Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Sjóslysið út af Patreksfirði: Börðust í fimm mín- útur í sjónum við að opna björgunarbátinn Báturinn var hlaðinn langt yfír uppgefið hámarksburðarþol Bjldudaj. SJOPROF vegna sjóslyssins sl. þriðjudag, þegar Sómabáturinn Ing- þór Helgi BA 103 frá Tálknafirði fylltist af sjó 15 mílur norðvestur af Blakk út af Patreksfirði, voru haldin á sýsluskrifstofunni á Pat- reksfirði á miðvikudaginn. Fulltrúi sýslumanns, Sölvi Sölvason, stýrði sjóprófunum, en Kristján Guðmundsson fulltrúi frá Rannsókn- amefnd sjóslysa sat prófið ásamt tveimur meðdómumm. Fram kom í lögregluskýrslum sem teknar voru fljótlega eftir slys- ið, að um borð í Ingþóri Helga BA hafí verið um 2,5 tonn af fiski fyr- ir utan annan búnað. Hins vegar er hámarksburðarþol bátsins, sem er af gerðinni Sómi 800, skráð 1.700 kíló. Þórhallur Óskarsson skipstjóri bátsins sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hleðslunni í bátnum að lokinni veiðiferð. Bátur- inn var á línuveiðum með 14 bala. Skipveijar voru einnig með þrjár bandfærarúllur um borð og fískuðu eitt tonn af þorski á þær, að sögn Þórhalls. Hann sagði að aflinn á línuna hefði verið lélegur eða um 100 kíló á bala. Ef sú ágiskun er tekin gild má ætla að aflinn á lín- una hafi verið um 1,4 tonn, eða samtals með handfærafískinum táeplega 2,4 tonn. Fjórir balar í lúkarnum Þegar lagt var af stað á leið til lands var lestin full af físki og tvö hólf beggja megin við vélina voru líka full. Á þilfari voru síðan tvö kör full af fiski. Tíu bölum var raðað beggja megin út í síðurnar og fjórir balar voru settir fram í lúkar. Fljótlega eftir að báturinn var kominn á landstím tók Þórhall- ur eftir því að sjór var kominn á þilfarið. „Þegar mér verður litið aftur þá sé ég að það er kominn sjór á dekk- ið. Eg hleyp út og aftur inn og slæ af, ræsi Kristin [Óskarsson], þar sem hann lá sofandi á bekknum fram í lúkar og kalla síðan í talstöð- ina á rás 11, „þetta er Ingþór Helgi, við erum að sökkva!“. Síðan setti ég á fulla ferð til að reyna að keyra mig uppúr,“ segir Þórhall- ur. „Þá drapst á vélinni. Síðan fór- um við báðir út og ég losa björgun- arbátinn og við vorum rétt búnir að kasta honum út fyrir þegar báturinn sporðreisist og þá yfirgáf- um við bátinn. Við vorum hræddir um að fara niður með soginu." 5 mínútur að opna björgunarbátinn Þórhallur og Kristinn börðust síðan í fímm mínútur í köldum sjón- um við að reyna að opna björgunar- bátinn. „Það var, mjög óþægileg tilfínning þegar báturinn opnaðist ekki,“ segir Kristinn. Þeir félagam- ir voru ekki í flotgöllum. Kristinn var klæddur í loðfóðraðan samfest- ing og Þórhallur í sjógaila. „Gallinn var hreinlega að draga mig á kaf. Ég held að ég hefði ekki tórað mikið lengur í sjónum. Svo þegar loksins björgunarbáturinn opnaðist varð Þórhallur að hjálpa mér upp í bátinn. Síðan dró ég hann upp í,“ segir Kristinn. „Við urðum mjög hræddir þegar björgunarbáturinn opnaðist ekki. Ég held að enginn einn maður hefði getað opnað bát- inn. Það tók okkur örugglega fimm mínútur að rembast við að opna hann og það tókst með því að við spyrntum báðir með fótunum í hann og toguðum af öllu afli,“ seg- ir Þórhallur. Eftir að þeir voru komnir um borð skutu þeir upp neyðarblysi og kveiktu á hand- blysi. Þeir sáu engin Ijós á svæðinu og aðeins var farið að rökkva. „Við skulfum eins og hríslur, okkur var > mjög kalt,“ segir Þórhallur. Þeim barst síðan hjáip tveimur tím- um eftir að þeir yfirgáfu Ingþór Helga, en það var kl. 19.30. Sóma- báturinn Garri BA frá Tálknafírði kom á vettvang og bjargaði mönn- unum, sem voru orðnir mjög kaldir og hraktir, um borð og sigldi með þá í land. Hálfdán í Búð ÍS kom stuttu seinna og náðu skipveijar að festa taug í Ingþór Helga þar sem hann maraði í kafí og var hann dreginn til Patreksfjarðar. Orsök slyssins Að löknum sjóprófum lá ekki fyrir skýring á orsökum slyssins. Þórhallur var spurður hvort hann hefði gert sér grein fyrir því hve báturinn væri mikið hlaðinn. Hann kvaðst ekki hafa gert það en sagði Morgunblaðið/Róbert Schmidt Sómabáturinn Ingþór Helgi BA 103 frá Tálknafirði þar sem hann liggur við festar í höfninni á Patreksfirði. Þórhallur og Kristinn Óskarssyni standa á bryggjukantinum. að menn gerðu þetta og að allir vissu að þetta væri gert. Þórhallur sagði að fríborð (fjarlægð frá sjó- línu upp að lunningu) hafi verið um 40-45 sm að aftan en mun meira að framan á leiðinni heim. „Ég tel að skrúfan hafi sogað bát- inn niður,“ sagði Þórhallur í sjó- prófum. Veður var gott þegar slys- ið gerðist, tvö vindstig og sjólítið. Báðir fjölskyldumenn Þórhallur Óskarsson og Kristinn Óskarsson eru báðir þriggja barna feður og búa á Tálknafirði. Þess má geta að þeir eru ekki bræður. „Við ætlum að láta draga bátinn frá Patreksfirði til 'fálknafjarðar sem fyrst og láta gera við hann og fara síðan aftur á veiðar. Þetta er okkar lifibrauð. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur, sérstaklega skipveijum á Garra," sagði Þórhall- ur að lokum. Þórhallur festi kaup á bátnum sl. haust og hefur gert hann út í vetur. Hann hefur réttindi til að stjórna bátum undir 30 tonnum. Björgunarbáturinn var síðast skoð- aður í febrúar á þessu ári. - R. Schmidt Framtíðarsýn í lönd- um morgimroðans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Japanir lokuðu sig lengi vel frá vestrænum áhrifum, en nú eru þeir orðnir ein mesta ferðaþjóð heimsins, og fara um 10 milljónir þeirra í utan- landsferðir árlega. Japanir gera alia hluti markvisst og skipulega, einnig ferðalög, og hvarvetna á ferðaslóðum og í stórborgum Evrópu má sjá þá í hópum að kynnast sögu og lífshátt- um Vesturlandabúa til að taka með sér heim og laga að eigin menningu. En ekki er síður lærdómsríkt fyrir fólk af Vesturlöndum að sækja Jap- ani heim og Iæra af þeim. Japan er mesta tækni- og framfa- raundur nútímans og komið langt framúr Vesturlöndum á mörgum sviðum. Forvitnilegt er að kynnast þessum framtíðarheimi 21. aldar, sem þar blasir við augum ferða- manns í Japan. I heimsborginni Tókýó er hátæknin fullnýtt í þágu lífsgæða og ménningar. Listalíf stendur með miklum blóma og hótel- menning er hvergi á hærra plani. I borg hraðans, þar sem enginn virðist flýta sér, er umferðin allt ym kring, til hliðar, uppi í loftinu fyrir ofan og einnig fyrir neðan, en allt með fullri tilitssemi við náungann og án árekstra. í Tókýó með um 15 milljón- ir íbúa eru umferðarslys færri en í Reykjavík, flesta daga ársins. Þótt borgin sé síkvik og spennandi, er hún hreinlegri og öruggari en flestar aðr- ar stórborgir heimsins, og það býr kurteisasta þjóð í heimi. Leigubíl- stjórinn getur lítið talað við þig á erlendum málum', en hann opnar fyr- ir þér bílhurðina íklæddur drifhvítum hönskum og hneigir sig djúpt. Til þæginda er að hafa nafn áfangastað- ar einnig ntað á japönsku til að sýna honum. Kimono-klædd blómarósin við lyftuna ýtir á hnappinn fyrir þig, hneigir sig djúpt brosandi út að eyr- um og býður góðan daginn á jap- önsku og ensku. Ferðamaður í Japan fær á tilfinninguna að hann sé mjög merk persóna og mikils metin, en þetta er hinn mikli leyndardómur þjónustunnar og sjálf ímynd hennar. Narita-flugvöllur við Tókýó er ein stærsta flughöfn heimsins, og risa- þotur leggjast að gangi og renna frá á fárra mínútna fresti. Samt tók það 90 íslendinga, sem þar voru á ferð- inni, aðeins 25 mínútur að komast inn í þennan heim framtíðarinnar og ljúka þeim leiðinda formsatriðum sem fylgja tolli og passaskoðun. Hvernig lærði þessi þjóð að vinna svo hratt, fumlaust og markvisst og með þeim afköstum, sem gert hefur Japan að mesta velmegunarlandi heimsins? Við þeirri áleitnu spumingu er að sjálfsögðu ekki neitt eitt svar heldur mörg. Reynt verður að rekja nokkur þeirra ásamt ágripi af sögu japönsku þjóðarinnar á ferðakynningu Heims- klúbbs Ingólfs í Ársal Hótels Sögu kl. 16. í dag, og er fólk velkomið þangað í síðdegiskaffítímanum með- an húsrúm leyfir. Jafnframt verður kynnt ferð Heimsklúbbsins til Aust- urland fjær, landa morgunroðans, sem hefst 6. september næstkom- andi. í Japan verður 10 daga dvöl með heimsókn á sögufrægustu stað- ina, en einnig verður viðdvöl á Filippseyjum, Tævan og að lokum hvíldardvö! í Tælandi. Á sama tíma á sunnudag verður kynning Heimsklúbbsins á listaferð til Italíu í ágúst. Kynningamar em liður í fræðslustarfi Heimsklúbbs- ins.“ Fjölmennt var á Hótel Sögu við verðlaunaafhendinguna í gær. Mjólkurdagsnefnd: Verðlaun fyrir skreyt- ingar á skólamjólk SEXTIU nemendur hlutu verðlaun fyrir teikningar í samkeppni meðal grunnskólanema um myndskreytingar á umbúðir skóla- mjólkur. Níu bekkir fengu verðlaun fyrir slagorð og þrír skólar fengu sérstök verðlaun fyrir góðan árangur í keppninni. Alls bárust dómnefnd 14.374 teikningar og 3701 slagorð. Þetta er í annað sinn sem Mjólkurdagsnefnd efnir til slíkrar samkeppni í samráði við mennta- málaráðuneytið og heilbrigðis- ráðuneytið en keppnin fór fyrst fram árið 1986. Að þessu sinni var keppnin tví- þætt. Annars vegar var teiknis- amkeppni bundin við einstaklinga og hins vegar slagorðasamkeppni þar sem allir nemendur hverrar bekkjardeildar fundu í sameiningu slagorð sem verða prentuð á um- búðirnar. Nemendurnir sem fengu verð- laun fyrir teikningar geta valið milli úttektar í sportvöruversl- un fyrir 10 þúsund krónur eða vikudvalar á sveitaheimili. Bekkirnir sem hlutu verðlaun fyrir slagorð fá hver 25 þúsund krónur í sinn hlut. Þá hlutu Gerðaskóli í Garði, Laugar- bakkaskóli á Hvammstanga og Laugarnesskóli í Reykjavík sér- stakar viðurkenningar fyrir góðan árangur í keppnini og fær hver skóli myndbandstöku- vél í verðlaun. í dómnefndinni sátu Magnús R. Gíslason yfirtannlæknir, Þórir Sigurðsson námsstjóri í mynd- mennt, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður og Birna Þorsteinsdóttir húsfreyja að Stóru-Hildisey í Austur-Landeyj- um. Aðalfundur Is- landsdeildar Amnesty Int- emational AÐALFUNDUR íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 2. maí kl. 14.00 í Kornhiöðunni við Banka- stræti. Á fundinum verða kynntar skýrsl- ur stjómar og hópa og kosinn nýr gjaldkeri í stað Helga E. Helgasonar fréttamanns, sem nú hættir í stjórn eftir 6 ára setu. Þá verður iögð fram starfsáætlun fyrir næsta ár, m.a. um fjölgun félaga og nýjar leiðir í fjáröfl- un samtakanna, og ákvörðun tekin um félagsgjald fyrir árið 1992. í lok fundarins verða svo rædd önnur þau mál sem upp kunna að koma, t.d. um starfssvið samtakanna sem hefur tekið nokkrum breytingum eftir síð- asta heimsþing í Japan sl. haust. ♦ ♦ ♦--- Merkjasala Ingólfs HIN ÁRLEGA merkjasala Björg- unarsveitar Ingólfs stendur nú yfir. Hún hófst í gær og heldur áfram í dag, á morgun og sunnu- dag, segir í fréttatilkynningu frá sveitinni. Þess má geta að björgunarsveitin hefur sinnt 48 útköllum á síðastliðnu ári, á landi og sjó og er með stærstu björgunarsveitum á landinu. Mikill kostnaður er samfara því að reka vel búna björgunarsveit, þrátt fyrir að öll störf séu unnin í sjálfboðavinnu. Björgunarsveitin heitir því á borgarbúa að taka vel á móti sölubörnum og kaupa af þeim merki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.