Morgunblaðið - 01.05.1992, Page 51

Morgunblaðið - 01.05.1992, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Kveðjuorð: * Gestur Amason Kveðja frá Félagi Borgfirð- inga (eystra) Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Við kveðjum nú hinstu kveðju Gest Árnason, einn af stofnendum Félags Borgfirðinga (eystra) í Reykjavík. Gestur sat í fyrstu stjórn félagsins 1949-1950, síðan aftur 1952-1954 en þá var hann kjörinn formaður félagsins og var það óslitið í 26 ár, eða til ársins 1980. Þegar hann lét af for- mennsku kvaddi hann með þessum orðum: „Við fáum oft að heyra að við séum skrýtinn þjóðflokkur, við skulum halda því áfram. Stönd- um vörð um sérkenni til heilla okkar heimabyggð“ en tilgangur félagsins er einmitt að „auka og viðhalda kynningu milli þeirra sem þetta félag mynda og hinna sem búsettir eru í Borgarfirði (eystra) og styðja eftir megni framfaramál þeirra á hvaða vettvangi sem því verður við komið“. í formannstíð Gests var unnið að mörgum góðum málum og heimabyggðin naut góðs af ef hagnaður varð hjá félaginu. Fyrstu ár félagsins voru haldnir skemmtifundir, spilaðar félags- vistir, farið í skemmtiferðir og berjaferðir og eru þeim er fóru þessar ferðir þær ógleymanlegar. Frá 1956 hafa verið haldin þorra- blót sem enn í dag eru aðalsam- komur félagsins auk barnasam- komunnar sem einnig er áiviss. Það undrar marga sem heyra getið um starf félagsins að átthag- afélag frá svo iitlum stað sem Borgarfjörður (eystri) er skuli vera megnugt að halda fjölmennar samkomur. Þar eigum við mikið að þakka leiðtogahæfileikum Gests og er áreiðanlegt að félagið hefði aldrei orðið það sem það er ef hans hefði ekki notið við. Jafn- framt því að halda um stjórnartau- mana hvatti hann aðra óspart til dáða. Haft var á orði að bæði Gestur einhvern um viðvik fyrir félagið væri alveg eins gott að játa því strax, því hann gæfist ekki upp fyrr en jáyrði fengist. Hér verður ekki rakið í smáatr- iðum starf Gests fyrir félagið, en við getum ekki kvatt hann án þess að geta um hina miklu vinnu er hann innti af hendi við að safna saman og halda til haga ýmsum kveðskap eftir Borgfirðinga og fróðleik um þá. Á árunum 1974- 1981 útbjó Gestur úr þessu safni bæklinga fyrir þorrablót og önnur samkvæmi á vegum félagsins og árið 1985 veglegan bækling um Jóhannes Kjarvai í tilefni af því að Kjarval hefði orðið 100 ára. Á framhlið allra þessara bæklinga var erindi eftir séra Einar Þórðar- son er þjónaði Desjarmýrarpresta- kalli 1904-1907: Vér biðjum yfir Borgarfjörð blessum Drottins streymi. Því engan blett og engan fjörð vér elskum meir í heimi. Mér finnst eins og þetta hafi verið talað frá hjarta Gests sjálfs. Þegar Borgfirðingafélagið varð 40 ára árið 1989 var ráðist í það að gefa þessa bæklinga út í bók. Þá lá Gestur ekki á liði sínu frem- ur en endranær. Hann lagði nótt við dag til þess að ljúka verkinu; vann allt í sjálfboðavinnu eins og annað sem hann gerði fyrir félag- ið, vann af alúð og virðingu fyrir verkinu, vann af ást á Borgarfirði og Borgfirðingum. Eftir liggur bókin upp á 336 blaðsíður, verðug- ur minnisvarði um dugnað og ósér- hlífni manns sem hafði hag félags- ins síns og átthaganna ávallt í fyrirrúmi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aldraðri móður Gests, Gyðu Árnadóttur, vottum við okkar inni- legustu samúð. F.h. Félags Borgfirðinga (eystra) í Reykjavík, Anna Sigurðardóttir. vangur hans síðan til æviloka. Snemma varð hann vélstjóri og síðar skipstjóri í fjölda ára bæði á Suður- eyri og á Akranesi. Hann var bæði farsæll skipstjóri og fengsæll afla- maður og sjósóknari. Það hæfði vel karlmannslund hans að takast á við höfuðskepnurnar sem oft eru mis- lyndar, veður válynd og sjósókn hörð. Núna þegar Dáti er horfinn yfir móðuna miklu, stendur eftir minningin um drengskaparmanninn, þéttan á velli myndarlegan og karl- mannlegan. Stærsta gæfuspor sitt steig hann árið 1958 þegar hann giftist eftirlif- andi konu sinni Sigurlaugu Ingu Árnadóttur frá Akranesi. Eignuðust þau fimm mannvænleg börn sem öll eru uppkomin. Þeim öllum og öldruð- um foreldrum hans flyt ég einlægar samúðarkveðjur mínar. Elsku Lauga mín, vissan um að látinn lifir er huggun harmi gegn. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Flýt þér vinur í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (J.H.) Kveðjuorð: Ámi E. Sigmundsson frá Suðureyri Fæddur 22. júlí 1937 Dáinn 1. apríl 1992 Þann 9. apríl sl. var útför Árna Sigmundssonar gerð frá Akranes- kirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Þegar mér var sagt að þessi æsku- vinur minn væri látinn, hefði dáið af slysförum við skyldustörf fannst mér það bæði sárt og ósanngjarnt að slíkt gæti gerst. En svona er líf- ið, maðurinn með ljáinn er fastur fylgdarmaður þess og sem betur fer veit enginn hvar hann heggur næst. Dáti, eins og hann var alltaf kall- aður, fæddist á Hesteyri í Jökulíjörð- um, en fluttist ungur til Suðureyrar með foreldrum sínum þeim Sig- mundi Guðmundssyni frá Gelti og konu hans Ragnheiði Elíasdóttur. Hann var elstur þriggja sona þeirra hjóna sem ólust upp við ástríki og myndarskap á heimili foreldra sinna. Ég þekkti þetta heimili vel því ég var þar meira og minna heimagang- ur á æskuárum mínum. Snemma á bernskuárum bundumst við Dáti órjúfandi vináttuböndum sem aldrei brustu þó hann byggi fyrir sunnan en ég fyrir vestan. Á uppvaxtarárum okkar var margt með öðrum hætti á Suðureyri en nú er. Aðalleiksvæðin þá voru bryggjmmar og sandfjaran. Alltaf var nóg að gera við margskonar leiki og prakkarastrik. Minningar þessara ára eru ljúfar og renna í gegnum hugann eins og myndir á tjaldi. All- ar eru þær tengdar Dáta, drenglynda og trygga æskuvininum, sem ég var svo gæfusamur að eiga. Eftir að leiðir okkar höfðu legið saman í gegnum barnaskóla ög Núpsskóla fór hann á sjóinn. Var sjómennskan þá búin að fanga huga hans svo, að á sjónum og við sjóinn var starfsvett- Eðvarð Sturluson. * Ingibjörg I. Halldórs dóttir - Kveðjuorð Fædd 2. maí 1909 Dáin 19. apríl 1992 Guð faðir sé vörður og verndari þinn, svo veröld ei megi þér granda, hvert fet þig hann leiðir við föðurarm sinn, og feli þig sér milli handa. (V. Briem.) Mig langar að minnast hennar ömmu minnar með nokkrum orðum. Hún hét Ingibjörg ísleif Halldórs- dóttir frá Gaddastöðum. Hún var ávallt mikil dugnaðar kona sem hafði stórt og gott hjarta. Amma gekk ekki alltaf heil til skógar, en lét þó aldrei deigan síga, því lífið hjá henni snérist að mestu leyti að þeim sem minna máttu sín. Hún stóð ávallt sem klettur við hlið afa, sem á nú hvað sárast um að binda, því hún var hans mesti og jafnframt besti lífsförunautur. Voru þau amma og afi mjög myndarleg heima að sækja og fylgdu þeim ávallt tíð- ar gestakomur, því fólk kunni vel að meta það göfuglyndi sem frá þeim kom. Saman voru þau sann- kallaðir höfðingjar. Hann afi minn hefur nú kvatt sína heitt elskuðu eiginkonu. Fór hann sjálfur við jarð- arförina, sem verður að teljast kraftaverk, því hann hefur verið rúmfastur um árabil á sjúkrahúsi Keflavíkur, en hann komst í hjóla- stól, með mikilli og ómetanlegri hjálp starfsfólks sjúkrahússins. Um leið og ég minnist hennar ömmu, sem hefði orðið 83 ára 2. maí, bið ég guð að vernda og blessa hana. Yegir guðs eru órannsakanlegir. Ég trúi því að þegar tími afa kem- ur, þá taki amma vel undirbúin á móti honum, með guðsstyrk. Það fylgir mikill söknuður um ástkæra ömmu mína, en um leið ylja minn- ingarnar allar þær góðu er áttum við saman. Ég tel það mikið lán að hafa fengið að njóta ömmu og afa svo lengi og vei. Ég veit að ömmu líður betur núna. Ég bið algóðan guð að styrkja og blessa elskulegan afa minn og alla þeirra ástvini. Bjartkær sonardóttir, Ingibjörg Eyjólfsdóttir. Minning: Jóhanna S. Hansen Fædd 26. maí 1921 Dáin 5. apríl 1992 Miðvikudaginn fyrir páska var kvödd frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum Jóhanna