Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 I I I I I I HANDKNATTLEIKUR SELFOSS, SELFOSS...! LEIKMENN Selfoss dönsuðu trylltan sigurdans á vellinum undir taktföstum hvatningarorðum frábærra stuðningmanna á bekkj- unum í „gryfjunni" á Selfossi seint á 10. tímanum í gærkvöldi — og höfðu ærna ástæðu til. Að loknum framlengdum leik höfðu þeir heldur betur skráð nafn sitt á spjöld íslensku handknattleiks- sögunnar — liðið, sem var í annarri deild fyrir tveimur árum, hafði sigrað reynslumikið lið Víkjngs í tveimur leikjum í röð og tryggt sér réttinn til að leika um íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Hins vegar voru Víkingar í þeirri undarlegu stöðu að missa af tækifærinu eftir framlengdan leik í undanúrslitum í annað sinn á tímabilinu, þrátt fyrir að hafa leikið vel, náð góðri forystu og verið með pálmann íhöndunum í 47 mínútur. Stemmningin var hreint út sagt engri lík. „Það var frábært að gera síðasta markið — alveg ein- stök tilfinning," Steinþór sagði Kjartan Gunn- Guöbjartsson arsson við Morgun- skritar blaðið. Orð hans segja allt, sem segja þarf um andrúmsloftið, sem ríkti að leik loknum á meðal heima- manna. Þeir upplifðu nokkuð, sem þá hafði ef til vill dreymt um, en þegar stór draumur verður að veru- leika eiga menn oft í erfíðleikum með að tjá sig — tilfinningin er ein- stök og jafnframt ólýsanleg. Brottvísanir gerðu útslagið Víkingar höfðu ástæðu til að vera svekktir að leik loknum. í fyrri hálfleik settu þeir fyrir lekann frá því í fyrri leik liðanna, vörnin gaf ekki tommu eftir og Reynir Reynis- son, markvörður, var öryggið upp- málað. Jafnvel áköfustu stuðnings- menn Selfyssinga voru niðurlútir í hálfleik og töldu litla von til að lið- ið næði að vinna upp fjögurra marka mun. Einar Þorvarðarson, þjálfari, var á öðru máli. í stöðunni URSLIT Selfoss - Víkingur 31:27 íþróttahúsið Selfossi, íslandsmðtið f hand- knattleik, undanúrslit — annar leikur — föstudaginn 24. apríl 1992. Gangur leiksins: 2:4, 6:8, 9:11, 11:15. 15:18, 20:19, 23:22. 24:24. Framlenging: 27:24. 28:27, 31:27. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson 9, Sigurður Sveinsson 8/3, Gústaf Bjarna- son 6, Einar Guðmundsson 3, Siguijón Bjamason 2, Jón Þórir Jónsson 2, Kjartan Gunnarsson 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 15 (þar af þijú til mótheija), Einar Þorvarðarson 1( knötturinn fór til mótheija) Utan vallar: 8 mín. Mörk Vfkings: Birgir Sigurðsson 8, Bjarki Sigurðsson 6/1, Gunnar Gunnarsson 5, Björgvin Rúnarsson 4, Alexej Trúfan 2, Guðmundur Guðmundsson 2. Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 19 (þar af sjö til mótheija). Utan vallar: 10 mín. Áhorfendur: Um 800. Dómarar: ÓIi Olsen og Gunnar Kjartans- son. Knattspyrna Litla-bikarkeppnin: FH-Víðir...........................7:0 Hörður Magnússon 4, Grétar Einarsson 3. Akranes - Selfoss................3:1 Amar Gunnlaugsson 2, Þórður Guðjónsson - Páll Guðmundssón. Keflavfk - Haukar....... ..........6:0 Óli Þ. Magnússon 2, Garðar Jónsson, Sigm- ar Scheving, Marko Tanasic, George Birgis- son. Breiðablik - Stjarnan............1:2 Kristófer Sigurgeirsson - Ámi Sveinsson, Rúnar Sigmundsson. Reykjavíkurmótið: Valur - Leiknir..................7:0 Hörður Már Magnússon 2, Anthony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Izudin Dervic, Sigfús Kárason, Baldur Bragason. Coca Cola-mótið Akureyri: KA - magni.........................1:0 Þór-SM...........................9:1 KA-SM..............................6:0 Þór - Magni......................4:2 Magni - SM.........................4:2 KA-Þór......................... 2:1 BLokastaðan: KA 6 stig, Þór 4, Magni 2, SM 0. Tactic-mótið: Hið áriega Tatic-mót Knattspyrnuráðs Ak- ureyrar hófst á sumardaginn fyrsta: Þór - Tindastóll.................1:2 Bjami Sveinbjömsson, vítasp. - Pétur Pét- ursson, Bjarki Pétursson. KA-Leiftur.......................1:0 Ormar Örlygsson. 