Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1 MAÍ 1992
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjór’narfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
1. maí
Endurskoðuð þjóðhagsspá
gerir ráð fyrir að lands-
framleiðsla dragist saman um
2,8% og þjóðartekjur um 3,8%
milli áranna 1991 og 1992.
Gert er ráð fyrir að afli á
fostu verðlagi dragist saman
um 2% frá árinu 1991. Enn-
fremur að viðskiptakjör þjóð-
arinnar á heildina litið versni
um 4%. Spáð er hægum hag-
vexti 1993-1995, eða aðeins
um 1%, ef ekki verður úr ál-
versframkvæmdum á tímabil-
inu.
Það jákvæða í stöðunni er
hjöðnun verðbólgunnar. Tvö
ár í röð, 1990 og 1991, hefur
verðbólgan mælst í eins stafs
tölu og síðastliðna sex mán-
uði var verðbólgan aðeins
1,5% miðað við heilt ár. Til
samanburðar mældist verð-
bólga hér 34% að meðaltali
1970-1990 en 7% í OECD-
ríkjunum.
Það er mjög mikilvægt að
stöðugleikinn í verðlagi og
þaunum verði festur í sessi.
Áframhaldandi stöðugleiki er
mikilvægasta forsenda þess
að okkur takist að brjótast
út úr stöðnun, sem ríkt hefur
í efnahagsstarfsemi hér á
landi í rúm fjögur ár; mikil-
vægasta forsenda þess að
skapa hér skilyrði til heil-
brigðs hagvaxtar án verð-
bólgu.
Skráð atvinnuleysi var um
1,5% af vinnuframboði árið
1991 sem samsvarar því að
um 1.900 einstaklingar hafi
verið án vinnu að meðaltali.
Atvinnuleysi í janúar 1992
fór upp í 3,2% af vinnufram-
boði sem jafngildir því að um
4.000 manns hafi verið án
atvinnu að meðaltali í mánuð-
inum. Þetta var meira at-
vinnuleysi en verið hefur hér
á landi síðan seint á sjöunda
áratugnum. Atvinnuleysið fór
niður í 2,8% í febrúar en aft-
ur upp í 3,1% í marz. í spá
Þjóðhagsstofnunar, sem gerð
er með ýmsum fyrirvörum,
er spáð 2,6% atvinnuleysi að
meðaltali á árinu 1992.
Staðan á vinnumarkaðin-
um er ekki burðug þegar
launþegar efna til hátíða-
halda 1. maí á fimmta sam-
dráttarárinu í röð í þjóðarbú-
skapnum. En mergurinn
málsins er að við erum þrátt
fyrir allt betur í stakk búin
til að takast á við vandamálin
en nokkru sinni fyrr. Og
hjöðnun verðbólgunnar og
stöðugleikinn í efnahagslíf-
inu, sem vannst í kjölfar þjóð-
arsáttar, gera okkur möglegt
að kortleggja leið út úr efna-
hagskreppnunni.
Við þurfum fyrst og fremst
að búa atvinnuvegum okkar
viðunandi rekstrar- og sam-
keppnisstöðu. Til þess að svo
megi verða þurfum við að
laga þjóðarbúskap og starfs-
umhverfi atvinnuvega okkar
að þeirri þróun sem fyrirséð
er í umheiminum. Við þurfum
að færa okkur í nyt þær
vinnuaðferðir á sviði atvinnu-
og efnahagsmála, sem lengst
hafa skilað velferðarríkjum
heims í hagvexti og almenn-
um lífskjörum. Við þurfum
ekki síður að forðast þau
miðstýringarmistök sem við
blasa í ijúkandi efnahags-
rústum sósíalismans í
Austur-Evrópu.
Við skulum hafa hugfast
að kostnaðarleg undirstaða
lífskjara okkar og þess vel-
ferðarkerfis, sem við viljum
varðveita, verður ekki tryggð
til frambúðar nema í arðgæfu
atvinnulífi. Við sækjum hvort
tveggja, ráðstöfunartekjur
heimila og einstaklinga og
samneyzlu þegnanna (al-
mannatryggingar, heilbrigð-
isþjónustu, skólakerfi
o.s.frv.) til þeirra verðmæta,
sem til verða í þjóðarbú-
skapnum á hverri tíð, og
þeirra viðskiptakjara við um-
heiminn, sem okkur tekst að
semja um. Sjálfstæðisbarátta
okkar á síðasta áratug aldar-
innar verður fyrst og fremst
baráttan fyrir varanlegu
efnahagslegu fullveldi. Sú
barátta verður ekki sízt háð
á vettvangi atvinnumála,
efnahagsmála og milliríkja-
viðskipta.
