Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Einar Guðmundsson Geirakoti — Minning- Fæddur 15. ágúst 1928 Dáinn 22. apríl 1992 Að kvöldi síðasta vetrardags lést hann afi minn Einar Guðmunds- son. Þökk sé starfsfólki Heimahlynn- ingar og óþijótandi umhyggju eig- inkonu hans og systra að honum varð að ósk sinni að vera heima sem lengst eða uns yfir lauk. Afi minn kynntist. ömmu minni, Magneu Hallmundsdóttur, árið 1968. Hún var þá ekkja með þijú uppkomin böm. Þau giftust 17. júní 1976. Afi tók mér frá upphafi sem sínu eigin bamabami og það sama gjlti. um þau sem seinna komu. Ég var mikil afastelpa og ehi flestar af mínum bestu æsku- minningum tengdar honum. Ég var mikið hjá afa og ömmu um helgar og var þá hápunktur tilverunnar að fá að gista. Afi var athafnamaður og mikið á ferðinni og ósjaldan fékk lítil stelpa að koma með. Hann átti einkar auðvelt með að skilja hugar- heim og skopskyn litlu stelpunnar og var í hennar huga sveipaður eins konar ævintýraljóma, alltaf hress og tilbúinn í alls kyns skrípa- leiki, „Fyndnasti og skemmtileg- asti maður í heimi.“ Svo var líka afskaplega gott að skríða uppí fangið á honum og nudda nefinu við skeggbroddana. Mér fínns ótrúlegt til þess að hugsa að aðeins eru tæpar tvær vikur síðan litli sonur minn sat í fanginu á langafa sínum og leið augljóslega jafnvel þar og mömmu nokkrum árum áður. Það er stundum erfítt að skilja þetta líf og ekki laust við að manni finnist óréttlátt að maður sem er' rétt farinn að njóta afraksturs mikillar vinnu og dugnað'ar sé hrif- inn á braut á svo kvalafullan hátt. Hann var sorgbitinn barna- hópurinn sem safnaðist saman við dánarbeð afa að honum látnum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahill Gibran) Við eigum öll dýrmætar minn- ingar um afa. „Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Agla Egilsdóttir. Einar Guðmundsson móðurbróð- ir okkar lést 22. aprfl sl. Einar frændi, eins og við kölluðum hann, var okkur strákunum kær og eru minningamar margar og ljúfar. Okkur langar að þakka fyrir allar samverustundimar, jafnt á Háa- leitisbrautinni og í Heiðagerði 18, þar sem hann bjó ásamt Magneu eiginkonu sinni fram á síðustu stundu. Megi Guð styrkja og vemda Magneu, þessa góðu konu sem sér á eftir eiginmanni sínum langt um aldur fram. Guð blessi minninguna um Einar Guðmunds- son. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, • og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Birgir, Rúnar, Siggi, Ómar og fjölskyldur. Þegar sonur minn hringdi í mig til útlanda á sumardaginn fyrsta og tilkynnti mér, að Einar hefði andast daginn áður, kom það mér eigi á óvart, þar sem hann hafði verið frá vinnu frá því í byijun desember og legið allan þann tíma af og til á Landspítalanum. Ég átti síðast viðtal við hann um þrem vikum fyrir dauða hans og var mér þá ljóst að hann átti ekki langt eftir. En Einar kvartaði ekki þrátt fyrir alvarleg veikindi og hann háði sitt dauðastríð æðrulaus og af mikilli hetjudáð eins og sæmdi harðfylgi hans í öllu sínu ævistarfi. Einar var fæddur í Geirakoti í Sandvíkurhreppi og voru foreldrar hans Guðmundur Einarsson bóndi þar og kona hans, Guðrún Páls- dóttir ættuð úr Biskupstungum. Einar vann á búi foreldra sinna og studdi þau með ráðum og dáð, uns faðir hans lést árið 1952. Þá fluttist Einar til Reykjavíkur ásamt móður sinni og eldri systur, Sig- ríði, en elsta systirin, Bjarney, var áður flutt að heiman. Einar studdi móður sína af fremsta megni eftir að þau settust að í Reykjavík, enda voru kærleikar miklir þeirra í mill- um. Eftir að Einar fluttist til Reykja- víkur hóf hann fljótlega bifreiða- akstur og var þá í nokkur ár bif- reiðastjóri hjá Sanitas hf. Síðar hóf hann akstur á Sendibílastöðinni hf. og var þar stöðvarmaður til dauðadags. Einar hóf búskap með konu sinni, Magneu S. Hallmundsdóttur, myndlistarkonu, árið 1970, en