Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Fyrsti hval- urinn veiddur NORSKIR hvalfangarar til- kynntu í gær að þeir hefðu veitt fyrstu hrefnuna eftir tveggja ára hvalveiðibann en norsk stjómvöld hafa heimilað veiðar á 110 hrefnum í vísinda- skyni á þessu ári. Á næsta ári hyggjast norsk stjómvöld síðan leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. Rússneskir kommúnistar hundsa bann stjórnvalda FÉLAGAR í hinum bannaða Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna héldu leynilegt flokksþing á laugardag í lítt þekktu sam- komuhúsi í útjaðri Moskvu. Kommúnistarnir nefndu fund- inn 29. flokksþing sovéska Kommúnistaflokksins. Með fundarhaldinu eru kommúnist- ar að hundsa bann rússneskra stjómvalda við skipulagðri starfsemi þeirra. Blaðamenn, sem fengu að vera viðstaddir fundinn, sögðu að um níutíu manns hefðu sótt hann. í næstu viku mun rússneskur stjóm- lagadómstóll fjalla um hvort að bannið við starfsemi Kommún- istaflokksins stenst stjómar- skrána. Pawlak beðinn umað mynda nýja stjorn í Póllandi LECH Walesa Póllandsforseti ítrekaði á sunnudag beiðni sína um að Waldemar Pawlak myndi nýja stjóm hið fyrsta. Beiðni Walesa, sem kom í kjölfar fjög- urra vikna árangurslausra stjórnarmyndunarviðræðna, kom þingmönnum mjög á óvart þar sem sjö stjómmálaflokkar, í tengslum við verkalýðshreyf- inguna Samstöðu, höfðu til- nefnt nýtt forsætisráðherra- efni, Hönnu Suchocka, á laug- ardag. Forsetinn slapp naumlega FORSETI Afganistans, Burha- nuddin Rabbani, slapp naum- lega þegar eldflaug skæruliða hæfði forsetahöllina í Kabúl á laugardag. Eldflaugin sprakk innan við hundrað metrum frá þeim stað, þar sem forsetinn sat á fundi og var einn lífvarða hans meðal þeirra, sem féllu í sprengingunni. Að minnsta kosti fimmtíu manns féllu og mörg hundruð slösuðust í hörð- um bardögum skæruliða og stjómarhermanna í borginni um helgina. Rabbani hefur ver- ið forseti landsins frá því í apríl, þegar kommúnistar voru hrakt- ir frá völdum í Kabúl. Stjómar- herinn er að mestu leyti undir stjórn Rasheeds Dostums hers- höfðingja. Dostum barðist lengi með kommúnistum en sneri baki við þeim og átti stóran þátt í að fella stjóm þeirra og koma samsteypustjórn skærul- iða til valda í apríl síðastliðnum. Skæruliðarnir, sem stjómar- herinn á í höggi við, er hins vegar undir stjóm heittrúaðs múslima, Gulbuddins Hek- matyars. Hekmatyar og menn hans hafa neitað að taka nokk- um þátt í stjórn landsins fyrr en að Dostum og aðrir fyrrum stuðningsmenn kommúnista hafa fallið eða yfirgefið Kabúl. Reuter. Bush heitir Pólveijum stuðningi George Bush Bandaríkjaforseti og Lech Walesa, forseti Póllands, takast í hendur eftir að hafa flutt ræður á Kastalatorginu í Varsjá á sunnudag. Bush sótti Pólveija heim til að geta verið viðstaddur greftrun jarð- neskra leifa Ignacy Paderewskis, heimsfrægs píanóleikara og forsætisráðherra landsins fyrr á öldinni, er lést í útlegð í Bandaríkjunum á stríðsárunum. Bush sagðist reiðubúinn að breyta að 200 milljón dollara (um 11 milljarða ÍSK) framlagi Bandaríkjanna í sjóð er styrkja skal pólska gjaldmiðilinn þannig að um verði að ræða beinan styrk við önnur svið, t.d. þróun einkabanka. Bandaríkjaforseti sagði að erfiðleikar Pólvetja nú væru vegna fjögurra áratuga valdaferils kommúnista, ekki vegna umbótastefnu stjómvalda. Walesa sagðist ekki geta hugsað sér Evrópu án bandarísks