Við þurfum að samhæfa
lögmál markaðarins og
mannúð og samhygð al-
mennrar velferðar. Við þurf-
um að treysta kostnaðarlega
undirstöðu lífskjara okkar og
velferðar með hagvexti án
verðbólgu. Með þeim orðum
árnar Morgunblaðið launþeg-
um framtíðarheilla á hátíðis-
degi þeirra.
Aðalsteinn Davíðsson;
Vainö Linna þjóðskáld Finna
Váinö Linna
Þá daga sem við íslendingar fogn-
uðum níræðisafmæli Halldórs Lax-
ness kvöddu Finnar hinstu kveðju
eitt höfuðskáld sitt á 20. öld, Váinö
Linna. Váinö Linna fæddist 20 des.
1920. Eftir skólaskyldu fór hann að
vinna daglaunavinnu við landbúnað,
skógarhögg og á sögunarstöð. Átján
ára gamall flutti hann til Tampere,
iðnaðarborgar sem á sínum tíma var
þekktust fyrir vefnaðarverksmiðjur
sínar. Þar fór hann að vinna sem
iðnverkamaður við Finlayson verk-
smiðjurnar 1938-40, þá var hann
kvaddur í herinn. Hann fór aftur til
Finlayson 1944-1955. Frá 1955 gat
Linna lifað af ritstörfum sínum eftir
viðtökur þær sem bók hans Tuntem-
aton sotilas (Óþekktur hermaður)
fékk.
Váinö Linna hlaut margháttaða
viðurkenningu sem rithöfundur fyrir
utan þá viðurkenningu sem fólst í
viðbrögðum þjóðar hans við bókum
hans. Hann hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1963 fyrir síð-
asta bindi sögu sinnar um finnska
kotbóndann, Táállá Pohjantáhden
alla I-III (Hér undir Norðurstjörnu).
Árið 1965 var hann gerður heiðurs-
doktor í félagsfræði við háskólann í
Tampere. Árið 1977 var stofnað sér-
stakt Váinö Linna-félag sem stendur
fyrir „Pentinkulmadögum" í fæðing-
arsveit hans (Pentinkulma er sveitin
undir Norðurstjörnu). Árið 1980 fékk
Linna heiðurstitilinn „akateemikko"
(félagi í akademíunni).
Linna getur ekki kallast afkasta-
mikill rithöfundur þótt áhrif hans
hafi orðið gífurleg. Eftir 1962 hafa
ekki komið út nema tvær bækur eft-
ir hann: Ritgerðasafnið Oheisia 1967
(Meðfylgjandi) og safn af ræðum og
greinum Murroksia 1990 (Umbrot).
Hann var alvarlega hjartveikur og
heilsulaus hin síðari ár en var ekkert
að vorkenna sjálfum sér, hann kast-
aði engri dulúð á þögn sína. Hann
sagðist búinn að segja það sem hann
hafði að segja. Ef hann héldi áfram
færi hann að endurtaka sig. Skáldið
þurfti heldur ekki að bæta neinu við
til að auka við hæð sína blaðsíðu-
íjöldi er ekki endanleg mælieining á
ritverk.
Váinö Linna andaðist í heimabæ
sínum Tampere, þriðjudaginn 21.
apríl sjötíu og eins árs að aldri.
Váinö Linna verður minnst fyrir
tvennt í finnskri menningarsögu.
Hann hratt af stað þjóðmálaum-
ræðu sem allir eru á einu máli um
að hafi hreinsað andrúmsloftið í land-
inu. Enginn hefur lagt eins mikið af
mörkum á 20. öld til þess að skapa
nýja sjálfsvitund og nýjan söguskiln-
ing í Finnlandi.
Hann er framúrskarandi snjall rit-
höfundur að listrænum stílbrögðum,
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Finnski rithöfundurinn Vainö
Linna lést 21. apríl sl. 71 árs að
aldri. Kunnasta verk hans er
Óþekkti hermaðurinn (1954). Fyr-
ir Syni þjóðar (1962) hlaut hann
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs 1963.
Að Váinö Linna látnum hafur
framlag hans til finnskra bókmennta
óspart verið lofað. Fyrirsagnir eins
og Hann skapaði mynd Finnlands og
Hann setti svip á samtímasögu Finn-
lands eru algengar í finnskum blöð-
um og menn draga ekki í efa að
hann hafi verið einn helsti höfundur
aldarinnar.
