Morgunblaðið - 24.06.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.06.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 11 JSök um Kristján Davíðsson KRISTJÁN DAVÍÐSSON dYNDUST AÐALSTSINN INQÓLFSSON List og hönnun Bragi Ásgeirsson Málarinn Kristján Davíðsson telst Nestor íslenzkra framúrstefn- umálara, en hann er, þótt ótrúlegt kunni að virðast, að verða sjötíu og fímm ára. Allt frá stríðslokum hefur hann verið einn ferskasti fulltrúi óhlutlægra athafna í mál- verki hér á landi, þótt oft sé stutt í hlutlægu veröldina í myndverkum hans, en hann færir allt í stílinn, sem hann kemur nálægt, umbreyt- ir og umskapar. í meira en þijá áratugi hefur hann verið helsti fulltrúi óformiega sjálfsprottna málverksins í ís- lenzkri myndlist, eða „art infor- me!“ eins og það nefnist á fag- máli, en það er ekki sérstök stefna (ismi) heldur málunarmáti, sem spannar vítt svið, eins og ég hef áður ítrekað skilgreint í skrifum mínum. Aðferðin sækir upphaf sitt í Parísarmálarana og mun hafa ver- ið í geijun frá stríðsárunum síðari, en blómstraði einmitt á þeim tím- um, sem strangflatalistin átti hvað mestri velgengni að fagna meðal framúrstefnumálara á Norðurlönd- um. Einmitt árið 1952, er íslenzkir málarar voru að þreifa fyrir sér í „geometríunni", gaf hinn nafn- kunni Michael Taipé út rit sitt Öðruvísi list („Une art autre“) þar sem hann skilgreinir „informel“-list á fræðilegum grundvelli. Þetta var á þeim árum er hug- myndimar komu fyrst og fremst frá myndlistarmönnunum sjálfum, sem gáfu jafnvel út stefnuyfírlýs- ingar (manifest). Hugmyndimar voru enn ekki orðnar markaðsvara listhúsaeigenda og skólalærdómur, en skáld og fræðimenn gáfu þeim gjarnan nöfn og skilgreindu at- hafnir listamannanna á fræðilegum og heimspekilegum grundvelli. Óformlega listin gekk út á það að gera hið sjálfsprottna og skyn- ræna jafneðlilegt og lífsloftið og hin mörgu fyrirbæri náttúrunnar allt um kring, án þess að líkja eft- ir neinu. En hún er þó minnst af öllu sjálfsprottinn hlutur í eðli sínu, því að hér þarf mikla tilfinningu, þjálfun og aga líkt og í allri ann- arri mikilli list. Aðferðin barst til Bandaríkjanna og þar fékk hún nafnið „action painting", sem skilgretfia má sem list hins innra gangverks og sjálf- ráðu athafna. En mikilvægt er að menn skilji að hér er um að ræða algjörlega nýjan skilning á innra eðli málverksins, en ekki neina eina stefnu. Þá afneitaði einn helsti frum- kvöðull aðferðarinnar, Jean Fautri- er, ekki náttúrunni þegar aðrir áhangendur í ákafa sínum og hrifn- ingarvímu skilgreindu hugtakið þannig: „Óraunveruleiki hins „in- formela" tjáir alls ekkert.“ Af- greiddi það sem bull með þessum orðum: „Engin listgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Þetta síðastnefnda er mikilvægt að athuga, því að ég álít það ein- mitt inntakið í list Kristjáns Dav- íðssonar. Aðferðin fæddi hins vegar af sér ýmsar nafngreindar listastefnur og getum við nefnt tvær andstæður, sem eru ijóðræn abstraksjón og hömlulaus útrás skynrænna tilfínn- inga eins og t.d. í „tassismanum" eða slettulistinni. En svo sem mjög vel kemur fram í bókinni um Kristján, þá er ekki hægt að setja myndir hans undir ákveðinn isma, heldur hefur hann notfært sér það sem honum hefur boðið við að horfa hveiju sinni, og umfram allt telst hann „informel“- málari á breiðum grundvelli. Þetta er mikil bók sem gefín er út í tilefni tímahvarfanna í lífí lista- mannsins, en útgefandi er Mál og menning og listasalurinn Nýhöfn. Stuðningsaðilar við útgáfuna voru svo Listahátíð í Reylqavík, Reykja- víkurborg og Seðiabanki íslands. