Morgunblaðið - 01.05.1992, Page 64

Morgunblaðið - 01.05.1992, Page 64
MORGUNBLAtíll). ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VlK SlMl 691100. SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. / Bankar og sparisjóðir: Raunvextir lækk- aðir um 0,7-1,0% íslandsbanki með lægsta útlánsvexti VERÐTRYGGÐIR vextir banka og sparisjóða lækka í dag um 0,7-1,0% í kjölfar þess að ríkissjóður lækkaði vexti á verðtryggðum skuldabréf- um úr 7,5% í 6,5% í byrjun vikunnar eftir að miðlunartillaga ríkissátta- semjara var lögð fram. Óverðtryggðir skuldabréfavextir og víxilvextir lækka um 0,5-1,5%. Eftir vaxtalækkanirnar er íslandsbanki með lægstu útlánsvexti bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og er með tæpu einu prósentustigi lægri vexti en Landsbankinn, sem er í flestum tilvikum með hæstu vextina. Eftir vaxtalækkanirnar eru for- vextir víxla 12,5% í Landsbankanum, 11,75% í Búnaðarbanka og hjá spari- sjóðunum og 11,55% hjá íslands- banka. Vextir almennra skuldabréfa- lána í b-flokki eru einnig hæstir í Landsbankanum, 12,75% og lægstir í íslandsbanka, 11,85%. Þeir eru 12,5% hjá Búnaðarbankanum og 12,25% hjá sparisjóðunum. Kjörvext- ir verðtryggðra lána eru lægstir 7% hjá Islandsbanka, lækka úr 8,05%. Landsbankinn lækkar verðtryggða skuldabréfavexti um 0,7%, úr 8,1% í 7,4% og Búnaðarbanki og sparísjóð- imir lækka kjörvexti verðtryggðra' útlána um 0,75%, úr 8% í 7,25%. Vextir verðtryggðra útlána í b-flokki eru lægstir 8,75% í íslandsbanka, 9,0% í sparisjóðunum, 9,15% í Lands- banka og 9,25% í Búnaðarbankan- um. Ríkið lækkaði í vikunni verð- tryggða vexti á spariskírteinum rík- isins um 1% í tengslum við kjara- samninga og í yfirlýsingu sagðist Landsbankinn og aðrir bankar og sparisjóðir að þeir myndu breyta kjörum á algengustu vísitölubundn- um skuldabréfalánum með hliðstæð- um hætti svo framarlega sem vaxta- kjör spariskírteina á eftirmarkaði breyttust með samsvarandi hætti. Brynjólfur Helgason aðstoðarbanka- stjóri sagði að þetta skref hefði ekki verið stigið til fulls nú þar sem vext- ir á eftirmarkaði spariskírteina hefðu ekki enn lækkað um 1% en fylgst yrði náið með því á næstunni og reikna mætti með því að þessir vext- ir yrðu endurskoðaðir. Fjármálaráðuneytið spáir innah við 2% verðbólgu að jafnaði á þessu ári, verði miðlunartillaga ríkissátta- semjara samþykkt og miðað við það eru raunvextir óverðtryggðra skulda- bréfa rúmlega 1,5% hærri en verð- tryggðra. Brynjólfur sagði um þetta, að miðað við verðbólguspá Seðia- bankans yrði um 2,5-3% verðbólga næstu sex mánuðina, þar af 5,1% í -júlí og 5,3% í ágúst, en lækki síðan verulega eftir það. Því væri munur- inn á vaxtakjörum þessara tveggja útlánsforma um 0,5% miðað við þetta tímabil. Talsmenn banka hafa sagt að eft- ir að niðurstaða kjarasamninga lægi fyrir yrði hægt að taka ákvörðun um vexti sem miðaðist við langan tíma svo ekki þyrfti sífellt að breyta vöxt- unum. Þegar Brynjólfur var spurður hvers vegna Landsbankinn miðaði ekki ákvarðanir sínar núna við næsta kjarasamningstímabil sagði hann að skrefið væri stigið iangleiðina. Það sem fyrst og fremst vantaði upp á væri að eftirmarkaður á ríkisskulda- bréfunum færi niður. Og við ákvörð- un á óverðtryggðum vöxtum væri nú miðað við lengra tímabil en gert hefði verið áður og þar væri munur- inn á verðtryggðum og óverðtryggð- um kjörum orðinn mjög óverulegur. Auk þess ætti eftir að sjá hvernig hreyfingar yrðu yfir línuna og bera þær saman. * I dagsins önn Morgunblaðið/RAX Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er í dag og er hans minnst með hátíðahöldum víða um land. Sjá maí ávörp verkalýðsfélaga og viðtöl við launþega á bls. 16-18. 1. Aætlun um framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur: Götur og lagnir endumýjaðar fyrir 1,5 milljarða á 5 árum MARKÚS ÖRN Antonsson borg- arstjóri kynnti áætlanir um fram- kvæmdir í miðborginni næstu fimm árin á aðaifundi Þróunarfé- Iags Reykjavíkur í gær. Þar kom meðal annars fram að fyrirhugað er að endurnýja götur og lagnir í miðborginni frá Garðastræti að Lækjargötu, Laugavegi að Snorfabraut og Skólavörðustíg að hluta. Áætlaður heildar- kostnaður er 1.550 milljónir króna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður félagsins sagði að fram hefðu komið hugmyndir um að borgaryfirvöld beittu sér fyrir stofnun fyrirtækis er annaðist rekstur bifreiðageymsluhúsa og bifreiðastæða í borginni. Pétur Sveinbjarnarson framkvæmda- sljóri Þróunarfélagsins