hún var þá ekkja með 3 ung börn. Magnea er mikil og góð heiðurs- kona og var sambúð þeirra beggja lán, enda reyndist Einar börnum hennar sem besti faðir og uppa- landi. Þau bjuggu fyrst á Háaleitis- braut, en fyrir nokkrum árum keyptu þau hús í Heiðargerði 18 og áttu þar fallegt og vistlegt heimilk Fyrir réttum 20 árum hóf Einar akstur hjá okkur í John Lindsay hf. og var okkar trausti og trúverð- ugi starfsmaður uns hann veiktist alvarlega í desemberbyijun sl. Ein- ar var sérstaklega traustur og ábyggilegur starfsmaður og eins var allt hans líf. Hann tók sér aldrei sumarfrí á öllum starfstíma sínum hjá okkur, þótt ótrúlegt sé. Hann var einstaklega greiðvikinn og sanngjam, og ekki stóð á hans aðstoð, ef mann vantaði akstur utan vinnutíma, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og aðstoða og á hann okkar bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Nú þegar við syrgjum vin okkar Einar Guðmundsson eigum við þó gleði í hjarta okkar fyrir að hafa haft hann að félaga og samstarfs- manni í 20 ár. Hann kvaddi þennan heim. að kvöldi síðasta vetrardags eftir erf- itt dauðastríð, en andi hans sveif inn í sumarið með birtu og yl og megi honum þar vel líða. Við sendum Magneu og bömum hennar og einnig systrum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Útför Einars fer fram frá Sel- fosskirkju laugardaginn 2. maí kl. 13.30. Guðjón Hólm og starfs- fólk John Lindsay hf. Mig langar að minnast. Einars Guðmundssonar nokkram orðum. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna, enda góðvinur föð- ur míns og unnu þeir mikið sam- an. Ef ég minnist æsku minnar þá var Einar aldrei langt undan. Hann bar alla tíð mikla umhyggju fyrir okkur systkinunum; og fylgd- ist hann vel með okkur, mökum okkar og bömum. Einar var léttur í lund og sá jákvæðu hliðarnar á öllum hlutum, enda átti hann mik- ið og gott hjarta. Einar var mikill mannvinur og ætíð tilbúinn til að hjálpa ef hann vissi að einhver ætti í erfíðleikum. Kveðju var ég beðin um frá móður minni til aðstandenda Ein- ars, en hún dvelst nú erlendis. . Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Guðlaug Hallgrímsdóttir. „Mjög eram , tregt tungu að hræra“ kvað Egiil Skalla-Grímsson er hann hóf Sonatorrek. Eins er mér innanbijósts nú er ég sest niður við að skrifa nokkur orð í minningu Einars Guðmundssonar sendibílstjóra en hann verður lagð- ur til hinstu hvílu í Selfosskirkju- garði á morgun, laugardaginn 2. maí. En' minningarnar streyma fram ein af annarri og samantekt þeirra verður mér kannski einhver hugarfró líkt og samning kvæðis- ins varð Agli forðum. Það var gæfa móður minnar, Magneu S. Hallmundsdóttur, að kynnast Einari fyrir rúmum tveim- ur áratugum en hún hafði þá verið ekkja eftir föður minn, Einar Siguijónsson, í allmörg ár. Ég og systir mín Alda, sem býr í Banda- ríkjunum, vorum þá komnar um og yfír tvítugt og fluttar að heim- an en bróður mínum Loga, sem þá var á unglingsaldri, gekk Einar í föðurstað. Reyndist hann okkur systkinunum alla tíð sem besti fað- ir og vildi allt fyrir okkur gera og bömum okkar var hann góður og ástríkur afi. Einar eignaðist aldrei böm sjálf- ur en átti einstaklega gott með að umgangast þau enda hændust öll böm að honum. Léttur í skapi eins og hann var hafði hann gaman af að glettast með þeim á alla lund en kunni þó alltaf á því lagið að fá þau til að hætta með- góðu þeg- ar honum fannst orðið nóg um galskapinn. Árið 1971 festu mamma og Ein- ar kaup á íbúð á Háaleitisbraut 119. Völdu þau þann stað sérstak- lega til þess að geta verið nálægt aldraðri móður hans, Guðrúnu Pálsdóttur, en hún bjó í næsta húsi ásamt Sigríði systur Einars. Á Háaleitisbrautinni var oft gestkvæmt enda gestrisni þeim hjónum í blóð borin. Einar var mjög félagslyndur maður og naut þess að sitja með fólki á spjalli um menn og málefni líðandi stundar. Hann var líka með