Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 61
09
61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
Tekjur tannréttingamanna
um 40 milljónir króna á ári?
Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni:
Heilbrigðisráðherra hefur upplýst
á Alþingi að ætla megi að greiðslur
vegna tannréttinga verði rúmar 960
milljónir króna á tveim árum. Þessar
greiðslur renna að miklum hluta til
12 tannréttingamanna, sem sam-
kvæmt því hafa um 40 milljónir
króna í árstekjur hver um sig.
Margur neytandinn spyr sig senni-
lega hvort tölurnar sem ráðherrann
gefur upp, geti verið réttar, en því
miður er það svo þó þessi rányrkja
innan heilbrigðiskerfisins sé stað-
reynd og til komin með fijálsum
samningi fulltrúa ríkisins við tann-
réttingamennina. '
Hér fylgir dæmi um reikninga sem
styður upplýsingar ráðherrans. Sé
niðurstaða þessa reiknings notuð til
að finna árstekjur tannréttinga-
manns, kemur í ljós, að hann fær
um 40 milljónir úr vösum almennings
á ári.
Fulltrúum verkalýðsins hefur
ítrekað verið bent á þetta tekjumis-
rétti, en þeir virðast hafa öðru þarf-
ara að sinna en að leiðrétta vand-
ann, hefur þó margur „félagsmála-
pakkinn" sem þeir hafa óskað eftir
af hálfu ríkisins, verið minni en þessi.
Til að forðast misskilning skal það
tekið fram að með tekjum tannrétt-
ingamanns er átt við brúttótekjur,
en með launum er átt við laun ein-
staklingsins að meðtöldum launa-
tengdum gjöldum.
F.h. Neytendafélags Akureyrar og
nágrennis,
VILHJÁLMUR INGI ÁRNASON
Pétursborg, Glæsibæjarhreppi.
Réttlæti í pörtum
Frá Ólafi Tryggvasyni:
Réttlæti í pörtum er ekkert rétt-
læti, það er aðeins niðurskorið rang-
læti. Wiesenthal-stofnunin er ekki
stofnuð til að leita réttlætis. Hún
er stofnun hefndarinnar, stofnuð til
að hefna fyrir glæpi sem framdir
hafa verið gegn gyðingum. Væri það
hlutverk hennar að leita réttiætis,
væri hún fyrir löngu búin að ákæra
bæði Begin og Shamir og fleiri for-
ystumenn ísraels fyrir hryðjuverk,
áþekk þeim sem nasistar frömdu, til
dæmis í Lidice í Tékkóslóvakíu, og
mörg fleiri. Sigurvegarar í síðasta
stríði töldu sig þurfa að greiða skuld
Þjóðveija fyrir líf 6 milljón gyðinga
og fengu það endurgreitt með lífí
nokkurra nasista og töldu sig þar
með kvitta. En fyrir slíkt er ekki
hægt að greiða með landskika í
Litlu-Asíu, sem auk þess er annarra
eign, og enn síður með leyfi til að
leika aðra jafn grátt og þeir voru
sjálfir leiknir eða þeirra fólk. Þar
sem þessi stofnun er nú að leita
hefnda en ekki réttlætis, eigum við
íslendingar ekkert vantalað við hana
og skuldum henni engin svör við
neinum spurningum hennar, allra
síst þar sem þær eru bornar fram
með hroka þeirra sem þykjast hafa
valdið og réttinn.
ÓLAFUR TRYGGVASON
Grandavegi 47, Reykjavík.
LEIÐRÉTTIN G AR
Zinkskortur og
lesblinda
í PRENTUN Morgunblaðsins á
bréfi mínu til blaðsins um zinkskort
og lesblindu hafa slæðst inn villur.
í fyrsta hluta bréfsins hafa fallið
niður setningarhlutar úr málsgrein
sem átti að hljóða svo:
„Skv. M. Tolonen (1) bendir
bresk og finnsk rannsókn til að
zinkstyrkur í blóði skólabarna sem
þjást af lesblindu sé að meðaltali
lægri en eðlilegt er. Skv. bresku
rannsókninni var zinkstyrkur 26
skólabarna með lestrarerfiðleika
um 'lh af zinkstyrk’ bekkjarfélaga
þeirra sem ekki áttu við slíkt að
glíma, en í þeirri finnsku voru 13
af 18 skólabörnum með lesblindu
með zinkstyrk í blóði undir eðlilegu
marki.“
Þá fengu skólabörnin í fínnsku
rannsókninni sem nefnd er í bréfinu
15 milligrömm af zinki ásamt 100
míkrógrömmum (ekki mg) af seleni
daglega.
HERMANN ÞÓRÐARSON
Brautarlandi 18, Reykjavík.
Föðurnafn leiðrétt
í Gárupistli sl. sunnudag var sagt
frá ritinu Emblu, sem þijár konur
gáfu út á árunum 1945-47. Ein
þeirra var Karolína Einarsdóttir frá
Miðdal, en föðurnafn hennar misrit-
aðist. Karólína er semsagt ekki Ei-
ríksdóttir. Eru hlutaðeigendur
beðnir velvirðingar á því.
VELVAKANDI
PÁFAGAUKAR
Gulur páfagaukur tapaðist frá
Bröttukinn 5 í Hafnarfirði. Upp-
lýsingar í síma 652464.