6:3 lét hann Siguijón Bjamason taka Bjarka Sigurðsson úr umferð og Víkingurinn, sem hafði gert þijú mörk gestanna á 10 mínútum bætti aðeins tveimur við á næstu 20 mín- útum og þar við sat. Þetta hafði tilætluð áhrif — sóknarleikur Vík- ings varð ómarkvissari fyrir bragð- ið. „í vetur hefur enginn beitt þess- ari vamaraðferð gegn Víkingi. Ég geymdi trompið þar til nú og það breytti öllu,“ sagði Einar. Að hluta til rétt, en þegar betur er að gáð, vógu önnur atriði einnig þungt, ekki síst tvær brottvísanir Víkinga. Um miðjan seinni hálfleik var Bjarki útaf í tvær mínútur, Selfoss gerði tvö mörk í röð og náði í fyrsta sinn að minnka muninn í eitt mark, 19:18, og skömmu síðar jafnaði Gústaf Bjamason. Þá hvatti hann áhorfendur til að gefa allt, sem þeir áttu og þeir létu ekki segja sér það tvisvar. „Við-eigum bestu áhorfendur á íslandi og þeir fleyttu okkur yfír erfíðasta hjallann," sagði Einar Gunnar Sigurðsson, „bjartasta von- in í íslenskum handknattleik," eins og nafni hans Þorvarðarson lýsti honum. „Allurbærinn stendur á bak við liðið og hann sýndi það í verki, þegar mest þurfti á að halda. Ef framhald verður á þurfa Selfýssing- ar ekki að kvíða framtíðinni," sagði Sigurður Sveinsson. Þegar ein mínúta og fjörutíu sek- úndur vom eftir í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan jöfn, 24:24, var Gunnari Gunnarssyni Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Einar Gunnar Sigurðsson hafði betur i baráttunni við Trúfan (t.v.) í miklu einvígi þeirra á Selfossi. Þessi ungi leikmaður skoraði níu mörk Selfyssinga. Þannig vörðu þeir Landslið íslands, skipað leik- mönnum 15 ára ogyngri tekur þátt í boðsmóti í Wales þessa dag- ana. Liðið hefur leikið tvo leiki og unnið þá báða. íslensku strákamir léku fyrst vegn landsliði Mónakó og sigraðu mjög örugglega, 116:57 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 56:30. Örvar Þór Kristjánsson úr Njarðvík varð stigahæstur í leiknum, gerði 21 stig og þeir Gunnar Einarsson, vikið af velli. Selfyssingar nýttu liðsmuninn, gerðu þijú mörk fram að hléi og úrslitin ráðin. „Við brutum ísinn, þegar tæki- færið kom,“ sagði Sigurður. „Ég hafði reyndar trú á að okkur tækist það eftir að hafa unnið upp þriggja til fjögurra marka mun hvað eftir annað, en ég skal fúslega viður- kenna að ég hef aldrei lent í öðram eins leik. Þetta var ótrúlegt." Víkingar börðust vel, léku vel, skipulögðu leik sinn vel og lögðu á ráðin hvenær sem færi gafst á,' sem skilaði sér yfírleitt eins og til stóð, en að þessu sinni átti ekki fyrir þeim að liggja að fagna. Eftir að hafa misst tökin um stund náðu þeir tveggja marka forystu, 22:20, þegar átta mínútur vora eftir, en þeim tókst ekki að halda fengnum hlut. Þetta var úrslitaleikur eins og úrslitaleikir gerast bestir, rafmögn- uð spenna, sveiflur, ðvissa, og um- fram allt — áhorfendur, sem vissu hvað þeir sungu: Selfoss, Selfoss...! Þannig vörðu markverðimir — innan sviga skot sem fóru aftur til mótheija: Gísli Felix