Morgunblaðið - 24.06.1992, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
fHtrípttiM&Wí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Átök í Evrópu
E'öldi manns tók þátt í helgistund
í kirkju heilags Spiridons í
irest síðastliðinn sunnudag er
rúmenska rétttrúnaðarkirkjan tók
þrettán látna menn í helgra manna
tölu. Þeirra á meðal var Stefán prins
mikli af Moldovu sem réð ríkjum í
furstadæminu frá 1457 til 1504.
Hann varði landið árásum Tyrkja
og Rússa. Viðstaddir athöfnina voru
forsætisráðherra Rúmeníu og fleiri
ráðamenn. Hún hafði mikla tákn-
ræna þýðingu. 37 ár eru síðan rúm-
enska rétttrúnaðarkirkjan íjölgaði
dýrlingum sínum síðast. Slíkt var
bannað þangað til kommúnista-
stjórn Ceausescus var steypt árið
1989. En ekki hvað síst ber dýrkun
Stefáns mikia vott um andstöðu
Rúmena við íhlutun Rússa í ná-
grannaríkinu Moldovu og tjáir óskir
um sameiningu rúmensku þjóðar-
innar og endurheimt landsvæða úr
ranni Sovétríkjanna sálugu.
Moldova, sem nú er, varð til árið
1940 þegar Rússar slógu saman
Moldavíu sem var hluti Ukraínu og
þeim hluta Bessarabíu sem Rúmen-
ar urðu að láta af hendi eftir skömm
yfirráð. 64% íbúa Moldovu eru ná-
skyld Rúmenum og tala rúmenska
mállýsku.
Ekki er það nú samt svo að ein-
ing sé um það meðal Moldava að
sameinast Rúmeníu. Snegur, forseti
t.d., sem var áður aðalritari mið-
stjómar kommúnistaflokksins í Sov-
étlýðveldinu Moldovu, var fyrr í vet-
ur hlynntur aðild að Samveldi sjálf-
stæðra ríkja. Þjóðfylkingin í landinu
snerist þá gegn honum því hún vill
sameinast Rúmeníu. Það er þessi
sameining sem slavneska minnihlut-
anum í Moldovu stendur ógn af.
Hann óttast um hag sinn og hefur
stofnað eigið lýðveldi sem aðallega
er austan Dnéstr-árinnar og liggur
að Úkraínu. Á því landsvæði býr
moldovskur minnihluti frá fomu
fari.
Borgarastríðið í þessu litla og
þéttbýla ríki milli Úkraínu og Rúm-
eníu hefur geisað um nokkra hríð.
Átökin hafa þó magnast mjög und-
anfama daga. Var svo komið að
Borís Jeltsín Rússlandsforseti lýsti
því yfir um helgina að Rússlands-
stjóm gæti ekki lengur horft að-
gerðalaus á stríð við landamæri sín,
hún myndi verja borgara sína. Mun
þar vera átt við rússneska minni-
hlutann í Moldovu og víðar. Þegar
Sovétríkin voru lögð niður kom sú
nýja staða upp að 25 milljónir Rússa
sem ólust upp í Sovétríkjunum voru
nú borgarar erlendra ríkja. Og víða
óvelkomnir og þeim gefið að sök
að vera illskeyttir kúgarar.
Orð Jeltsíns hafa ekki lægt öld-
umar í útjaðri sovéska heimsveldis-
ins, sem nú er að liðast í sundur,
síður en svo. Snegur, forseti
Moldovu, sá sig knúinn til að kalla
hlutina sínu rétta nafni, eins og
hann orðaði það; Moldova ætti í
stríði við Rússland. Sakar hann 14.
her Rússa sem enn er staðsettur í
landinu um gróf afskipti af átökun-
um. Rúmensk stjórnvöld hafa einnig
fordæmt slíka íhlutun. Bandaríska
utanríkisráðuneytið hefur staðfest
að það hafí áreiðanlegar upplýs-
ingar um að rússneski herinn berjist
með aðskilnaðarsinnum þótt mjög
sé óljóst hverjum hermennirnir lúti
og hver segi þeim fyrir verkum.
