Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 22
T
22_____________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
Greinargerð ASÍ með miðlunartillögu ríkissáttasemjara
Þeir tekjulægstu
ná kaupmætti eins
og- hann var í júní
ALÞÝÐUSAMBAND íslands birt-
ir greinargerð og skýringar með
miðlunartillögu ríkissáttasemjara
í fréttabréfi sínu sem er nýkomið
út. Skýringarnar eru birtar hér á
eftir i heild.
„Samningar stéttarfélaganna hafa
nú verið lausir síðan í september á
síðasta ári. Kaup hækkaði síðast fyr-
ir tæpu ári, þ.e. fyrsta júní 1991.
Þó verðbólga hafi verið lítil hefur
kaupmáttur sigið á tímabilinu og er
nú rúmlega þremur prósentum lakari
en hann var fýrst eftir þá hækkun.
Samningaviðræður hófust á liðnu
hausti á vettvangi einstakra sam-
banda og félaga.
í byijun febrúar var ákveðið að
samningaviðræður yrðu á einu borði
undir forystu ASÍ jafnframt því sem
sambönd og félög fjölluðu áfram um
sérmál sín. Fljótlega var tekið upp
náið samstarf við BSRB og Kennara-
samband íslands.
í samfloti ASÍ og opinberra starfs-
manna var megin launakrafan að ná
kaupmætti júní á síðastliðnu ári.
Krafist var kaupmáttartrygginga,
úrbóta í velferðarmálum og aðgerða
í atvinnumálum. Sérstök áhersla var
lögð á að bæta stöðu þeirra tekju-
lægstu.
Samningaviðræður voru erfiðar.
Það var togast á af hörku um lítið
efni. Aðfaranótt 28. mars slitnaði
upp úr viðræðum. Þegar viðræður
hófust aftur 22. apríl blasti við að
samningsstaðan var þröng, ekki yrði
um miklar kauphækkanir að ræða
og ríkisstjómin mundi ekki nema að
takmörkuðu leyti koma til móts við
kröfur samtakanna. Ákvörðunin um
að hefla viðræður að nýju var ekki
síst tekin með hliðsjón af erfiðu at-
vinnuástandi.
Niðurstaða liggur nú fyrir í formi
miðlunartillögu sáttasemjara. Hún
sýnir að töluverður árangur hefur
náðst fyrir lágtekjufólk. Upphafs-
hækkunin, 1,7%, samsvarar þeirri
verðbólgu sem búist er við á samn-
ingstímanum. Kauphækkunin kemur
strax en verðbólgan smám saman á
tímabilinu.
Á samningstímanum er kaupmátt-
ur félagsmanna ASÍ í heild áætlaður
tæplega einu prósenti hærri en hann
var nú í apríl. Kaupmáttur fólks með
80 þúsund króna tekjur á mánuði
og þar yfir, sem ekki nýtur launa-
bóta, yrði á samningstímanum rúm-
lega hálfu prósenti betri en nú er
og rúmlega þremur prósentum betri
hjá fólki með 55 þúsund krónur á
mánuði.
Þeir tekjulægstu ná þannig á
samningstímanum þeim kaupmætti
sem var eftir launahækkunina í júní
á síðasta ári, Allir hópar ná betri
kaupmætti en nú er.
Samskipti verk alýðssamtakanna
við ríkisstjórnina hafa markast af
því að hún hefur að undanfömu ráð-
ist að ýmsum grundvallarréttindum
launafólks. Samtökin hafa slegið
skjaldborg um þessi réttindi. Þó
árangur hafi ekki orðið sá sem von-
ast var eftir felur yfirlýsing rík-
isstjómarinnar í sér mikilvæg atriði,
svo sem reglur um ríkisábyrgð á laun
og atvinnuleysistryggingar; ákvörð-
un um að ekki beri að greiða fyrir
heimsóknir barna að sex ára aldri
til heimilislækna, að hætt verði við
að loka öldrunardeildum sjúkrahúsa
og barnageðdeild Landspítalans;
ákvörðun um að vextir í félagslega
kerfinu verði ekki hækkaðir og
bamabótakerfinu breytt lágtekju-
fólki í hag.
