Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 48
í i í Verðmæti fisksins 50-80 milljónir kr. _ _ _ ^ ^ murgunuiduiu/övernr Undaneldisfiskurinn valinn Starfsmenn Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði hafa undanfarna daga verið velja undaneldisfisk fyrir kyn- bótaverkefni í hafbeit, en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er lax nú farinn að skila sér í þó nokkrum mæli í hafbeitarstöðvarnar. Að sögn Vigfúsar Jóhannssonar, deildarstjóra hjá Veiðimálastofn- un, verða 500-600 merktar hrygnur teknar að þessu sinni í kynbótaverkefnið, og eru þær teknar áður en aðalgangan hefst fyrir slátrun. Kynbótaverkefnið er eina verkefni sinnar tegundar í heiminum sem unnið er fyrir hafbeit, en undaneldisfiskurinn er notaður til hrognaframleiðslu fyrir þær hafbeitarstöðvar sem óska eftir. Islenskur fiskur er tepptur á \eg- um í Frakklandi GERT er ráð fyrir að 10 til 12 gámar af frystum fiski frá ís- landi séu í tepptum flutningabíl- Þyrla flutti tvo Frakka á slysadeild ÞYRLA Landhelgisgæslunnar flutti tvo slasaða franska ferð- menn á slysadeild Borgarspítal- ans í gærkvöldi eftir að bill þeirra valt á Kjalvegi, skammt frá Blönduvirkjun, um kvöldmat- arleytið. Þrír franskir ferða- menn voru á fólksbíl á veginum, ökumaður missti stjórn á bílnum skammt frá afleggjara að virkj- uninni og fór bíllinn nokkrar veltur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Blönduósi er ekki vitað nákvæmlega um tildrög slyssins en lausamöl er á veginum á þeim stað sem bílveitan varð. Tveir Frakk- anna slösuðust töluvert og var því ákveðið að fá þyrluna til að flytja þá suður. Sá þriðji slapp hins vegar ómeiddur. Bíll þeirra er nær ónýtur eftir óhappið. Fiskvinnslan á Bíldudal hættir vinnslu vegna lokunar bankaviðskipta: Heildarskuldir fyrirtækisms um á frönskum þjóðvegum, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Að sögn Bjarna Lúð- víkssonar, framkvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, er verðmæti hvers gáms á bilinu 5 til 8 milljónir ís- lenskra króna. Yfírvofandi olíuleysi er áhyggjuefni því verði bílamir olíu- lausir fer frostið af gámunum og varan eyðileggst. Tafírnar koma sér illa fyrir kaupendur sem áttu von á vör- unni. Einnig kemur þetta illa niður á útflutningi á hafbeitarlaxi en Fra.kkland er aðalmarkaðurinn. Ástandið er mun verra í fersk- um físki. Kaupendur í Boulogne- Sur-Mer hafa haldið að sér hönd- um en sala hefur einnig verið dræm vegna mikil framboðs, að sögn Elísabetar Oskarsdóttur sem vinnur í Boulogne-Sur-Mer á veg- um Uni Peche. --» ♦ ♦- Togari dreg- inn til hafnar eru rúmar 800 milljónir kr. TOGARINN Jón Baldvinsson RE- 108 var dreginn til hafnar í gær eftir að toghleri hafði slegist upp undir botninn á skipinu svo olía tók að leka af öxlinum. Viðey RE-6 dró togarann í land. Óhappið varð um kl. 8 í gærmorg- un og óskuðu skipverjar eftir aðstoð tveimur tímum síðar þegar ljóst var orðið að ekki var óhætt að sigla skipinu. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, stýri- manns, verður togarinn tekinn í slipp til viðgerðar í dag. Landsbankinn óskaði eftir því að fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota HEILDARSKULDIR Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal og dótturfyrir- tækis hennar, Útgerðarfélags Bílddælinga hf., voru rúmar 800 millj- ónir kr. um síðustu áramót. Að frádregnum veltufjármunum voru skuldirnar 620 milljónir kr. Talið er að þær hafi aukist á þessu ári. Samkvæmt ársreikningum félagsins var bókfært eigið fé neikvætt um 46 milljónir um síðustu