Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
Great Icelandic Waters Inc.:
Söluskrifstofa fyrir 13 fylki í vest-
ur- og miðríkjum Bandaríkjanna
VERIÐ er að ganga frá stofnun
söluskrifstofu á vegum Great
Icelandic Waters Inc. í San
Fransico í Bandaríkjunum. Á
skrifstofan að annast sölu á ís-
lensku bergvatni fyrir dreifing-
arfyrirtækið sem stofnað var í
þessari viku. Það er einn stjórn-
armanna fyrirtækisins sem veit-
ir skrifstofunni forstöðu.
Davíð Scheving Thorsteinsson
sem sæti á í stjórn Great Ice-
Fjórir bílar óökufærir eftir sjö bíla árekstur
Sjö bílar skullu saman í röð aftanákeyrslna á Hringbraut í gærmorgun. Fjórir þeirra skemmdust svo
mikið, að þá varð að fjarlægja með aðstoð kranabíls. Engan sakaði, en vanfær kona, sem var farþegi
í einum bílnum, var flutt á sjúkrahús til rannsóknar.
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
Heimlld: Veöurstola Islanös
'Byggt á veðurspá kl. 16.1S í gær)
/ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 rigning Reykjavik 5 léttskýjaS
Bergen 7 skýjaö
Helsinki 11 skýjað
Kaupmannahötn 12 skýjað
Narssarssuaq 2 snjókoma
Nuuk +6 snjókoma
Ósló 12 skýjað
Stokkhólmur 11 skúr
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 23 heiðskírt
Amsterdam vantar
Barcelona 17 léttskýjað
Berlín 145 hátfskýjað
Chieago 8 þoka
Feneyjar 12 rigning
Frankfurt 14 rigning
Glasgow 12 rigning
Hamborg 13 skýjað
London 11 rigning
Los Angeles 15 reykur
Lúxemborg 10 skýjað
Madríd 20 léttskýjað
Malaga 21 iéttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal 10 alskýjað
New York 10 skýjað
Orlando 16 alskýjað
Paris 12 skýjað
Madeira 18 skýjað
Róm 12 rigning
Vín 10 rigning
l/Vashington 11 alskýjað
Winnipeg 7 úrkoma
landic Waters Inc. segir að hluta-
bréfin í dreifingarfyrirtækinu
verði skráð á mörkuðum í New
York, London, Ziirich og Kanada
15 maí nk. en áður þarf Eftirlits-
ráð með verðbréfum í Vancouver
(Vancouver Securities Commissi-
on) að samþykkja bréfin. „Við
höfum fengið staðfestar fréttir af
því að bréfin gangi nú kaupum
og sölum á genginu 2,30 til 2,50
og miðað við það sem fróðir menn
segja hér eru allar líkur á að þau
verði skráð á því gengi þegar þau
fara fyrst á hlutabréfamarkað,"
segir Davíð. „Stjórn fyrirtækisins
hefur síðan heimild til að auka
hlutaféð í 20 milljónir dollara og
ég reikna fastlega með að það
verði gert er Iíður á árið.“
Eignaraðild að Great Icelandic
Waters Inc. skiptist nú þannig að
Great Icelandie Waters Dist. á 65%
en þetta er fyrirtæki í sameign
Sólar hf. og Vestur-íslendingsins
Gunnars J. Helgasonar. Aðir eiga
35%. í fyrstu stjórn Great Ice-
landic Waters Inc. voru kosnir
Morris Rollins stjórnarformaður,
Gunnar J. Helgason framkvæmda-
stjóri, Jon Johnson,
Poul Marshall, George Horrigan
og Davíð Svheving Thorsteinsson.
Að sögn Davíðs hefur fyrirtæk-
ið nú í höndum hundruð sölusamn-
inga fyrir íslenskt bergvatn og
verið er að ganga frá opnun sölu-
skrifstofu fyrirtækisins í San
Fransisco. Sú skrifstofa á að ann-
ast sölumálin í 13 ríkjum vestur-
og miðríkja Bandaríkjanna. Sá er
veita mun þeirra skrifstofu for-
stöðu er George Horrigan.
Davíð segir að nú sé hann að
skoða þann möguleika að breyta
hlutafé Sólar hf. í Great Icelandic
Waters Dist. yfir í hlutafé í Great
Icelandic Waters Inc. og á hann
,von á að það verði úr. Hann vildi
ekki gefa upp hve stór eignarhluti
Sólar hf. er.