Lítill grænn páfagaukur
flögraði út í Lönguhlíð 27. apríl.
Vinsamlegast hringið í Eirik eða
Susanne í síma 19713 ef hann
hefur einhvers staðar komið
fram.
LEÐURSTÍG-
VÉL
Svart leðurstígvél tapaðist
sl. þriðjudagskvöld á leiðinni
frá Beykihlíð að Flókagötu.
Finnandi vinsamlegast hafi
samband í síma 679513.
GLERAUGU
Gleraugu í gleraugnahúsi töp-
uðust á annan dag páska í Ráð-
húsinu við Tjörnina. Vinsamleg-
ast hafið samband í síma 41122
á kvöldin.
GÓÐ GREIN
Lára Pálsdóttir:
Ég vil þakka fyrir góða grein,
sem birtist í Lesbók Morgun-
blaðsins fyrir skömmu, Eitthvað
sem lítur út eins og myndlist
eftir Þorvald Þorsteinsson lista-
mann. Þetta er grein sem við
þurfum öll að lesa.
DÚKKUKERRA
Bleik dúkkukerra , dúkka og
rósóttur kerrupoki töpaðust í
leikskólanum Foldaborg í Graf-
arvogi 14. apríl. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 675369.
ARMBAND
Gullarmband með rauðum
steinum tapaðist á sumardaginn
fyrsta í Austurbænum. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 37951.
KETTIR
Köttur fæst gefins. Upplýs-
ingar í síma 92-13845 eftir kl.
19.
Laugardaginn 25. apríl týnd-
ist tæplega árs gamall grábrúnn
bröndóttur högni í Langholts-
hverfinu í Reykjavík og er hans
sárt saknað. Hann heitir Max
og er með ljósbrúna hálsól og
eymamerktur í hægra eyra,
R1H251. Þeir sem kynnu að
hafa orðið hans varir vinsamleg-
ast hringið í síma 689798. Fund-
arlaun.
Átta vikna kettlingar, brön-
dóttir og hvítir, kassavandir,
fást gefins. Upplýsingar í síma
652472. Svartur fressköttur
með hvítar loppur og hvíta
bringu fannst við Hagaskóla 27.
april. Eigandi getur vitjað hans
í Kattholti.
Læða ásamt kettlingum, sem
eru bröndóttir, tvílitir og þrílitir,
þarf að komast á gott heimili.
Upplýsingar í síma 75542
HVOLPUR
Svartur hvolpur fæst gefins.
Upplýsingar í síma 652596.
SKÓR OG PEYSA
Poki með tvennum dansskóm,
svörtum og hvítum, og peysu
tapaðist á Hótel íslandi 21. apríl.
Finnandi 687580 eftir kl. 13.
Bestu þakkir til fjölskyldu minnar, vina og
samstarfsfólks hjá SVR fyrir hlýjar kveÖjur og
gjafir á 70 ára afmœli mínu.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur góÖa daga.
Jóhannes G. Jóhannesson,
Nönnugötu 6.
Hjartanlega þakka ég ykkur alla þá vináttu
og sœmd sem þiÖ sýnduÖ mér og fölskyldu
minni á 70 ára afmœlinu 28. mars 1992.
Hlýhugur ykkar mun verÖa mér varma- Og
gleðigjafi um framtíð alla.
Ég biÖ ykkur virkta í bráÖ og lengd.
Barði Friðriksson.
INNKAUPASTJÓRAR!
Nýkomin sending af LADY JAYNE-
hárvörum og franska
PETITE-barnahárskrautinu.
Einnig MANICARE, sem eru nagla- og
húðsnyrtitæki o.fl. í besta gæðaflokki.
BIRGÐIR FYRIRLIGG JANDI
S: 22128 - 12128, Laugavegi 51.
R
STÉTIARFÉLAG
VERKFRÆEXNGA
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður
haldinn í Verkfræðingahúsinu mánudaginn 4.
maí nk. kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
2. Reikningsskil.
3. Skýrslur og tillögur nefnda félagsins.
Stofnun sjúkrasjóðs — kynning.
4. Tillögur félagsstjórnar — lagabreytingar.
Ráðning starfsmanns í 40-50% starf.
5. Kjör félagsstjórnar, formanns og varaformanns.
6. Kjör endurskoðenda.
7. Önnur mál.
Stjórnin.
Varst þö í
Frfkirkjunni?
Á undanförnum árum hefur fjöldi safnaðarfélaga
fallið af skrá vegna búferlaflutninga, skv. gömlum
stjórnvaldsreglum. Þessum reglum hefur nú verið
breytt þannig að nú getur fólk verið í Fríkirkjusöfn-
uðinum hvar sem það býr.
Hvað með þig?
Við höldum sérstaka kynningarsamkomu fyrir
Fríkirkjufólk sem fallið hefur brott úr söfnuðinum
af þessum sökum og aðra þá sem áhuga hafa, í
nýja safnaðarheimilinu á Laufásvegi 13 sunnudag-
inn 3. maí kl. 15.00 að iokinni guðsþjónustu dags-
ins sem hefst kl. 14.00.
Kaffiveitingar.
Fríkirkjan í Reykjavík.