Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Þér hafið vanmetið framtals- Trúir þú þínum augum? skyldu yðar. Hver er peninga- eign yðar? HÖGNI HREKKVÍSI HONUM L/ÐO& /HIKlU BBTUH. . HANN HÖST/tD! HE/LUM H'ARBOLT/) UPPÚR SÉR. " BRÉF TEL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fjöldasamtök neytenda Frá Birni S. Stefánssyni: Formaður Neytendas^mtakanna, Jóhannes Gunnarsson, kallar þau fjöldasamtök í bréfi til blaðsins á laugardaginn var (11. þ.m.). í neyt- endadfélögunum sem mynda sam- tökin eru um 23 þúsund manns. Þótt þetta sé ekki nema um 10% þeirra landsmanna, sem greiða neytendaskatt, mundu menn að lítt athugnðu máli telja samtökin rétt- nefnd fjöldasamtök. Ég fór á aðalfund neytendafélags höfuðborgarsvæðisins haustið 1989, sem boðaður var á skrifstofu þess í gamalli íbúð í húsi við Lauga- veg. Fundinn sóttu um 15 manns. Fundurinn var ósköp notalegur og endaði með kaffidrykkju í eldhús- inu. Þegar þetta var, voru í félaginu Frá Atki Hrauníjörð: Ég hóf þessa umræðu undir hug- takinu lífsstefna, orðið hugtakið varð til á árunum frá aldamótum til 1919 er dr. Helgi Pjeturs gaf út ritgerðarsafn undir nafninu Hið mikla samband. Þar stillir hann stefnu lífsins upp í tvær gerólíkar atburðarásir, lífsstefnu, leið far- sældar og hamingju og helstefnu, leið ófarsældar og óhamingju. Allt sem stefnir til fegurra og betra líf er lífsstefna. Leið sífellt aukinnar þekkjngar, leið kærleika, sam- kenndar og tillitssemi er leið hins þroskaða einstaklings. Út í hinum stóra víðáttumikla geimi, á ótelj- andi jarðstjömum eru háþroska, kærleiksríkar verur, óumræðilega göfugar og fagrar, þess albúnar að verða mannkyni jarðar innan handar með þroskaviðleitnina. Hvert einasta augnablik sem við lifum, eru þessar verur að reyna koma til okkar skilaboðum. Við hvorki sjáum né heyrum, enda óvit- andi um viðleitnina. Við höldum rúm 10 þúsund manns. Af fundar- mönnum voru líklega allir nema þrír annaðhvort starfsmenn neyt- endasamtakanna eða í stjórn félagsins, en nokkra-stjórnarmenn vantaði. Getum við kallað þetta íjöldasamtök? Er það ekki heldur svo, að fólk sé í neytendafélagi til að eiga kost á þjónustu starfsmanna og vilji fylgjast með málum í Neyt- endablaðinu? Mannaforráð eru enda meira í samræmi við það, að um sé að ræða þjónustuskrifstofu með fjöl- menna notenda- og áskrifendaskrá. Framkvæmdastjóri, lögfræðingur, formaður samtakanna og formaður félagsins, sem notar skrifstofu sam- takanna, eru samtals tveir menn. Á næstu aðalfundi kom ég ekki, vegna íjarveru í annað skiptið, en í hitt okkur við það sem nef okkar nær, enginn skaffar öðrum þroska, hver dæmir eftir sínu viti. Á sama tíma og upplausn virðist ríkja í flestum löndum jarðar, þá vex ásmegin hreyfing, sem vill stuðla að bættu lífi og umhverfi jarðkúlunnar. Með nokkurri bjartsýni má reikna með, að hinn nýi hugsunarháttur komi til að með sigra heiminn fljótlega upp úr aldamótum og lífsstefnan fái að leysa af hólmi helstefnuna, sem alltof lengi hefur fengið að njóta sín. Leið farsældar er leið okkar, mannkærleikur og virðing fyrir móður jörð, er hugsun og framkoma hins þroskaða manns. Við verðum að lyfta hugsun okkar og þiggja það vit og þá góðvild sem til okkar er sent frá öflugum, göfugum og guðalíkum verum al- heimsins. Verum þess minnug, að góðvildin færir okkur hamingju og þannig framkvæmum við lífsstefn- una í verki, skref fyrir skref. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Kársnesbraut 82a, Kópavogi. skiptið fór fundarboð fram hjá mér. Á fundinum óskaði ég eftir því að samtökin fjölluðu um hagsmuni neytenda í víðum skilningi að því er varðaði fæðuöryggi almennings, ekki síst á félagssvæðinu. Fram- kvæmdastjórinn kvaðst vilja, að svo yrði gert. Ég reifaði þetta í Neyt- endablaðinu nú í haust. Ég hef hins vegar ekki orðið var við, að samtök- in hafi sinnt því. Fríverslunarviðhorf eru ráðandi hér á landi. Frá fríverslun eru undanskilin ýmis matvæli. Það er í samræmi við almenningsálit sem skoðanakannanir staðfesta, að er nokkuð víðtækt, um að það sé þjóð- inni (neytendum) fyrir bestu, að hér á landi séu framleidd matvæli eftir því sem skilyrði