Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 -- 31 Yinsælasti heims- meistarinn látinn ___________Skák______________ Margeir Pétursson MIKHAIL Tal, heimsmeistari í skák frá 1960-61, lést 55 ára að aldri hinn 28. júní sl. eftir Iangvarandi heilsubrest. Tal var einn frægasti og vinsælasti skák- meistari þessarar aldar, hvass og djarfur stíll hans markaði tímamót í sögu skáklistarinnar. Fyrir hann fékk hann snemma viðurnefnið „töframaðurinn frá Riga“. Hann tefldi alla tíð mikið, meðal annars fimm sinnum á íslandi og á hér marga aðdáend- ur. Tal vegnaði ávallt vel hér á landi, tapaði hér t.d. aðeins einni kappskák. Hann sigraði á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu árið 1964 með yfirburðum, vann tólf skákir og gerði aðeins eitt jafn- tefli. Hann var ávallt afar vin- samlegur í garð íslenskra skák- manna. Skjótur frami Tal fæddist í Riga í Lettlandi 9. nóvember 1936. Hann fór að tefla um 10 ára aldur og 16 ára varð hann skákmeistari Lettlands. Frami hans varð síðan afar hraður. Árið 1955 sigraði hann í undanrásariðli sovéska meistaramótsins og í frumraun sinni í úrslitum þess árið eftir náði hann 5-7. sæti. Árið 1957 varð hann síðan skákmeistari Sovétríkj- anna í fyrsta skipti. Sama ár kom hann fyrst hingað til Reykjavíkur á heimsmeistaramót stúdenta og náði langbestum árangri á fyrsta borði, 8V2 v. af 10 mögulegum. Ævintýralegar sögur ganga af Tal á þvi móti. Meðan á skákum stóð tefldi hann hraðskákir í hliðarher- bergi og vann samt nærri því alla. Sigurganga Tals hélt áfram. 1958 sigraði hann aftur á sovéska meistaramótinu og hóf síðan feril sinn í heimsmeistarakeppninni með yfirburðasigri á millisvæðamótinu í Portoroz. Árið eftir sigraði hann á áskorendamótinu, sem einnig var háð í Júgóslavíu og vann þar með áskorunarréttinn á Botvinnik heimsmeistara. Hann náði snemma forystunni í einvíginu og Botvinnik tókst aldrei að jafna. Lokatölurnar urðu 12'/2—8V2. Veikindi segja til sín Botvinnik hafði komið ár sinni svo vel fyrir borð hjá FIDE að hann hafði tryggt sér rétt á nýju einvígi ef hann tapaði og árið 1961 var Tal ekki nægilega vel á verði. Öllum á óvart náði Botvinnik að endurheimta titilinn frá sér 25 árum yngri manni. Um þetta leyti veiktist Tal af nýrnasjúkdómi og heilsuleysi fylgdi honum allar götur eftir það. Tal varð að hætta keppni á áskorendamótinu í Curacao 1962. Hann náði síðan oft frábærum ár- angri á mótum, en tókst ekki að tefla af fullum styrkleika í einvígj- um. 1964 sigraði hann ásamt Lars- en, Smyslov og Spassky á milli- svæðamótinu í Amsterdam. Þá var byrjað að heyja áskorendakeppnina með einvígjum og hann byrjaði á að slá þá Portisch og Larsen út, en tapaði í úrslitum fyrir Spassky. í næstu keppni árið 1968 sló hann fyrst Gligoric út en tapaði síðan naumlega fyrir Kortsnoj, sem hon- um gekk ávallt illa gegn. Eftir þetta fóru í hönd fremur mögur ár hjá Tal. Árið 1973 vann hann glæsta sigra á öflugum mgt- um, en á