Sykurmolarnir:
Bandaríkja-
för lokið
SYKURMOLARNIR luku á
miðvikudag við tónleikaför
sína til Bandaríkjanna. För-
inni lauk í Los Angeles, þar
sem hljómsveitin lék á auktón-
leikum vegna mikillar eftir-
spurnar og kom síðan fram í
sjónvarpsþætti Arsenio Hall,
vinsælasta spjallþætti Banda-
ríkjanna.
Sykurmolarnir iuku á mið-
vikudag tónleikaför sinni um
Bandaríkin með því að koma
fram í þætti Arsenio Hall, sem
er vinsælasti spjallþáttur Banda:
ríkjanna um þessar mundir. í
þættinum lék hljómsveitin lag
sitt „Hit“ og eftir lagið brugðu
þeir Einar Órn Benediktsson og
Arsenio Hall, stjórnandi þáttar-
ins, á leik fyrir framan sjón-
varpsvélarnar. Hljómsveitin lék
í Los Angeles fyrir fullu húsi
fyrir stuttu og þurfti reyndar að
bæta öðrum tónleikum við á síð-
ustu stundu vegna eftirspumar
eftir miðum.
Hljómplata hljómsvejtarinn'ar,
Stick Around for Joy, hefur nú
selst í um 250.000 eintökum í
Bandaríkjunum, en hún er í 142.
sæti á breiðskífulistanum þar í
landi. Platan situr nú í öðru
sæti háskólavinsældalistans
þriðju vikuna í röð, en nýjásfa
smáskífa hljómsveitarinnar,
Walkabout, er á leið upp vinsæld-
alista vestan hafs.
Slæmt að vera með
lóttaúthlutanir í
‘iskútflutningi
- sagði sjávarútvegsráðherra á aðalfundi ÍS
„MJÖG SLÆMT er að vera með það geðþóttaúthlutunarkerfi til
fárra aðila sem nú er við lýði í saltfiskútflutningi héðan. Það getur
leitt til gæðingakerfis sem ég hélt raunar að búið væri að leggja
niður hér. Þetta er verkefni sem við þurfum að taka á og betra er
að leyfa einungis einum aðila að flytja út saltfisk, eða þá gefa þenn-
an útflutning alveg frjálsan," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra í ræðu sinni á aðalfundi íslenskra sjávarafurða hf. í gær.
Þorsteinn Pálsson sagði einnig verður erfítt að sætta öll sjónarmið
í þessu máli. Rætt hefur verið um
hvort taka eigi sérstakt gjald af
sjávarútveginum vegna aflaheim-
ildanna en viðbótarskattar munu
ekki leiðrétta þá skekkju, sem fram-
leiðsluatvinnuvegirnir hafá búið við.
Við skulum hins vegar vona að
umtalsverður hagnaður verði af
veiðum og vinnslu í framtíðinni og
sjávarútvegurinn geti því greitt það
sem honum ber á grundvelli tekju-
og eignarskattslaga."
Þorsteinn sagði að átök væru
milli neyslu og framleiðslu, þéttbýl-
is Og dreifbýlis. „Frá mínum bæjar-
dyrum séð væri hins vegar óráðlegt
að draga meira út úr sjávarútvegin-
um en gert hefur verið og við þurf-
um þvert á móti að láta hann hafa
meira. Hagvöxtur á íslandi er und-
ir því kominn og það er nauðsyn-
legt fyrir þjónustugreinarnar. Við
sjáum það ekki síst í því atvinnu-
leysi sem verið hefur hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Hins vegar virðast
ekki vera nægar upplýsingar fyrir
hendi um það á hverju þjóðin lifir.“
m.a. í ræðu sinni að hér hefði verið
unnið að mótun fiskveiðistefnu allt
frá árinu 1984. Nú sé hins vegar
komin nokkuð heildstæð fiskveiði-
stjórnun og í fyrra hafi í fyrsta
skipti tekist að halda veiðum innan
þeirra marka sem ákveðin hefðu
verið. Nauðsynlegt sé að það fisk-
veiðistjórnunarkerfi sem við byggj-
um við leiddi til þess að við næðum
þeim markmiðum sem við hefðum
um verndun fiskstofnanna og há-
marksafrakstur þeirra.
Hann hefði hins vegar ekki séð
að önnur kerfi en kvótakerfið
tryggði þetta tvennt. Aftur á móti
þurfi að vera sem mest athafna-
frelsi innan sjávarútvegsins. Um
það megi deila hvort menn hefðu
átt að gefa sér svo skamman tíma
til að endurskoða fiskveiðistefnuna.
„Hins vegar vænti ég þess að
endurskoðunamefndin komist að
þeirri niðurstöðu á haustdögum að
við getum skipað þessum málum á
þann veg að hægt verði að skapa
festu í sjávarútveginum. Hins vegar