Þegar Óþekkti hermaðurinn kom
en ef til víll hefur áhugi samlanda
hans á sögulegum kjarna skáldsagna
hans stundum leitt hug þeirra frá
því hve stórbrotinn hann er sem
skáldsagnahöfundur.
Váinö Linna hóf að skrifa úti á
víglínunni, hann skrifaði eins konar
dagbók um það sem fyrir augun bar
en sú dagbók er glötuð. Þegar hann
kom aftur í verksmiðjuna hélt hann
áfram að skrifa, hann reyndi m.a.
að koma á framfæri ljóðabók en hún
hlaut ekki náð fyrir augum útgef-
enda. Fyrstu bækur hans á prenti
eru Páámáárá (Markmið) 1947, að
nokkru sjálfsmynd hans sett fram
sem þróunarsaga ungs manns, og
Mustarakkaus (Myrk ást) 1948,
harmsaga um afbrýðisemi. Þessar
bækur seldust ekki mikið þótt þær
fengju nokkuð góðar viðtökur gagn-
rýnenda sem margir bentu á ótv-
íræða hæfileika höfundarins unga.
En hér með var Váinö Linna kominn
inn í hóp upprennandi rithöfunda í
Tampere og það varð honum hvatn-
ing og stuðningur. Hann gaf sér
góðan tíma fyrir næstu bók sína,
Tuntematon sotilas (Óþekktan her-
mann). Sú bók olli ekki einungis
straumhvörfum í lífi höfundarins,
heldur markaði hún einnig viss tíma-
mót í Finnlandi.
Óþekktur hermaður, sem kom á
jólabókamarkaðinn 1954, er ein mest
selda bók sem út hefur komið í Finn-
landi. Selst hefur yfir milljón ein-
taka, eða ein bók á fjóra íbúa í land-
inu. Bókin, sem kom út rétt fyrir
jól, var gripin til kvikmyndunar strax
í janúar og myndin (leikstjóri Edvin
Laine) hlaut sömu undirtektir og
sagan og allar horfur á að hún verði
jafn klassísk. Óþekktur hermaður
hefur verið þýddur á 23 Lingumál,
nú síðast á rússnesku. Á ísiensku
kom bókin út í þýðingu Jóhannesai^
Helga 1971.
Linna fylgdi þessum sigri eftir með
skáldsögunni Tááliá Pohjantáhden
alla I-III (Hér undir Norðurstjörnu)
sem kom út 1959, 1960 og 1963.
Hér undir Norðurstjörnu I-III kom
út nánast samtímis í sænskri þýð-
ingu, hvert bindi með sinn titil: Högt
bland Saarijárvis moar, Upp trálar
og Söner av ett folk, og er sennilegt
að þessi nöfn séu valin í samráði við
Linna því að þau hafa djúpa merk-
ingu fyrir Finna; fyrsta og síðasta
nafnið vísa til alþekktra kvæða eftir
Runeberg (Bonden Paavo og Björne-
borgarnas marsch) en miðnafnið vís-
ar til Alþjóðasöngs verkamanna
(Fram, þjáðir menn ... ). Sagan fjall-
ar um síðustu skeið leigukotabúskap-
ar í Finnlandi, frásögnin hefst 1884
og lýkur ekki fyrr en eftir seinni
heimsstyijöld. Þessi bók hefur verið
þýdd á 11 tungumál. Hér undir Norð-
út var hart deilt um þá mynd sem
Linna dró upp af hermennsku og
stríði. Sumum þótti beiskt raunsæi
hans og háð fjarri hetjuhugsjónum
þjóðarinnar, þeirri hugmynd sem
menn gerðu sér um hið svokallaða
Framhaldsstríð milli Finnlands og
Sovétríkjanna. Gagnrýnisraddirnar
hafa þagnað og nú fullyrða menn
að skáldsögur Linna hafí sameinað
þjóðina fremur en sundrað henni og
verk hans hafi stuðlað að þeim sögu-
skilningi sem nú ríkir.