Það er því veruleg hætta á að
nágrannaríkin voldugu sogist inn í
innanlandsátökin í Moldovu. Raunar
er vart hægt að tala um innanlands-
átök vegna þess hve ríkið er ungt
og hinna sérstöku aðstæðna þar,
sem koma til af því að Stalín neyddi
margar þjóðir til að búa saman inn-
an landamæranna. Viðleitni forset-
ans, Snegurs, tii að halda í einingu
ríkisins er harla vonlítil. Ennfremur
má benda á að Dnéstr-fljótið skiptir
landinu í tvennt þar sem moldovar
eru í meirihluta vestanmegin en
slavar austanmegin. Engar forsend-
ur eru því fyrir því að friður ríki í
Moldovu að svo stöddu.
Sú spuming gerist æ áleitnari
hvernig setja megi niður deilur í
okkar heimshluta. Mjög ófriðlega
horfír í öllum eystri hluta álfunnar.
Vinsælir ferðamannastaðir á Adría-
hafsströnd Júgóslavíu sem margir
íslendingar þekkja eru nú ijúkandi
rúst. Sú fallega borg Sarajevo, vett-
vangur Ólympíuleika fyrir nokkrum
árum, brennur. í Armeníu-
Azerbajdzhan, Georgíu og Moldovu
geisa borgarastríð. Tékkóslóvakía
er að liðast í sundur, sem betur fer
friðsamlega að því er virðist. Ef
Rússar beittu hervaldi í Moldovu
væri það brot á eigin samþykktum
sem þeir hafa staðið að á fundum
Ráðstefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu eins og talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
hefur bent kurteislega á. Slík íhlut-
un er einungis heimil ef um þjóðar-
morð er að ræða.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið
að sér friðargæslu í fyrmrn lýðveld-
um Júgóslavíu. En vaxandi kröfur
eru um að Evrópubúar sjálfir finni
leiðir til að hindra og stöðva átök
enda eru verkefnin næg. Ráðstefnan
um öryggi og samvinnu í Evrópu
hefur sent könnunarsveitir til Nag-
omo-Karabak, Atlantshafsbanda-
lagið hefur nýverið tekið þá ákvörð-
un að sinna friðargæslu utan vam-
arsvæðis síns. Lengst hefur þó
Vestur-Evrópusambandið, upprenn-
andi varnarbandalag EB-ríkja,
gengið, sem lýsti því yfir í síðustu
viku að það myndi ekki einungis
sinna friðargæslu heldur og friðar-
gjörð, sem hefur jafnvel verið túlkað
svo að samtökin séu reiðubúin að
beita valdi til að skilja að stríðandi
fylkingar.
E.t.v. verður með þessum hætti
hægt að ná árangri í viðureign við
staðbundin átök í álfunni. Einhug
skortir samt um hvað eigi að taka
við. Hvernig skipan vilja menn í
þeim heimshluta sem áður laut
kommúnismanum? Hvernig á að
útkljá deilur þjóða um lönd og ríkis-
forráð? Hver em takmörk sjálfsá-
kvörðunarréttaf þjóða? Hvaða
grundvallarreglur á að hafa að leið-
arljósi? Þegar þær hafa fundist og
sátt hefur náðst um að framfylgja
þeim samviskusamlega er von til
þess að umbrotaskeiðið eftir hrun
heimsveldisins verði skammvinnt.
Þjóðkirkja og þjóðarsál
aðalefni á prestastefnu
Efla þarf safnaðarvitund, segir biskup Islands
PRESTASTEFNA 1992 hófst í gær og er aðalefni prestastefnunnar
í ár „Þjóðkirkja og þjóðarsál“. Um það bil 140 prestar eiga setu-
rétt og áttu um 100 þeirra heimangengt. Ólafur Skúlason biskup
Islands lagði í setningarræðu mikla áherslu á að efla og styrkja
einstaklinginn í samfélagi kristinna. Safnaðarvitund bæri að efla í
hvívetna.
Áður en prestastefna 1992 hófst
hlýddu kennimenn á guðsþjónustu
í Dómkirkjunni. Þar predikaði séra
Bolli Gústafsson vígslubiskup á
Hólum. Hann talaði m.a. um hið
sívökula og eilífa réttlæti guðs sem
við værum minnt á í frásögninni
um Lazarus og ríka manninn. Hinn
róttæka og umbyltandi siðalærdóm.
