Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 37' ' Andrés Magnússon málar eitt verka sinna. Andrés sýnir í Gerðubergi ANDRÉS Magnússon opnar málverkasýningu í Kaffi Gerðar, veitingabúð menningarmiðstöðvar Gerðubergs, laugardaginn 2. maí næstkomandi. Andrés sýnir Iandslagsmyndir unnar með olíulitum. í frétt frá Gerðubergi segir að Andrés sé fæddur árið 1924 og hafi lært hjá Finni Jónssyni, Jó- hanni Briem og Jóhannesi Jóhanns- syni. Sýningin er opin á opnunar- tíma Kaffi Gerðar eða frá mánudög- um til fimmtudaga frá kl. 10.30 til kl. 21, á föstudögum frá kl. 10.30 til kl. 16 og á laugardögum frá kl. 13 til kl. 16. Sýningin stendur til 30. maí. Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík 1. maí ÁRLEG kaffisala félagsins verður í dag frá kl. 14—18 í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð. Boðið er upp á fjölbreytt hlað- borð, kaffi og gos. Ágóði kaffisölunnar rennur allur til Kristniboðs- sambandsins. Margir íslendingar starfa nú er- lendis og hérlendis að kristniboði á vegum sambandsins og fleiri bætast í hópinn á sumri komanda. Verkefn- in eru óþijótandi og neyðin úti á kristniboðsakrinum mikil. Kristin trú er boðuð bæði í orði og verki, með samhliða uppbyggingu skóla- starfs, heilsugæslu og margs konar hjálparstarfs. Fjárþörfín er mikil svo unnt verði að efla enn frekar þetta viðamikla starf, sem haldið er uppi með frjálsum framlögum einstaklinga og kristniboðshópa. Eflaust munu margir vilja leggja sitt af mörkum og njóta veitinga hjá kristniboðskonunum í dag. (Fréttatilkynning) AND-leikhúsið með sýningu á Danna og djúpsævinu bláa HIÐ nýstofnaða And-leikhús frumsýnir laugardaginn 2. maí kl. 21 leikverk bandaríska leik- skáldsins John Patricks Shanley, Danna og djúpsævið bláa. Verkið sem nefnist Danny and the Deep Blue Sea á frummálinu var frum- sýnt í New York árið 1984. Höfundurinn, John, er fæddur 1950 í Bronx-hverfinu í New York. Hann var síðan fenginn til að skrifa handrit myndarinnar Moonstruck (með Cher, Nicholas Cage, Olympíu Dukakis og Danny Aiello) og fyrir það hlaut hann tilnefningu til Osk- arsverðlauna fyrir besta handrit. Hann hefur síðan skrifað handrit að fleiri kvikmyndum, m.a. Five Corners, og samdi og leikstýrði myndinni Joe versus the Volcano (með Tom Hanks og Melanie Griff- ith). Danni og djúpsævið bláa er í leik- stjórn og þýðingu Ásgeirs Sigur- valdasonar. Með aðalhlutverkin tvö fara Helga Braga Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Ljósa- hönnun annast Egill Örn Árnason og tæknistjóri er Kári Gíslason, auk Þorsteinn Guðmundsson og Helga Braga Jónsdóttir í hlut- verkum sínum. þess kemur á annan tug manna við sögu við uppsetninguna. Sýningar fara fram í Tunglinu v/Lækjargötu en gengið er inn frá Austurstræti. Exó, ný húsgagnaversl- un, opnuð um helgina UM helgina verður opnuð versl- unin Exó, ný sérverslun með húsgögn og húsbúnað á Suður- landsbraut 54 við Faxafen. Exó mun leggja sérstaka áherslu á að kynna íslensk húsgögn. Af íslenskum hönnuðum sem munu hafa húsgögn sín til sölu og sýnis í Exó má nefna Guðbjörgu Magnús- dóttur, Finn Fróðason, Omar Sigur- björnsson, Dóru Hansen, Hans Unnþór Óiafsson o.fl. Einnig verður mikil áhersla lögð á sölu á erlendum húsgögnum s.s. frá Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi og Spáni. Um helgina og föstudaginn 1. maí verður sérstök opnunarsýning þar sem fólki gefst kostur á að skoða og kaupa þá húsmuni sem boðið verður uppá í versluninni. Opið verður alla dagana frá kl. 10-17. Framkvæmdastjóri verslun- arinnar er Ingi Þór Jakobsson inn- anhússarkitekt. Fyrirspurn Hjálmars Jónssonar; Landbúnarráðherra neit- ar að staðfesta frystigjald HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra ætlar ekki að staðfesta umdeilt