í viðræðum við ASÍ og atvinnurek-
endur féllust stjórnvöld á að lækka
vexti ríkisskuldabréfa í 6,5%, beita
sér fyrir aðgerðum til að vaxtalækk-
unin nái yfir Qármagnsmarkaðinn
og reikna má með að almennir
útlansvextir bankanna lækki í um
8'/2%. Þó vaxtalækkunin hefði þurft
að vera meiri er hér um verulegan
árangur að ræða sem skipt getur
sköpum, ekki aðeins fyrir einstakl-
inga heldur einnig fyrirtækin, af-
komu og atvinnuuppbyggingu.
Atvinnumálanefnd ASÍ og at-
vinnurekenda lagði fram skýrslu með
margvíslegum hugmyndum um að-
gerðir í atvinnumálum. Forsætisráð-
herra viðurkenndi í viðræðum við
aðila að nú væri hættuástand í at-
vinnumálum og að ríkisstjómin beri
ábyrgð á því að tiyggja atvinnu-
ástand og atvinnuuppbyggingu. At-
vinnumál verða aldrei leyst með yfir-
lýsingum. Þau verða ekki heldur leyst
í nefnd. Til lausnar þarf þrotlaust
starf, framtak og vilja og aðstæður
sem gera uppbyggingu mögulega.
Atvinnumálanefndin sem ríkisstjóm-
in hefur ákveðið að skipa mun því
ekki eyða óvissu í atvinnumálum en
hún getur stuðlað að því að fmm-
kvæði fái notið sín og beitt sér fyrir
aðgerðum þar sem hættan er mest.
Starf hennar getur haft úrslitaþýð-
ingu.
Með samningum á vinnumarkaði
er óvissu eytt og stöðugleiki á að
haldast. Vaxtaiækkun gefur atvinnu-
lífinu svigrúm. Forsendur eiga því
að vera til atvinnuuppbyggingar.
Sú niðurstaða sem nú er fengin
er auðvitað ekki sú sem við hefðum
helst kosið. En sé litið til atvinnu-
ástands og aðstæðna allra er skyn-
samlegt að samþykkja þá tillögu sem
er til afgreiðslu í félögunum.
Kaupmáttur lágtekjufólks mun
vaxa, stöðugleiki haldast og forsend-
ur em lagðar að traustara atvinnu-
ástandi.
Samninganefnd ASÍ var einhuga
í afstöðu sinni. Hún hvetur félags-
menn samtakanna til að taka þátt í
atkvæðagreiðslunni um tillöguna og
mælir með því að fólk greiði henni
atkvæði.
Að hverju er stefnt?
* Að enginn lækki í kaupmætti.
* Að auka kaupmátt lágtekju-
fólks.
* Að tryggja stöðugleika og draga
úr atvinnuleysi.
Hvernig er markmiðunum
náð?
Enginn lækki í kaupmætti.
í miðlunartiilögu sáttasemjara er
gert ráð fyrir 1,7% grunnkaups-
hækkun þann 1. maí nk. í verðlags-
forsendum er gert ráð fyrir 1,8%
verðbólgu á næstu 12 mánuðum
þannig að í lok samningstímans verð-
ur kaupmáttur á svipuðu róli og hann
er í dag ef einungis er miðað við
upphafshækkunina. Kauphækkunin
kemur strax en það tekur verðlagið
12 mánuði að ná sömu hækkun.
Kaupmátturinn verður því 0,5%
hærri að meðaltali á tímabilinu en
hann var í upphafi þessa árs, sbr.
töflu.