millisvæðamótinu í Len- ingrad var hann ekki svipur hjá sjón. Það var síðan ekki fyrr en 1979, þá 44 ára að hann blómstr- aði aftur sem skákmaður. Þá sigr- aði hann fyrst á stórmótinu í Mont- real ásamt Karpov og síðan með miklum yfirburðum á millisvæða- mótinu í Riga. Hann varð þá þriðji skákmaðurinn í sögunni til að rjúfa 2.700 skákstigamúrinn, á eftir þeim Fischer og Karpov, og var næststigahæsti skákmaður heims. Vonbrigði aðdáenda hans urðu mikil er hann tapaði illa fyrir hinum þaulreynda einvígismanni Lev Pol- ugajevskí í fyrstu umferð ágkor- endakeppninnar 1980. Tal hrapaði síðan niður aftur í stigum, en náði sér þó fljótlega á strik aftur. Hann hélt sér í hópi fremstu skákmanna heims á níunda ára- tugnum og árangur hans var jafn- ari og betri en árin þar á undan. Taflmennskan var heldur ekki eins glæfraleg og áður. Hann gætti sín nú yfirleitt á því að hafa jafntefli í hendi sér, en ef andstæðingurinn hélt ekki vöku sinni dundu á honum snilldarlegar atlögur. Hann varð þriðji á millisvæða- mótinu í Taxco 1985 og komst á áskorendamótið í Montpellier sama ár og varð þar í fjórða sæti ásamt Timman. Þeir tefldu einvígi sem lauk með jafntefli en Hollendingur- inn komst áfram vegna hagstæðari stiga. I heimsbikarkeppninni 1988- 1989 varð Tal 13. sæti af 25 kepp- endum og munaði mestu um góðan árangur hans hér í Reykjavík, er hann varð í þriðja sæti á eftir Kasparov og Beljavskí. Þrátt fyrir slæma heilsu tók hann þátt í mörg- um mótum síðustu tvö árin, skák- listin var hans líf og yndi. Löng afrekaskrá Tal varð sex sinnum skákmeist- ari Sovétríkjanna, síðast 1978. Hann hlaut átta sinnum gull á Ólympíumóti í liði Sovétríkjanna á árunum 1958-1982. Auk þeirra afreka sem þegar hafa verið talin sigraði Tal á eftirtöldum alþjóða- mótum: Ziirich 1959, Bled 1961, Miskolc 1963, Hastings, Reykjavík og Kislovodsk 1964, Palma de Mallorca og Sarajevo 1966, Gori 1968, Tbilisi 1969, Tallinn 1971, Sukhumi 1972, Wijk aan Zee, Tallinn, Dubna og Sochi 1973, Hastings 1974, Leningrad 1977, Montreal og Malaga 1979, Lvov 1981, Moskvu, Köln—Porz, Erevan og Sochi 1982, Tallinn 1983, Albena 1984, Jurmala 1985, Berlín 1986, Jurmala 1987, hann sigraði Timman í einvígi í Hilversum 1988, 3‘/2-2‘/2. Heimsmeistari í hraðskák Tal var stórkostlegur hraðskák- maður, fæstir andstæðinga hans réðu við allar þær gildrur og vanda- mál sem hann náði að leggja fyrir þá á aðeins fimm mínútum. Hann var fyrsti og reyndar eini opinberi heimsmeistari FIDE í hraðskák, en þann titil vann hann í Kanada 1988. Á meðal keppenda voru bæði Kasparov og Karpov. Hér á íslandi vann hann glæsilegan sigur á eftirminnilegu hraðskákmóti í Búnaðarbankanum 1986 þar sem tefldu allir bestu skákmenn landsins og nokkrir erlendir. Aðeins mánuði fyrir andlát sitt tók Tal þátt í geysisterku hraðskákmóti í Moskvu og varð þar í þriðja sæti á eftir þeim Kasparov og Bareev, en á undan Dolmatov og Vyzmanavin, sem báðir voru í Ólympíuliði