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um list og lífshlaup Kristjáns, og er sú ritgerð hæfílega löng og það er kostur að hún skuli jafnframt vera á ensku. A köflum er hann nokkuð hástemmdur í þá veru að það á frekar heima í afmælisgrein en listaverkabók, og hann er óþarflega óspar á fullyrðingar, sem frá mín- um sjónarhóli eru frekar hæpnar. Ritgerðin ber þess keim að ger- andinn hafi upphaflega álitið að myndavalið yrði allt annað en það varð á endanum, því að hún er í nokkru ósamræmi við það. Hún er hins vegar í besta lagi skilvirk, en ég get alls ekki fallist á að t.d. ýmsir málarar sem hann nafngrein- ir og telur að hafí komið í kjölfar Kristjáns hafí gert það fyrir áhrif frá honum og hafí þannig verið undir hatti hans. Þessi nýju viðhorf í listinni voru einfaldlega fyrr en varði alit um kring og í mörgum útgáfum. Komu bæði frá París og Bandaríkjunum. Tel ég þessi áhrif lýsa mun meiri fjölbreytni og sjálfstæði meðal ís- lenzkra myndlistarmanna en t.d. geometrían, því að það var fremur þröngur angi hennar sem rataði' hingað, enda varð hún ekki lífsseig í sinni hreinustu mynd. Og þá má minna á að list verður ekki úrelt þótt hún sé ekki lengur á oddinum í listhúsum heimsins, né listkaup- stefnum stórborganna, því að t.d. frumkvöðlar geometríunnar og svo informel-stefnunnar héldu sallaró- legir sínu striki, þótt aðrar tegund- ir myndlistar og önnur hugmynda- fræði yrði ofaná um stund. Þeir dýrkendur viðhorfanna sem enn eru á lífí hafa í flestum tilvikum í engu breytt skoðunum sínum og eru mikils metnir listamenn hvar- vetna. Þá veit ég að „línudans gærdagsins", svo ég noti hér orð eins helsta rökfræðings Parísar- skólans í gamla daga, Jean Jaques Deyrolle, telst hvergi til framúr- stefnu nema þá helst á Norðurlönd- um. Bókin um Kristján er glæsileg og mikil um sig á þver- og langveg- inn, en hins vegar ekki nema 65 blaðsíður. Hana prýða margar heil- síðumyndir og aðallega af verkum síðustu ára. Hefði að mínu mati verið mun vænlegra að skrifa um þessar myndir sérstaklega en að rekja allt lífshlaup listamannsins, því að það hlýtur að fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þeim sem ekki þekkja til listar hans og eru ekki inni í þróun myndlistarinnar frá stríðslokum. í þessu formi er bókin fyrst og fremst kynningarrit og ber að auki keim af markaðssetningu, en hún er síður rit um þróun listamanns- ins, nema hvað hinn ritaða texta varðar. Og með hliðsjón af mynda- valinu skilur maður ekki hvað fyrsta og síðasta myndin hafa að gera í bókina, því þær eru röskun á heildaráhrifunum, svo mjög sem þær stinga í stúf við hinar myndim- ar. Hins vegar eru ýmsar verðmæt- ar upplýsingar um lífshlaup lista- mannsins aftast í bókinni ásamt skrá yfír helstu sýningar sem hann hefur haldið, þátttöku á samsýn- ingum og sitthvað sem ritað hefur verið um hann og hann hefur sjálf- ur ritað. Að baki verksins liggur þannig mikilvæg heimildasöfnun sem kem- ur í góðar þarfír er stærra verk verður gefið út um list Kristjáns. Ég skal þó viðurkenna að heldur hefði ég viljað sjá bók í minna broti, en margfalt þykkari og yfírgrips- meiri. Prentsmiðjan Oddi hefur séð um umbrot, fílmuvinnu og prentun og farist það vel