Kvikmynd Edvins Laines gerð
1955 eftir Óþekkta hermanninum
hefur ekki spillt fyrir sögunni þrátt
fyrir ýmsa annmarka. Kvikmyndin
er talin meðal hátinda finnskrar kvik-
myndagerðar, en kvikmynd Rauni
Mollbergs þrjátíu árum síðar reyndist
urstjörnu vakti ekki sömu hrifningu
og Óþekktur hermaður og ritdeilur
um bókina urðu öðru vísi ef til vill
vegna þess að nú hafði Linna allt
aðra stöðu í bókmenntaheiminum en
þegar Óþekktur hermaður gerði
áhlaup sitt á tilfinningalíf og sagn-
fræðiumræðu.
í finnskri sögu síðari aida eru
ýmsir sorglegir kaflar. Nágrannarn-
ir, Svíar, Þjóðveijar og Rússar, hafa
stundum verið ærið afskiptasamir og
þungir í skauti, stundum með beinum
yfirgangi og grímulausu ofbeldi,
stundum með undirróðri og dulbún-
um afskiptum af landsmálum. .
Finnar heyrðu undir Rússaveldi frá
1809. Upphaf þess tíma var nokkuð
farsælt en síðar versnuði landshagir
og stjómarfar með versnandi ástandi
í Rússlandi. Finnar'fóru að fá nóg
af rússneskri harðstjórn. Um það
leyti sem stjórnarbylting varð í Rúss-
landi voru Finnar tilbúnir að slíta sig
.undan rússneskri stjórn og óvinir
Rússa, Þjóðveijar, voru tilbúnir að
veita margvíslega aðstoð við slíkt.
Sjálfstæðisyfirlýsingin 6. desem-
ber 1917 varð ekki upphaf á neinum
sérstökum uppgangstímum. Mánuði
síðar höfðu andstæðurnar í þjóðfé-
laginu, sultur og örbirgð sumra, vel-
megun annarra, ólgan í grannríkjun-
um, kveikt borgarastyijöld í Finn-
landi. Borgarastyijöldin var háð af
ótrúlegri grimmd fram á vor 1918,
síðan varð eftirleikurinn hroðalegur
þegar hvítliðar létu kné fylgja kviði
eftir sigur sinn. Sennilega forðaði
sigur hvítliða Finnum frá innlimun í
Sovétríkin. Örugglega var það ósigur
Þýskalands 1918 sem forðaði Finn-
landi frá því að verða þýskt leppríki.
Minningin um borgarastyijöldina
var fram yfir 1960 svo sársaukafull
að hún varð ekki tekin til umræðu
og enn þann dag í dag hefur borgara-
styijöldin breytileg nöfn á finnsku
eftir því hvaða afstöðu hver og einn
hefur til hennar. Menn hafa varla
þorað að fara í saumana á því hvað
gerðist. Sumir telja að eftir uppreisn-
ina hafi allt að 20.000 farist í fanga-
búðum, verið myrtir eða teknir af
lífí, aðrir telja þetta allt of háa tölu.
En Iengi vel var viðhorfið einna helst
það að forðast umræðu um þennan
hryllilega kafla sögunnar — að reyna
þess í stað að gleyma honum sem
fyrst.
Þjóðhátíðardagur Finnlands er enn
í dag haldinn hátíðlegur nánast sem
sorgardagur, þegar kvöldar setja
menn logandi kerti út í glugga og
undarleg kyrrð grúfir yfir.
Sárin eftir borgarastyijöldina náðu
engan veginn að gróa á þeim tuttugu
árum sem liðu áður en aftur dró til
stríðs sem stóð í fimm ár. Styijaldar-
ár Finna skiptast raunar í þrennt:
ekki jafn vel heppnuð.
Fyrstu skáldsögur Váinö Linna
þóttu ekki sérstaklega athyglisverð-
ar: Takmarkið (1947) og Dimm ást
(1948). Hann sló ekki í gegn fyrr
en með Óþekkta hermanninum. Síð-
an kom þríleikurinn með samheitinu
Hér undir Pólstjömunni (1959-62),
en þar á meðal eru Synir þjóðar.
Ritgerðasafn kom út eftir hann 1967
og bók með ræðum oggreinum 1980.