samkomulag Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Lands- samtaka sláturleyfishafa um „um aðgerðir til þess að koma á jafn- vægi á markaði með nautgripakjöt“. Hjálmar Jónsson (S-Nv) spurði ráðherrann nokkurra spurninga um þetta samkomulag og ráð- lierra svaraði þeim í gær. 26. febrúar síðastliðinn var gert samkomulag milli Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Landssamtaka sláturleyfishafa til að koma á jafn- vægi á markaði með nautakjöt. Samkomulag þetta hefur verið nokkuð umtalað. Það varð m.a. sammæli samningsaðila: „Sér- greint verði frystigjald í slátur- og heildsölukostnaði nautgripakjöts að upphæð kr. 20 pr. kg. Frysti- gjald þetta verður notað til að greiða kostnað við frystingu og geymslu og eftir atvikum sölu þess nautgripakjöts sem fryst verður eða er nú þegar fryst í geymslum sláturleyfishafa. Stjórn Landssam- taka sláturleyfishafa gerir tillögur i vinnureglur varðandi inn- heimtu og ráðstöfun gjalds þessa. 4) Sláturleyfishöfum verði tryggð ijármögnun birgða og afsetning kjötsins innan hæfílegs tíma, taki innanlandsmarkaðurinn ekki við öllu kjötinu. 5) Landssamband kúabænda (LK) leggi verðmiðlun- argjald á framleiðendur til að mæta kostnaði við ráðstafanir skv. 4. lið. Miðað er við að gjald þetta verði 5% af framleiðendaverði nautgripakjöts nánar útfært af LK.“ 7. grein frumvarpsins kveður á um: „Leitað verði allra leiða til að draga úr heimaslátrun. Sérstök áhersla verði lögð á að gera heima- slátrun fjárhagslega óhagstæðari.“ Hjálmari Jónsyni sýndist ýmis atriði þessa samkomulags orka mjög tvímælis og beindi því nokkr- um spumingum til Halldórs Blön- dals landbúnarráðherra m.a: Hyggst ráðherra staðfesta sam- komulagið? Svar landbúnaðarráð- herra var: „Nei.“ Telur ráðherra að heimilt sé að skuldbinda þá sláturleyfishafa, sem aðeins selja ferskt nautakjöt, til þess að standa straum af kostn- aði við frystingu og geymslu á nautakjöti? „Ekki er í lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum, eða öðrum lögum, gert ráð fyrir gjaldtöku af því tagi sem samkomulagið ijallar um án ótvíræðrar heimildar slátur- leyfishafa, sem aðeins selja ófrosið kjöt, til að bera kostnað annarra sláturleyfíshafa, sem frysta kjöt og geyma það í birgðum." Eru sláturleyfishafar skyldugir til að vera í Landssamtökum sláturleyfíshafa? „Nei, lög kveða ekki á um slíka skyldu.“ Geta Framleiðluráð landbún- aðarins og Landssamtök slátur- leyfíshafa skuldbundið þriðja aðila, Landssamband kúabænda, til þess að innheimta verðmiðlunargjald af framleiðendum án þess að það sé aðili að samkomulaginu? „Nei. Slík innheimta verðmiðlunargjalds verður að byggja á heimild í lög- um.“ Eru kúabændur skyldugir til þess að vera í Landssambandi kúa- bænda og lúta slíku samkomulagi ef staðfest verður? „Landssam- band kúabænda er búgreinafélag og eru einstakir framleiðendur ekki að lögum skyldugir til að vera í búgreinafélagi. Almenna reglan er að Stéttarsamband bænda fari með fyrirsvar framleiðenda búvara við framkvæmd búvörulaga nr. m ' - MMIGI 46/1985, en unnt er að viðurkenna einstök landssamtök framleiðenda búvara til að fara með fyrirsvar vegna framleiðenda í viðkomandi grein, enda samþykki Stéttarsam- band bænda það.“ Landbúnaðarráðherra var einn- ig spurður hvaða aðgerðir hann teldi mögulegar samkvæmt 7. grein samkomulags til að draga úr heimaslátrun og gera hana „fjárhagslega óhagstæðari". Land- búnarráðherra sagði einkum tvennt ýta undir heimaslátrun nautgripa. Offramboð sem ylli því að sláturhús tæku ekki gripi til slátrunar. Við slíku yrði að bregð- ast, annars vegar með því að draga úr framleiðslu og þar hefði Fram- leiðsluráð landbúnaðarins sérstöku hlutverki að gegna, hlutverki sem fælist í framleiðslu- og neyslu- spám. Hins vegar yrði að breyta verði eftir markaðsaðstæðum. Landbúnaðarráðherra benti á, að með breytingum á búvörulögum í vetur hefði verið opnaður mögu- leiki til verðbreytinga umfram það ' sem verið hefði, og reyndar hefði verð til bænda á nautgripakjöti verið lækkað um 10% 1. mars síð- astliðinn. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra benti einnig á það að öll kostnaðarmyndun á slátrunar- og sölustigi hvetti til heimaslátrunar. Þegar spurt væri eftir þvíjtil hvaða opinberar aðgerðir væru möguleg- ar til að gera heimaslátrun ijár- hagslega óhagkvæmari, sýndist varla um annað að ræða en aukn- ar niðurgreiðslur á sölustigi. Land- búnarráðherra taldi engan grund- völl vera fyrir slíkum aðgerðum. Afkoma banka og sparisjóða 1991: Hagnaður fyrir skatta 723 milljónir króna aði hins vegar 118 mil(j. kr. á árinu 1990. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra upplýsti þetta í svari við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni alþingismanni á Al- þingi í gær. HAGNAÐUR viðskiptabank- anna þriggja og fimm spari- sjóða fyrir telyu- og eignar- skatta á síðasta ári, skv. fyrir- liggjandi reikningum, nam sam- anlagt 723 milljónum kr. saman- borið við 1.167 millj. á árinu 1990. Hagnaður Seðlabankans á síðasta ári nam 1.164 milljónuni kr. fyrir skatta en bankinn tap- Utanríkisráðherra: EES-samningurinn á almenningsbókasöfn - sérstakur kynningarbæklingur í maí Utanríkisráðuneytið áformar að gefa út almennan kynning- arbækling um samninginn um evrópskt efnahagssvæði um miðjan maí. Þá hafa embættismenn ráðuneytisins dregið saman upplýsing- ar sem almenningur fær aðgang að til að kynna sér alla þætti samningsins. Áformað er að samningurinn sjálfur með viðaukum og greinargerðum liggi frammi á öllum almenningsbókasöfnum og á sýsluskrifstofum þar sem allar upplýsingar verði birtar í aðgengilegum formi, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra. Þetta kom fram við umræður á Alþingi í gær um fyrirspurn Krist- ins H. Gunnarssonar (Abl-Vfj) um kostnað við fundaherferðir og kynningar innan lands á vegum utanríkisráðuneytisins vegna GATT-samninga og EES-samn- inga frá 1. maí 1991 til 1. mars 1992. í svari ráðherra kom fram að heildarkostnaður ráðuneytisins við fundarferðir og kynningu á þess- um samningum innanlands á þessu tímabili hefði numið 4.438.499 kr. Kostnaður vegna EES-samninganna hefði numið 3.093.375 kr. en vegna GATT 1.345.124 kr. Sagði ráðherra að samstaða hefði verið um nauðsyn þess að kynna þessi tvö mál ræki- lega. „Ég tel að því fé sem varið hefur verið til kynningarinnar sé vel varið," sagði Jón Baldvin við umræðurnar. Viðskiptaráðherra upplýsti einnig að samanlagður hagnaður bankanna og sparisjóðanna eftir skatta nam 380 millj. kr. 1991 en 903 millj. kr. árið á undan. Arð- semi eiginfjár nam 2,4% á árinu 1991 en 6,5% árið 1990. Jón Sigurðsson sagði að hagnaður banka og sparisjóða hefði verið lítill á síðasta ári og arðsemi minni en á undangengn- um árum. „Á síðustu þrem árum hefur hagnaður banka og spari- sjóða minnkað. Skýringarnar eni^ ekki síst aukin samkeppni og minnkandi vaxtabil,“ sagði ráð- herra. Hagnaður Seðlabankans árið 1991 eftir skatta nam 478 millj. samanborið við 888 millj. kr. tap á árinu 1990. „Skýringin á hagn- aðarfærslu Seðlabankans er fyrst og fremst gengisendurmat vegna breytinga á gengi erlendra gjald- miðla í gjaldeyrisvaraforða lands- ins. Breytingar á gengi valda mikl- um sveiflum á afkomu bankans, sem hafa ekkert með það að gera hver afkoma hans er í venjulegum viðskiptalegum skilningi á hveij- um tíma,“ sagði ráðherra. Svavar sagði að þessar upplýs- ingar sýndu að samanlagður hagn- aður banka og sparisjóða á síðasta ári hafi numið 1.887 millj. kr. sam- anborið við 1.149 millj. kr. og hagnaðaraukningin á milli ára hefði því verið um 70%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.