Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Þróun íslensks samfé- lags og atvinnuhátta _________Bækur______________ Gísli Ágúst Gunnlaugsson íslenskur söguatlas 2. Frá 18. öld til fullveldis. Ritstjórar: Arni Daníel Júlíus- son, Jón Ólafur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. Iðunn. Reykjavík 1992, 229 bls. Fyrir skömmu gaf Iðunn út ann- að bindi íslensks söguatlass, en árið 1989 kom fyrsta bindi verks- ins út hjá Almenna bókafélaginu. Ritstjórar annars bindis verksins eru hinir sömu og þess fyrra, sagn- fræðingarnir Árni Daníel Júlíus- son, Jón Ólafur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson, en auk þeirra leggja þeir Haukur Jóhannesson jarðfræðingur og Eiríkur Hreinn Finnbogason bókmenntafræðingur efni til ritsins. Þeir Ámi Daníel og Jón Ólafur eru tvímælalaust aðal- höfundar verksins, enda frum- kvöðlar að allri gerð þess. Nokkuð hefur dregist að þetta bindi liti dagsins ljós, því í fyrsta bindinu boðuðu ritstjórar að annað bindi kæmi út 1990. Þessi dráttur hefur þó án efa gefið höfundum og rit- stjórum betra ráðrúm til að Ijúka því flókna verki sem íslenskur söguatlas er. Þetta annað bindi verksins er ekki síður veglegt að öllum ytra búningi en hið fyrra. Myndir og kort prentast vel, litir eru fallegir og meira samræmi í grunnlitum korta en í fyrra bindinu. í öllum aðalatriðum er uppbygging ritsins áþekk þeirri sem viðhöfð var í fyrra bindinu. Hver opna Ijallar um af- markað viðfangsefni og eru því gerð skil í texta, ljósmyndum, teikningum, skýringarmyndum og kortum, auk þess sem ýmislegt ít- arefni er birt í texta og myndum neðanmáls. Gríðarieg_vinna liggur að baki kortum og myndritum og hefur starfsfólk Landkosta hf., sem hannaði þau unnið starf sitt af stakri vandvirkni og miklum metnaði. í bókarlok er gerð mun rækilegri grein fyrir heimildum texta og mynda en gert var i fyrsta bindi verksins og er það vel. Á hinn bóginn er hér ekki heildarskrá um heimildarrit eins og birt var í fyrsta bindinu. í lokabindi mun birtast nafnaskrá er tekur til allra bindanna. Þótt uppbygging annars bindis íslensks söguatlass sé áþekk hinu fyrra, er þó verulegur munur á efnistökum. Fyrsta bindi verksins spannaði sögu íslands í níu aldir á álíka mörgum blaðsíðum og nú er varið til að fjalla um Islandssög- una frá lokum átjándu aldar til annars áratugar þeirrar tuttug- ustu. Hér er því farið mun hægar yfir sögu, drepið á fleiri og fjöl- þættari þætti þjóðfélags- og stjórn- málaþróunar en gert var í fyrsta bindinu og hver opna fjallar að jafnaði um afmarkaðri viðfangs- efni. Frá þessu eru þó undantekn- ingar. Þannig er fjallað um nátt- úrurannsóknir 1749-1906 á einni opnu (bls. 90-91), Isafjarðardjúp og Eyjafjarðarsvæðið 1800-1920 á sitt hvorri opnunni (bls. 112-115), Ameríkuferðir og Vestur-íslend- inga 1855-1920 á tveimur opnum (bls. 124-127) og félagshreyfingar 1750-1918 á einni opnu (bls. 172-173), svo dæmi séu tekin. Ritið ber þess að ýmsu leyti merki að hér er fjallað um tímabil íslandssögunnar sem höfundar þekkja af eigin rannsóknum betur en það tímaskeið sem fyrra bindi verksins