Bjarnason, Selfossi - 15(3) (8(2) úr homi, 3(1) langskot, 2 hraðaupp- hlaup 1 gegnumbrot, 1 af línu). Einar Þorvarðarson, Selfossi - 1(1) (1(1) af línu). Reynir Þ. Reynisson, Vfkingi - 19(7) (12(6) langBkot, 5(1) úr homi, 2 gegnumbrot). KORFUKNATTLEIKUR Störsigrar í Wales NYTING foém FOLK' VÍKINGAR þurftu að ganga “ yfír Olfusárbrú eins og þeir sem lögðu leið sína til Selfoss til að fylgjast með leiknum. Sumir fóra reyndar lengri leiðina og yfir Ós- eyrarbrúnna en þar var mikið sandfok og því margir sem slepptu Sirri leið. ÞAÐ gekk ekki áfallalaust að komast yfír brúnna því mjög hvasst . var og þurftu menn að ríghalda sé * til að komast yfír. Allir komust þó heilir á áfangastað, en margir höfðu á orði að þetta væri eins og í dægur- laginu: „Göngum yfír brúna, milli lífs og dauða“. ■ GUNNAR Kjartansson, annar dómari leiksins, varð þó að sjá á eftir gleraugnnum sínum í Olfusá. Hann var rétt að verða kominn yfír brúnna þegar gleraugun fuku af honum. Við leit við brúarstólpan fundust önnur gleraugu, sem Gunnar tók og gat notað. ■ DÓMARAR leiksins notuðu öðravísi flautur en þeir era vanir að nota. Ástæðan var sá gríðarlegi hávaði sem var í húsinu. Hærra^ lætur í þessum flautum og það^* þarf ekki að blása eins fast í þær. ■ MIKIL stemmning var fyrir leikinn, og raunar einnig á meðan leikurinn var. Klukkustund fyrir leik var allt ofðið troðfullt og þá voru 220 Víkingar ekki komnir í hús. ■ EFTIR mikla rekistefnu um hvernig bjarga ætti málunum tókst að koma flestum Víkingum í hús, en að sögn eins forráðamanns Vík- ings þurftu 60-70 manns, sepj^ komu á einkabílum, frá að hverfa. ■ GEYSILEGUR hávaði var í húsinu allan tímann. Selfyssiugar höfðu betur, enda mun fleiri, eða um 650 gegn 200. ■ VÍKINGAR stóðu sig einnig vel, eða allt þar til undir lokin að einhveijir köstuðu trommukjuða inná völlinn og síðan tveimur vík- ingahjálmum. ■ STUÐNINGSMENN Víkings voru margir í búningum félagsins, og sumir bára víkingshjálma að fornum sið. ■ MIKIL átök fylgja einum hand- boltaleik og strákarnir á kústunum, þeir sem þurrka gólfíð, höfðu í nógu að snúast. Þeir voru þó snöggir ojjr fyrri hálfleikur tafðist aðeins um fímm mínútur. ■ STUÐNINGSMENN Selfyss- inga voru vel skipulagðir á pöllun- um. Taktföst hvatningarhróp, ann- að hvort „Selfoss, Selfoss!" eða „Gísli, Gísli!“ þegar markvörður þeirra varði vel, studdu vel við bak- ið á leikmönnum. Selfoss Víkingur W Móik Sóknir % Mðrts Sótow % 11 21 62 F.h. 15 22 73 13 24 54 S.h. 9 23 39 7 14 50 Frt 3 13 19 31 59 53 ALLS 27 58 43 rslitakeppnln í handknattleik 1992 Langskot QegmnrtbPDt Hraðaupphlaup Hom Una Vití ÍBK, og Einar Bjamason, KR gerðu 18 stig hvor. í gær unnu strákamir Gíbraltar 101:70. Gunnar Einarsson var í miklum ham í fyrri hálfleik og skor- aði 28 stig, eða helming stiga ís- lands sem var yfír, 56:30. Órvar Kristjánsson setti 19 stig og Elent- ínus Margeirsson 16. Strákamir leika úrslitaleikinn í dag gegn Wales. Jón Kr. Jón Kr. Gíslason áfram með ÍBK' Gengið hefur verið frá samningum við Jón Kr. Gíslason þjálfara Keflvíkinga í körfuknattleik um að hann sjái um þjálfun meistaraflokksins næsta keppnistímabil. Jón Kr. er ráðinn í 75% starf hjá ÍBK í sumar og er ætlunun að hann sjái um þjálfun meistaraflokksmanna í sumar og verði að^ auki með yngri flokkana í körfuknattleik. Þá mun hann sjá um sérstakar æfíngar fyrir þá ungu leik- menn sem þykja sérstaklega efnilegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.