Eftir að Óþekkti hermaðurinn kom
út (bókin hefur selst í milljón eintök-
um í Finnlandi og er þýdd á 23
mál) gat Linna hætt sem iðnverka-
maður í Tammerfors og helgað sig
ritstörfum. Fimmtugur að aldri hafði
hann þetta að segja og stóð við það:
„Ég hef ekkert sem skiptir máli
fram að færa. Ef ég skrifaði nýja
Vetrarstríðið, eftir að Stalín samdi
við Hitler um að Finnland og Eystra-
saitslöndin væru „hagsmunasvæði“
hins fyrrnefnda, „framhaldsstríðið"
þegar Finnar lentu í stríði við Sov-
étríkin samtímis því sem Þjóðveijar
fóru í stríð við fyrri „vin sinn“ Stalín
og svo að lokum Lapplandsstríðið
þegar Finnar þurftu að kröfu Sov-
étríkjanna að reka þýska herflokka,
fyrri vopnabræður sína, úr Lap-
plandi. Fáir vilja kenna Finnum um
Vetrarstríðið, hitt er umdeildara
hvers vegna þeir drógust inn í „fram-
haldsstríðið".
Merki styijalda í Finnlandi eru
hreinlega skelfileg þó skyndigestur-
inn verði ef til vill lítið var við þau.
Jafnvel við litlar kirkjur í fámennum
byggðum eru legsteinar fallinna tug-
um og hundruðum saman. Maður
verður klökkur af því að lesa nöfn
og aldur þeirra sem þar hvíla — lang-
bók myndi ég aðeins endurtaka sjálf-
an mig. Ég get ekki skilið tilgang
þess, hvorki fyrir mig né aðra.“
Sjálfsgagnrýni Linna var vægðar-
laus, en meðal þess sem hindraði
hann við skriftirnar var erfiður hjart-
asjúkdómur. Þar að auki var hann
fulltrúi gamallar raunsæishefðar í
sagnagerð, epískur höfundur fyrst
og fremst. Yngri menn höfðu lagt inn
á nýjar brautir, meðal þeirra Veijo
Meri sem líka lýsir Finnum í stríði,
en stendur nær fáránleikastefnu.
Vetrarstríðið hófst með innrás
Sovéthersins í lok nóvember 1939
og stóð fram í mars 1940 þegar
dýrkeyptur friður var saminn eftir
frækilega vörn Finna (25.000 finnsk-
ir hermenn féllu, en I valnum lágu
að minnsta kosti 200.000 Sovéther-
flestir fallnir á aldrinum 17-25 ára.
Við slíka legsteinaröð skilur maður
þann sársauka sem svo oft kemur
fram í finnskum söngvum og sögum.
En þetta eru aðeins grafirnar frá
1939-44. Ennþá eru ómerktar graf-
irnar úr borgarastyijöldinni. Upp-
reisnarmennirnir fengu ekki einu
sinni leg í vígðri mold.
í finnskum bókum má fmna þá
staðhæfingu að við Vetrarstríðið hafí
Finnar aftur orðið ein þjóð. Hinn
sameiginlegi óvinur og óréttlæti
stríðsins, hafi sameinað þá sem áður
voru sundraðir. Við fyrstu sýn virðist
þetta eðlilegt. Finnar voru þó að veija
fóstuijörð sína. En miðað við þann
hita sem fram til þessa hefur verið
í finnskum tilfinningum varðandi
borgarastyijöldina er ósennilegt að
árið 1918 hafi gleymst og sárin gró-
ið um heilt þegar herinn fór til víg-
stöðvanna. Herstjórar Finnlands í
menn). Sextán mánuði entist „friður-
inn“, en síðan tóku við tvær styijald-
ir 1941-45, fyrmefnt Framhaldsstríð
styijöldinni 1939-44 voru margir
hveijir þeir sömu og stýrðu hvítu
hersveitunum og aftökusveitffhum
tuttugu árum fyrr. Það er í rauninni
ótrúlegt að synir og dætur þeirra
manna, sem myrtir voru í borgara-
styijöldinni, skyldu geta barist af
einurð og hreysti tuttugu árum síðar
undir slíkri herstjórn.
Váinö Linna var kvaddur í herinn
og sendur á vígstöðvarnar í Vetrarst-
ríðinu 19 ára gamall, hann hélt svo
áfram í „framhaldsstríðinu". Hann
var tvö ár á vígstöðvunum en var
síðan settur til þess að þjálfa nýliða.
Þetta var sá háskóli sem Váinö Linna
gekk í gegnum og útskrifaðist úr 23
ára gamall. Þetta var sú reynsla sem
hann hóf að skrifa um þótt annað
efni kæmi út fyrst eftir hann.