sagði að skortur væri á ódýrum eða ókeyp- is bifreiðastæðum í miðborginni fyrir þá sem þar starfa. Sagði Markús að á þessu ári væri ráðgert að færa Miðbakkann í Norð- urhöfninni fram og hefja fram- kvæmdir við Geirsgötu sem iiggur að hluta til með bakkanum. Við Tryggvagötu verður reist bifreiða- stæðahús með 234 bílastæðum en árið 1995 er gert ráð fyrir 1.285 Kannað hvernig veiðireynsla á tegundum utan kvóta er verðlögð RÍKISENDURSKOÐUN hefur hafið athugun á framkvæmd sameining- ar Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. og Glettings hf. í Þorlákshöfn að beiðni forseta Alþingis. í þeirri athugun verður m.a. skoðað hvernig veiðireynsla á fisktegundum utan kvóta var verðlögð við samrunann og á hvern hátt hagsmuna ríkissjóðs hefur verið gætt. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra greindi frá þessari athugun ríkisendurskoð- unar við umræður á Alþingi í gær og Sigurður Þórðarson vararíkis- endurskoðandi staðfesti í samtali við Morgunblaðið að vinna við þessa úttekt væri hafin hjá stofnuninni skv. ósk Alþingis. Umræður urðu á Alþingi í gær um þetta mál vegna fyrirspumar Margrétar Frímannsdóttur alþing- ismanns til sjávarútvegsráðherra sem fjallaði um hvort ráðherra hefði kynnt sér hvaða brögð væru að því að veiðireynsla á fiskitegundum utan kvóta væru verðlögð við sölu og sam- runa fyrirtækja í sjávarútvegi, þar sem opinberir sjóðir ættu hlut að máli, og hvort stjómvöld hefðu mót- að afstöðu til slíkra viðskipta. Margrét sagði m.a. að við samein- ingu fyrirtækja í sjávarútvegi hefði í sumum tilvikum tíðkast að veiði- reynsla á utankvótafiski hefði verið reiknuð til verðmæta og bókfærð við sameiningu viðkomandi fyrirtækja sem eignarhluti. Gleggsta dæmið væri sameining Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Glettings, þar sem mat á veiðireynslu hefði skipt miklu máli þegar eignarhlutur var ákveðinn í hinu sameinaða fyrirtæki Ámesi hf. Sagði þingmaðurinn illskiljanlegt hveroig hægt væri að meta veiði- reynslu á fisktegundum ufan kvóta til verðmæta þar sem hún væri ekki seljanleg en með þessu væri ákvörð- unin fordæmisgefandi því opinber sjóður hefði átt hlut að máli. Hrað- frystihús Stokkseyrar hefði verið í meirihlutaeign Hlutafjársjóðs og full- trúi Byggðastofnunar séð um samn- inga fyrir hönd fyrirtækisins. Sagðist Margrét álíta að þetta mál hefði ver- ið borið undir stjórn Byggðastofnun- ar og það hlyti einnig að hafa verið borið upp í ríkisstjórn. Sjávarútvegsráðherra sagði m.a. að skv. lögum um stjórnun fiskveiða bæri að skipta leyfilegum heildarafla ef nauðsyn bæri til að takmarka veiðar á fískitegundum utan kvóta sem samfelld veiðireynsla væri á á grundvelli aflareynslu síðastliðinna þriggja ára. „Að verðmeta hugsanleg réttindi út frá því sem kann að gerast í fram- tíðinni er alfarið á ábyrgð þeirra sem slíka samninga gera. Sé um það að ræða að opinberir sjóðir meti áunnin réttindi af vannýttum tegundum minni ég á rétt þingmanna til að leita álits Ríkisendurskoðunar um hvort hagsmuna ríkissjóðs hafi verið gætt með eðlilegum hætti,“ sagði Þorsteinn. bifreiðastæðum í miðborginni. Und- irbúningur er hafinn að breytingu Hafnarhússins og er ráðgert að fram fari markaðskönnun áður en ákvörð- un er tekin um hvaða starfsemi fari þar fram. Hugmyndir eru meðal annars uppi um að þar verði smá- verslanir, matvörumarkaður og sýningarsalir. Ráðgert er að endur- byggja hús frá landnámstíð og tím- um Innréttinganna við Aðalstræti. Sagði borgarstjóri að rætt hafi verði um að húsnæði Morgunblaðsins við Aðalstræti væri fýsilegur kostur fyr- ir starfsemi aðalbókasafns Borg- arbókasafnsins en viðræður við eig- endur hafi enn ekki farið fram. Þá sagðist hann vongóður um að fljót- lega yrði ráðist í framkvæmdir á Arnarhóli og gengið frá honum í lík- ingu við verðiaunatillögu úr sam- keppni um skípulag hólsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að með því að stofna fyrirtæki um rekstur á bifreiðastæðahúsum og bifreiðastæðum yrði reksturinn sveigjanlegri og nýtingin betri. Þá hafi stjórn Þróunarfélagsins lagt til að stofnaður verði þróunar- og fram- kvæmdasjóður er hafi það hlutverk að kaupa lóðir og sameina ef með þarf, byggja upp og selja húsnæði á mismunandi stigum. Þannig mætti flýta framkvæmdum í miðborginni, en uppbygging þar gangi hægt. Pétur Sveinbjarnarson benti á mikilvægi þess að söfn, menningar- hús og kvikmyndahús fái aðstöðu í miðbænum. Sjá bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.