Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
25
lyndari einstaklingum innan þjóð-
kirkjunnar, og vill fylgja orðum
Frelsarans: „I húsi mínu eru marg-
ar vistarverur“ sem og: „Og dæm-
ið eigi, þá munuð þér eigi heldur
verða dæmdir“. Söfnuðurinn hefur
ekki tekið þátt í fordæmingu á
t.d. „nýtrúarhópum", því að þar
er einnig að finna kristilegan kær-
leiksbrodd, sem því miður vantar
svo mikið af í nútíma samfélagi.
Miklu nær væri að virkja þann
góða kraft sem þar og víðar er
að finna til vegsauka fyrir hina
kristnu kirkju, og leita þess' sem
sameinar menn undir merkjum
Krists og kærleika Hans.
Samstarf fríkirkju og
„þjóðkirkju“
Eins og ljóst má nú vera, er það
miklu meira sem sameinar frí-
kirkju og „þjóðkirkju" en skilur í
milli. Fríkirkjan er hluti af þjóð-
kirkju landsins, en hún er þó sjálf-
stæð gagnvart „þjóðkirkjunni“.
Hún tekur ekki þátt í kirkjuþingi
eða biskupskjöri, né annarri starf-
semi innan stjómkerfis hennar, en
á samvinnu um þau málefni sem
menn em samstíga um. Þannig
hafa þessar tvær stofnanir um
áratugi átt prýðilegt samstarf sín
í milli og munu eiga um ókomna
framtíð. Flestir fríkirkjupresta
hafa hlotið vígslu sína til þjónustu
við hina lútersku kirkju af biskupi
Islands, en þó hefur núverandi
safnaðarprestur Fríkirkjunnar í
Reykjavík hlotið sömu vígslu er-
lendis. Einnig hafa margir af frí-
kirkjuprestum þjónað „þjóðkirkju-
söfnuðum“ áður, og jafnvel horfið
til þjónustu þangað aftur.
Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja-
vik hefur verið í mikilli uppbygg-
ingu á síðustu árum. Safnaðar-
starfið hefur tekið stakkaskiptum
með þátttöku um 100 sjálfboð-
aliða, sem vinna að margvíslegum
verkefnum, s.s. æskulýðsstarfi,
opinni kirkju að næturlagi um
helgar, fræðslu- og útbreiðslu-
starfi, og í öflugu kvenfélagi. Að-
sókn að kirkjunni og þátttaka í
safnaðarstarfi hefur aukist til
muna, og. settur hefur verið á fót
Fermingarskóli fríkirkjunnar til að
styrkja þann þátt starfseminnar
og jaftm aðstöðumun við hverfis-
kirkjur. I síðasta mánuði var lokið
við að byggja nýtt safnaðarheimili
fyrir söfnuðinn á Laufásvegi 13
og hefur með því ræst áratuga
langur draumur. Eftir tvö ár mun
kirkjan okkar við Tjörnina eiga
90 ára vígsluafmæli, og verður
stefnt að því að gera nauðsynlegar
endurbætur á henni fyrir þann
tíma.
Kostnaður við safnaðarstarfið
er eins og áður segir borinn af
safnaðargjöldum hvers safnaðar-
félaga. Þess vegna skiptir okkur
máli að fá hvern nýjan félaga til
liðs við okkur, m.a. til að efla enn
frekar barna- og unglingastarf,
kosta opna kirkju að næturlagi
um helgar og auka fræðslu- og
útbreiðslustarf og kosta viðhald
og endurbætur á kirkjunni okkar.
Við erum því að vonum ánægð
með að nú fjölgi í söfnuðinum á
nýjan leik.
Hvað með þig?