Soffía Hans- en. Hún fæddist á Skálum á Langa- nesi 26. maí 1921. Þar var þá blóm- legur útgerðarstaður. íbúar yfir 100 manns. Nú er þar allt í eyði. Það hefur trúlega verið vegna sam- gönguerfiðleika sem fólkið flutti í burtu. Jóhanna og Lúðvík Jóhanns- son maður hennar bjuggu fyrst á Þórshöfn og síðan í Heiðarhöfn á Langanesi til 1968, en þá fluttu þau til Vestmannaeyja. Lúðvík fór sem kokkur til sjós, en Jóhanna gerðist landverkakona, ásamt því að taka að sér börn til skemmri eða lengri dvalar. Börnum leið vel hjá þeim hjónum hvort sem það voru barna- börn þeirra eða vandalausir. Jó- hanna og Lúðvík voru ákafiega samrýnd hjón, bæði hlý og notaleg í viðkynningu. Ég kynntist þeim fyrst þegar þau urðu að flýja til lands undan eldgosinu í Eyjum. Það var undravert jafnaðargeð sem þau sýndu þá vitandi ekkert hvað fram- tíðin bæri í skauti. Þeim var fyrst komið fyrir á Kjalarnesi, og síðar í Garðinum þar til þau tóku þá ákvörðun 1974 að drífa sig aftur til Eyja þrátt fyrir ösku og reyk. Jóhanna var móðursystir Sigur- þórs mannsins míns. Við vissum af þessu frændfólki á Langanesinu þegar við bjuggum á Norðfirði. En við vorum eins og annað nútíma- fólks, alltaf að flýta okkur. Þegar við fórum suður á Iand, var keyrt eins hratt og leyfilegt var eftir hringveginum og þóttist ég heppin ef stansað var smástund á Akur- eyri, höfuðstað Norðurlands. Þórs- höfn tilheyrði ekki hringveginum, hvað þá Heiðarhöfn sem er 5 km austar. Það kemur-alltaf á óvart að heyra andlát þeirra sem maður þekkir. Því gáfum við okkur ekki meiri tíma til að rækta vináttuna. Þau hjónin buðu okkur til Eyja á þjóðhátíð 1974. Það var ógleyman- leg ferð í alla staði. María, dóttir Jóhönnu, og Bergvin maður 'hennar voru einnig aftur sest að í Eyjum, og fórum við út í Eyjar með Gló- faxa, skipi sem Bergvin á. Það var gaman að upplifa þessa hrífandi stemmningu sem var á þjóðhátíð- inni þetta ár. Fólkið var komið heim. Jóhanna var ákaflega fróð um menn og málefni og sagði skemmtilega frá. Hún var svo ættfróð, að við fórum að hafa gaman af að vita hver var hvers. Og allt í einu var Sigurþór kominn með heilmikinn ættboga á bak við sig, og meira að segja Þingeyingur að hluta! Af níu systkinum Jóhönnu eru tvö á lífi. Fyrri maður Jóhönnu hét Friðrik Jóhannsson, hann dó ungur. Þau eignuðust þijú böm: Jóhann Friðjón, kvæntur Fríðu Eiríksdótt- ur; Samúel Maríus, eiginkona hans er Jóhanna Alfreðsdóttir og María, gift Bergvini Oddssyni. Með seinni manni sínum Lúðvík Jóhannssyni eignaðist hún eina dóttur, Ásdísi. Hún er gift Pétri Elíassyni. Barna- börnin eru sautján og barnabarna- börnin átta. Við sendum aðstand- endum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Kristrún og Sigurþór. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GEIRS ÞÓRS JÓHANNSSONAR, Stigahlíð 48, Reykjavík. Jóhann Geirsson, Áslaug Valsdóttir, Erna Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Þorkell Guðmundsson, Anna Betúelsdóttir, Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, Arnar Þorkell, Ómar og Þórhildur Vala. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem á einn og annan hátt auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og út- för ástkærs sonar, unnusta og bróður, INDRIÐA KRISTJÁNSSONAR, Leyningi, Eyjafjarðarsveit. Guð blessi ykkur öll: Áslaug Kristjánsdóttir, Petra Kristjánsdóttir, Haukur Kristjánsson, Erlingur Kristjánsson, Vilhjálmur Kristjánsson, Sigríður Sveinsdóttir, Kolbrún Elfarsdóttir, Gunnar Frímannsson, Þorkeli Pétursson, Margrét Hólmsteinsdóttir, Pollý Brynjólfsdóttir og systkinabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för BJÖRNS SVEINSSONAR, Lagarási 17, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Vífilsstaðaspítala. Oagmar Hallgrimsdóttir, Anna Sveinsdóttir, Guðgeir Björnsson, Einhildur Sveinsdóttir, Björn Logi Guðgeirsson, Unnur Sveinsdóttir. Guðrún Jónsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.