úr hendi að venju, en þó virka myndirnar of dökkar og kemur það einkum niður á há- rauða litnum, sem einmitt gegnir miklu hlutverki í ýmsum myndum. Farsælla hefði verið að nota ljós- næmari pappír, vanda litgreiningu betur og hafa myndirnar lausar á síðunum, þ.e. álímdar ofantil og almennar upplýsingar undir þeim. Letrið truflar þá ekki, en það er ekki af hinu góða að þurfa að fletta upp í bókinni aftast til að fá upplýs- ingar um myndimar. Jafnframt hefði verið enn gæfulegra að vera með texta um hveija mynd fyrir sig á síðunni á móti. Segja frá til- urð listaverksins og hugsuninni á bakvið á hlutlægan átt, flétta svo ýmsar almennar upplýsingar inn í ritmálið. Slíkt hefur oft verið gert og hefur mikið upplýsingagildi. Listamaðurinn annaðist sjálfur val mynda í bókina og væri hægt að sætta sig við það út frá ákveðn- um forsendum, en sem kynning á listferli hans hefur þetta val síður tilgang. Ljósmyndir af listaverkunum tók Leifur Þorsteinsson og virðist mér hann hafa skilað verki sínu mjög vel, en ég hef þó ekki fullan saman- burð, þ.e. ljósmynd og litgreiningu. Líti maður framhjá hnökrunum, sem ég tel að of mikill hraði í til- urð bókarinnar eigi nokkum þátt í, er hér um glæsilega og eigulega bók að ræða. Olvunarakstur — glæfraspil eftir Ómar Smára Ármannsson Eitt af stóru vandamálunum í umferðinni er ölvunarakstur. Lög- reglan hér á landi hefur sýnt og sannað að hún getur haft mikil og jákvæð áhrif á þau mál. Á hveiju ári undanfarin ár hefur lögreglan í Reykjavík haft afskipti af hátt í eitt þúsund ökumönnum, sem grun- aðir voru um að vera ölvaðir við akstur. Á hveiju ári lenda og um á hálft annað hundrað ölvaðra öku- manna í umferðaróhöppum eða -slysum á starfssvæðinu. Þetta hlutfall hefur haldist lítið breytt síðustu árin. Mismunur á slysatíðn- inni á milli ára virðist aðallega fólg- in í vægi umferðareftirlits lögreglu og tengsl við áróðurs- og upplýs- ingaherferðir gegn ölvunarakstri. Hér á landi eru hlutfallslega mun fleiri staðnir að því að aka undir áhrifum áfengis án þess að lenda í óhöppum eða í slysi en í flestum öðrum löndum. Sá ölvaður ökumaður, sem stöðv- aður er af lögreglu má teljast hepp- inn, þ.e. að til hans náist áður en hann hefur valdið sjálfum sér eða öðrum skaða. Ölvaður ökumaður sem veldur slysi á á hættu að hljóta Ómar Smári Ármarinsson þungan dóm til viðbótar þeim skaða, sem hann kemur til með að þurfa að bæta, verði hann á annað borð bættur. Konur virðast hafa meiri ábyrgð- artilfinningu og vera skynsamari í þessum málum en karlar. Á síðasta ári voru t.d. 977 ökumenn grunaðir lyM'M'.im-aMi—aaiionaí GLÆFRASPILIÐ um ölvun við akstur á starfssvæði Reykjavíkurlögreglu. Af þeim voru 179 konur. Þó er nógu slæmt til þess að vita að til hafi verið a.m.k. 179 óskynsamar konur á svæðinu. Lögreglan í Reykjavík hefur gef- ið út veggspjaldið Glæfraspil í sam- vinnu við Umferðarráð. Vegg- spjaldið á að vekja athygli öku- manna á mögulegum afleiðingum ölvunaraksturs. Sá sem tekur þátt í glæfraspilinu tapar. Eina leiðin til vinnings er að spila ekki með. Allir ættu að leggja lögreglu lið með því að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Höfundur er aðstoðaryfírlög- regluþjónn í Reykjavík. Kyn ökumanna grunaðir um ölvunarakstur. 1991 i§ 600 Yfirlit yfir ölvun við akstur. 1987 1988 1989 1990 1991 ár (akstri í óhöppum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.