Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
17
Minning:
Sigríður Auðuns
Fædd 13. janúar 1904
Dáin 28. júní 1992
í dag er til moldar borin frú Sig-
ríður Auðuns, ekkja Torfa Bjarna-
sonar héraðslæknis Skagfirðinga.
Þau fluttist til Sauðárkróks 1938 er
Torfí tók við héraðslæknisembætti
þar, virtur læknir, Jónas Kristjáns-
son lét þá af því embætti.
Ég gleymi aldrei komu þessarar
fjölskyldu til staðarins, þau áttu
tvær litlar stelpur, sem féllu fljótt
inn í barnahópinn á Sauðárkróki.
Sigríður fyllti bæinn af músik og
hlýju. Torfi annaðist unga sem aldna
er eitthvað bjátaði á heilsufarslega.
Torfi var hraustur og góður læknir
og fólk virti hann og dáði. Þegar
flensa eða aðrir sjúkdómar herjuðu
á Sauðárkóksbúa gekk hann dag
hvern, sem væri hann á stofugangi
á spítala, í hvert hús, þar sem ein-
hver var veikur og vitjaði allra þar
til þeir voru aftur orðnir frískir. Ég
man svo vel hve hann gaf sér góðan
tíma til að tala við gamla fólkið
okkar heima og hefur það áreiðan-
lega ekki verið eina heimilið þar sem
aldnir hlökkuðu til komu hans. Öllum
þótti vænt um hann.
Það er stutt milli andláts þeirra
hjóna, Torfi lést 17. ágúst 1991. í
minningunni finnst mér alltaf hafa
verið talað um Sigríði og Torfa, eins
og væru þau eitt. Torfi hafði mjög
mikinn stuðning frá Sigríði, því
margir áttu erindi á þeirra góða
heimili, bæði vegna veikinda og ann-
ars.
Ég sagði áður að Sigríður hefði
fyllt bæinn með músik og man ég
þegar systir mín og ég, ástamt vin-
konum okkar, stóðum fyrir utan
húsið þeirra á kvöldum og hlustuðum
á undurfagra tónlist sem barst til
okkar, er hún settist við píanóið.
Hún var mikið menntuð í tónlist.
Seinna fór hún að hjálpa á öllum
sviðum - æfa kóra, vera með í leik-
list og yfirleitt að taka þátt í bæjar-
lífinu af lífi og sál. Einnig hjálpaði
hún ungu fólki að búa sig undir
menntaskóla.
Fjölskyldunnar var sárt saknað
er hún fluttu til Akraness. Seinna
fluttu þau til Reykjavíkur og tóku
þá þátt í starfi Skagfirðingafélagsins
og Sigríður hélt áfram að spila und-
ir á öllum samkomum og átti mikið
starf að baki sem undirleikari hjá
Skagfírsku söngsveitinni.
Á 100 ára afmæli Sauðárkróks
fylktum við Skagfirðingar liði og
héldum norður til að taka þátt í
hátíðarhöldunum. Sigríður og Torfi
voru með okkur í þeiri ferð, man ég
vel hve þeim var fagnað af fólkinu
á Króknum. Þessarar fjölskyldu
verður lengi minnst sem mikilhæfra
„Skagfirðinga", sem breiddu birtu
og yl yfir Skagafjörð. Það áttu svo
margir þeim mikið að þakka, því
fólk eins og þau, sem gefur svona
mikið af sjálfu sér til uppbyggingar
á Sauðárkróki og í Skagafirði öllum,
er ómetanlegt landsbyggðinni.
Ég kveð þau hjón í nafni okkar
systkinanna og þakka þeim vináttu
við fjölskyldu okkar.
Dætrum þeirra, Auði og Sigríði,
barnabörnum og öðrum ástvinum
vottum við samúð okkar.
Hvíli þau hjón í friði.
Gígja Snæbjarnardóttir.
Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu
og ax
og kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og
beið.
Að baki okkur týndist í mistrið hin lang-
farna leið
eins og léttstigin bamsspor í rökkur hins
hnígandi dags. (Steinn Steinarr).
Leiðin langa var fyrir nokkrum
árum horfin í mistrið. Morguninn
heiði, dagurinn hlýi og bjarti, síðdeg-
ið rósama: Allt var það á hvörfum
„og kvöldið stóð álengdar hikandi
\ feimið og beið“. Það var eins og það
veigraði sér við að víkja deginum
góða úr sæti. En nú er hann allur.