Eins og áður segir var tilefni
þessarar greinar ákveðin ummæli
í Morgunblaðinu 5. april sl., og sá
misskilningur sem þau virðast
ha/a valdið um eðli Fríkirkjunnar
á íslandi. Ljóst er að á umliðnum
árum og áratugum hefur Fríkirkj-
usöfnuðurinn í Reykjavík misst
margt fólk úr söfnuðinum við
flutninga, einkum yngra fólk með
börn sem jafnan eru meira á far-
aldsfæti hvar sem það býr á land-
inu. Margir sem fallið hafa brott
úr söfnuðinum skv. trúfélagaskrá
telja sig þó enn vera safnaðar-
félaga og er ókunnugt um breyt-
ingu á því. Einnig telja sumir að
við skírn, fermingu eða giftingu í
fríkirkjunni eða hjá fríkirkjupresti
verði sjálfvirk aðijci að söfnuðin-
Listahátíð:
Undrabörnin frá Rússlandi
FIMM unglingar frá Rússlandi á aldrinum 12-17 ára halda tón-
leika á Listahátíð í vor. Þeir eiga það sameiginlegt að teljast undra-
börn í tónlist og hafa hvert um sig haldið tónleika víða um heim
og leikið inn á hljómplötur frá unga aldri. Þau koma hingað á
vegum alþjóðlegra samtaka er nefnast New Names, sem voru stofn-
uð í Rússlandi 1989 með það að markmiði að styðja ungt hæfileika-
fólk á sviðum menningar, lista og vísinda.
um, en svo er ekki. Til þess þarf
að undirrita serstaka skráningu
hjá Hagstofu íslands eða presti.
Til að koma þessum málum á
hreint bið ég hvern og einn, sem
telur sig í vafa um aðild sína og
aðstandenda sinna að söfnuðinum,
að kanna það hjá fríkirkjuprestin-
um, Cecil Haraldssyni, sem einnig
veitir upplýsingar þeim sem vilja,
eða telja sig eiga samleið með
okkur og vilja ganga í söfnuðinn.
Sunnudaginn 3. maí nk. verður
haldin sérstök kynningarsamkoma
fyrir fríkirkjufólk, sem fallið hefur
brott af félagaskrá á undanförnum
árum og aðra þá sem fræðast vflja
um fríkirkjuna. Guðsþjónusta
verður kl. 14.00 og hefst samko-
man að henni lokinni eða um kl.
15.00 í nýja safnaðarheimilinu á
Laufásvegi 13. Við bjóðum alla
velkomna.
Höfundur er formaður
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.
Þeir sem koma fram á tón-
leikunum eru gítarleikarinn Grig-
iry Goriatsjov, 15 ára mennta-
skólanemi frá Pétursborg. Hann
kemur reglulega fram í rússneska
sjónvarpinu og hlaut silfurverð-
laun í alþjóðlegri gítarkeppni í
Hollandi á síðasta ári; Alexander
Kobrin, 12 ára gamall píanóleikari
og nemandi við tónlistarakadem-
íuna í Moskvu. Hann hefur komið
fram með sinfóníu- og kammer-
sveitum í heimalandi sínu og á
síðasta ári gáfu samtökin New
Names út hljómdisk með píanóleik
hans; Ilia Konovalov, 15 ára gam-
all fiðluleikari og nemandi við tón-
listarakademíuna í Novosibrisk.
Hann vann til þriðju verðlauna í
alþjóðlegri keppni fiðluleikara sem
kennd er við Veniavsky í Póllandi
í fyrra; Olga Pushetchnikova, 15
ára píanóleikari frá Moskvu sem
stundar nám sitt undir handleiðslu
eins þekktasta píanókennara
Rússlands, Evgeníu Timakinu.
Olga sigraði í hinni árlegu píanó-
leikarakeppni í Prag og Vladimir
Pushetscímikov, 14 ára trompet-
leikari og bróðir Olgu. Hann
stundar nám við tónlistarakadem-
íuna í Moskvu.
-------»--»-■■♦-----
■ FÉLAGIÐ Ísland-Palestína
efnir til morgunkaffisamsætis 1.
maí í Hlaðvarpanum kl. 11. Elías
Davíðsson mætir með nikkuna og
tekur lagið áður en gangan og
útifundur dagsins hefst.
Búnaður:
9 Dieselhreyfill
9 Tengjanlegt aldrif
9 Tregðulæsing á afturdrifi
9 Framdrifslokur
Verðkr. 1.449.600,-m.vsk
Kjörinn bíll fyrir:
9 Vinnuflokka
9 Bændur
S Iðnaðarmenn
9 Útgerðarmenn
9 Verktaka
9 Fjallamenn
HEKLA
LAUGAVEGI 174
Sl'MI 695500
A
MITSUBISHI
MOTORS
ÞRJGGJA ARA ÆBYRGÐ
Fæst einnig nied lengdum palli
Kr. 1.621.600
- vsk. 319.131
Verð kr. 1.302.1^69
5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI
TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR