Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Reuter Gyðingaganga í Auschwitz Á sjötta þúsund Gyðinga frá 42 löndum minntust þjóðarmorðs nasista á Gyðingum í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í Póllandi í gær og var myndin tekin við það tækifæri. Evrópubandalagið; Samningar takast um Alpaumferðina Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í dagrenningu í gærmorgun tókust samningar á milli Evrópubandalags- ins (EB) og Austurríkismanna um þann fjölda flutningabifreiða sem leggja skal til grundvallar í samningum þessara aðila um Alpaumferð. (ACLU) í Suður-Kaliforniu sagði í gær að kviðdómurinn hefði verið það fljótur að kveða upp úrskurð í málinu að hann hlyti að hafa gert upp hug sinn fyrirfram. Hún sagði að réttarhöldin hefðu verið „afskræming réttvísinnar“ . Fulltrúar svartra hafa sagt að þetta minni á réttarhöld í Alabama á sjöunda áratugnum þegar jafnvel kom fyrir að lögreglustjóri sat ásamt fjölskyldu sinni í kviðdómi þegar réttað var í morði svarts manns. Bandarískt dómskerfi byggist hins vegar upp á því að kviðdómur skeri úr um sekt og sakleysi. Bandaríkjamenn lofa þetta kerfi oft sem hið besta í heimi en erfitt er að segja hvað er til bragðs þegar eitthvað fer úrskeiðis. Víst er að reiðiöldurnar hefur ekki lægt og í gær mátti finna fyrir þeim um allt land, þótt ekki skærist í odda. Úrskurðurinn í Rodney King-málinu var neistinn sem kveikti óeirðirnar en ræturnar liggja dýpra og verði ekkert að gert munu róstur á borð við þær sem heimurinn fylgdist með í Los Angeles á miðvikudagskvöld og aðfaranótt gærdagsins endurtaka sig. Grimmdar- verk sögð al- geng í starfi lögreglunnar Los Angeles. Reuter. BARSMÍÐAR fjögurra hvítra lögreglumanna í Los Angeles á blökkumanninum Rodney King hafa kollvarpað ímynd lögreglu Los Angelesborgar. Hún var talin skipuð óuppnæmum fagmönnum en er nú táknræn fyrir kynþátta- misrétti og illmennsku. Er talið að taka muni mörg ár að endur- heimta fyrri ímynd. Yfir-völd í Los Angeles hétu því í gær að gripið yrði til víðtækra hreinsana í lögregluliði borgarinnar. Myndbandið, sem sýndi hvernig gengið hefði verið í skrokk á Rodn- ey King, hefði valdið mikilli spennu milli kynþátta og sýknun lögreglu- mannanna hefði orðið til þess að bæta gráu ofan á svart. í kjölfar barsmíðanna á King komst óháð rannsóknarnefnd að því að kynþáttafordómar og grimmdar- verk væru fremur regla en undan- tekning í störfum lögreglunnar í Los Angeles. Hvatti nefndin til þess að Darryl Gates lögreglustjóri yrði settur af. Var hann sakaður um að hafa ýtt undir og beinlínis skapað „villta vesturs“ andrúmsloft innan lögreglunnar en í sveitunum eru 8.400 menn. Samkomulag náðist um að Gates hætti störfum 1. júní næstkomandi og tekur Willie Williams, lögreglu- stjóri Fíladelfíu, við af honum. Hann er orðlagður fyrir mikinn aga og fyrir að setja ofan í við lögreglu- menn sem fara ekki að settum starfsreglum. Um tíma leit út fyrir að fresta yrði undirritun samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES), sem fyrirhuguð er á morgun, laugardag, vegna þess að samkomulag við Aust- urríki um þessi efni var skilyrði af hálfu EB. Deilan stóð um 150 þús- und ferðir flutningabifreiða í gegnum Austurríki en samkvæmt útreikning- um Austurríkismanna voru ferðir bílanna árið 1991 ein milljón og eitt hundrað og fimmtíuþúsund talsins en EB taldi ferðirnar 1.300 þúsund. Málamiðlun varð um 1263 þúsund ferðir.Ferðafjöldinn verður umreikn- aður í umhverfiseiningar sem lagðar verða til grundvallar við fyrirheit EB um að draga úr mengun af völdum flutningabifreiðanna. Allt bendir því til þess að samning- urinn um EES verði undirritaður í portúgölsku ferðamannaborginni Oportó um miðjan dag á morgun, laugardag. OEIRÐIR I LOS ANGELES Neyðarástandi lýst yfir og útgöngubann sett í Los Angeles eftir mann- skæðar óeirðir eftir að fjórir hvítir lögreglumenn höfðu verið sýknaðir af ákærum um að hafa barið svartan ökumann. LOS ANGELES Leyniskyttur skjóta á lögreglumenn, láta ...... , greipar sópa um verslanir, HOLLYWOOD raðast a okumenn og Óeirðaseggir ráða^t á höfuðstöðvar lögreglunnar, ráðhúsið og skrifstofur Los Angeles Times Flugvélar neyðast til að sveigja framhjá þykkum reykmekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.