Menn skyldu gæta réttlætis, neyta
ekki aflsmunar gagnvart vanmegn-
ugum.
Eftir hádegi komu prestar, ásamt
herra Ólafí Skúlasyni biskupi ís-
lands og vígslubiskupum og þeim
biskupum sem látið hafa af störf-
um, saman í Neskirkju. í setningar-
ræðu sinni kom herra Ólafur Skúla-
son víða við. Fyrst greindi hann
nokkuð frá samskiptum Þjóðkirkj-
unnar við aðrar þjóðkirkjur á Norð-
urlöndum og væntalegum norræn-
um biskupafundi hér á landi. En
aðalefni prestastefnunnar í ár er
Þjóðkirkjan og þjóðarsál.
Biskup sagði kirkju Krists á Is-
landi hafa veglegt hlutverk gegnum
það tæki sem væri Þjóðkirkjan sem
ætti sér langa og merka sögu. En
hitt dytti okkur ekki í hug, að Krist-
ur gæti hvergi látið af sér vita eða
kallað til þjónustu nema í gegnum
hina skipulögðu Þjóðkirkju. Ein-
staklingurinn leitaðist við að fínna
tilbeiðslunni þann farveg, sem hon-
um væri eðlilegastur og heilagur
andi léti ekki mannasetningar eða
mannasamþykktir skammta sér
áhrifasvæði.
„En jafneðlilegt og það er, að
Þjóðkirkjan sé fyrirferðarmikil í
samtímanum, slíkan ægishjálm ber
hún yfir öll önnur trúarsamfélög í
krafti þess fjölda, sem henni tilheyr-
ir þá vill hún gjarnan hafa sam-
skipti og samvinnu við þau kristin
samfélög önnur, sem hér starfa og
eru ekki í kenningum sínum í al-
gjörri andstöðu við evangelísk-lút-
erskan arf,“ sagði Ólafur Skúlason.
Biskup vék í ræðu sinni að því
að Þjóðkirkjan hefði orðið að sitja
undir\ nokkurri gagnrýni, bæði
þeirra sem kenndu sig við lúterska
kenningu og svo hinna sem ættu
færra sameiginlegt með Þjóðkirkj-
unni. Þetta kæmi ekki á óvart og
skyldi síst valda vinaslitum. Það
væri ævinlega erfítt að vera í þeirri
aðstöðu, að annar aðilinn væri
margfallt stærri en hinn. Yrði þá
stundum seilst full langt í eigin
réttlætingu. Biskup sagði að Þjóð-
kirkjan og þeir sem þar væru í for-
svari mættu ekki sætta sig við að
hennar hlutur væri skertur eða lítið
gert úr starfi hennar, sögu og
áformum. Biskup sagði furðulegt
að heyra meðlimi Þjóðkirkjunnar
sagða tilheyra ríkiskirkju, þar sem
þó ríkti sannanlega algjört og
óhindrað trúfrelsi á okkar landi.
Frá vöggu til grafar
Biskup ræddi m.a. um ábyrgð
kirkjunnar til að styðja við og fylgja
mannanna bömum eftir, allt frá því
er baminu er veitt mótttaka í söfn-
uðinn með skírninni, með stuðningi
við foreldrana. Söfnuðurinn væri
farvegur fyrir einstaklinga til að
iðka trú sína. Það væri mikil nauð-
syn að tengja alla þjónustu kirkj-
unnar við söfnuðinn og safnaðar-
starfið. Efla bæri safnaðarstarífið í
hvívetna. Biskup Iagði áherslu á
að sérþjónusta kirkjunnar s.s. á
sjúkrahúsum og stofnum yrði skil-
greind með þeim hætti að þeir sem
hennar þörfnuðust fengju hennar
sem best notið.