áramót. Landsbanki íslands lokaði á við- skipti félagsins í bankanum fyrir helgi og í framhaldi af því ákvað stjórn Fiskvinnslunnar hf. að hætta vinnslu þegar í stað. Að sögn Magnúsar Björnssonar, stjórnarformanns Fiskvinnslunnar, óskaði bankinn jafnframt eftir því að fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota. Fiskvinnslan er helsta atvinnu- I 100 manns á launaskrá, en það fyrirtæki Bíldudals, og er með um | er um helmingur vinnufærra manna á staðnum. Sjötíu manns eru verkefnalausir vegna lokunar frystihússins en fólkinu hefur þó ekki verið sagt upp störfum. Annað stærsta atvinnufyrirtæki staðar- ins, Rækjuver hf., hefur ekki verið með vinnslu frá því í vor. Atvinnu- lífið á Bíldudal er því lamað þessa dagana. Landsbankinn hefur ekkert látið uppi um ástæður þess að bankinn lokaði á viðskipti Fiskvinnslunnar Ný reglugerð um veiðieftirlit: Heimildarákvæði um eftir- litsmenn í alla frystitogara Sjávarútvegsráðherra reiknar með að fylgja ákvæðinu eftir SÍÐAR í þessum mánuði mun Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra gefa út nýja reglugerð um veiðieftirlit í framhaldi af lög- um um eflingu þess, sem samþykkt voru á Alþingi í vor. í lögun- um er að finna heimildarákvæði um að setja veiðieftirlitsmenn um borð í alla frystitogara. Þorsteinn Pálsson segir í samtali við Morgunblaðið að hann reikni með að fylgja þessu ákvæði eftir við útgáfu reglugerðarinnar. „Er ég flutti frumvarpið um eflingu veiðieftirlits um borð í fískiskipum hér við land á síðasta þingi setti ég það heimildará- kvæði inn í lögin að ráðuneytinu yrði heimilt að setja veiðieftirlits- menn um borð í alla frystitogara og ég reikna með að fylgja því ákvæði eftir í reglugerðinni,“ segir Þorsteinn Pálsson. Aðspurður um ástæður þess að hann setti fyrrgreint ákvæði inn í lögin segir Þorsteinn að það hafi verið fyrst og fremst til þess að ráðuneytið gæti fylgst með veiðum og nýtingu á afla um borð í þessum skipum. „Frum- varpið sem varð að lögum í vor fól það í sér að meiri kröfur eru nú gerðar um nýtingu á hráefni um borð í fiskiskipum jafnframt því að gerðar eru auknar kröfur um aðbúnað og vinnslurými um borð,“ segir Þorsteinn. „Reglu- gerðin sem sjávarútvegsráðu- neytið gefur síðan út síðar í þess- um mánuði er ætlað að taíca til allra þessara þátta.“ hf. nema hvað staða fyrirtækisins hafi verið orðin erfíð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hallað undan fæti í rekstrinum undanfarin ár vegna mikilla skulda og fjánnagnskostnaðar og minnk- andi tekna vegna kvótaskerðingar og nú hafi verið svo komið að bank- inn hafi metið stöðuna svo að öll viðbótarfyrirgreiðsla myndi auka taphættu bankans. Hlutafjársjóður Byggðastofnun- ar á tæpan helming hlutafjár í Fiskvinnslunni hf. eftir endur- skipulagningu fjármála fyrirtækis- ins sem sjóðurinn tók þátt í fyrir þremur árum. Guðmundur Malmquist, forstjóri stofnunarinn- ar, segir að fjárhagsvandinn sé svo mikill að hvorki Hlutafjársjóður né Byggðastofnun hafi bolmagn til að koma fyrirtækinu af stað. Matthías Bjarnason, fyrsti þing- maður Vestfírðinga, segir að sú ákvörðun Landsbankans að hætta viðskiptum við Fiskvinnsluna sé ástæðulaus og aðferðin sem við- höfð var við að tilkynna þá ákvörð- un sé einsdæmi. Áð ósk Bílddæl- inga boðaði Mattías þingmenn kjördæmisins á fund um málið og verður hann á Bíldudal í dag. Á fundinn voru einnig boðaðir full- trúar Byggðastofnunar, viðskipta: ráðuneytisins og Landsbankans. í Landsbankanum var í gær ákveðið að senda ekki mann á þennan fund. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.