eindæmum bóngóður maður og greiðvikinn enda stoppaði síminn sjaldnast er hann var heima. Taldi hann aldrei eftir sér að leysa hvers manns vanda er til hans leitaði ef það var á hans valdi. Var hann enda vin- sæll maður og vinmargur sem sýndi sig best á öllum þeim fjölda manns sem kom að heimsækja hann er hann lá eitt sinn heima vegna fótbrots í nokkrar vikur. Á meðan mamma og Einar bjuggu á Háaleitisbrautinni lét mamma gamlan draum rætast, þ.e. að hefja nám í Myndlista- og handíðaskólanum. Það hefði hún áreiðanlega aldrei gert án stuðn- ings Einars sem hvatti hana á all- an hátt meðan á náminu stóð eins og hann reyndar gerði alltaf við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur. Veit ég að henni fannst hún seint geta fullþakkað honum fyrir að fá þetta tækifæri til náms. Einar og mamma höfðu bæði yndi af að ferðast um landið og á þessum áram fóru þau ófáar ferð- imar út úr bænum. Aldrei voru það þó langar ferðir því Einar var svo vinnusamur að hann tók sér aldrei raunveralegt sumarfrí. En góðviðrishelgar voru óspart notað- ar og þá sérstaklega verslunar- mannahelgin. Bættu þau þá sætum í bílinn hans eftir þörfum og buðu oftast einhveijum úr ijölskyldunni eða vinafólki með sér svo úr varð lítill, glaðvær hópur og þar var Einar alltaf hrókur alls fagnaðar. Minnist ég og fjölskyldan mín svo og margir aðrir ógleymanlegra stunda á þessum ferðum. Fyrir nokkrum áram fluttu svo Einar og mamma sig um set, yfír í Heiðargerði 18, þar sem þau keyptu lítið einbýlishús. Þau end- urnýjuðu allt húsið innan dyra af fádæma dugnaði en létu ekki þar við sitja heldur byggðu einnig vinnustofu í garðinum handa mömmu og stóran bílskúr sem Einar hafði alltaf vantað fyrir sendibílinn. Nutu þau við þetta dyggrar aðstoðar móðurbróður míns, Einars Hallmundssonar, sem tók að sér smíðina. Einnig hjálpuðu ýmsir aðrir úr fjölskyldum þeirra til við verkið. Við bústaðaskiptin rættist einnig annar gamall draumur mömmu, en það var að eignast aftur sinn eigin garð. Var það von þeirra beggja að geta eytt þama í friðsælu umhverfi síðasta hluta ævinnar. En mennirnir ráð- gera, Guð ræður. Einar fékk alltof skamman tíma til að njóta af- rakstursins af erfiði þeirra því fyr- ir u.þ.b. þremur árum byijaði hann að kenna þess meins sem var hon- um að aldurtila. Hann var þó eng- an veginn á því að gefast upp fyr- ir örlögum sínum en stundaði starf sitt áfram af fullum krafti eins lengi og reyndar lengur en hann hafði þrótt til. Var það öllum er til hans þekktu undrunarefni hvemig hann stundaði fulla vinnu fram að síðustu jólum, þá orðinn fársjúkur maður. Um jólin héldu svo afi og amma í Heiðargerðinu jólaboð að venju og hefur það ekki áður verið fjölmennara. Okkur grunaði víst öll að þetta yrðu síð- ustu jólin sem hann afi yrði hjá okkur. Milli jóla og nýárs lagðist hann á sjúkrahús og eftir það var hann ýmist á sjúkrahúsi eða dvald- ist heima. í febrúar varð fjölskylda Einars fyrir því þunga áfalli að Jón Ólafs- son, maður Bjarneyjar systur Ein- ars, lést skyndilega af slysförum. Einar var þá á sjúkrahúsi og var það honum áreiðanlega þung raun að geta ekki fylgt Jóni mági sínum og vini síðustu sporin. Á pálmasunnudag tveimur dög- um eftir síðustu sjúkrahúslegu Einars kom hann í fermingarveislu yngri dóttur minnar, Öldu Berg- lindar. Aðdáunarvert var hvernig hann brá þar á glens eins og hans var vandi og neitaði alveg að láta stjana við sig sem sjúkling. Duldist þó engum sem til hans þekktu að þama var hann mættur á vilja- styrknum einum saman. Var eins og hann hefði safnað kröftum til þess að bregðast ekki barninu sem hafði fæðst á afmælisdaginn hans þegar hann varð fimmtugur. Þetta varð síðasta férð hans út úr húsi því tveimur dögum síðar hrakaði honum mjög. A páskadag tókst honum þó að kveðja barnabörnin með bros á vör en þau höfðu þá komið í heimsókn eins og venja var á þessari