Biskup íslands sagði þær raddir
verða sífellt háværari, að einn þátt-
urinn í efldri safnaðarvitund væri
að sóknarbörnin þægju þá þjónustu
sem flestum tengdust, þ.e. skírn
og fermingu, sem beint framlag
safnaðarins. Fengi presturinn þá
umbun fyrir eftir öðrum leiðum en
beinni gjaldtöku. Hið sama ætti við
um greftranir. Væri ráð og fyrir
því gert í frumvarpi sem lengi hefði
beðið afgreiðslu á Alþingi og fjall-
aði um greftranir, líkbrennslu og
fleira. Að sá hafí greitt fyrir þjón-
ustu kirkjunnar, þegar kæmi að
greftrun, sem innt hafi sínar skyld-
ur með sóknargjöldum og kirkju-
garðsgjöldum.
Megum ekki deyja lifandi
Séra Ólafur Oddur Jónsson flutti
erindi um „Einstaklinginn í fjöl-
hyggjusamfélagi". Séra Ólafur
Oddur benti á að fjölhyggja okkar
samfélags tengdist að vissu leyti
lýðræðisþróun og umburðarlyndi en
hún gerði einnig lífsskoðanir af-
stæðar og skilgreiningar væru ekki
lengur sjálfstæðar. Olafur Oddur
sagði: „í kristinni trú er Guð grund-
völlur og uppspretta alls. Hið
kristna svar við spurningunni: Hver
er ég? hljóðar á þessa leið: Þú ert
sköpun Guðs, einstaklingur sem
Guð elskar."
Ólafur ræddi um einstaklinginn
í samfélaginu og strauma í samfé-
laginu og þörfína á kristnum boð-
skap og lífsstíl. Vonleysi gæti gert
menn að eiturlyfjasjúklingum. Víta-
hringur fátæktar, atvinnuleysis,
glæpa og fangelsisvistar stækkaði
bæði hér heima og erlendis. Hvers
vegna? „Að hluta til vegna þess að
fólki er sama um lífið og annað
fólk.“ Keppnin eftir árangri hefði
einnig gert margan manninn svart-
sýnan og tilfinningasljóan. Við er-
um ófær til að elska og ófær til
að syrgja.
Við mættum ekki deyja lifandi,
tilfínningalaus. Aðeins sá guð sem
hefði þjáðst vegna kærleikans til
mannanna gæti orðið að liði. Líf-
stíll kristinna manna væri fjölbreyt-
ilegur en það sem einkenhdi hann
fyrst og fremmst væri trú von,
kærleikur og rétlæti, sem nærðist
í kirkjunni, samfélagi vonarinnar
og birtist í orðum og gjörðum fyrir
náð Guðs sem lýkur upp framtíð-
inni.
Hljómburður bættur í Neskirkju
FYRRI hluta breytinga innan dyra í Neskirkju, sem
staðið hafa yfír undanfamar vikur, er nú lokið.
Breytingarnar vom gerðar til að auka hljómburð
í kirkjunni. Hljóðeinungrunarplötur frá gamalli tíð
voru fjarlægðar, söngloftið, þar sem kórinn og
organistinn hafa aðstöðu, var stækkað, auk þess
sem gerðar voru breytingar á rými fyrir ofan alt-
ari. Afram verður unnið að endurbótunum síðar í
sumar en þá er fyrirhugað að breyta altari og kór
kirkjunnar og endurnýja öll sæti. í gær hófst presta-
stefna í Neskirkju.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
21
EES felur ekki
í sér framsal á
valdi þjóðríkja
- segir í ályktun flokksþings Alþýðuflokksins
Morgunblaðið/Bjami
Prestar ganga frá Menntaskólanum í Reykjavík til messu í Dómkirkjunni.
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat:
Þóra Einarsdóttir söng-
kona hlaut fyrsta styrkinn
Þóru Einarsdóttur, söngkonu,
hefur verið veittur 600 þúsund
króna styrkur úr Minningarsjóði
Lindar hf., um Jean Pierre
Jacquillat hljómsveitarstjóra,
sem lést af slysförum í Frakk-
landi sumarið 1986. Sjóðurinn
var stofnaður í apríl árið 1987
af eignaleigufyrirtækinu Lind
hf., en er nú sjálfstæð sjálfseign-
arstofnun. Þetta í fyrsta sinn sem
styrkur er veittur úr sjóðnum
og bárust stjórninni 39 umsókn-
ir. Fjöldi gesta voru viðstaddir
afhendinguna, er fram fór í. afni
Sigurjóns Ólafssonar í glr.