Aukinn kaupmáttur
lágtekjufólks.
a) Launabætur. í miðlunartillögu
sáttasemjara er gert ráð fyrir
greiðslu sérstakra launabóta til
þeirra sem voru í starfí í maí og
desember á þessu ári. Fyrirkomulag
á útreikningi þessara launabóta verð-
ur með sama hætti og í síðustu samn-
ingum, með þeirri undantekningu að
viðmiðunarmörkin eru hækkuð úr 60
þ.kr. í 80 þ.kr. og hámark greiðslunn-
ar fellur út. Launabæturnar lækka
eftir því sem tekjur hækka upp að
80 þ.kr. 'viðmiðunarmörkunum eins
og fram kemur í eftirfarandi dæmi:
Dæmi um útreikning:
M.v. 50 þ.kr. að meðaltali: (80.000
- 50.000)/2 = 15.000 kr. tvisvar á
samningstímanum.
M.v. 55 þ.kr. að meðaltali: (80.000
- 55.000)/2 = 12.500 kr. tvisvar á
samningstímanum.
M.v. 60 þ.kr. að meðaltali: (80.000
- 60.000)/2 = 10.000 kr. tvisvar á
samningstímanum.
M.v. 65 þ.kr. að meðaltali: (80.000
- 65.000)/2 = 7.500 kr. tvisvar á
samningstímanum.
M.v. 70 þ.kr. að meðaltali: (80.000
- 70.000)/2 = 5.000 kr. tvisvar á
samningstímanum.
M.v. 75 þ.kr. að meðaltali: (80.000
- 75.000)/2 = 2.500 kr. tvisvar á
samningstímanum.
Ljóst er að viðmiðunin við 80 þ.kr.
hefur áhrif í tvennum skilningi. Ánn-
ars vegar fjölgar þeim sem fá launa-
bætur frá því sem var samkvæmt
fyrri reglum. Samkvæmt upplýsing-
um Kjararannsóknanefndar má gera
ráð fyrir því að um 25-30% af land-
verkafólki innan raða ASÍ fái ein-
hverja launauppbót og er þetta nokk-
uð stærri hópur en í síðasta samn-
ingi. Þegar viðmiðunartalan hækkar
úr 60 þ.kr. í 80 þ.kr. hækkar launa-
bótin til fólks með tekjur undir 60
þ.kr. um 10 þ.kr. í hvort sinn. Þann-
ig fær einstaklingur sem hefur 50
þ.kr. tekjur á mánuði 15 þ.kr. launa-
bót í hvort skipti, en fékk 5 þ.kr. í
hvort skipti í síðasta samningi. Hér
er því um verulega aukningu að
ræða. Fyrir þann hóp sem er með
tekjur undir 80 þ.kr. á mánuði má
meta launauppbótina sem ígildi sam-
tals 1,6% launahækkunar m.v. 12
mánaða tímabil.
í töflunni og á myndinni hér að
framan er yfírlit yfir kaupmáttarþró-
un mismunandi tekjuhópa innan
ASÍ. Þar kemur fram, að ef dæmi
er tekið af einstaklingi með 50 þ.kr.
tekjur á mánuði eykst kaupmáttur
hans fram til mars á næsta ári um
5% og ef miðað er við 60 þ.kr. á
mánuði um 2,7% m.v. janúar á þessu
ári. Það er hins vegar ljóst að kaup-
mátturinn hefur farið lækkandi und-
anfarna mánuði eða síðan laun
hækkuðu síðast í júní 1991. Þannig
hefur kaupmátturinn fallið um 3,3%
frá 1. júní 1991 og um 1,5% síðan
í september 1991 þegar kjarasamn-
ingar runnu út. Með launabótunum
er það hins vegar tryggt að kaup-
máttur þeirra sem eru með tekjur
undir 60 þ.kr. á mánuði verður í lok
samningstímans svipaður og hann
var í júní 1991.
b) Eingreiðslur. Samkvæmt
miðlunartillögu sáttasemjara mun
orlofsuppbót hækka um kr. 500 og
verður kr. 8.000. Desemberuppbót
hækkar um kr. 2.000 og verður kr.