herliðs, ástandið væri breytt eftir upplausn Sovétríkj- anna en alls ekki tryggt. Bush svaraði því til að Bandaríkjamenn væru ekki á förum frá álfunni. Evrópska orrustuþotan: Riihe staðfestir að Þjóð- verjar taki ekki þátt í EFA London. Reutcr. VOLKER Riiher, varnarmálaráðherra Þýskalands, skýrði bresku ríkisstjórninni formlega frá því i gær að Þjóðverjar hygðust ekki taka þátt í smíði Evrópsku orrustuþotunnar (EFA). Riihe er nú í opinberri heimsókn i London og höfðu Bretar lagt mikla áherslu á að Þjóðveijar gæfu skýr svör um EFA-áform sin. Þrátt fyrir að þeir hefðu lýst þvi yfir að þeir hyggðust ekki taka þátt, hefðu sam- starfsþjóðir þeirra, Bretar, Spánveijar og ítalir, enga formlega til- kynningu fengið um fyrirætlanir þeirra. Spænska dagblað- ið E1 País: Hvalveiðar sagðar and- styggileg misnotkun Madríd. Frá Ragnari Bragasyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. DAGBLAÐIÐ EI País, víðlesn- asta dagblað Spánar, fjallaði í forystugrein um helgina um nýafstaðinn fund Alþjóða hval- veiðiráðsins. ^ Segir í leiðara blaðsins að íslendingar séu á meðal þeirra þjóða sem ákveðið hafi að reyna að koma í veg fyrir stöðvun hvalveiða í ábata- skyni. Höfundur leiðarans kveð- ur slíkar veiðar vera „eitt and- styggilegasta dæmi um mis- notkun á náttúrunni.“ í greininni segir og að íslend- ingar, Norðmenn og Japanir hafi afráðið að stofna samtök hval- veiðiþjóða sem svar við Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þessi ákvörðun þjóni þeim til- gangi einum að réttlæta and- stöðu þessara þjóða við um- hverfisvemd og kemst leiðara- þöfundur spænska dag- blaðsins svo að orði: „Bergmál ræðuhaldanna í Ríó er ekki fyrr dáið út en sum lönd sýna í verki vilja sinn til að fylgja þeim eftir: engan.“ Blaðið segir að íslendingar, Jap- anir og Norðmenn séu „herskáustu hvalveiðiþjóðirnar" og kveður sumar þessara þjóða hafa hagað sér eins og „veiðiþjófar" eftir að hvalveiðibann var ákveðið á vett- vangi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Leiðarahöfundur El País segir að lokum að fyrrnefndar þjóðir haldi því fram að hrefnustofninn - 760.000 hvalir í suðurhöfum og 100.000 í Atlantshafi - sé þegar orðinn of stór. „En það er einmitt ekki fullljóst hvort sex ár eru nógu langur tími til að vega upp á móti fjöldadrápum síðustu áratuga og hvort þessi tegund getur haldist við í framtíðinni," segir í greininni. Riihe sagði á blaðamannafundi að hann hefði skýrt Malcolm Rif- kind, vamarmálaráðherra Bret- lands frá því að Þjóðveijar vildu að hinar þjóðimar myndu íhuga hvort að þær vildu einbeita sér að smíði minni og ódýrari orrustuþotu. Hann sagði EFA óþarfa eftir hrun kommúnismans og upplausn Sovét- ríkjanna. Þjóðveijar myndu greiða þann hluta af þróunarkostnaði EFA, sem þeir hefðu skuidbundið sig til að gera, en hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að þeir myndu taka frekari þátt í verkefn- inu. Samstarfsaðilar Þjóðvetja hafa gagnrýnt hversu óljósar allar yfir- lýsingar um áform þeirra hafa ver- ið og segja að vegna áður gerðra skuldbindinga gæti svo farið að spamaður Þjóðveija við að hætta þátttöku yrði hverfandi. Bretar, sem vilja halda áfram smíði þotunnar, höfðu áður lýst því yfir að þeir teldu EFA vera próf- raun á hversu djúpt vilji Þjóðveija til evrópskrar samvinnu risti. í gær náðist samkomulag milli Breta og ítala um að reynt verði að lækka