Þeirra á meðal var frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands.
Þóra Einarsdóttir hefur stundað
söngnám við Söngskólann í Reykja-
vík frá ársbyijun 1988, og hefur
hún lokið 8. stigi söngnáms frá
skólanum. Aðalkennari hennar þar
var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Þá
hefur Þóra sótt námskeið í Osló og
verið við nám í Skotlandi. Hún tók
stúdentspróf af tónlistarbraut
Menntaskólans við Hamrahlíð árið
1991. Að auki hefur hún tekið þátt
í kórstarfí og sungið hlutverk í
ýmsum óperum. Hún var og nýver-
ið einsöngvari í Messíasi á Listahá-
tíð.
Þóra söng tvö lög eftir Gabriel
Fauré og aríuna Draumavals Júlíu
úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod,
fyrir gesti. Vakti söngur hennar
fögnuð viðstaddra.
Cecile Jaquillat, ekkja Jean Pi-
erre Jaquillat, afhenti styrkinn.
„Það veit ég, að Jean Pierre hefði
notið þess að heyra þessa rödd, og
ekki hefði honum þótt verra að sjá
hve falleg þú ert,“ sagði hún.
„Eg er afar þakklát fyrir að vera
sýndur þessi heiður,“ sagði Þóra.
Hún kvaðst nú stefna að næsta
áfanga í söngnáminu, en hún stóðst
inntökupróf í Guildhall School of
Music & Drama í London þar sem
hún mun heija framhaldssöngnám
í haust. Að því Ioknu hyggst Þóra
stunda framhaldsnám í óperusöng.
„Hlutverk sjóðsins er að styrkja
tónlistarfólk til að afla sér aukinnar
menntunar og reynslu á sviði tón-
listar og jafnframt er það hlutverk
sjóðsins að halda nafni Jean Pierre
Jacquillat á lofti og því merka fram-
lagi sem hann lagði til íslenskra
tónlistarmála sem aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar íslands um
árabil,“ sagði Erlendur Einarsson
Morgunblaðið/Sverrir
Þóra Einarsdóttir, til hægri, tekur við styrknum úr hendi Cecile Jaqu-
illat. Hjá þeim stendur Erlendur Einarsson, formaður Minningarsjóðs-
ins.
formaður Minningarsjóðsins í ræðu
sinni. „Þá vildi stjóm Lindar ekki
síður heiðra minningu mikils ís-
landsvinar, sem með störfum sínum
ávann sér virðingu og vináttu fjöl-
margra íslendinga."
Jean Pierre Jacquillat fæddist í
Versölum 13. júlí árið 1935. Að
loknu námi í Conservatorie Nation-
al Superieur de Musique í París var
hann ráðinn aðstoðarhljómsveitar-
stjóri hjá hinum þekkta stjórnanda
Charles Muench við Sinfóníuhljóm-
sveit Parísar. Hann stjómaði fjölda
tónleika í Frakklandi og víðar, auk
þess sem hann hóf að hljóðrita
franska tónlist, starf sem hann
sinnti af miklum áhuga, sagði Er-
lendur. Árið 1970 var hann ráðinn
aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Anger í Frakk-
landi og ári seinna aðalhljómsveit-
arstjóri óperannar í Lyon og Rhone-
Alpes-hljómsveitarinnar. Sagði Er-
lendur að árangur hans í Lyon hafi
leitt til þess að honum var boðið
að stjóma óperuuppfærslum víða
um heim.
Jean Pierre kom fyrst til starfa
með Sinfóníuhljómsveit íslands árið
1972 en var síðan ráðinn aðalhjólm-
sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar-
innar árið 1980 og gegndi því starfi
til loka starfsársiris 1985 til 1986.
Var það fyrir hans tilstilli að hljóm-
sveitin fór í tónleikaferð til Frakk-
lands árið 1985. Jafnframt starfí
sínu á Islandi stjómaði hann hljóm-
sveitum víða um heim og einnig
mörgum ópemm í París.