12.000. Hér er um nokkra raun-
hækkun að ræða, en þess má geta
að desemberuppbótin hefur ekki
hækkað síðan í desember 1990. Ljóst
er að þessar eingreiðslur vega þyngra
hjá þeim tekjulægstu.
c) Barnabætur. í yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar er gert ráð fyrir
breytingum á útreikningi barnabóta.
Þær verði tekjutengdar að fullu á
sama hátt og gerist með bamabóta-
aukann i núverandi kerfi. Jafnframt
verði barnabætur og barnabótaauki
hjá fjölskyldum með tekjur undir
meðaltali hækkaður að sama skapi
og að samstarf verði haft við ASÍ,
BSRB og Kennarasamband íslands
um þessar breytingar. Þó nýtt kerfi
hafí ekki verið útfært enn, má gera
ráð fyrir að áhrif þessara breytinga
á kaupmátt hjóna með 100-150 þ.kr.
tekjur á mánuði, tvö börn og annað
þeirra undir 7 ára aldri hækki um
2-3% og um 4-5% séu mánaðartekjur
50-100 þ.kr. Hins vegar munu bama-
bætur lækka hjá þeim sem hafa háar
tekjur.
d Gjöld vegna læknisþjónustu.
í yfírlýsingu ríkisstjómarinnar kem-
ur fram að hámarksgreiðsla fyrir
læknisþjónustu vegna bama í sömu
fjölskyldu verði lækkuð úr 12.000
kr. í 6.000 kr. Þannig lækki hæsta
hugsanlega greiðsla fjölskyldu í
30.000 kr. Jafnframt verður frítt
fyrir böm 6 ára og yngri við komu
á heilsugæslustöð eða til heimilis-
læknis. Slík breyting veldur því að
öryggi lágtekjufólks gegn fjárhags-
legri byrði vegna læknisheimsókna
eykst verulega.
e) Lyfjakostnaður. í yfirlýsingu
ríkisstjómarinnar er kveðið á um að
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra hafi samstarf við ASÍ, BSRB
og Kennarasamband íslands um
setningu nýrrar lyfjareglugerðar um
hlutfallsgreiðslukerfí. Jafnframt er
skýrt kveðið á um það í yfirlýsing-
unni, að sett verður greiðsluhámark
i þessu nýja kerfi til þess að koma
í veg fyrir að þeir sem eiga við alvar-
lega sjúkdóma að etja lendi í fjár-
hagslegum hremmingum vegna lyfj-
aútgjalda. Slíkt öryggi er ekki að
fínna í núverandi lyfjareglugerð.
f) Vextir í félagslega íbúða-
kerfinu. í yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar er fallið frá fyrirhugaðri hækk-
un á vöxtum í félagslega íbúðarkerf-
inu á samningstímanum. Þar með
tókst að koma í veg fyrir verulega
hækkun á vaxtabyrði þess fólks, sem
býr í félagslegum íbúðum.
Að tryggja stöðugleika og
draga úr atvinnuleysi
Á undanförnum mánuðum hefur
atvinnuleysi aukist umtalsvert, eink-
um á höfuðborgarsvæðinu. í
samningaviðræðunum voru gerðar
kröfur um aðgerðir til að auka at-
vinnuöryggi. Atvinnumál hafa því
verið eitt helsta viðræðuefnið við
atvinnurekendur að undanförnu.