Dagur Sigríðar Auðuns er liðinn.
Sigríður Jónsdóttir Auðuns fædd-
ist á ísafirði 13. janúar 1904. For-
eldrar hennar voru hjónin Margrét
Jónsdóttir og Jón Auðunn Jónsson
útgerðarmaður, bankastjóri og al-
þingismaður. Menntun aflaði hún sér
bæði heima og erlendis. Mun hafa
verið jafnræði með henni og læknin-
um unga, Torfa Bjamasyni frá Ás-
garði í Dölum, er þau giftust 1931.
Þau eignuðust þrjár dætur, Auði
Margréti, sem lést á barnsaldri,
Auði, MA, lektor við Kennarahá-
skóla íslands, og Sigríði sálfræðing.
Sigríður og Torfi áttu heimili á
Hvammstanga, Sauðárkróki og
Akranesi meðan Torfi var að emb-
ættisstörfum en.fluttu til Reykjavík-
ur þegar hann var um sjötugt. Torfi
gegndi annasömum störfum við góð-
an orðstír — og bæði nutu þau hjón-
in vinsælda og hylli. Þegar Torfi
lést í ágúst í fyrra ritaði ég nokkur
orð í minningarskyni. Um heimili
þeirra sagði þar meðal annars. „Á
heimili Sigríðar og Torfa var menn-
ing ekki einungis rímorð heldur
veruleikinn sjálfur, lífið sjálft. Bók-
menntir, myndlist og tónlist voru
ekki aðeins hátíðakostur eða fín orð
til að bregða fyrir sig í ræðum held-
ur til hversdagsnota. Og yfír heimil-
inu hvíldi andi mildi og mannúðar-
og gleði. Það var því mikil gæfa að
fá að teljast í vinahópi þeirra. Þess
nutum við hjónin og börn okkar —
og raunar foreldrar okkar líka.“
Fyrir meira en 30 árum leiddi
ungur snáði afa sinn ókunnungan
um Akranes og sýndi honum það
sem flmm ára dreng fannst mark-
verðast. Meðal annars benti hann á
hús og sagði: „Þarna á hún heima“
Þegar í ljós kom hver hún var skildi
afí drenginn sinn vel. Báðir höfðu
þeir kynnst Sigríði Auðuns og báðir
dáðu þeir hana umfram aðrar konur
óvandabundnar. Þó að sex áratugir
væru á milli þeirra áttu þeir það
sameiginlegt að kunna að meta
mannkosti Sigríðar Auðuns. Dreng-
urinn litli hafði skynjað að þar fór
kona heilsteypt og góð, gerð af þeim
eðalmálmi sem aldrei fellur á.
Mér býður í grun að álit þeirra
frænda hafí ekki veri einsdæmi. Sig-
ríður Auðuns var þeirrar gerðar að
fólk, sem kynntist henni, hlaut að
laðast að henni. Höfðingleg reisn
einkenndi hana. Glaðværð hennar
var óþvinguð og eðlileg. Menntun
hennar var svo djúp og sönn að hroki
var jafnfjarlægur henni sem austrið
vestri. Hæfíleiki hennar til að blanda
geði við fólk, snilli við hljóðfærið ,
góðgirni og notalegt skopskyn gerð
hana að auðfúsum gesti í hveiju
samkvæmi. Hún komst ekki hjá því
að setja svip á umhverfi sitt hvar
sem hún fór.
Fagur dagur er að kvöldi kominn.
Við sem eigum einhvetjar stundir
eftir áður en rökkrið hnígur að,
þökkum fyrir okkur og vottum ást-
vinum samúð.
Ólafur Haukur Árnason.
¥7f TNTHThTTT
ruiNnml 1
GRILLTILBOÐ
FYRIR GOTT
GRILLSUMAR
MEÐSS
Nú hefst sælutíð fyrir alla þá sem verða seint fullsaddir af
góðu, grilluðu SS lambakjöti. Rauðvínslegið
lambalæri, kryddlegnar tvírifjur, lærissneiðar og
framhryggjarsneiðar fást nú á funheitu grilltilboði, - með 15% afslætti.
I 8 5 A R