í styijaldarsögunni Óþekktum her-
manni er söguhetjan ekki einstakl-
ingur heldur vélbyssusveit sem fer
af Kiijálaeiði í „framhaldsstríðinu"
og sækir fram til Petrozavodsk en
þarf að lokum að hörfa og þola ósig-
ur og uppgjöf Finna. Menn sveitar-
innar falla einn af öðrum en aðrir
bætast í skörðin og endast þar mis-
jafnlega lengi, eftir þvi hve blóðugir
bardagar eru hveiju sinni. Inn í þetta
er brugðið mynd af stjórnmála-
ástandi og tilfínningum óbreyttra
hermanna og foringja og svo sam-
búðinni þar á milli. Einstaklingarnir
í vélbyssusveitinni eru hver öðrum
ólíkir, þeir eru lifandi og sérkennileg-
ar persónur og lesandi finnur tóma-
rúm í sögunni eftir hvern þeirra sem
fellur eða fer heim særður eða örk-
umlaður. Það er engin aðalpersóna
eða þessir hermenn eru allir aðalper-
sónur sameiginlega og hver um sig.
Öll sjónarmið miðast við sjóndeildar-
hring þessarar herdeildar. Það eru
engar innri einræður eða heimspeki-
legar hugleiðingar en samt veit les-
andi og skilur hvað hver og einn
hugsar og fínnur. Hermennirnir eru
einstaklingar sem eru yfirleitt ekki
að beijast af hugsjón. Þeim hefur
verið hent út í þetta stríð og eiga
enga aðra undankomuleið en þá að
beijast fyrir lífi sínu. Stríðið er stríð
„herranna“, hermennirnir bölva for-
ingjum sínum og draga vit þeirra og
heiðarleika í efa, stympast gegn aga
og uppreisn virðist á næsta leiti. Og
samt vilja hermennirnir standa sig,
þeir hafa metnað og þráast við fram
í rauðan dauðann. Það má ætla að
Linna hafí ekki ætlað sér að búa til
stríðshetjur en þó býr hann til stríðs-
hetjur engu síður en Runeberg í
Fánrik Stáls ságner, munurinn er sá
að stríðið sem Slíkt er ekkert hreysti-
verk, það leynist engin göfgi í dauð-
anum. Óþekktur hermaður er skrif-
aður gegn stríði, gegn fáránlegum
manndrápum, en samt þarf ekki
nema að depla auga og þá er sagan
orðin spennusaga um stríðið. Ef til
vill er það þetta undarlega tvísæi
skáldsögunnar sem gefur henni
mestan mátt.
Hermenn vélbyssusveitarinnar
hafa fyrir löngu stigið út af blaðsíð-
um skáldsögunnar og inn í fínnska
vitund rétt eins og til dæmis Bjartur
í Sumarhúsum og Salka Vaika hjá
og Lapplandsstríðið. Framhaldsstríð-
ið var háð 1941-44. Linna þekkti af
eigin raun bæði Vetrarstríðið og
íslendingum.
Það var eins og fallið hefði
sprengja þegar Óþekktur hermaður
kom út. Menn skiptust í tvo hópa: í
fyrstu voru það gömlu hermennirnir
sem luku upp einum munni að þetta
væri sannleikurinn. Svo fengu þeir
óánægðu málið Linna var úthúðað
fyrir að gera lítið úr hugrekki og
fórnarlund fínnska hermannsins, að
drag’a fínnska hermanninn og
finnska herinn niður í svaðið en hefja
uppreisn og kjafthátt upp til skýja.
Linna var skammaður fyrir að rægja
fínnsku lottu- hreyfinguna, fyrir að
draga dár að föðurlandsást og svo
framvegis.
Þegar Váinö Linna lýsir vígvellin-
um og tilfínningum stríðsins veit
hann hvað hann segir. Hann sá þetta
allt, reyndi þetta allt, geymdi þetta
í huga sér og hjarta um áratug til
þess að bera það svo fram í fyllingu
tímans með þeim áhrifum sem það
hefur.
Hér undir Norðurstjörnu I-III,
saga finnska kotbóndans, fjallaði um
ennþá sárari minningar en Óþekktur
hermaður. Fyrsta bindið segir frá
vinnumanninum Jússa sem er nýgift-
ur. Hann finnur sér óræktarmýri á
landareign prestsetui'sins sem hann
vonast til að geta fengið undir bú.
Hann fær þar jarðarskika og af hörku
og harðfylgi ryður hann land og ger-
ist leiglendingur prestsins, fyrrum
húsbónda síns. Sagan hefst 1884.