Samdráttur í sjávarafla og lækk-
andi verð á útflutningi eru atriði sem
ekki er hægt að ráða bót á með kjara-
samningi. Aftur á móti er hægt með
sameiginlegu átaki á innlendum vett-
vangi að bæta og hlú að rekstrarör-
yggi fyrirtækja og jafnframt skapa
ný atvinnutækifæri. í bókuðu sam-
komulagi samningsaðila og í yfirlýs-
ingum frá ríkisstjórn og bönkum er
tekið á nokkrum veigamiklum atrið-
um í þessu sambandi.
a) Lækkun vaxta. Lækkun vaxta
er mikilvægt atriði til að draga úr
kostnaði í rekstri fyrirtækja og bæt-
ir þar með rekstarskilyrði þeirra,
gefur svigrúm til launahækkana og
eykur atvinnuöryggi. Einnig auka
lægri vextir vilja til uppbyggingar
og fjárfestingar og skapa atvinnu
með þeim hætti.
Með yfirlýsingu ríkisstjómarinnar
um lækkun vaxta á ríkisskuldabréf-
um og ríkisvíxlum og þeim aðgerðum
sem ríkisstjórnin er tilbúin að grípa
til svo vextir á fjármagnsmarkaði
lækki auk yfírlýsinga banka og spari-
sjóða um lækkun vaxta, munu raun-
vextir lækka a.m.k. um 1% innan
viku til hálfs mánaðar. Nafnvextir
munu lækka meira en nemur lækkun
raunvaxta því með þeim stöðugleika
sem fylgir samkomulagi á vinnu-
markaði munu verðbólguviðmiðanir
við vaxtaákvarðanir lækka.
b) Óvissu eytt. Sátt á vinnumark-
aði og horfur um stöðugt gengi
ásamt litlum kostnaðar- og verð-
hækkunum dregur úr óvissu í rekstri
fyrirtækja og heimila. Stöðugleiki og
minni óvissa eykur öryggi og áræði
til framkvæmda og Qárfestingar.
Þannig eykst eftirspum eftir fólki til
starfa.
c) Stefnumörkun í atvinnumál-
um. í framhaldi af tillögugerð at-
vinnumálahóps ASÍ og VSÍ/VMS frá
því í mars síðastliðnum, þar sem
reifaðar voru margar hugmyndir og
aðgerðir sem gætu tryggt atvinnu
og skapað ný störf, var ákveðið í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að
skipa nefnd þessara aðila og sveitar-
félaga. Þessi nefnd á að huga að
stefnumörkun í atvinnumálum til að
örva framleiðslu og tryggja atvinnu.
Ríkisstjómin mun í samstarfi við
aðila í atvinnulífi og á fjármagns-
markaði beita sér fyrir útvegun fjár-
magns svo að nefndin geti unnið
markvisst að verkefnum sínum.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
Eitt áhersluefni þeirrar kjaralotu
sem nú er að baki var að ná því til
baka sem stjómvöld höfðu tekið af
fólki með efnahagsaðgerðum vetrar-
ins og veq'a réttindi launafólks. ASÍ,
BSRB og Kennarasamband íslands
lögðu fram sameiginlegan lista yfír
þau atriði í velferðarmálum sem þau
töldu brýnt að stjórnvöld tækju á í
tengslum við kjarasamninga og áttu
fjölmörg viðtöl við ráðherra og að-
stoðarmenn þéirra til að fylgja mál-
um eftir. Það olli vonbrigðum hversu
lítil viðbrögð stjómvalda vom og áttu
þessi dræmu viðbrögð sinn þátt í því
að upp úr samningaviðræðum slitn-
aði í mars. Þegar hefur verið minnst
á nokkra veigamikla þætti í yfírlýs-
ingu ríkisstjómar sem samnings-
aðilum var afhent við_ framlagningu
miðlunartillögunnar. í inngangi yf-
irlýsingarinnar er getið um markm-
iðin: að tryggja atvinnu, lækka vexti
og halda verðbólgu í skefjum. Auk
þess sem að framan er sagt er rétt
að geta eftirfarandi atriða:
a) Ríkisábyrgð á laun. Þann 1.
mars sl. tóku gildi lög um ábyrgð-
arsjóð launa við gjaldþrot en lög um
ríkisábyrgð á launum voru þá afnum-
in. Helstu breytingar urðu þær að
skattur var lagður á atvinnurekendur
til að standa straum af kostnaði.