tók til. í heimildaskrá er þannig vísað til allmargra ritgerða eftir höfundana sjálfa. Meginein- kenni verksins er það að hér er samfélagssagan í forgrunni, en stjórnmálasagan og umfjöllun um sjálfstæðisbaráttuna fær hlutfalls- lega minni rými en tíðast er í yfir- litsritum. Ekki er víst að öllum lesendum falli þessi áhersla eins vel og mér, en hún samrýmist prýðilega þeim áherslum sem efst hafa verið á baugi í erlendum, og raunar einnig íslenskum rannsókn- um síðustu tvo áratugi. Það er til fyrirmyndar hversu vel nýlegar rannsóknir íslenskra sagnfræðinga skila sér í þessu riti. Hér er ræki- lega vísað til nýrra doktorsrita prentaðra sem óprentaðra og heim- ildaskráin ber þess órækt vitni hversu umfangsmiklar og fjöl- skrúðugar rannsóknir á félags- og hagssögu 18. og 19. aldar hafa farið fram undanfarinn áratug eða svo. Á hinn bóginn fer ekki hjá því að ýmislegt orki tvímælis í ritinu, bæði hvað varðar framsetningu efnis og efnisskipan. Þannig tel ég, svo dæmi sé tekið, vafasamt að fjalla um þéttbýlismyndun og vöxt Reykjavíkur fram til 1918 áður en rætt hefur verið um vesturheims- ferðir. Vesturheimsferðirnar stuðl- uðu að miklu streymi fólks úr Norrænn — baltneskur gagnrýnendafundur; Golfvörur í úrvali □ Golfpokar frá kr. 1.590,- □ Golfkerrur frá kr. 6.700,- □ V2 sett (7 stk.) kr. 12.300,- □ Golfskór f úrvali □ Golfpeysur kr. 5.700,- □ Rúllukragabolir kr. 1.590,- □ Hanskar frá 610,- □ 23 tegundir af golfboltum Tilboð út þessa viku: Heilt Northwestern sett með 30% afslætti Nú kr. 15.900,- íþróttabúðin Borgartúni 20, sími 620011. strjálbýli í vaxandi þéttbýli og það rót sem komst á fólk meðan þær stóðu sem hæst gerði sveitarstjórn- um erfitt að fylgjast eins grannt og áður með aðflutningi' fólks. Á opnunni um vöxt Reykjavíkur er því ennfremur haldið fram að frá 1905 hafi Reykjavík þróast „sem stórútgerðarbær á breska vísu“ (bls. 116). Þetta finnst mér hæpin niðurstaða. Þótt togaraútgerð hafi skipað mikinn sess í atvinnulífi bæjarins einkenndist bæjarbragur- inn ekki síður af því .að Reykjavík festi sig á þessu árabili í sessi sem miðstöð stjórnsýslu og verslunar. Samlíkingin við Bretland er fremur langsótt, en hún á etv. við um Hafnarfjörð á fyrstu fjórum ára- tugum aldarinnar. Þótt íbúar þar væru mun færri en í breskum út- gerðarbæjum var togaraútgerð einkennandi fyrir bæinn og bresk útgerðarfyrirtæki stunduðu þaðan umtalsverða útgerð og vinnslu. í þessari umfjöllun er einnig að finna setningu sem býður upp á misskiln- ing: „Að lokum komu íslendingar fram fullum hefndum með út- færslu fiskveiðilögsögunnar og eyðilögðu með henni tilverugrund- völl stórútgerðar í Grimsby og Hull“ (bls. 116). Hafa ber í huga að umfjöllunin á opnunni tekur til tímabilsins 1860-1918 og tilveru- grundvelli breskra útgerðarbæja var ekki ógnað að marki vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar fyrr en hálfri öld síðar. Svipuð dæmi má nefna úr efni sem fjallað er um á öðrum opnum. Á opnu um iðnbyltingu á Islandi 1880-1920 (bls. 184-5) er t.d. ekki vikið að því hvernig breytingar frá árabátaútvegi til vélvæddrar stórútgerðar