Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 21 Ákvörðun heildarafla: Eðlilegt að bera ákvörðun undir sjávarútvegsnefnd - segir formaður nefndarinnar MATTHÍAS Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að það sé sjálfsagt mál að sjávarútvegsráðherra beri ákvörðun sína um heildarfiskafla á næsta ári undir nefndina. Kristinn Pétursson, fyrrverandi þingmaður, sagði í Morgunblaðinu á laugardag að það stangaðist líklega á við stjórnskipun iýðveldisins að Alþingi framseldi sjávarútvegsráðherra vald til að ákveða heildarafla. Bæri ráðherra því að vísa þeirri ákvörðun til sjávarútvegsnefndar þingsins, sem myndi leggja tillögur sínar fyrir Alþingi. Þorvarð- * urArna- son látinn ÞORVARÐUR Árnason, fyrrum forstjóri, lést á Landspítalanum 1. júlí, 71 árs að aldri. Útför hans verður gerð frá Kópavogs- kirkju á morgun, miðvikudaginn 8. júlí. Þorvarður fæddist á Hánefsstöð- um við Seyðisfjörð 17. nóvember 1920. Hann stundaði nám í Eiða- skóla, íþróttaskóla Jóns Þorsteins- sonar og lauk prófi frá Samvinnu- skólanum vorið 1943. Ennfremur stundaði hann framhaldsnám í verslunargreinum í Svíþjóð veturinn 1945-1946. Að námi loknu starfaði Þorvarður hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga en hóf síðar sjálfstæðan at- vinnurekstur. Hann hafði um tíma umboð fyrir alþjóðafyrirtækið Dairy Queen og stofnaði fataverksmiðj- una Sportver ásamt systur sinni, Margréti. Síðar varð fyrirtækið herrafataverksmiðjan Sportver og Herrahúsið í Reykjavík. Guðjón Kristbergsson, fram- kvæmdastjóri, vildi ekki gefa upp erindi fyrirtækisins við fólkið. Að- spurður sagði hann að fyrirtækið hefði ekki áður reynt að komast í samband við fólk með þessum hætti Þorvarður Árnason Þorvarður keppti í íþróttum á yngri árum og tók þátt í félagslífi tengdu því. Hann sat í safnaðar- nefnd Kópavogs og í sveitarstjórn bæjarins eitt kjörtímabil. Þá var hann einn af stofnendum Rótarý- klúbbs Kópavogs og forseti klúbbs- ins 1965-1966. Eftirlifandi kona Þorvarðar er Gyða Karlsdóttir. Þau hjónin eign- uðust 5 börn. en menn væru ánægðir með þau viðbrögð sem auglýsingin hefði fengið. Aðspurður um miðilinn sem val- inn hefði verið sagði Guðjón að Morgunblaðið væri víðlesið blað. „Ég skal ekki fullyrða um hvort þetta stenzt stjórnskipunarlög eða ekki. Það er ég ekki fær um að segja til um,“ sagði Matthías Bjamason er hann var inntur álits á ummælum Læknar á Landspítalanum telja að með uppsögnum sérfræðinganna Ingólfs Sveinssonar og Matthíasar Kjeld sé brotin 32. grein laga um heilbrigðisþjónustu, en þar segir meðal annars: „Læknaráð skal vera stjórnendum til ráðuneytis um öll læknisfræðileg atriði í rekstri sjúkra- hússins og ber stjómendum að leita álits læknaráðs um allt sem varðar Kristins. „En mér finnst sjálfsagður hlutur að í jafnveigamikilli ákvörðun og sjávarútvegsráðherra verður að taka, og sérstaklega vegna þeirrar umfjöllunar og rökstuddu gagnrýni læknisþjónustu sjúkrahússins.11 Læknar túlka þetta ákvæði svo að skipan starfsliðs á sjúkrahúsinu teljist varða læknisþjónustu þess. „Þegar sagt er upp tveimur sérfræð- ingum, sem gegna lykilstörfum við spítalann, er það mál sem varðar læknisþjónustu spítalans," sagði Ás- mundur Brekkan í samtali við Morg- unblaðið. sem tillögur Hafrannsóknastofnunar hafa fengið, beri ráðherrann þessar tillögur undir sjávarútvegsnefnd Al- þingis. Þar tek ég undir orð Kristins" Matthías sagði að yrði haldinn þingflokksfundur sjálfstæðismanna í næstu viku myndi hann láta það koma fram við Þorstein Pálsson sjáv- arútvegsráðherra að þetta væri hans skoðun. -----♦ ♦ ♦----- Lúðrasveit Reykjavíkur sjötíu ára í dag LÚÐRASVEIT Reykjavíkur er 70 ára í dag, 7. júll. Sveitin var stofn- uð sumarið 1992 og varð þessi elsta starfandi lúðrasveit landsins til við samruna tveggja lúðra- sveita, sem störfuðu í Reykjavík fram að þeim tíma, lúðrasveitirn- ar Harpa og Gígja. Strax við stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur var hafist handa við að reisa Hljómskálann og veturinn eftir var leikið í skálanum í fyrsta sinn. Síðan hefur Hljómskálinn verið að- setur sveitarinnar. Fyrsti stjómandi Lúðrasveitarinn- ar var Otto Bötcher, en þremur ámm síðar tók Páll ísólfsson við og stjórn- aði sveitinni um áratug. Margir hafa verið við stjórnvölinn síðan, en lengst allra Páll P. Pálsson, 1949-1975. Núverandi stjórnandi er Eiríkur Stephensen, en formaður er Jón Kristinn Snorrason. Einstaklingar beðnir að hafa samband við Lögþing LÖGÞING hf., lögfræði- og innheimtuþjónusta, óskaði eftir því við 20 nafngreinda einstaklinga að þeir hefðu samband við fyrirtækið í auglýsingu í Morgunblaðinu siðastliðinn sunnudag. Landspítali: Uppsögn læknanna brýtur heilbrigðislög - segir formaður læknaráðs ÁSMUNDUR Brekkan, formaður læknaráðs Landspítalans, segir að það brjóti í bága við ákvæði heilbrigðislaga að segja upp tveimur sér- fræðingum spítalans, en það var gert á þriðjudag í seinustu viku. Ósvikinn amerískur bílí ÖRUGGUR & AFLMIKILL í Chevrolet Corsico LT fer saman styrkur, öryggi og hagstœtt verö. Þessi rúmgóöi fjögurra dyra lúxusvagn sameinar kosti fjölskyldubíls og sportbíls. Hann er aflmikill, innrétting vönduð og farþegarýmið er sérstaklega styrkt. Chevrolet Corsica LT er með öryggispúða í stýrinu, sem blœs út við högg og veitir bílstjóranum vernd. Hann er með diskabremsum með ABS lœsivörn, sem stóreykur öryggi, einkum ef hemla þarf ó hóium vegi. Chevrolet Corsica er með hvarfakút, sem er sjólfsagður mengunarvarnarbúnaður á öllum nútímabílum. Hann er sjálfskiptur, framhjóladrifinn og hljóðlátur. Verðið er ótrúlega hagstœtt fyrir alvöru amerískan fólksbíl. kr. 1.580.000 staðgr.* * Skráning og ryðvörn eru innifalin í verði. 7% l$s 0(2'fq HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000 / 634050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.