Morgunblaðið - 01.05.1992, Page 36

Morgunblaðið - 01.05.1992, Page 36
Tíunda Hængsmótið sett í íþróttahöllinni TÍUNDA Hængsmótið verður sett í Iþróttahöllinni á Akureyri í dag, föstudaginn 1. maí, kl. 13. Lionsklúbburinn Hængur sér um undirbún- ing mótsins. Þátttakendur á mótinu hafa aldrei verið fleiri, en þeir verða um 120 talsins frá 10. félögum víðs vegar af landinu. Keppt verður í fjórum greinum á mótinu, boccia, borðtennis, bogfími og lyftingum. Flestir keppa í boccia eða um 90 og verða spilaðir 160 leikir. Lokahóf verður haldið í Alþýðu- húsinu þar sem verðlaun verða af- hent og verður forseti ISI heiðurs- gestur í hófinu. í tilefni af 10. mótinu verða gefnir 10 farandbik- arar og þá gefur íslenskur skinna- iðnaður veglegan bikar til þess fé- lags sem hlýtur flest stig á mótinu. Gunnlaugur Bjömsson, formaður mótanefndar, sagði að mikill undir- búningur lægi að baki, en þetta væri mjög þakklátt starf, þátttak- endur væru allir afar ánægðir og það væri vel þess virði að leggja á sig mikla vinnu þegar menn sæju hve þakklæti keppenda væri mikið. Kirkjukór Akra- ness með tónleika KIRKJUKÓR Akraness heldur tónleika í Eyjafirði dagana 1. til 3. maí næstkomandi. Fyrst heldur kórinn tónleika í Akureyrarkirkju föstudaginn 1. maí kl. 20.30 og síðan í Hríseyjar- Fræðslufund- ur um stuðn- ing við krabba- meinssjúkling-a STYRKUR, félag krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur fund að Glerárgötu 36 kl. 20 mánudagskvöld, 4. maí. Fyrirlesari kvöldsins er Elísabet Hjörleifsdóttir krabbameinshjúk- runarfræðingur og mun hún fjalla um almennan stuðning við krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra og kynna sambærilega stuðningshópa í Skotlandi. kirkju laugardaginn 2. maí kl. 17.30. Þá syngur kórinn við guðs- þjónustu í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 3. maí kl. 14.00, þar sem séra Bjöm Jónsson sóknarprestur á Akranesi predikar. Á efnisskrá kórsins í þessari söngferð er „Requiem“ Op. 48 og „Cantique de Jean Racine“ Op. 11 eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar á tónleikunum í Akureyrarkirkju verða. Margrét Bóasdóttir, sópran, og Halldór Vil- helmsson, bassi. Orgelleikari verð- ur Marteinn Hunger Friðriksson, dómorganisti. Einnig syngur Mar- grét aríu og sönglög eftir Bach við undirleik Marteins H. Friðriksson- ar. í Hríseyjarkirkju verða þau Sólveig Hjálmarsdóttir, sópran, og Halldór Vilhelmsson, bassi, ein- söngvarar, en undirleikari verður Juliet Faulkner. Söngstjóri Kirkjukórs Akraness er Jón Olafur Sigurðsson. Kórinn var stofnaður í desember árið 1942 og er stefnt að því að halda veg- lega upp á afmælisárið með fjöl- breyttu verkefnavali. (Úr fréttatiikynningu.) E FBIVWBSLIDflLBtl IIW Sjávarútvegsdeildin á Dalvik - VMA Kennarar - stýrimenn Lausar eru stöður dejldarstjóra og kennara frá 1. ágúst 1992. Kennslugreinar: íslenska, tungumál, raungreinar og siglingafræðigreinar. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Upplýsingar í símum 96-61380 og 96-61162. Skólastjóri. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda í fornámsdeild veturinn 1992-1993. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans, Kaupvangsstræti 16. Allar hánari upplýsingar veittar í síma 96-24958. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Skólastjóri. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Við veiðar Þegar fer að vora þyrpast veiðiklær að strandlengjunni inn við Leir- urnar og kasta grimmt, en það þykir vera eitt merki þess að vorið er komið, þegar sjóbirtingurinn er farinn að gefa sig á þessum stað. Landsmótkvennakóra haldið að Ýdölum FYRSTA landsmót kvennakóra verður haldið að Ýdölum í Aðal- dal helgina 2. til 3. mai og munu 5 kórar mæta til mótsins. Kórarnir eru Kvennakórinn Ljós- brá, Rangárvallasýslu, Kvennakór Suðurnesja, Kvennakór Siglufjarð- ar, Freyjukórinn Borgarfirði og Kvennakórinn Lissy, Þingeyjar- sýslu, sem annast hefur skipulag og undirbúið mótið. Þátttakendur verða um 160. Auk æfinga og sameiginlegrar kvöldskemmtunar syngja kórarnir við guðsþjónustur sunnudaginn 3. maí kl. 11 í Húsavíkur-, Þórodds- staðar- og Neskirkju. Lokatónleikarnir verða haldnir að Ýdölum sunnudaginn 3. maí kl. 15 og kemur þar fram sameiginleg- ur kór allra þátttakenda og kórarn- ir hver fyrir sig. Á efnisskrá eru m.a. íslensk þjóðlög og sönglög, kórar úr óperum og söngleikjum. Fyrirlestur um sjálfræði GUÐMUNDUR Heiðar Frí- mannsson heimspekingur flytur erindi á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki og Háskól- ans á Akureyri í húsakynnum skólans við Þórunnarstræti, laugardaginn 2. maí kl. 14. Fræðslufund- ur um umönnun heilabilaðra FÉLAG áhugafólks og aðstand- enda sjúklinga með Alzheimer- sjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni heldur fræðslufund á morgu, laugardag- inn 2. maí kl. 14 í Hlíð. Á fundinum segir Þóra Arnfinns- dóttir, geðhjúkrunarfræðingur, frá umönnun og aðhlynningu heilabil- aðra sjúklinga í Hlíðabæ í Reykjavík. Félagið var stofnað nýlega og í stjórn þess eru Guðrún Haraldsdótt- ir, Anna Bára Hjaltadóttir, Ingunn Baldursdóttir, Kristinn Eyjólfsson og Valgerður Jónsdóttir. Sumarbústaéur Tilvalið fyrir þá, sem vilja smíða sjálfir. 50,5 m2 sumarhús, staðsett á Suðurlandi og tilbúið til flutnings. Tilbúið að utan + loft og gólf frá- gengið. Gott verð. Upplýsingar í síma 985- 25773 og 91-689561. í erindinu mun hann fjalla um það, hvaða rök hníga að því að maðurinn eigi að ráða sjálfur öllu því sem hann varðar; hugsjónina um hver geti verið sjálfum sér nóg- ur og óháður öðrum. Guðmundur er Akureyringur, fæddur 1952, hann nam heimspeki við Háskóla íslands, í London og St. Andrews, en þaðan útskrifaðist hann á síðasta ári. Hann hefur ásamt Kristjáni Kristjánssyni staðið að námskeiði í siðfræði heilbrigðis- stétta við FSA. Að erindi og umræðum loknum verður stuttur fundur um starfsemi félagsins á vetri komanda og færi gefst á að gagnrýna stjórn félagsins og velta henni úr sessi. -------♦ ♦ ♦-------- Tvennir vísnatón- leikar um helgina Tvennir vlsnatónleikar verða haldnir á Akureyri um helgina, hinir fyrri í Gamla Lundi á morg- un, laugardag, kl. 16 og hinir siðari á sunnudagskvöld kl. 20.30 á Hótel KEA. Á fyrri tónleikunum koma fram Hanus G. Johansen frá Færeyjum, Jannika Haggerstrom frá Finnlandi og Tjarnarkvartettinn frá Tjörn