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins, er haldið var um miðjan mánuðinn,
sendi frá sér ályktun um aðild íslands að evrópska efnahagssvæðinu.
Þingið telur EES-samninginn hvorki bijóta í bága við stjórnarskrána,
né heldur feli hann í sér framsal á löggjafar-, framkvæmda- eða dóms-
valdi. Þjóðréttarfræðingar á vegum EB- og EFTA-ríkjanna hafi hvergi
staðfest slíkar fullyrðingar. „Það er grundvallarmunur á Evrópuband-
alaginu annars vegar og evrópska efnaliagssvæðinu hins vegar að því
er varðar framsal á valdi þjóðríkja til samþjóðlegra stofnana," segir
meðal annars í ályktun þingsins. Þar segir einnig, að EES muni verða
varanlegri kostur fyrir EFTA-ríkin en hingað til hafi verið talið. Þá er
tekið fram, að haldið sé fast við helstu fyrirvara er settir voru gagn-
vart samningnum í tíð fyrri ríkissljórnar.
Undir yfírskriftinni „Fullvalda
þjóð“ segir eftirfarandi orðrétt í álykt-
uninni: „Flokksþingið leggur áherslu
á að fullyrðingum um að EES-samn-
ingarnir feli í sér framsal löggjafar-
valds, framkvæmdavalds og dóms-
valds, eða að samningarnir séu brot
á stjórnarskrá íslands, hefur hvergi
verið fundinn staður svo að trúverð-
ugt sé. Þjóðréttarfræðingar á vegum
EB- og EFTA-ríkjanna, sem og bær-
ar lagastofnanir, hafa hvergi staðfest
slíkar fullyrðingar. Færustu sérfræð-
ingar sem völ er á hafa verið til kvadd-
ir að skila álitsgerð um málið fyrir
júnílok, en niðurstöður þeirra munu
væntanlega eyða efasemdum um að
samningarnir standist heimildir
stjórnarskrárinnar til þjóðréttarlegra
skuldbindinga."
Ennfremur segist flokksþingið
leggja áherslu á eftirfarandi: „EES
samningarnir og fylgifrumvörp þeirra
verði lagðir fyrir Alþingi til sam-
þykktar eða synjunar; engar nýjar
reglur eða breytingar á EES-reglum,
sem varða íslensk lög, geta tekið gildi,
án þess að samþykki Alþingis geti
komið til; þar af leiðir að ekki er um
að ræða framsal á löggjafarvaldi Al-
þingis til samþjóðtegra stofnana; ekki
er um að ræða framsal á fram-
kvæmdavaldi til yfirstjórnar EES, þar
sem ákvarðanir em teknar samhljóða,
og hvert ríki hefur því neitunarvald;
einstaklingar og fyrirtæki, sem telja
sig eiga rétt skv. EES-reglum geta
ekki höfðað mál beint fyrir EFTA-
dómstólnum, en geta leitað réttar síns
fyrir íslenskum dómstólum, þar sem
EES-reglur munu gilda einnig sem
lög á íslandi."
Flokksþingið lýsir eðlismuni á EB
og EES á eftirfarandi hátt: „Það er
grundvallarmunur á Evrópubanda-
laginu annars vegar og evrópska
efnahagssvæðinu hinsvegar að því er
varðar framsal á valdi þjóðríkja til
samþjóðlegra stofnana: Innan EB
framselja þjóðþing og ríkisstjórnir
hluta af valdi sínu til samþjóðlegra
stofnana (ráðherraráðs og fram-
kvæmdastjómar), þar sem ákvarðanir
í veigamiklum málum era teknar með
meirihluta atkvæða; EB er tolla-
bandalag með sameiginlega ytri tolla
og viðskiptastefnu gagnvart þriðja
aðila; EB stefnir að því að taka upp
sameiginlega stefnu í utanríkis- og
varnarmálum og sameiginlega pen-
ingamálastefnu, auk þess sem EB
framfylgir sameiginlegri landbúnað-
ar- og sjávarútvegsstefnu. Ekkert af
þessu á við um evrópska efnahags-
svæðið (EES).“
„Flokksþingið lýsir yfir stuðningi
sínum við aðild að evrópska efnahags-
svæðinu (EES) og skorar á Alþingi
Islendinga að staðfesta samninginn
og fylgifrumvörp hans, þannig að
samningarnir gangi í gildi 1. janúar -
1993,“ segir einnig orðrétt í ályktun-
inni.