eru til. Neyténda- samtökin hafa aðhyllst þetta sjónar- mið. Um þetta er þó ekki eining með- al landsmanna. Nýleg skoðana- könnun sýndi, að það sé helst and- staða við það meðal þeirra, sem hafa þröngt starfssvið (svokallaðir sérfræðingar). Sú niðurstaða styrk- ir heldur þá dóma almennings um sérfræðinga að þeir séu manna ein- strengingslegastir (þröngsýnastir). Það hefur alla tíð verið á valdi landsmanna að búa þannig að inn- lendri matvælaöflun, að hér séu forsendur til að nýta skilyrði lands- ins eða að láta það vera og leyfa innflutning á hveiju einu hvernig sem stendur á fyrir innlendri fram- leiðslu. Neytendasamtökin hafa sem sagt ekki beitt sér fyrir því, að inn megi flytja matvæli hvenær sem þau kynnu að bjóðast ódýrari en innlend. Nú bregður hins vegar svo við í sambandi við GATT-samn- inga, að Jóhannes Gunnarsson kynnir þá afstöðu sína, að þrengja beri kosti innlendrar framleiðslu verulega. Ég er ekki viss um að hann hafi til þess umboð að kynna það sem formaður og framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Vesturvallagötu 5, Reykjavík. Lífsstefna Víkveiji skrifar Ivikunni fyrir páska velti Víkveiji því fyrir sér hvers vegna svo fáir skíðaunnendur hefðu rennt sér í brekkunum í Bláfjöllum í vetur eins og raun bar vitni þá. Ýmsar hugmyndir voru settar fram í þeim skrifum, m.a. um að skíðaferðir til Austurríkis væru í tísku en Bláfjöll ekki og jafnframt að ef jörð hefði verið auð í Reykjavík og nágrenni um tíma teldi fólk lítið af snjó í fjöllunum og færi því ekki á skíði þangað. í bréfi sem skrifara barst fyrir nokkrum dögum er vikið að þessu og segir bréfritari að hann hafí haft augu og eyru opin bæði hér heima og í Austurríki og hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að Bláfjalla- menn þurfí í ærlega naflaskoðun. xxx Nefnir bréfritari síðan nokkur atriði, sem hann telur að bet- ur megi fara og nefnir símsvarann og segir að svo virðist sem inn á hann sé talað einu.sinni á dag, sem teljist óviðunandi þegar veður geti breyst snögglega eins og íslending- ar þekki. Þá segist hann efast um að nokkurs staðar á skíðasvæði sé jafn mikil óþarfa umferð vélsleða í brekkunum, ferðir þessar séu til- gangslitlar, flestum til ama og skapi mikla slysahættu. Hann segir að þeir séu orðnir margir sem hafi lent í því að rúllu- bönd í sleppilyftum hafi slitnað á leið upp og lítið virðist vera um fyrirbyggjandi viðhald í þessum efnum. Snjógirðingunni á Öxlinni, þegar komið er úr stólalyftunni, sé illa haldið við og einnig fljóðljósum. Bréfritari segir í lok bréfs síns: „Sem kaupandi þeirrar þjónustu sem býðst í Bláfjöllum leyfí ég mér að benda á þessi stóru smáatriði og er þess fullviss að ef þau verða * löguð þá muni aðsókn aukast í Fjall- ið. Flest það sem bent hefur verið á kostar næstum ekkert þar sem starfsmenn eru flestir til vinnu hvort sem viðrar til skíðaiðkunar eða ekki. Vonandi verða þessar hugleiðingar einhveijum að gagni svo að þessi paradís sem við eigum hér við borgarmörkin verði notuð.“ Ekki ætlar Víkveiji að leggja dóm á þau sjónarmið bréfritara sem fram koma hér að ofan, finnst reyndar heldur notalegt að koma í Bláfjöll og renna sér þar í vel troðn- um brekkunum. Það skal þó tekið fram að þær ferðir eru fáar á vetri hveijum og ekki nema í besta veðri og við bestu skilyrði. xxx Morgunblaðið tók upp þá þjón- ustu við lesendur sína í vetur að birta á hveijum laugardegi upp- lýsingar um snjó og færi á helstu skíðastöðum landsins. Þessar upp- lýsingar birtust á blaðsíðu 4 í ná- býli við veðurfréttir og -spár Veður- stofunnar og upplýsingar Vega- gerðarinnar um færð á helstu veg- um. Er þessi þáttur um skíðasvæð- in birtist fyrst var reynt að greina frá helstu skíðastöðum. Forráða- menn skíðafélaga og svæða voru duglegir að koma upplýsingum á framfæri og fjölgaði skíðastöðum í þessum þjónustudálkum eftir því sem leið á vetur. Nú segir dugnað- ur þessara manna lítið um almenn- an áhuga á skíðasvæðunum, en það verður Víkveiji að játa að hann hafði ekki hugmynd um að skíða- svæði, sem kalla' má því nafni, væru svo mörg sem raun ber vitni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.