðnýjar, Vigdís, og gekk Jón henni í föðurstað. Jón Helgi var virkur þátttakandi í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins og sat hann m.a. í stjórn Kjördæmisráðs flokksins á Vesturlandi. Allt starf hans á þeim vettvangi einkenndist af áhuga og fórnfýsi fyrir málstað flokksins. Fyrir það starf þakkar sjálfstæðisfólk á Vesturlandi. Á kveðjustund votta ég eiginkonu og ættingjum Jóns Helga mína dýpstu samúð. Sturla Böðvarsson. fSLENDINGAR sýnum samstöðu setjum ÍSLENSKT í öndvegi! Þegarþú kaupir ís/enska vöru skaparþú atvinnu í tandinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.