Rússa í Manila. Tal var skráður til leiks í Iið Lettlands á ólympíumótinu en veik- indin hömluðu för hans. Síðustu árin dvaldi hann langdvölum í ísra- el og tefldi á mótum þar, en hann var gyðingur. Hann var frægur fyrir stálminni sitt og gat jafnvel rifjað upp margra ára gamlar óskráðar hraðskákir. Tal var bókmenntafræðingur að mennt og ritaði mikið um skák. Frægasta bók hans, um heims- meistaraeinvígið við Botvinnik 1960, hefur komið út á íslensku í þýðingu Braga Halldórssonar. Tal var vinsæll á meðal keppi- nauta sinna, enda hreykti hann sér ekki hátt á kostnað þeirra. Sem dæmi má nefna að eftir að Friðrik Ólafsson vann hann glæsilega í aðeins 25 leikjum á móti í Las Palmas 1975 var það Tal sem hélt skákinni manna mest á lofti og hrósaði Friðrik fyrir taflmennsk- una. Hann gerði sér líka far um að halda sér utan við deitur og flokkadrætti. Því miður gætti Tal lítt að heilsu sinni fyrr en í óefni var komið. Hann var stórreykingamaður alla ævi og með reglusamara líferni hefði snilld hans vafalaust notið sín ennþá betur. Eina snaggaralegustu fórnar- skák sína tefldi Tal á millisvæða- mótinu í Amsterdam 1964 við búl- garskan stórmeistara: Hvítt: Mikhail Tal Svart: Georgi Tringov Tískuvöm 1. e4 - g6 2. d4 - Bg7 3. Rc3 - d6 4. Rf3 - c6 5. Bg5 - Db6 6. Dd2 - Dxb2 7. Hbl - Da3 8. Bc4 - Da5 9. 0-0 - e6 10. Hfel - a6 11. Bf4 - e5 12. dxe5 — dxe5 13. Dd6!! - Dxc3 14. Hedl - Rd7 15. Bxf7+ - Kxf7 16. Rg5+ — Ke8 17. De6+ og svartur gafst upp, því hann er mát eftir 17. — Kd8 18. Rf7+ - Kc7 19. Dd6. Fyrir sigur sinn á Jóhanni Hjart- arsyni á IBM-skákmótinu í Reykja- vík fékk Tal verðlaun hins virta skákrits Informators fyrir best tefldu skákina á fyrri helmingi árs- ins 1987. Ekki í eina skiptið sem hann hlaut þau! Þessa skák vinnur hann glæsilega, án þess að and- stæðingnum verði án nein sláandi mistök: Hvítt: Mikhail Tal Svart: Jóhann Hjartarson Spánski leikurinn 4. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. c3 - d6 9. h3 - Ra5 10. Bc2 - c5 11. d4 - Dc7 12. Rbd2 - Bd7 13. Rfl — cxd4 14. cxd4 — Hac8 15. Re3 - Rc6 16. d5 - Rb4 17. Bbl - a5 18. a3 - Ra6 19. b4 - g6 20. Bd2 — axb4 21. axb4 — Db7 22. Bd3! Endurbót Tals á fyrri tafl- mennsku í stöðunni. Áður var leik- ið 22. Rh2. 22. - Rc7 23. Rc2! - Rh5 24. Be3 - Ha8 25. Dd2 - Hxal 26. Rxal! - f5 27. Bh6 - Rg7 28. Rb3 - f4 29. Ra5 - Db6 30. Hcl - Ha8 31. Dc2 - Rce8 32. Db3 - Bf6 33. Rc6 - Rh5 34. Db2 - Bg7 35. Bxg7 - Kxg7?! Eftir á að hyggja var 35. — Rhxg7 betra, en það var erfitt að sjá fyrir svar Tals: 36.Hc5!! - Da6 37. Hxb5 - Rc7 38. Hb8! - Dxd3 39. Rcxe5! - Ddl+ 40. Kh2 - Hal 41. Rg4+! - Kf7 42. Rh6+ - Ke7 43. Rg8+ og svartur gafst upp. Kjörvari og Þekjukjörvari — kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áfcrð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn rnjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er ímálninglt - það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.