Flokksþingið telur, að samninga-
viðræður með hinum EFTA-ríkjunum
hafi skilað mun betri árangri fyrir
Islendinga en hægt hefði verið að
búast við með einhliða samningum
við EB eða með inngöngu í bandalag-
ið. Þó tekur þingið undir þá skoðun
utanríkisráðherra, að fram beri að
fara vandað mat á kostum og göllum
á inngöngu í Evrópubandalagið.
Einnig telur flokksþingið að EES
verði varanlegri kostur fyrir EFTA-
ríkin en hingað til hafi verið talið,
vegna aukins innbyrðis ágreinings um
framtíðarþróun bandalagsins, sem
t.d. úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu í
Danmörku um Maastricht-samkom-
ulagið beri vitni um. Renni það stoð-
um undir það mat, að EES muni
duga EFTA-þjóðunum sem sam-
skiptavettvangur fram á seinni hluta
þessa áratugar.
Flokksþingið minnir einnig á, að
öllum helstu fyrirvöram sem settir
voru gagnvart samningnum af hálfu
íslands í tíð fyrrverandi ríkisstjómar,
hafi verið haldið til streitu í einhveiju
formi. EB hafi ekki fengið einhliða
fiskveiðiheimildir, íslendingar haldi
varanlegum fyrirvara að því er fjár- ■
festingar í fyrirtækjum í sjávarútvegi
varðar, iðnaðarráðherra muni leggja
fyrir Alþingi frumvarp til laga sem
geri kleift að tryggja forræði þjóðar-
innar yfir orkulindum, og hið sama
muni landbúnaðarráðherra gera, þar
sem settar yrðu kvaðir og skilyrði
fyrir jarðakaupum erlendra ríkisborg-
ara.
Þá er tekið fram í ályktun flokks-
þingsins að óskorað yfirráð yfir fiski-
miðum og orkulindum landsins verði
ófrávíkjanlegt skilyrði af íslendinga
hálfu í samningum við önnur ríki.
Óskað er eftir gömlum verslunar-
skjölum og ljósmyndum frá Reykjavík
BORGARSKJALASAFN Reykja-
víkur og Ljósmyndasafn Reykja-
víkurborgar ráðgera sýningu um
sögu verslunar í bænum. Söfnin
óska eftir upplýsingum og
sýningargripum, verslunabók-
um, Ijósmyndum, bæklingum
o.s.frv., bæði að fornu og nýju.
í frétt frá Borgarskjalaverði er
greint frá því að Borgarskjalasafn
Fiskifélagið vill leyfa hvalveiðar
STJÓRNARFUNDUR Fiskifé-
lags íslands haldinn í Reykjavík,
föstudaginn 19. júní 1992, leggur
til við sjávarútvegsráðherra að
hann beiti sér fyrir því að hval-
veiðar verði hafnar að nýju þeg-
ar á þessu ári.
Jafnframt beiti hann sér fyrir
því að þess verði freistað að gera
selveiðar að arðbærri atvinnugrein
að nýju.
Stjórn Fiskifélagsins telur að
þetta sé þjóðhagsleg og líffræðileg
nauðsyn miðað við þá stöðu sem
sjávarútvegurinn er nú í.
Reykjavíkur og Ljósmyndasafn
Reykjavíkurborgar ráðgeri að halda
sýningu um sögu verslunar í
Reykjavík í júlflok í Geysishúsinu,
Aðalstræti 2.
í tengslum við undirbúning sýn-
ingarinnar óska söfnin eftir upplýs- .
ingum um eða frá verslunum í
Reykjavík, til láns eða varðveislu.
Borgarskjalavörður nefnir í
þessu sambandi m.a. hinar ýmsu
verslanabækur, pöntunarlista, vör-
ulista, auglýsingabæklinga,
fregnmiða, veggspjöld, ljósmyndir,
o.fl., allt fram til dagsins í dag.