Jússi fær kenninafnið Koskela og er
rakin saga hans og afkomenda gegn-
um þær þrautir að koma upp búi og
rækta land sem síðar er að nokkru
tekið af honum. í öðru bindi segir
frá borgarastyijöldinni og sonum
Jússa sem dragast inn í borgarastyij-
öldina í liði uppreisnarmanna enda
eru tveir bræðurnir teknir af lífi eft-
ir skyndidóm og unnusta annars
þeirra myrt ofan í fjöldagröf. Þriðji
bróðirinn er dæmdur til dauða svo
seint að harin hlýtur náðun. En það
er ekki bara Koskela-ættin sem þarf
að greiða dýru verði að vilja lifa eins
og menn. Nágrannarnir dragast á
ýmsan hátt inn í villimennsku borga-
rastyijaldarinnar, fulltrúar upplýs-
ingar og mannúðar eru miskunnar-
Iaust drepnir. í þriðja bindinu er
söguefnið millistríðsárin með Lappo-
hreyfingunni, stríðsárin þar sem sag-
an skarast við Óþekktan hermann
(einn Koskela-sonurinn er í vélbyssu-
sveitinni þar og fellur undir lok sög-
unnaij og allt upp til nútímans þar
sem smábóndinn er „orðinn úreltur“
og á að víkja fyrir nýjum tímum sem
skilja ekki tilfinninguna að baki því
að hafa rutt land og risið úr örbirgð.
Óþekktur hermaður var umdeild
bók á sínum tíma. Viðbrögðin við
Hér undir Norðurstjörn u voru nokkuð
önnur. Borgarastyrjöldin var miklu
viðkvæmara mál en heimsstyijöldin
og sjónarmið höfundar mun ákveðn-
ara pólitískt, það leynir sér tæpast
fyrirlitning hans á hvítliðunum. Nú
fóru sagnfræðingar af stað og reyndu
að andmæla þeirri mynd sem skáldið
dró af þessum tímum.
Það er engin leið að lesa sögu
Koskela-fjölskyldunnar sem skemmt-
Framhaldsstríðið.
Óþekkta hermanninum lýkur á því
að finnskur undirforingi grætur yfir
„dauða Finnlands", en niðurstaða
skáldsögunnar getur einnig verið orð
annars finnsks hermanns: „Já, sam-
bandslýðveldi Ráðstjórnarríkjanna
unnu, en veslings, gamla seiga Finn-
land varð í öðru sæti.“ (Eftir þýðingu
Jóhannesar Helga á Óþekkta her-
manninum, útg. Skuggsjá 1971.)
Það er að mestu leyti hinn óbreytti
hermaður sem hefur orðið í Óþekkta
hermanninum. Eins og í fleiri skáld-
sögum Linna eru það sjónarmið al-
þýðufólks, undirmanna en ekki yfír-
manna, sem ráða ferðinni. Hann
gyllir ekki beinlínis hermennina í
Framhaldsstríðinu, en oftar vegur
hann að stærilátum foringjum .
Meðal eftirminnilegra persóna í
Óþekkta hermanninum er Koskela
undirforingi, maður af líkum uppruna
og Linna sjálfur. Ætt Koskela kemur
við sögu í bálkinum Hér undir Pól-
stjörnunni.
Ævi og örlögum fínnskra hjáleigu-
bænda 1880-1950 er lýst í þessum
mikla sagnabálki. Örbirgð, hörð lífs-
barátta mótar tilveru þessa fólks.
Það eru hinir undirokuðu, þeir sem
bíða ósigur sem stíga fram á sviðið
isögu. Hún er hreinræktuð ádeila á
mannúðarleysi og hundingjahátt,
hvort sem hann er hvítur eða rauð-
ur. Svo er það listrænn kraftur
skáldsins og framsetning sögunnar
sem veitir ádeilunni þann höggþunga
sem hún hefur. Það skiptir engu
máli hvort það voru 20.000 eða
10.000 sem létu lífið í blóðbaðinu
1918. Það sem skiptir máli er að -
þetta voru mannverur með lífsvonir
og tilfinningar, þetta var þjóðin gegn
þjóðinni, en eins og málum fátækl-
inga var háttað þá höfðu daglauna-
menn, kotbændur og jarðnæðislausir
sínar ástæður til þess að rísa upp
gegn því sem þeim var boðið.