í Svarfaðardal. Á seinni vísnatónleikunum koma fram Hanne Juul frá Danmörku, Jan-Olof Andersson frá Svíþjóð og Tjarnarkvartettinn. Þessir tónleikar eru liður í nor- rænum vísnadögum, en tónleikar verða haldnir samtímis á fjórum stöðum á landinu, Akureyri, Egils- stöðum, ísafirði og Reykjavík. Um skipulagningu sjá Vísnavinir, Nor- ræna húsið og Norræna félagið. (Úr fréttatilkynningu.) Unglingar standa að leiksýningu 1. maí, verkalýðsdaginn, var frumsýnt leikritið „Slúðrið" eftir Flosa Ólafsson. Það eru krakkar á aldrinum 14-15 ára úr félag- smiðstöðinni Tónabæ sem hafa ráðist í að setja verkið upp. Leið- beinandi er María Reyndal. Krakkarnir hafa sótt leiklistar- námskeið síðan í haust og unnið að þessari sýningu frá því í febrúar. Áætlað er að sýna verkið fimm sinn- um og verða sýningar sem hér seg- ir. 2. maí, 3. maí, 5. maí og 7. maí. Sýningarnar verða öll kvöldin frá kl. 20.30 til 22.00. Miðaverð er kr. 400. Krakkarnir hafa lagt mjög mik- ið á sig í þágu listarinnar og er sýn- ingin bæði frumleg og skemmtileg. Þetta er sýning sem leikhúsáhuga- menn ættu ekki að láta framhjá sér fara, segir í fréttatilkynningu frá Tónabæ. Söngur í ráðhúsi SKÓLAKÓR Árbæjarskóla mun á laugardag kl. 15.00 syngja fyrir gesti í Tjarnar- salnum í Ráðhúsi Reykjavík- ur, auk þess kemur Bergþór Pálsson fram með kórnum. Kórinn hefur víða komið fram að undanförnu m.a. tekið þátt í jólatónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Islands. Á efnis- skránni eru einkum íslensk lög. Einnig koma fram nokkrir korn- ungir flautuleikarar og fleira gott fólk mun aðstoða kórinn. Skólakór Árbæjarskóla telur um 50 börn á aldrinum 12-16 ára og hefur verið starfandi í Árbæjarskóla frá upphafi. Stjórnandi kórsins sl. 9 ár hefur verið Áslaug Bergsteinsdóttir og hún er jafnframt undirleik- ari. Öllum er heimill aðgangur. Aukasýning verður á stutt- myndadögum ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda aukasýningu á vinsælustu mynd- unum af hátíðinni ásamt myndum sem bárust of seint. Sýningin verður nk. laugardag (2. maí) á Hótel Borg og hefst hún kl. 22 og lýkur henni um kl. 2.00. Þessar myndir verða sýndar: Stutt saga af Sigurði, eftir Helga Bollason og Jóakim Hlyn Reynisson, Sjúkleg ástríða, eftir Auðólf Þorsteinsson, Kára Val Sigurðsson og Kristin Ara- son, Bonnie & Bonnie, eftir Steinþór Birgisson, Happy Birthday, eftir Júlíus Kemp, Happaþrenna, eftir Axel Jóhann Björnsson, Engin von, eftir PCP, Loanless, eftir Hallgrím Helgason og Gunnar Helgason, Si- lent Neigborhood, eftir Einar Daní- elsson, Follow the Sign, eftir Þ.U.M.B.I., Kolbítur eftir RAN, Só- dóma Reykjavík, eftir Óskar Jónas- son (trailer) og Veggfóður, eftir Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson (trailer). ------♦ ♦ ♦---- Síðasta sýning- arhelgi á verk- um Kees Visser SÝNINGU Kees Visser í Nýlista- safninu lýkur 3. maí nk. Þetta er 17. einkasýning Kess Vissers en auk þess hefur hann tek- ið þátt í 26 samsýningum beggja vegna Atlantshafsins. Nýlega sýndi hann í París og er að undirbúa sýn- ingar í Varsjá, Amsterdam og Osló. Sýningin er opin daglega kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.