Morgunblaðið - 24.06.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.06.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1992 9 Nýtt skipulag: Ingólfstorg - Grðfartorg - Sýning - Tillögur úr hugmyndasamkeppni um skipulag Ingólfstorgs og Grófartorgs til sýnis alla daga vikunnar frá kl. 9-20 í Geysishúsi, Aðalstræti 2. Dómnefnd. Nú er rétti tíminn til að MÞY9UBUDIB ÚWM K5o StgurAur Rökleysur um EES Milliríkjasamningur um gagnkvæma hagsmuni Forystugrein Alþýðublaðsins í gær fjallar um EES-samninginn, sem blaðið kallar samning um gagnkvæma hagsmuni. Staksteinar birta þessa forystugrein að meginhluta. Pjölþjóðlegur þjóðréttar- samningur í forystugrein Alþýðu- blaðsins segir: „Það er ágreinings- laust að fullvalda riki getur gengið til samn- inga við önnur ríki og rikjabandalög. í þvi m.a. er fullveldið fólgið. Ríki sem ekki getur samið við aðra, nema með milli- göngu annars rikis, er ekki fullvalda. Dæmi um slíkt er td. • Færeyjar, sem hafa heimastjóm, en Danir fara með utanrík- ismál. Milliríkjasamningar snúast um gagnkvæma hagsmuni. í slikum samn- ingum er tílgangurinn jafnan að öðlast rétt, en viðurkenna í staðinn rétt annarra. Réttínum fylgja skuldbindingar. Með GATT-samningn- um hafa íslendingar t.d. náð fram tollalækkunum fyrir útflutningsafurður sínar. í staðin skuldbinda þeir sig til að beita ekki réttí sínum til að koma á eða hækka vemdartolla. Það tryggir gagnkvæm- an rétt hinna samnings- aðiianna. EES-samningarnir em sama eðlis. Þeir em fjöl- þjóðlegir þjóðréttar- samningar (milli 19 ríkja). Samningarnir öðl- ast ekki lagagildi á ís- landi nema Alþingi sam- þykki þá. Ef Alþingi sam- þykkir þá, verða þeir hlutí íslenzkra laga — fá lagagildi að landsrétti. Þar með geta einstak- lingar og fyrirtæki leitað réttar síns, fyrir islenzk- um dómstólum, í málum, sem em innan islenzkrar lögsögu og á valdi inn- lendra dómstóla. Þess vegna er það rétt niðurstaða hjá Davíð Þór Björgvinssyni dósent á fundi lögmannafélagsins sl. laugardag, að EES- samningamir fela ekki í sér framsal á löggjafar- eða dómsvaldi. EES- samningartúr kalla því ekki á breytingu á ís- lenzku stjórnarskránni. ‘ ‘ Neitunarvald EFTA-ríkja „Sama máli gegnir um ný lög eða breytingar á eldri lögum sem varða EES. Til þess að ný lög eða breytt taki gildi á EES-svæðinu, verða öll EFTA-ríki að samþykkja þau. Hvert og eitt EFTA- ríkjanna hefur neitunar- vald. Engin ný lög eða ■ breytt fá lagagildi á ís- landi nema Alþingi sam- þykki. Það er þvi ekkert framsal á löggjafarvald- inu. Þvi hefur verið haldið fram að með EES-sanm- ingunum skuldbindi ís- lendingar sig tíl þess að EES-lög hafi forgang umfram eldri lög, ef þau rekast á, og að þetta þrengi að löggjafarvald- inu. Þetta er misskilning- ur. Alþingi hefur eftir sem áður ótakmarkaðan rétt til að setja ný lög og breyta lögum að vild. Samkvæmt íslenzkum réttí ber að túlka lands- lög í samræmi við þjóð- réttarskuldbindingar. Ef það er ekki hægt og ný lög ganga í berhögg við lögbundnar samnings- skuldbindingar, hljóta ís- ienzk stjóravöld að taka afleiðingunum. Löggjaf- arvald Alþingis er eftir sem áður óskert. Því hefur verið haldið fram, að eldri dómar EB-dómstólsins getí haft réttaráhrif á íslandi og það sé framsal á löggjaf- arvaldi. Þetta er rangt. Eldri dómar EB-dóm- stólsins, að svo miklu leyti sem þeir eiga við, em einungis lögskýring- araðferðir við túlkun EES-laga. Mál fyrir ís- lenzkum dómstólum verður að byggja á lög- festum reglum EES-rétt- ar. Þess vegna er það ekki stjómvaldsskylda að þýða og birta dómasafn EB. M.a.s. aðildarríki í EB hafa ekki þýtt slíka dóma. Þeir verða hins vegar að vera aðgengi- legir.“ EES og stjóm- arskráin „Lausn deilumála, sem upp kunna að koma, varðandi meint brot á fjölþjóðasamningi, fara út fyrir valdsvið ís- lenzkra dómstóla. Lik- ingin við landsleik i knattspymu á þar ná- kvæmlega við. Við höfum sameiginlegar reglur (eins og samkeppnisregl- ur EES) og alþjóðlegan dómara (EFTA-dómstól- inn). Hér er þvi ekki um að að ræða framsal á dómsvaldi, þvi að dóms- vald innlendra dómstóla nær ekki út fyrir islenzka lögsögu. EFTA-dómstóll- inn tekur við, handan við landamæri og dómsögu islenzkra dómstóla. Ekk- ert í íslenzku stjómar- skránni bannar það. Því hefur verið haldið fram, að réttur eftirlits- stofnunar EFTA til að beita fyrirtæki eða ein- staklinga sektum vegna brota á t.d. samkeppnis- reglum EES, feli í sér framsal á framkvæmda- eða dómsvaldi. Þetta er sannanlega rangt Það hefur verið, er og verður á valdi Alþingis að veita lagalega viðurkenningu á aðfarar- og fullnustu- hæfi erlendra dóma og stjórnvaldsúrskurða. Þetta gerði Alþingi fyrst með lögum frá 1932 (Norðurlandasamningur um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra). Þetta styðst við fjölmörg nýrri fordæmi, td. lög um gerðadóma frá 1989 og ný aðfararlög, sem taka gildi 1. júli nk. Eng- inn lögfræðingur hefur haldið því fram að Al- þingi hafi með slíkri lagasetningu brotið stjómarskrána. Samningsaðilar EES lýsa þvi beinlinis yfir i sérstakri bókun að samn- ingamir feli ekki í sér framsal löggjafar- valds... Það er sameig- inieg niðurstaða allra EFTA-ríkjanna sjö að samningamir felli ekki í sér framsal löggjafar- valds... Þess vegna em stjómarskrárbreytingar hvergi fyrirhugaðar í neinu EFTA-ríki. Það segir sína sögu...“ hefja reglulegan spamað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA § I e Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Góð ávöxtun Orugg eignasamsetning 8 mismunandi sjóðir Ekkert innlausnargjald SNJÖLL LEIÐ TIL AÐ EIGNAST SPARIFÉ! Sjóðsbréf VIB bera góða ávöxtun, sem eru ánægjuleg tíðindi á tímum lækkandi vaxta. Lögð er áhersla á örugga eignasamsetningu sjóðanna og henta þeir Jþví vel þeim sem vilja ávaxta sparifé án mikillar áhættu. VIB býður upp á 8 mismunandi verðbréfasjóði, þannig að allir ættu að geta fundið sjóð við sitt hæfi. Ekkert innlausnargjald er á Sjóðsbréfum VIB, heldur er reiknað út kaup- og sölugengi sjóðanna á hverjum degi. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um ávöxtun sparifjár og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.