Það endurmat, sem farið hefur
fram á borgarastyijöldinni og atburð-
um henni tengdum, mun ekki hvað
síst að þakka Váinö Linna. Nú eru
menn sammála um það að hann hafí
haft einstaka hæfíleika til þess að
skilja sögu þjóðarinnar og félagslegt
samhengi hennar og færa í þann
búning að það hreif alla. Hér hefur
Váinö Linna valdið straumhvörfum
með því að neyða þjóð sína ti! þess
að horfast í augu við það sem gerst
hefur. Ef til vill má segja að hann
hafí rifíð ofan af sárinu. En fleiri
vilja kalla hann þjóðarsætti fyrir að
þora að nefna það sem ekki mátti
nefna, lýsa því sem ekki mátti lýsa
og draga enga fjöður yfir né fegra.
Verk hans urðu upphaf að nýjum
söguskilningi og nýrri sjálfsmynd
finnsku þjóðarinnar.
En umfram allt er Váinö Linna
stórkostlegur rithöfundur vegna þess
hvernig hann heldur á því efni sem
hann velur, hvemig hann segir sögur
sínar, hvernig hann skapar persónur
sínar. Svo þekktur og dáður sem
hann hefur orðið erlendis er hann
jafnframt finnskastur af öllum Finn-
um. Persónur hans eru beint fram-
hald af þeim persónum sem hafa
orðið hvað ástsælastar í Finnlandi. í
söguhetjum hans, þótt nútímalegar
séu, eru einnig þrautseigi, fórnfúsi
bóndinn Paavo og hrausti einfeldn-
ingurinn Sveinn Dúfa frá Runeberg,
kúnstugu bræðurnir sjö úr sögu Ki-
vis, ribbaldarnir Isontalon-Antti og
Rannanjárvi úr þjóðvísunni sem
koma vaðandi inn með dyraumbún-
aðinn á herðunum, forherti bóndinn
sem gefst ekki einu sinni upp fyrir
Guði í Helkavirsiá (Helgusálmum)
Eino Leinos. Váinö Linna varðveitir
og endurnýjar hetjuímynd Finnans:
hinn æðrulausa, raunsæja mann sem
selur líf sitt dýrt en er kannski stund-
um nokkuð „stórskorinn" í háttum
sínum. „Þeir dóu allir uppréttir“ seg- ■
ir Elina Koskela þegar hún hefur
jafnað sig af fyrsta grátinum eftir
missi Akseli bónda Síns undir sögulok
(Hér undir Norðurstjörnu III).
Hvaða rithöfundur getur svo óskað
sér betra lífs en Váinö Linna sem
hlotnaðist að skrifa sig svo rakleitt.
inn í hjarta þjóðar sinnar, að róta
svo við innstu tilfinningum hennar
að ekkert er eins á eftir, að skapa
þær persónur og sögur sem hljóta
að lifa meðan finnsk tunga er töluð
og finnsk hugsun hugsuð.
í skáldsögum Linna, ekki síst fóm-
arlömb borgarastyijaldarinnar 1918.
„Rauðliðar“ fá uppreisn æru, en
margir þeirra voru að sögn líflátnir.
Óhugsandi er að gera sér grein fyrir
heimildargildi þessara skáldsagna
Linna, en margt í þeim hefur nú
verið viðurkennt sem giid sagnfræði,
jafnvel af fræðimönnum á borgara-
legum kanti.
Þrátt fyrir alvöruna og boðskapinn
gleymir Linna ekki kímninni sem er
svo einkennandi fyrir hann og meðal
þess sem bókunum er talið til ágætis
er hve kunnáttusamlega hann fer
með mállýskur.
Finnskir rithöfundar munu líklega
seint þreytast á að lýsa styijöldum
við Sovétríkin. Ekki er til dæmis
langt síðan Antti Tuuri dró upp sína
mynd (samkvæmt frásögn óbreytts
hermanns frá Austurbotni) af Vetr-
arstríðinu (íslensk þýðing skáldsög-
unnar eftir Njörð P. Njarðvík, útg.
Setberg 1984). Stríðið víkur varla
úr hugum Finna af eldri kynslóð-
inni. Söguefnið freistar löngum, en
þarf að fylgja þróun skáldsagnagerð-
ar til að ná tilætluðum áhrifum. Fá-
ir, að öllum líkindum enginn, hafa
með sínum raunsæislega hætti höfð-
að til jafn margra og Váinö Linna.
Höfundur Oþekkta hermannsins látinn:
Verkamaðurinn sem gerðist einn
áhrifamesti sagnameistari Finna
Úr Óþekkta hermanninum, kvikmynd Edvins Laines.
c
<