kostnað við EFA en fyrirtækið Eurofighter Jagdflugzeug GmbH hefur unnið að þróun hennar. Að þeirri samsteypu eiga aðild Daiml- er-Benz AG í Þýskalandi, Alenia SpA á Ítalíu, British Aerospace Plc á Bretlandi og Construcciones Aeronauticas SA á Spáni. Nýjar upplýsingar um afdrif Lavrentíj Bería: Slapp blóðhundur Stal- íns til Argentínu 1953? Kíev. The Daily Telegraph. LAVRENTÍJ Bería, sem var aðalskipuleggjandi ofsókna sovéska einræðisherrans Jósefs Stalíns gegn pólitískum andstæðingum og yfirmaður öryggislögreglunnai- (KGB), hefur ef til vill sloppið úr landi en ekki verið tekinn af lífi í valdabaráttunni eftir andlát Stal- íns, eins og sagnfræðingar hafa talið fram til þessa. Einkasonur Bería hefur nú rofið 25 ára þögn sína um málið. Hann segist full- viss um að faðirinn hafi komist til Argentínu í desember 1953 og hafi notið til þess arna hjálpar dyggra undirmanna í öryggislögregl- unni. Sergo Gegetsjorí, sonur Bería, er 67 ára gamall eldflaugasér- fræðingur, og býr í Kíev, höfuð- borg Ukraínu. Hann var á sínum tíma neyddur til að hætta að nota eftimafn föður síns. Hann segir að Bería, sem var Georgíumaður eins og Stalín og reyndi að taka völdin að honum Iátnum, hafi hvorki verið handtekinn né dreg- inn fyrir dómstól af eftirmönnum Stalíns. Gegetsjorí segir föður sinn hafa særst er hermenn, studdir skriðdrekum, gerðu árás á hús fjöl- skyldunnar í Moskvu 1953 en hafi ef til vill verið fluttur með leynd til Argentínu. Dularfull ljósmynd Gegetsjorí segist hafa verið í út- legð í borginni Sverdlovsk í Úral- fjöilum árið 1956 er hann hafi feng- ið fyrstu vísbendingarnar um að faðirinn hefði komist lífs af. Borist hafi rituð skiiaboð þar sem hann var beðinn að koma á stefnumót í nágrannaborginni Tsjeljabínsk. Hann sendi gamla fóstru sína á vettvang og hún kom heim á ný með ljósmynd af þybbnum manni í brúnum regnfrakka á gangi við forsetahöllina í Buenos Aires, and- litið sneri að myndavélinni. „Þetta var faðir minn, hvert smáatriði kom heim og saman. Jafnvel stellingin var dæmigerð fyrir hann . . . Við brenndum myndina af því að við vildum ekki varðveita neitt sem bent gæti til þess að faðir minn væri á lífi.“ ~l. Tveim árum síðar birtist óskýr mynd, en myndefnið greinilega hið sama, í sovésku ferðatímariti; ritið barst með dularfullum hætti inn á heimili Gegetsjorís. Hann á eintakið ennþá. Gegetsjorí og móðir hans höfðu bæði verið sannfærð um að Bería væri látinn en síðast hafði hann sést á börum undir blóð- stokknum segldúk fyrir utan heim- ili fjölskyldunnar. Fleira en umrædd ljósmynd varð til að auka trú þeirra á því að Bería væri á lífi. Friedrich Foertsch hershöfðingi, þýskur stríðsfangi, er seinna varð yfirhers- höfðingi í Vestur-Þýskalandi og lést 1976, heimsótti Gegetsjorí í Sverdlovsk og bauð honum fölsuð skilríki sem duga myndu vopnasér- Lavrentíj Bería fræðingnum til að komast til Þýska- lands ásamt stórum hóp stríðsfanga er fengið höfðu heimferðarleyfí. „Hann sagði að það væri ekki ein- göngu þeirra ósk að ég færi heldur væru fleiri „áhugasamir aðilar„ sem kæmu þar við sögu,“ segir Geget- sjorí. Fýrrverandi Sovétnjósnarar í Ástralíu og Austurríki höfðu auk þess samband við hann og buðu peningáaðstoð vegna uppeldis bama hans. Þau vom í umsjá Ge- getsjorís eftir að þrýstingur örygg- islögreglunnar hafði þvingað eigin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.