Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Agúst Þór Guð- jónsson - Minning Fæddur 7. maí 1923 Dáinn 22. apríl 1992 Ekki kom fregnin um andlát Ágústar á óvart. Hann hafði barist við alvarlegan sjúkdóm langa hríð og ljóst var hvert stefndi. Engu að síður bregður manni alltaf við slíkar fregnir og minningarnar koma upp í hugann um hann sem nú hefur kvatt þetta líf. Ég kynntist Ágústi ekki fyrr en nú á síðustu árum, er leiðir okkar lágu saman í Seljakirkju, þar sem hann var kirkjuvörður. Hann rækti það starf með sérstakri alúð meðan kraftar leyfðu. Hann átti sinn þátt í að móta starfið í þessum nýja helgidómi. Mér er minnisstæður sá tími þegar verið var að setja upp orgelið í kirkjunni. Þama opnaðist fyrir Ágústi heimur sem hann þekkti áður aðeins af afspum. Hann þurfti margs að spyija um eðli slíkra hljóðfæra og um þá tónlist sem á þau er leikin. Strax að lokinni upp- setningu orgelsins þótti við hæfí að ég sem organisti héldi tónleika á þetta hjóðfæri og fór þá í hönd tími mikilla æfínga á orgelið. Ég varð þess oft var að ég var ekki einn í kirkjunni. Ágúst sat úti í sal og var að hlusta. Hann spurði mig að því hvort þetta truflaði mig ekki. En það var síður en svo. Sannarlega kunni hann Ágúst að hlusta og mér þótti gott að vita af honum þarna. Oft kom hann til mín og spurði um verkin sem ég var að leika. Á þess- um stundum var síðan eitthvað annað rætt og þannig kynntumst við. Ágúst Þór Guðjónsson hafði áhugaverðan mann að geyma. Hann hafði reynt margt á lífsleið- inni, lent í alvarlegum erfíðleikum og sigrast á þeim. Um þá hluti ræddum við oft og var margt af því að læra. Mér er minnisstætt þegar Ágúst eitt sinn steig í stólinn í Seljakirkju og ræddi um mátt bænarinnar. Þar mátti fínna að talað var af reynslu. Hann fylgdist með starfí kirkju- kórsins af áhuga og gladdist inni- iega yfir því sem þar var vel gert. Hann verður jarðsunginn á æsk- ustöðvum í Fljótshlíð að undan- genginni athöfn í Seljakirkju. Blessuð veri minningin um góðan og fórnfúsan drengskaparmann. Kjartan Sigurjónsson. Kveðja frá Seljasókn Gular páskaliljumar standa enn á altarinu fyrsta sunnudag eftir páska. Þær minna okkur á sigur Krists er hann reis upp frá dauðum og gaf okkur mönnunum von um eilíft líf með sér. Sumar páskalilj- umar em þó famar að drúpa höfði, líf þeirra hefur fjarað út eftir að hafa glatt augu kirkjugestanna yfír páskahátíðina og verið okkur préd- ikun um fegurð lífsins. í dag drúp- um við höfði í söknuði vegna látins vinar'og samstarfsmanns, Ágústar Þórs Guðjónssonar. Dagleg sam- skipti við hann vom sannarlega prédikun um æðmleysi og trú- mennsku í störfum og samskiptum við þá sem í kirkjuna komu. Líf Ágústar hafði fært honum mikla og oft erfíða lífsreynslu en hann treysti Guði og átti skynsemi til að horfa til baka og læra af erfíðu tím- unum til að takast betur á við dag- legt líf og amstur. Þessir kostir Ágústar, eða Gústa, t Móðir okkar, ÞORBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR KRATSCH, Stigahlfð 20, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 30. apríl. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN SIGURJÓNSSON, Tjarnargötu 27a, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. maí kl. 11.00. Aðalbjörg Stefánsdóttir, Stefán Sigurbjörnsson, Ebba Valvesdóttir, Axel Gísli Sigurbjörnsson, Ingibjörg Pálmadóttir og barnabörn. t Móðir okkar, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlið, áður til heimilis í Helgamagrastræti 47, Akureyri, sem lést 23. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 6. maí kl. 13.30. Jóhann Pétur Sigurbjörnsson, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Jón Haukur Sigurbjörnsson, María Sigrfður Sigurbjörnsdóttir. . t Bróðir minn, TRYGGVI SIGURLAUGSSON frá Grænhóli, Hlégerði 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag is- lands. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Sigurlaugsdóttir. eins og hann var oftast nefndur okkar á meðal, komu sér vel í því starfí sem hann gegndi í Seljakirkju en þar var hann kirkjuvörður og í raun ómissandi þáttur í kirkjustarf- inu allt frá vígslu kirkjunnar í des- ember 1987. Viðmót hans ein- kenndist af umburðarlyndi og natni hvort sem var gagnvart kirkjugest- um, ungum sem öldnum, eða innan- stokksmunum kirkjunnar. Að ekki sé minnst á „grænu fingurna“ hans Gústa sem allt fengu til að blómstra, það vantaði bara herslu- muninn að jólarósimar blómstruðu aftur að ári. Gústi var fjölhæfur og átti mörg áhugamál og eitt sem brann ætíð á honum var starfsemi AA-samtakanna og hvemig aðstoða mætti þá sem vímuefnum verða að bráð. Að lifa einn dag í einu og lifa hann af æðruleysi var það sem ein- kenndi Ágúst í daglegum samskipt- um. Þref og árekstrar hversdagsins urðu lítilvægir í nálægð Gústa og benti hann oft á að út af smámun- um tæki ekki að gera veður. Þegar veikindin fóru að heija á var sama æðruleysið haft í frammi og kannski gerðum við okkur aldrei fulla grein fyrir hversu alvarleg veikindin voru og vonuðumst við alltaf eftir að hann kæmi til starfa með okkur á ný- Vonin um bata breyttist í sam- hljóm með voninni sem Kristur gaf okkur á hinum fyrstu páskum um sigur lífsins yfír dauðanum. Við felum hann góðum Guði í kærri þökk fyrir allt. Aðstandendum og ástvinum öll- um vottum við innilega samúð. F.h. Seljasóknar og starfs- manna Seljakirkju, Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju, þeim er njóta nær. (Guðm. Böðvarsson). Með söknuði kveðjum við einn af okkar bestu vinum og talsmönn- um. Gústa var mikið í mun að Ala- non-deild væri til staðar í Selja- kirkju. Hann, ásamt sóknarpresti ok kar sr. Valgeiri, var gestur á stofnfundi okkar. Hægt fórum við af stað og oft á tíðum vorum við að gefast upp, en ævinlega fengum við hvatningu frá Gústa vini okkar og sóknarpresti. Gústi fékk sinn skerf af reynslu í lífí sínu og úr þeirri reynslu vann hann eins og best verður á kosið. Við biðjum góðan Guð að geyma vin okkar og kveðjum með bæn, sem okkur er kær: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ breytt kjark til þess að breyta þvi sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Eftir bestu getu munum við virða og halda óskir Gústa okkar á lofti. Við felum Gústa okkar Guði á vald. Fjölskyldu og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. ónefndar vinkonur. Það er eins og sumir lifi alltaf, þótt þeir deyi. Nærvera þeirra var svo sterk í þessu lífí. Einn þeirra er Ágúst Þór Guðjónsson, sem var burt kallaður nýlega. Hann hafði háð veikindastríð af karlmennsku og tekið örlögum sínum af æðru- leysi eins og hans var von og vísa. Það er missir áð mönnum eins og Ágústi. Þegar félagsskapur og vin- átta byggjast á andlegri vakningu, en ekki á veraldlegum hagsmunum — með öðrum orðum á lífsstefnu, þar sem viðkomandi félagar leitast við að samhæfa reynslu sína, styrk og vonir — þá verða til óskráð lög eins og þegar gengið er undir jarð- armen að fomum sið eða svipað og tíðkast í andlegri reglu með háleit sjónarmið. Vinur vor Ágúst — Göstó eins og greinarhöfundur leyfði sér að kalla hann, en því tók hann vel — var öðrum félögum í mannræktar- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT DUNGAL, Miklubraut 20, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. mafkl. 15.00. Sigrún Dungal, Sveinn Björnsson, Gunnar B. Dungal, Þórdís A. Sigurðardóttir, Páll Halldór Dungal, Elm Kjartansdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KLARA EGGERTSDÓTTIR, Stórholti 14, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn4. maíkl. 13.30. Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnar Gissurarson, Heiða Guðjónsdóttir, Guðmundur Clausen, Guðný Guðjónsdóttir, Ástþór Valgeirsson, Fanný Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við lát elskulegs eiginmanns míns og bróður okkar, SIGURGEIRS VILHJÁLMSSONAR frá Eyrarbakka, fyrrverandi vélstjóra, Boðahlein 22, Garðabæ. Guðbjörg Stefánsdóttir. Soffía Vilhjálmsdóttir, Jóna Vilhjálmsdóttir. stefnu, sem áður er vikið að, leiðar- ljós og fyrirmynd. Hann var af hjarta lítillátur maður og sannkrist- inn í orði og athöfn — lausari við eigingirni og sjálfselsku en almennt er. Hann hélt sér jafnt og þétt við óskráðu lögin — andlegu hliðina í mannræktar-lífsstefnunni — ástundaði auðmýkt — í réttum skilningi orðsins — auðmýkt gagn- vart reynslusporunum tólf, dæmdi engan, var jákvæður á hveiju sem gekk og sýndi af sér ró á hveiju sem gekk eins og sannaðist í við- horfi hans í veikindum hans og sálarstríði. Ágúst var gæddur óvenjulegri skapgerð, sem ekki var hægt annað en að virða og meta. Hann var eins og stendur í Hávamálum „þagalt og hugalt þjóðans barn“, gumaði aldrei né raupaði. Hann brynjaði sig ekki eins og sumra viðkvæmra sálna er háttur með hröslulegri framkomu — hann var alltaf sami ljúflingurinn. Skólasystir Ágústs frá Laugarvatni man gjörla eftir honum. Hún sá hann aftur 45 áruirí seinna, hafði ekki séð hann í millit- íðinni og þekkti hann aftur. Hún sagði: „Maður kynntist honum gegnum nærveru hans — hún var sérstök. Hann var hvers manns hugljúfi. Hann vakti athygli vegna músíkhæfíleika. Það var flygill í skólanum. Hann sat við hann stund- um — og það var sama hvað maður bað hann að spila, hann lék það alltaf af fíngrum fram. Að öðru leyti bar lítið á honum í skólanum. Hann var laus við að trana sér fram. En nærvera hans og músík hans fymast ekki.“ Kynni af Ágústi hófust fyrir 11-12 árum í Seljahverfi, hvar var fundað. Kynnin urðu æ nánari — jafnvel skroppið saman í ferðir og brugðið á leik. Göstó hafði spilað fyrir dansi á áram áður austan- fjalls — lék á harmonikku — hann var ættaður úr Rangárþingi (Fljóts- hlíðinni). Hann hafði sérstakan tón í nikkunni, „tón ljóðsins“ datt manni í hug, þegar hann eina kvöldstund fékkst til að grípa í harmonikku í heimsókn hjá frænku greinarhöf- undar í Breiðholti, en hún á forláta harmonikku, leikur sjálf og hafði leikið á dansiböllum fyrir vestan. Þetta var ógleymanleg stund. Göstó virtist kalla fram lífsljóð sitt, þar sem skiptust á sorg og gleði. Og hann orti. Hann orti vel, fór vel með, flíkaði því ekki fremur en öðrum hæfíleikum sínum. Og nú að leiðarlokum rifjast það upp, er segir í einu ljóða hans: Það húmar að og hljóðnar erill dagsins og hægur strýkur andvarinn um kinn. Hin gullna glóð í skini sólarlagsins sefar þá og róar huga minn. Á þeim tæpu þrettán árum, sem hann lifði nýju lífi, safnaði hann æ meira og meira í sjóð sjálfsvirðing- ar, virðingar gagnvart guði og mönnum og tilverunni. Á tímabili annaðist hann lítið athvarfsheimili fyrir vegvillta og fórnardýr óreglu. Áhrifa hans í því starfi gætir enn. Ungir menn, sem hann sýndi um- hyggju, dásama hann og þakka honum lífgjöfina. Ágúst þakkaði sér ekkert slíkt. Hógværðina sýndi hann í einu og öllu — og hann gaf sérstakan tón inn í fyrrgreind mannræktarsamtök, sem frum- kvöðlar þeirra hefðu getað verið hreyknir af. í'Iú hefur hann samt örugglega ekki verið skaplaus. Hins vegar agaður og gæddur sjálfstjórn. Minnti oft á uppeldi móður þess, sem þetta skrifar, en hún var úr Rangárþingi eins og Ágúst — lagði aldrei illt til neins og laus við öf- und, sem nú er orðin allt of algeng meðal fólks, sem er haldið uppeldis- leysi. Göstó er horfinn, en andi hans lifír og nærveran, sem var smitandi holl andlega og minnti á aðalatriði lífsins: Að vera sannur og heill og umfram allt æðrulaus. Vinar og félaga er sárt saknað. Að Hæðardragi, Steingrímur St.Th. Sigurðsson. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p e “a in sími 620200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.