Ríkisábyrgð á lífeyrissjóðsiðgjöldum
var afnumin auk þess sem ábyrgðar-
tími launa var skertur og ákvæði um
vexti og kostnað við innheimtu kröfu
tekin út úr lögum. Þess.u mótmælti
ASÍ og krafðist þess að lögin yrðu
færð í fyrra horf. ASÍ og VSÍ lögðu
síðan fram sameiginlegar hugmyndir
að nýjum lögum um ábyrgð á launum
við gjaldþrot. í yfirlýsingu ríkis-
stjórnar segir að hún muni beita sér
fyrir því að réttur til greiðslu launa
og lífeyris við gjaldþrot verði færður
til samræmis við þessar hugmyndir.
b) Atvinnuleysisbætur og fæð-
ingarorlof. í sparnaðarátaki stjórn-
valda voru uppi áform um að skerða
atvinnuleysisbætur og breyta rétti
til fæðingarorlofs. Ríkisstjórnin gaf
út yfirlýsingu um að þessi réttur
verði ekki skertur á samningstíman-
um.
c) Hjálpartæki. í vetur var regl-
um um þátttöku sjúklinga í kostnaði
við kaup á hjálpartækjum breytt og
kostnaðarhlutdeild sjúklinga aukin.
Það varð m.a. til þess að sykursýk-
is-, stóma- og krabbameinssjúklingar
þurftu að greiða mun hærri hlut í
hjálpartækjum en áður hafði verið.
Þetta var leiðrétt þá strax og í við-
ræðum við aðila hjá heilbrigðisráðun-
eyti og Tryggingastofnun ríkisins var
því heitið að þessi ákvæði yrðu áfram
50.000 55.000 65.000 75.000 70.000 75.000 80.000 Meðalt. ASÍ Spáum þr. framf. vísit.
l.jan. '92 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 160,2
1. febr. ’92 99,9 99,9 99,9 99,9 99,9 99,9 99,9 99,9 160,4
1. mars ’92 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 160,6
l.apríl’92 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 99,8 160,6
1. maí ’92 101,5 101,5 101,5 101,5 101,5 101,5 101,5 101,5 160,5
l-.júní ’92 103,7 103,0 102,5 102,1 101,7 101,4 101,1 101,3 161,1
l.júlí’92 103,4 102,8 102,3 101,9 101,5 101,2 100,9 101,1 161,5
l.ág. ’92 103,2 102,5 102,0 101,6 101,2 100,9 100,6 100,8 162,0
l.sept. ’92 102,8 102,2 101,7 101,3 100,9 100,6 100,3 100,5 162,5
l.okt. ’92 102,7 102,1 101,6 101,2 100,8 100,5 100,2 100,4 162,7
1. nóv. ’92 102,8 102,1 101,6 101,2 100,8 100,5 100,2 100,4 162,6
1. des. ’92 105,5 104,2 103,2 102,3 101,5 100,9 100,3 100,7 162,7
1. jan. '93 105,3 104,1 103,0 102,1 101,4 100,7 100,1 100,5 163,0
1. febr. '93 105,2 103,9 102,8 102,0 101,2 100,6 100,0 100,3 163,2
l.mars ’93 105,0 103,7 102,7 101,8 101,1 100,4 99,8 100,2 163,5
Meðalt. á árinu '92 102,1 101,7 101,3 101,0 100,8 100,6 100,4 100,5
á samnt. 103,7 102,9 102,3 101,7 101,2 100,8 100,5 100,7
Kaupmáttarbreytingar mismunandi tekjuhópa. Miðað er við almenn-
ar launabreytingar, 1,7% 1. maí, launabætur, helmingur m.f. 80 þ.kr.
1. júní 1992 og 1. des. 1992. Orlofsuppbót hækki í 8 þúsund og desem-
beruppbót í 12 þúsund krónur.