hátíð. Þremur dögum síðar, að kvöldi síðasta vetrardags, var hann allur. Með frábærri aðstoð Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins tókst móður minni að uppfylla síð- ustu ósk eiginmanns síns, þ.e. að fá að deyja heima hjá sér. Naut hún þar einnig ómetanlegrar hjálp- ar systra hans, Sigríðar og Bjam- eyjar, sem viku vart frá dánarbeði hans síðustu sólarhringana en með þeim systkinum var alla tíð mjög kært. Vora þær báðar hjá honum ásamt mömmu er hann andaðist. Og riú er komið að leiðarlokum. Við Egill, börn okkar og barna- bam, þökkum af alhug allar sam- verastundirnar sem við áttum með Einari afa. Við munum geyma með okkur minninguna um mann sem var hvers manns hugljúfi. Hrefna S. Einarsdóttir. Fyrir rúmum 25 árum, þegar núverandi eigendur Johns Lind- says hf. keyptu fyrirtækið, var fljótlega farið að skipta við bíl- stjóra af Sendibílastöðinni hf. í hópi þeirra var Einar Guðmunds- son er hér er minnst. Einar var þaulkunnugur allri vöradreifingu, en hann byijaði 1950 hjá Sanitas og starfaði þar og síðar hjá Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni við vörudreifíngu allt þar til hann hóf akstur frá Sendi- bílastöðinni hf. 1963, og fór hann þá að sinna vörudreifingu á eigin sendibíl. Undanfarin 20 ár annað- ist Einar daglega vörudreifingu til viðskiptavina Johns Lindsays hf. Við andlát sitt hafði Einar því þjónað smásöluverslunum í Reykjaík og nágrenni, og þá eink- um og sér í iagi matvöraverslun- um, í rúm 40 ár, en Einar hélt áfram akstri allt til síðustu jóla. Jafnhliða daglegum störfum fyr- ir John Lindsay hf. var Einar um- svifamikill í flutningi þungavarn- ings, svo sem peningaskápa, hljóð- færa og þ.u.l. Oft undraðist fólk sem ekki þekkti Einar þrek hans og líkamsburði, en hann var lág- vaxinn og grannur maður. Taldi fólk því við fyrstu sýn hann ekki vera það þrekmenni er hann var í raun. Einar var í 16 ár formaður stjómar Sendibílastöðvarinnar hf. Var það án efa oft mjög erilsamt starf. Veit ég að í því starfi, eins og í öðram hans störfum, nýttist vel góða skapið sem hann var þekktur fyrir leysti hann oft með því fram úr erfiðum vandamálum, og var jafnframt mjög vel liðinn hvar sem hann fór um. Ég heimsótti Einar og konu hans á heimili þeirra á páskadag síðastliðinn. Einar var þá sárþjáður og rúmliggjandi, en góða skapið var til staðar og var hann hinn hressasti í viðmóti eins og vana- lega. Minningin um góðan dreng og skemmtilegan félaga lifir því lengi meðal samstarfsfólks, viðskipta- vina og annarra vina hans. Jóhann G. Guðjónsson. Síðasta vetrardag lést góður vin- ur og félagi, Einar Guðmundsson. Einar fæddist í Geirakoti, Sandvík- urhreppi, 15. ágúst 1928. Foreldr- ar hans vora Guðrún Pálsdóttir og Guðmundur Einarsson bóndi. Hann var yngstur systkina, syst- urnar eru Bjarney og Sigríður. Einar ólst upp í Ölfusinu en eftir að faðir hans lést, 1952, fluttist fjölskyldan suður til Reykjavíkur. Þá hóf Einar störf hjá Sanitas við útkeyrslu og síðar hjá Ölgerð- inni. 1936 keypti hann hlut í sendi- bíl ásamt vinnufélaga sínum. Út- gerð þeirra félaga dafnaði og áttu þeir um tíma fjóra bíla í akstri. Þegar hamaði í ári og vinna dróst saman fóra þeir félagar um fáfarnar sveitir með bílana hlaðna húsgögnum og seldu til bænda. Átti Einar mjög ánægjulegar minninar frá þeim tíma. Hann var fljótlega kosinn í stjóm Sendibílastöðvarinriar. Und- irritaður kynntist Einari þegar hann hóf akstur af stöðinni og sátum við í stjórn rúm 20 ár, hann lengst af sem formaður. Var starf hans lengst af ólaunað, þó svo að um mikið og óvinsælt starf væri að ræða. í stjómartíð hans blómstraði stöðin. Bílum ijölgaði úr um 30 í nær 180, byggt var stöðvarhús og þjónustuhús fyrir bílana. Þegar Einar lét af stjómar- störfum var stöðin skuldlaus og traust fyrirtæki. Einar naut sín vel í þessu van-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.