voru fjármagnaðar. Ekki er heldur rætt um breytt sam- félagsviðhorf svo nokkru nemi. Þá er athugunarefni hvort opnan sé ekki ofhlaðin súluritum um breyt- ingar á ýmsum þáttum hagkerfis- ins. Þessar skýringarmyndir eru mikilvægar og vel unnar, en e.t.v. hefði verið heppilegra að bijóta umfjöllunina meira upp og fjalla um efnið á fveimur opnum. Tvö erindi um ólík efni Þriðja grein Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg. Bókmenntir ingi Bogi Bogason Auglýst eftir alþýðleik í dönskum bókmenntum. Susanne Bjertrup, gagnrýnandi við Weekendavisen, endurspeglaði í framsöguerindi sínu afar líflega umræðu sem hefur átt sér stað í Danmörku að undanförnu um hlutverk nútímabókmennta og kröfuna um afturhvarf þeirra til gamla, góða raunsæisins. Fyrir skömmu fór fram í Dan- mörku samkeppni um bestu raun- sæislegu skáldsöguna. Margar góðar sögur bárust og þótti þessi áhugi vera til marks um að marg- ir söknuðu gömlu raunsæisskáld- sagnanna frá fyrri hluta aldarinn- ar. Unga kynslóðin í Danmörku er því marki brennd að skrifa sögur sem standa mjög fjarri venjulegu fólki því þær skortir oft nógu sam- mannlega skírskotun til að geta verið meðteknar og skildar af al- mennum lesendum. Rithöfundarn- ir eru ásakaðir um að skrifa um „MIG“ í staðinn fyrir „OKKUR“. Þótt fáir lesi þessar bækur fá þær samt yfirleitt töluverða umfjöllun í dagblöðum. Hvers vegna skyldi ástandið vera svona? Bjertrup benti á ýmislegt sem stuðlaði eflaust að þessu ástandi. T.d. er enn við lýði klofningur mill módernisma og raunsæis- stefnu þótt báðar stefnurnar séu að hennar áliti komnar á haug sögunnar. Þessi klofningur væri óraunverulegur vegna þess að Susanne Bjertrup hann byggði tilveru sína fremur á vana en sjálfsprottinni nauðsyn. Bjertrup fullyrti að lesendur krefð- ust ríkari samsvörunar milli eigin tilveru og bókmenntanna. Ungir rithöfundar í Danmörku eiga hins vegar erfitt með að skilja væntingar viðtakenda. Vegna lé- legra lífskjara er þeim fyrirmunað að skilja hvernig „venjulegt“ fólk lifir. í rauninni vita ungir höfund- ar mikið um bókmenntakenningar en ótrúlega lítið um „lífið“. Susanne Bjertrup hefur sjálf kennt ungu fólki skapandi skrif og telur það einmitt meginein- kenni hjá ungum rithöfundum að vilja segja sögur. Áhrifsbreytingin hlýtur því að koma að utan. Rithöfundurinn og gagnrýnand- inn Poul Borum, sem margir Is- Anu Saluaar lendingar kannast vel við, rekur skóla í Danmörku fyrir unga og upprennandi rithöfunda. Skólinn hans nýtur mikillar aðsóknar svo að Borum getur valið úr hæfustu nemendurna. • Vandamálið við þennan skóla telur Susanne Bjer- trup vera það að Poul Borum trú- ir ekki á sögur. Hann velur út bestu rithöfundaefnin til þess eins að kenna þeim eitthvað allt annað en að segja góða sögu. Slíkt sé skaði fyrir danska bókmennta- sköpun. Alþekkt er að ritdómarar eiga það til að gleyma sér við form- ræna þætti ritverks og líta í leið- inni fram hjá boðskap þess. Bjer- trup telur ritdómara dvelja alltof mikið við tungumálið en stein- þegja jafnvel yfir því hvort ritverk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.